Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Hagur, lög og siðir FLEST reynum við yfirleitt að innræta börnunum okkar góða siði: að breyta rétt, bursta tennurnar, borðsiði, kurteisi, lítil- læti - sem sagt: mannasiði. Sumir þess- ara siða tengjast stað og tíma. Við Islending- ar erum t.a.m. tiltölu- lega nýbyrjaðir að bursta í okkur tenn- urnar. Öldum saman og allt fram á þessa létu margir tennumar frekar brenna en bursta þær; það þekkt- ist varla. Aðrir siðir eru ótengdir tíma og rúmi, þótt mönnum takist að vísu misvel að halda þá, t.d. boðorðin tíu. Svo þegar bömin vaxa úr grasi, þá hættum við að nudda í þeim: þau eru þá byrjuð að kenna sínum böm- um siði. Þetta er gangur lífsins. Við reynum yfirieitt ekki heldur að siða annarra manna böm eða vini og vandamenn: það er ósiður. Hvað er þá til bragðs að taka, þegar bersýnilegrar siðaveiklunar verður vart? Fyrir nokkru birtist fróðlegt viðtal í mexíkósku tímariti við sendiherra Kanada í Mexíkó. Sendiherrann var m.a. spurður um spillingu í Mexíkó og lýsti nokkurri furðu yfir henni, eins og t.d. því þegar hátt settur herforingi, sem var skipaður yfirmaður fíkniefna- lögreglunnar í landinu, reyndist vera umsvifamikill mútuþegi. Þótt sendiherrann segði ekki annað en það, sem allir vissu, kvartaði mexíkóski utanríkis- ráðherrann yfir viðtal- inu, og sendiherrann var kallaður heim. Hefði hann þá heldur átt að þegja, þegar blaðamaðurinn spurði hann um spillinguna? Því verður hver að svara fyrir sig. Mér finnst hann hafa gert rétt í því að segja eins og er, þótt það sé að vísu ekki í verkahring sendimanna erlendra ríkja að kenna Mexíkönum mannasiði. Mexíkóski stjómar- flokkurinn, sem heitir því ágæta nafni Kerfisbundni byltingarflokk- urinn á spænsku, er nú loksins smám saman að missa töglin og hagldirnar í landinu eftir margra áratuga valdaeinokun. Og rúss- neskir blaðamenn halda áfram að fletta ofan af hverju spillingar- hneykslinu á eftir öðm í Rússlandi, jafnvel þótt þeir séu myrtir í tuga- tali á hverju ári með kveðju frá mafíunni. Uppljóstmn er í þeirra verkahring, og þeir halda henni vonandi áfram, svo að takast megi að draga úr spillingunni þarna austur frá og fækka blaðamanna- morðunum. Hávaðagrátur af gleði Nú víkur sögunni í nærliggjandi pláss. Fréttir herma, að Færeying- ar hafi grátið af gleði á götum Þórs- hafnar fram á nótt fyrir nokkm, þegar fréttir bárast um myndun nýrrar landsstjómar undir forsæti Anfinns Kallsberg og fyrirhugaða samninga við Dani um fullt sjálf- stæði Færeyja. Og hver er Anfinn Kallsberg? Jú, hann er fyrrverandi forseti lögþingsins í Þórshöfn og var þar áður hvort tveggja í senn, sjávarútvegsráðherra í landsstjóm- inni og bókhaldari í litlu frystihúsi á Austurey. Hann varð uppvís að því að hafa þá dregið sér níu milljónir íslenzkra króna, en aftók með öllu að segja af sér ráðherraembættinu fyrir svo litlar sakir, heldur samdi Bankar og sjóðir hafa afskrifað 67 milljarða króna síðan 1987, segir Þorvaldur Gylfason, án þess að nokkur maður hafi þurft að sæta ábyrgð vegna þess. við eigendur frystihússins um að endurgreiða féð með laxi, sem bátar hans veiddu norður af eyjunum. Hann er nú sem sagt orðinn lög- maður Færeyja. Spilling vitnar um skort á mannasiðum. Hún er þess vegna erfið um að fjalla. Að fárast yfir spillingu er stundum eins og að Þorvaldur Gylfason Stiga Bio-Chip kurlari 1400W Stiga Turbo sláttuvél með grashirðipoka i Góð fyrir heimili Stiga rafmagnsorf 450W Stiga Tornado i siáttuvél með drifi Fyrir sumarbústaða- eigendur, bæjarfélög og stofnanir Stiga rafmagns- ' limgerðisklippur 360W Stiga EL33 rafmagns- slóttuvél 1000W Fyrir litla garða Stiga Garden aksturssláttuvél EinstÖk fyrir sumarbústaðaeigendur og stofnanir. Stiga mosatætari 325W Sölustaðir um allt land HAMRABORG 1-3, NORÐANMEGIN • KÓPAVOGI • SÍMI 564 1864 • FAX 564 1894 reyna að siða fullorðið fólk - og get- ur vakið svipuð viðbrögð. En spill- ing getur haft og hefur iðulega ýms- ar afleiðingar, sem teygja sig langt inn í verkahring þeirra, sem annars myndu leiða hana hjá sér, t.d. sendi- herra og hagfræðinga. Og þá er ég kominn að efninu. Mannasiðir hafa hagnýtt gildi. Skortur á mannasiðum skerðir vel- ferð almennings. M.a. þess vegna brýnum við góða siði fyrir bömun- um okkar. Og þess vegna varða mútur við lög. Gagnrýni á spillingu þarf ekki að vitna um sérstaka siða- vendni, heldur getur hún átt við ill- ar afleiðingar spillingar, t.d. fyrir efnahagslífið. Færeysk stjómmál em t.a.m. svo gagnsýrð af fúski og spillingu, að efnahagslífið á eyjunum hmndi undan álaginu við upphaf þessa ára- tugar. Fimmtungur íbúanna flúði land í ofboði, og fjöldinn allur sat eftir með sárt ennið. Landsfram- leiðslan minnkaði um meira en þriðjung eftir 1989, svipað og gerðist í Sovétríkjunum sálugu á sama tíma. Fúskið og spillingin í Færeyjum eiga rætur sínar að rekja djúpt í innviði og sögu sam- félagsins og hafa birzt m.a. í ofur- vægi sjávarútvegsins í lífi fólksins þarna á eyjunum, glómlausri fjár- festingu, gríðarlegri skuldasöfnun og greiðum aðgangi Færeyinga að skatthirzlum Dana. Færeyskir út- vegsmenn og hirðmenn þeirra ráða lögum og lofum um landið: þeir stjóma bönkum og sjóðum, skrifa fomstugreinar og fréttir blaðanna og þannig áfram. Nú hafa Færeyingar reynt að snúa vöm í sókn með því að gefa fiskveiðar svo að segja fi-jálsar á ný og selja útiendingum olíuleitarleyfi. Fyrirhuguðu sjálfstæði er augljós- lega ætlað að koma í veg fyrir, að Danir geti eignazt nokkra hlutdeild í olíunni, ef hún skyldi finnast við eyjamar. Það er ekld að sjá, að Færeyingar hafi lært mikið af reynslunni. Það kann að stafa m.a. af því, að fáir þekkja þessa hörm- ungasögu utan Færeyja, íslands og Danmerkur. Erlendir fjölmiðlar höfðu yfirleitt engan áhuga á því, sem þama gerðist, og minntust varla einu orði á efnahagshmnið. Færeyingar urðu af því aðhaldi, sem almenningsálitið utan úr heimi hefði að réttu lagi átt að veita þeim. Fúsk og spilling Spilling kallar á fúsk. Þetta á við um allar helztu tegundir spillingar. Fríðindaspilling kallar á fúsk, af því að hún laðar ágenga og gráðuga menn að ýmsum störfum, þar sem ótæpileg fríðindi em í boði, og bæg- ir hófsamari og hæfari mönnum frá eða bolar þeim burt. Fjármála- og fyrirgreiðsluspilling kallar á fúsk með því að beina framkvæmdum og viðskiptum í hendur manna, sem kunna ekki vel með fé að fara. Út- nefningarspilling kallar einnig á fúsk, eins og liggur í hlutarins eðli, því að hún er einmitt fólgin í þeirri áráttu stjórnmálamanna að skipa sjálfa sig og hverjir aðra í ýmis mik- ilvæg embætti og störf, sem aðrir em hæfari til að gegna. Bönkum eiga t.a.m. ekki aðrir að stjóma en hinir hæfustu menn. Þessi háttur er hafður á víða í útlöndum. Það er ekki aðeins, að spilling kalli á fúsk, heldur kallar fúsk á meira fúsk. Mikið vill meira. Þær stofnanir samfélagsins, sem verða helzt fyrir barðinu á spillingu, hljóta því óhjákvæmilega að drabbast nið- ur undan oki fúsksins með tíman- um. Þegar allar tegundir spillingar leggjast á eitt og um er að ræða sumar mikilvægustu stofnanir sam- félagsins (t.d. banka, fjölmiðla, dómskerfi), þá stafar samfélaginu í heild áþreifanleg hætta af spilling- unni. Spilling tekur á sig margar myndir. Eitt einkenni hennar er það, að valdastéttin, a.m.k. efsta lag nómenklatúrannar, hættir að sjá nokkra þörf á því að greiða fyrir einkaneyzlu sína. Hún borgar ekki reikninga. Þannig var þetta í Sovét- ríkjunum á sínum tíma: Brésnev tók aldrei upp tékkheftið, heldur sí- mann. Honum var útvegað það, sem hann þurfti, og svipað átti við um þúsundir annarra flokksmanna. Ýmis önnur samfélög sýna svipuð teikn. Einn angi þessa vanda er hin algera leynd, sem grúfir sums stað- ar eins og þykkasta þoka yfir fjár- reiðum stjómmálaflokka. Hvar fá flokkamir peninga? Hvers vegna má ekki segja frá því? Þessi vandi brennur heitast í þeim löndum, þar sem stjómmálamenn em iðnastir við að mylja undir sjálfa sig, einka- vini sína og fámenna hagsmunahópa með því að afhenda þeim á silfurfati mikil verðmæti úr fóram almenn- ings (t.d. aflakvóta) og neita jafn- framt að upplýsa, hverjir fjármagna einkaneyzlu þeirra sjálfra (t.d. af- mælisveizlur). Hingað heim Þrátt fyrir ótvíræða hag- kvæmniskosti núverandi fyrir- komulags á stjórn fiskveiða við Is- land umfram t.d. frjálsar veiðar getur engum réttsýnum manni dul- izt ranglætið, sem aflakvótakerfið felur í sér án veiðigjalds. Þetta gríðarlega ranglæti hefur spillt andrúmsloftinu í landinu, og það mun halda áfram að eitra allt sam- félagið, unz upp úr sýður. Það er deginum Ijósara, að um þessa skip- an getur aldrei náðst friður. Yfir- vofandi ófriður af þessum völdum kann að veikja efnahag þjóðarinnar smám saman að öðra jöfnu, eða jafnvel skyndilega. En þegar búið er að afhenda fámennum hópi manna mikinn auð og völd, þá hljóta þeir að verja forréttindi sín með öllum tiltækum ráðum. Það er segin saga víðs vegar að úr veröld- inni. Þessi barátta er nú rétt að hefjast hér heima. Hún mun, ef að líkum lætur, kosta hörð átök, e.t.v. hin hörðustu, sem hér hafa átt sér stað allan lýðveldistímann. Spilling ríður aldrei við einteym- ing. Kvótakerfið er sprottið úr sama jarðvegi og bankakerfið, sem fólkið í landinu er nú fyrst - loks- ins! - að fá langþráða innsýn í fyrir opnum tjöldum. Það er saga til næsta bæjar, þegar bankastjóri stærsta stjórnmálaflokksins í stærsta bankanum um 10 ára skeið krefst þess, að bankaleynd verði aflétt 30 eða jafnvel 50 ár aftur í tí- mann, svo að fólkið í landinu fái að sjá, hvernig allt er í pottinn búið í bankakerfinu. Ég er þeirrar skoðunar, að brýna þörf beri til þess, úr því sem komið er, að finna færa leið til þess að verða við þess- ari kröfu bankastjórans, t.d. með aðstoð reyndra erlendra bankaeft- irlitsmanna. Við skulum ekki gleyma því, að bankar og sjóðir hafa afskrifað 67 milljarða króna síðan 1987, án þess að nokkur mað- ur hafi þurft að sæta ábyrgð vegna þess. Viðhorf yfirvalda virðist vera, að allir beri ábyrgð, svo að enginn ber ábyrgð. Nú em þó komnar fram ábend- ingar frá bankastjóranum fyrrver- andi þess efnis, að bankinn hafi selt eignir langt undir sannvirði og stjórnmálamönnum hafi verið hlíft við að standa skil á skuldbinding- um sínum, á meðan margir aðrir, sem áttu minna undir sér, misstu allt sitt. Þarna eru komnar fram skýrar ábendingar ekki aðeins um ójöfnuð gagnvart lögum, heldur einnig um hitt, að bankinn hafi ver- ið misnotaður og hlunnfarinn á kostnað eigenda sinna, fólksins í landinu. Svo virðist, sem banka- stjórinn hafi enn sem komið er aðeins tæpt á tindi jakans. Voru lög brotin? Hér virðast vera efni í eina veigamestu rannsókn, sem komið hefur til kasta ríkis- saksóknaraembættisins eða ríkis- lögreglustjóra frá upphafi. Nú reyn- ir á fjölmiðlana og réttarríkið. Höfundur er prófessor i Háskóla íslands. .1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.