Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 64
TNT Express Worldwide „580 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYK.IAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ(á}MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Chrysler myndar Grand Cherokee á Skála- fellsjökli VERIÐ er að taka upp auglýsingu fyrir bandaríska bílaframleiðandann Chrysler á Skálafellsjökli. Um er að ræða auglýsingu fyrir nýja gerð Grand Cherokee, sem kemur á markað í Bandaríkj- unum næsta haust. Saga film annast gerð auglýsingarinnar. Lagt var af stað með Grand Cherokee bfl- inn austur kl. 10 á föstudags- morgun en einnig er með í ferð venjulegur Cherokee jeppi. Farið var með bflana að Smyrlabjörgum og þaðan verður þeim ekið upp á Skála- fellsjökul. Allt gert til þess að halda bflnum leyndum Mikið hefur verið gert til að halda bflnum leyndum. Hann kom með flugi til ís- lands frá Bandaríkjunum og var ráðgert að flytja hann frá Reykjavík austur með yfir- breiðslu. Eiríkur Gunnars- son, framkvæmdastjóri flutn- ingafyrirtækisins GG, sem annast flutning á bílnum, á sjálfur Grand Cherokee ár- gerð 1996. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi sýnt starfsmönnum Chrysler, sem eru hérlendis vegna auglýsingagerðarinnar, mynd af bílnum sem birtist í bfla- 1 blaði Morgunblaðsins 10. maí síðastliðinn og var þá hætt við að hafa yfirbreiðslu yfir hon- um. Aðeins einn bfll er til enn sem komið er „Ég skoðaði bflinn meðan hann var geymdur inni í porti í Vegmúlanum. Ég dró upp Moggann og spurði starfs- menn Chrysler hvort þetta væri ekki sami bfllinn, en í Morgunblaðinu var mynd af þessum sama bíl sem birtist upphaflega á Netinu. Það er bara einn bíll til enn sem j , komið er. Ég hafði gaman af ” því að draga þetta upp því þeir vissu ekki að fjailað hefði verið um hann hérlendis,“ segir Eiríkur. Saga film skipuleggur flutninginn Hann segir að tveir menn frá verksmiðjunum aki bfln- um á jöklinum og Saga film skipuleggi flutninginn og sjálfa kvikmyndatökuna. „Ég veit ekki hve langt upp á jökul þeir ætla með þennan bíl. Hann er á litlum dekkj- um og ekkert sérstaklega búinn.“ Unnið verður að auglýs- ingamyndatökunni uppi á jökli í rúma viku. GG á að sækja bflana aftur mánudag- inn 1. júní. Landsmenn kusu til sveitarstjórna í gær Misgóð kosninga- þátttaka fyrir hádegi KOSNINGAR til sveitarstjórna fóru fram um land allt í gær. Kjörfundir hófust í öllum stærstu sveitarfélögunum kl. 9. Þátttaka í kosn- ingunum fyrir hádegi í gær var nokkru minni í Reykjavík en í sveitarstjómarkosningunum fyr- ir fjórum árum. Kjörsókn var hins vegar svipuð eða ívið betri í nokkrum stærri sveitarfélögum utan Reykjavíkur en í seinustu kosningum. Oddvitar R-lista og D-lista voru snemma á ferð Forystumenn Reykjavíkurlistans og D-lista Sjálfstæðisflokks voru snemma á ferð á kjörstað í gærmorgun. Ingibjörg Sólrún greiddi atkvæði í Hagaskóla þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í 11 og kvaðst engu vilja spá um úrslit. Ami Sigfússon greiddi atkvæði klukkustundu áður í Laugardalshöll og spáði því að Sjálf- stæðisflokkurinn myndi mjakast yfir 50% í fylgi og ná meirihluta í borgarstjórn. Um 20 manns stóðu í þoku og úða íyrir utan Laugardalshöll þegar dymar vom opnaðar klukkan m'u í gærmorgun og biðu þess að geta neytt atkvæðis síns. Ámi Sigfússon kom að skömmu eftir að opnað var ásamt Bryndísi Guð- mundsdóttur, eiginkonu sinni, og bömum þeirra fjómm. Við dymar keypti hann merki, sem ver- ið var að selja til styrktar íþróttafélagi fatlaðra. „Þetta hefur verið snörp barátta,“ sagði Ami um kosningabaráttuna eftir að hann hafði stungið atkvæði sínu í kjörkassann. „Ég hefði viljað hafa hana lengri til þess að geta komið málefnum okkar betur á framfæri, en ég tel að það hafi tekist á lokasprettinum og það skiptir miklu máli.“ Ámi kvaðst hafa viljað snarpari málefnaum- ræðu í kosningabaráttunni: „Það skorti hins vegar á málefni hjá mótherjunum þannig að það gat kannski aldrei orðið annað en að við kynnt- um okkar stefnu og um hana yrði fyrst og fremst rætt.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom fótgangandi á kjörstað ásamt manni sínum, Hjörleifí Svein- bjömssyni, og tveimur sonum þeirra. Ingibjörg Sólrún var fljót að fylla út atkvæða- seðilinn, en maður hennar dvaldist aðeins leng- ur að tjaldabaki. Borgarstjóri vildi þó ekki rekja það til þess að maður hennar væri í vafa, taldi fremur að hann vildi vera viss um að seðillinn væri rétt út fylltur. „Leiðinlegur bragur á kosningabaráttunni" Hún kvaðst ekki vilja spá opinberlega um úr- slit þótt hún hefði spáð fyrir sjálfa sig. Nú tæki við biðin eftir því að talið yrði upp úr kjörköss- unum. Hún sagðist vona að kosningarnar færa vel og kjósendur tækju afstöðu til málefna Reykj avíkurlistans. Ingibjörg Sólrún sagði að heldur leiðinlegur bragur hefði verið á kosningabaráttunni og treglega hefði gengið að fá umi’æðu um borgar- málefnin. Hún sagði að sér þætti kosninga- baráttan hafa verið ósanngjörn að ákveðnu leyti. „Mér finnst þetta hafa snúist of mikið eins og ég hef sagt í réttarhald yfir einum einstaklingi og það finnst mér ekki við hæfi í kosninga- baráttu,“ sagði Ingibjörg Sólrún. 13,7% komu á kjörstaði í Reykjavík fyrir hádegi Minni kjörsókn var í Reykjavík fyrir hádegi en í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjóram áram en kl. 12 í gær höfðu 10.809 kosið í borgar- stjómarkosningunum, eða 13,71% þeirra sem era á kjörskrá. í síðustu borgarstjómarkosn- ingum var kjörsókn 15,06%. Á Akureyri höfðu 1.257 kosið klukkan 12 sem er 11,6% kosn- ingaþátttaka og er það heldur meiri kjörsókn en í síðustu kosningum en þá höfðu 9% kosið á hádegi. 10.841 er á kjörskrá á Akureyri og hefur þeim fjölgað um 300 frá árinu 1994. Kjörsókn í Hafnarfírði var einnig nokkra betri fyrir hádegi í gær en fyrir fjóram áram en kl. 12 höfðu 1.441 kosið í Hafnarfirði eða 11,51%. samanborið við 10,76% á sama tíma 1994. í Kópavogi höfðu 1.688 kosið klukkan tólf og er það 11,8% kjör- sókn. Er þetta svipað hlutfall og fyrir fjórum ár- um. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Golli Oddvitar á kjörstað ÁRNI Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í Reykja- Bryndísar Guðmundsdóttur, í kjörkassann. Ingi- vík, greiddi atkvæði í Laugardalshöllinni. Við hlið björg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri greiddi at- Árna stendur Sigfús Jóhann, sonur hans og bíður kvæði í Hagaskóla laust eftir kl. 10 í gærinorgun þess að geta stungið atkvæði móður sinnar, ásamt manni sínum, Hjörleifi Sveinbjörnssyni. Samskip flytja fyrir Norðurál SAMSKIP hf. og Norðurál hafa komist að samkomulagi um að gera samning sín á milli um flutninga Samskips á skautum og öllu hráefni, að súráli undanskildu, til verksmiðj- unnar á Grundartanga og áli frá henni á erlenda markaði. Enn er eft- ir að ganga frá undirskrift samnings- ins og nánari útfærslu. Samningurinn mun fela í sér að Samskip annist flutninga fyrir Norð- urál næstu 18 mánuði og eru upp- sagnarákvæði af beggja hálfu í samn- ingnum. Um er að ræða yfir 100 þúsund tonn á tímabilinu. Olafur Olafsson, forstjóri Samskipa hf., sagði ekki hægt að segja til um hvort fram- hald yrði á samstarfinu að samnings- tímabilinu loknu. Olafur kvaðst gera ráð fyi-ir því að gengið yrði frá samn- ingum í byrjun júnímánaðar. 200 millj. kr. í tekjur Samskip bæta inn skipi sex mán- uði ársins til að sinna þessu verkefni en aðra mánuði ársins notar félagið eigin skip til flutninganna. Olafur sagði að stefnt yrði að notkun skipa í eigu Bischoff-skipafélagsins í Þýska- landi, sem er að meirihluta í eigu Samskipa. Samningurinn mun skfla Samskip- um um 200 milljónum króna í tekjur á ársgrundvelli. Olafur sagði að samningurinn hefði í för með sér að fjölga þyrfti starfsmönnum en meg- inatriðið í skipaflutningum fælist i hámai-ksnýtingu á skipum og tækja- búnaði. Allir flutningar munu fara um athafnasvæði Samskipa í Reykjavik og að líkindum eitthvað með bílum um Hvalfjarðargöng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.