Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Stöðumælar í Kerling’arfj öllum? Frá Pétrí Eiríkssym: í MEIRA en ellefu aldir var hálend- ið almenningur íslendinga. Alllangt fram á þessa öld var það nær óþekkt nema einstöku mönnum. I huga flestra landsmanna var það heimur trölla og útilegumanna. Á þessari öld hefur það smám saman opnast landsmönnum, fyrst einstaka frum- kvöðlum en síðan flestum sem hafa verið tilbúnir að leggja á sig smáræðis erfiði. Þar er ekki ferðast milli fimmstjörnu hótela á fullum dagpeningum, heldur er þar ferðast í óendanlegri víðáttu í síðustu svo til ósnortinni náttúru Evrópu. Að vísu hafa vegagerð og virkjanir sett mark sitt á hálendið síðustu áratugina, en megnið er þó enn nánast ósnortin náttúra. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um skipulag hálendisins. Þar er ekki gert ráð fyrir einungis einu skipulagi heldur ekki færri en fjörutíuog- tveimur! Sjá menn fyrir sér skipu- lagsskrifstofu hálendisins í hveijum hinna fjörutíuogtveggja hreppa sem fá úthlutað sneið af hálendinu!? Gerð verða svæðisskipulögð, deilda- skipulög og óteljandi önnur skipulög fyrir hverja sneið. Hætt er við að út- koman verði skipulegur óskapnaðui’. Skipulagðar áningastöðvar, upplýs- ingamiðstöðvar, bensínstöðvar, pylsustandar, skyndibitastaðir, ne- onskilti, flettiskilti, kókauglýsingar og kannski stöðumælar á vinsælustu staðina! Almáttugur bjargi hálendinu frá skipulagsfræðingunum. Fátt er öm- urlegra en skipulögð náttúra fyrir þann sem hefur kynnst „the real thing“ (biðst forláts á slettunni). Er virkilega svona bráðnauðsyn- legt að hespa þessi lög af núna í vor í andstöðu við meirihluta lands- manna? Hálendið hefur verið lög- laust og skipulagslaust í yfir ellefu aldir. Mætti ekki bíða með þessi lög í ellefu mánuði og ræða málin ítarlega og frá öllum hliðum? Ég skora á þingmenn að sýna þann manndóm í sér að fresta þessu máli til hausts. Síðan væri mjög æskilegt að þeir fórnuðu viku til tíu dögum af sumar- leyfi sínu til þess að ferðast um há- lendið. Ekki á þann hátt að aka viðstöðulaust yfir Kjöl á einum degi, heldur á þann hátt að þeir nái að njóta þess. Heyra vindinn gnauða í auðninni, leggjast í mosann við lækj- arsprænu og láta sig dreyma. Hlusta á þögnina, sofna síðan í tjaldi eða sæluhúsi. Vakna í morgunkuldanum og finna með hverri taug, að þeir lifa. Stjómarþingmenn Reykvíkinga, Reyknesinga og Vestfirðinga, er virkilega einungis einn af ykkur sem hefur sjálfstæða skoðun? Við getum litið fram hjá þessum tveim guðsvoluðu aumingjum sem var þaggað niður í með lítilli dúsu. Ég hygg að Ólafur Örn Haraldsson hafi áttað sig á verðmæti víðáttunnar við göngur sínar yfir Grænlandsjökul og á Suðurpólinn. Betur væri að fleiri þingmenn legðu það á sig. En þó að þeir geri það ekki, geta þeir samt ekki gefið þjóðinni tíma til að ræða málið í þaula? Þessi lög geta beðið á meðan. Ekkert kallar á að þau verði samþykkt á þessu vori. Þingmenn eru kosnir til þess að setja lug í sam- ræmi við vilju þjóðarinnar, ekki til þess að neyða lög inn í þjóðina! En meðal annarra orða. Hafa sveitastjórnir ekkert álit á málinu? Hvaða skoðun hafa Árni Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og öll hin sem bjóða sig fram til þjón- ustu í bæjar- og sveitai’stjórnarkosn- ingum? Áður en ég set krossinn minn vil ég vita hvort frambjóðendur hans hyggjast aðhafast eitthvað í þessu máli. Ég skora á kjósendur að krefja frambjóðendur svara um þeirra afstöðu til málsins og að þeir svari afdráttarlaust og ekki með þessu venjulega blaðri. Ég varð þeirrar hamingju aðnjót- andi að kynnast hálendinu fyrst und- ir leiðsögn manna sem báru virðingu fyrir því og umgengust það með nærfæmi, t.d. ógleymanlegar ferðir með Guðmundi Jónassyni, Ferðafélagi íslands og Útivist. Síðar fór ég margar ferðir á eigin vegum eða í góðum félagsskap. Þessar ferð- ir hafa gefið mér óendanlega mikið. Ég óska barnabörnum mínum til handa, að þau geti líka í framtíðinni leitað á þessar slóðir til að sækja nýjan kraft og kjark til að takast á við lífið. PÉTUR EIRÍKSSON, Norðurbraut 1, Hafnarfirði. Fjárfesting til framtíðar Nám sem leiðir til starfs Alhliða tölvunám í lok náms eiga nemendtir m.a. að geta starfað sem öflugir notendur eða sem fulltrúar við aðlögun og þjónustu á þeim hugbúnaði sem námið nærtil. Fjármála- og rekstrarnám í lok náms eiga nemendur m.a. að geta borið ábyrgð á bókhaldi smærri fyrirtækja eða unnið sem fulltrúar i bókhalds- og fjármáladeildum. wa Viðurkenndur Seinkaskóli Stutt og hnitmiðað starfsnám í takt við þarfir vinnumarkaðarins Innritun er i sima 588 5810 Markaðs- og sölunám I lok náms eiga nemendur m.a. að geta starfað sem markaðs- og sölufulltrúar Almennt skrifstof unám | íloknámseiganemendurm.a. að geta unnið sjálfstætt við öll i almenn skrifstofustörf, sem ritarar eða í bókhaldi. Starfsþjálfun í fyrirtækjum veitir nemendum mikilvæga innsýn í þarfir atvinnulífsins Innritun hafin Skóli sem byggir á 23 ára reynslu og hefð Allt nám í skólanum eraðfullu lánshæft Nám sem leiðir til aukinna Hvergi á íslandi er að starfsmöguleika finna betri aðstöðu fyrir nemendur /VIÁTTln HEILSURÆKT Við viljum koma þér í gott form Nýtt BodyPump Hefst um miðjan júní. Varúð! Þetta gæti breytt líkamsvexti þínum. Verið frísk og flott í sumar. Sumarkort 3 mánuðir á kr. 7.900 (með niðurgreiðslu VR greiðir þú aðeins kr. 4.364). Árskort á frábæru verfli Aðeins kr. 23.000 en kr. 19.464 með niðurgreiðslu VR. Vertu með í sumar Munið hlaupahóp Máttar og Mizuno Sérstakur byrjendahópur • Fræðsla og stuðningur • Styrktarþjálfun og teygjur • Ótakmarkaður tíma- fjöldi og aðgangur að tækjum • Bolur, hlaupa- sokkar, svitaband og derhúfa fylgja ókeypis með • Hlaupabúnaður frá Mizuno á góðu verði AQmnn Verð kr. 7.900. Takmarkaður fjöldi. Skráning og upplýsingar ísíma 568 9915 HEILSURÆKT Faxafeni 16 - Sími 568 9915 • Langarima 21-23 - Sími 567 7676 • Skipholti 50a - Sími 581 6522
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.