Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Möðrudats- Leið um Sauöár- og Gestreiðarstaðaskarð Mbðrudai'ur Fyrirhugaður vegur um Jökuldalsheiði Nuverandi hrmgvegur p Fyrirhuguð Fljóstdalslina 1 Brunavarnir í Hvalfjar ðargöngum ræddar á fundi slökkviliðsstjóra Uppsetning sjálfvirks við- vörunarkerfís nauðsynleg Á RÁÐSTEFNU sem haldin var fyrir slökkviliðs- stjóra í gær og í fyrradag, var meðal annars fjallað um brunavamirí Hvalfjarðargöngunum sem verða opnuð nú í sumar. Gunnar Kristjánsson deildar- verkfræðingur hjá Brunamálastofnun sagði að byrjað væri að leita tilboða í sjálfvirkt viðvörunar- kerfi í göngunum sem gefið gæti viðvörun um eld með 80 metra nákvæmni en með því kerfi gæti viðvörun komið til Neyðarlínunnar innan einnar mínútu eftir að eldur kviknar. Göngin eru 5,9 km löng og kostnaður við að setja kerfið upp er áætl- aður um 30-40.000 dollarar á hvem kílómetra, eða um 2,1-2,8 milljónir króna á kílómetra. Gunnar sagði að brunavamir í göngunum upp- fylltu alla norska staðla í bmnavömum og að í göngunum yrði jafnvel gengið skrefi lengra en í Noregi í málum sem snúa að flutningi hættulegra efna um göngin. Samkvæmt því kerfi sem nú er í göngunum er talið að um fimm mínútur og jafnvel lengra gæti liðið þar til tilkynning berst stjómstöð um eld en það miðaðist meðal annars við það að einhver taki upp slökkvitæki í göngunum en þá fara boð sjálfvirkt til stjómstöðvar. Hann benti á nauðsyn þess að koma upp sjálfvirku kerfi sem allra fyrst enda erfitt að treysta á skilvirkni kerfisins eins og það er núna. Tillaga um takmörkun á ferð flutningabfla sem flytja hættuleg efni liggur fyrir en í henni er mið- að við að slíldr flutningar gætu ekki farið fram á álagstímum um helgar og um miklar ferða- mannahelgar. Gunnar tók dæmi um hvemig þeim málum er háttað í Noregi en aðeins em tak- markanir á slíkum flutningum í einum göngum þar í landi. Mikilvægi loftræstikerfis ganganna sem hefur það hlutverk meðal annars að vinna á móti eldi, var mikið rætt enda skiptir það miklu máli hvemig loftræstikerfinu gengur að reykhreinsa göngin. Samvirkandi þættir eru til dæmis nátt- úrulegur vindstraumur um göngin en að öllu jöfnu fer vindstraumurinn inn Akranesmegin og út Reykjavíkurmegin. Hann sagði að við bmna gætu viftur dottið út og það haft áhrif á minni virkni kerfisins. Gerð viðbragðsáætlunar á Iokastigi Gerð viðbragðsáætlunar, sem Bmnamálastofn- un hefur unnið í samvinnu við slökkviliðin á Akranesi og í Reykjavík, er á lokastigi. Vegna náttúmlegs streymis lofts inn Akranesmegin er líklegt að slökkvilið Akraness muni í flestum til- fellum koma að eldinum fyrst þó slökkvilið beggja vegna að yrðu kvödd að göngunum ef elds yrði vart. í þeirri áætlun sagði hann að ýmsar spumingar vöknuðu og menn væm ekki allskost- ar sammála um allt í þeirri áætlun. Lést í slysi við Hverfisfljót MAÐURINN sem lést þegar flutn- ingabíll sem hann ók fór út af veginum og valt skammt vestan við Hverfisfljót í Vestur-Skaftafellssýslu á miðvikudag hét Gísli Skarphéðinn Sigurðsson og var frá Homafirði. Hann var 28 ára gamall og lætur eftir sig unnustu og tveggja ára son. Hjúkrunarfræðingar bera saman launakjör nokkurra stétta Boðin sömu laun og lækna- og hjúkrunar- riturum FORRÁÐAMENN Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga hafa tekið saman upplýsingar um launa- mun hjúkmnarfræðinga og nokk- urra starfshópa innan Starfsmanna- félags rfldsstofnana úr nýlegum samningum aðlögunamefnda. Par kemur m.a. fram að lágmarkslaun heilsugæsluritara 2, sem em lækna- eða hjúkmnarritarar hjá Heflsu- gæslunni í Reykjavík, em 114.242 kr. en lágmarkslaun sem Rfldsspít- alar og Sjúkrahús Reykjavíkur hafa boðið hjúkmnarfræðingum séu 114.873 kr. eða nánast hin sömu. Lágmarkslaun hjúkrunarfræð- inga í almennum störfum, sem bera sem fagaðilar í hjúkran ábyrgð á störfum sínum og stjóma aðstoðar- fólki, em samkvæmt tilboðinu 114.873 kr. í flokki A1 og segja for- ráðamenn hjúkranarfræðinga að arkitekt hjá Borgarskipulagi, sem einnig beri almenna faglega ábyrgð, hafi 171.197 kr. í lágmarkslaun og náttúmfræðingar á Veðurstofu ís- lands sem titlaðir séu sérfræðingar hafi á bilinu 158.951 til 178.088 kr. í mánaðarlaun. Þá segir í samantektinni að með- aldagvinnulaun tæknifræðinga í fullu starfi í nýju launakerfi frá febrúar 1998 séu 192.209 kr. á mán- uði en áætluð meðaldagvinnulaun hjúkmnarfræðinga, jafnt almennra sem stjómenda, séu samkvæmt til- Morgunblaðið/'Sigurður Sigmundsson Buslað í Litlu-Laxá ÞRJÁR ungar stúlkur, þær Eva Dís Ólafsdóttir, Ösp Jóhanns- dóttir og Ragnheiður Georgs- dóttir, nýttu sér góða veðrið á Flúðum á dögunum og syntu og busluðu f Litlu-Laxá. Áin er enn býsna köld en þær létu það ekki á sig fá. boði Rfldsspítala og SHR um 123 þúsund krónur á mánuði sem sé um 56% munur. Er vísað í nýlegt fréttabréf Stéttarfélags verkfræð- inga og tæknifræðinga í þessu sam- bandi. Deildarstjórum boðnar 137.345 kr. Hjúkmnarfræðingar benda á að nokkuð á annað hundrað samningar hafi verið gerðir fyrir mismunandi starfshópa og stofnanir í nýja launa- kerfinu og tekin dæmi um nokkra þeirra til samanburðar við það sem stóm spítalamir tveir hafa boðið hjúkrunarfræðingum samkvæmt hinu nýja kerfi. Mánaðarlaun deild- arstjóra í hjúkrun, sem hefúr mannaforráð yfir 30-40 starfsmönn- um og stýrir deild sem veltir 100-200 milljónum króna á ári, em sam- kvæmt tilboðinu 137.345 kr. í flokki Bl. Hjúkrunarfræðingar benda á að verkfræðingar hjá embætti borgar- verkfræðings í Reykjavík hafi á bil- inu 148.032 til 176.989 kr. í mánaðar- laun og sé þar miðað við sjálfstætt starf með lítílli ábyrgð og undir yfir- umsjón annarra eins og það sé skil- greint í samningnum. Hjúkranar- framkvæmdastjórum og hjúkmnar- forstjórum hafa verið boðnar 147.959 kr. í launaflokki C1 en hækkun þeirra launa er háð mati og forsend- um viðkomandi stoftiunar. Umhverfísráðherra staðfestir úrskurð skipulagsstjóra Háreksstaðaleið valin UMHVERFISRÁÐHERRA hefúr úrskurðað að úrskurður skipulags- stjóra skuli standa um mat á um- hverfisáhrifúm hringvegar úr Langa- dal að Ármótaseli í Norður-Múlasýslu eða Háreksstaðaleið að uppfylltum tveimur skflyrðum. Að gerð verði framkvæmdaáætlun um endurheimt votlendis og að efnistökustöðum verði fækkað eftír því sem kostur er í sam- ráði við Náttúmvemd rfldsins. í úrskurði skipulagsstjóra frá októ- ber 1997 vegna frumathugunar á lagningu hringvegar í Norður-Múla- sýslu var farið fram á frekara mat á umhverfisáhrifum, þar sem fyrirhug- uð Háreksstaðaleið yrði borin saman við tvo aðra kostí, segir í frétt frá um- hverfisráðuneytinu. Að byggja upp núverandi veg um Möðrudalsfjallgarð og að leggja veg um Sauðár- og Gest- reiðarstaðaskarð. Auk þess var óskað eftir að nánar yrði gerð grein fyrir þeim kosti að vegtenging mflli Norð- ur- og Austurlands yrði um Fjöllin, Vopnafjörð og Hlíðarfyjöll með jarð- göngum undir Hellisheiði. Að fengnum niðurstöðum úr frekara mati taldi skipulagsstjóri að vegur um Sauðár- og Gestreiðar- staðaskarð væri óviðunandi frá um- hverfissjónarmiðum, en féllst á Há- UMHVERFISRÁÐHERRA hefur úrskurðað að úrskurður skipulags- stjóra skuli standa um mat á umhverfisáhrifum hringvegar úr Langa- dal að Ármótaseli í Norður-Múlasýslu eða Háreksstaðaleið. reksstaðaleið og endurbyggingu nú- verandi leiðar, ásamt mögulegum breytingum á veglínunni um Lækjar- dal, Þrívörðuháls og Lönguhlíð. Þessi úrskurður var kærður tfl umhverfis- ráðherra, sem hefúr úrskurðað að Háreksstaðaleið skuli valin. Helstu rök era að þar sé minni snjósöfnun miðað við núverandi leið, veghallinn minni og umferðaröryggið meira. Margir á ferð um hvíta- sunnu FJÖLDI fólks verður á ferð- inni um hvítasunnuna í ár samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi íslands, íslands- flugi og BSÍ. Norræna flutti 200 erlenda ferðamenn til landsins á fimmtudag, viku fyrr en venjulega, og er tekið að bera á erlendum ferða- mönnum hjá Flugfélagi ís- lands, að sögn Gunnars Atla Jónssonar, vaktstjóra á Reykjavíkurflugvelli. Annríki hjá flugfélögum Gunnar Atli sagði í samtali við Morgunblaðið að vélar Flugfélags íslands hefðu verið fullar í gær til Akureyrar, Egilsstaða og ísafjarðar og mikið um bókanir til baka á mánudag. Bjóst hann við að fé- lagið myndi flytja 1.300 far- þega í gær. Sagði hann jafn- framt að ekki stæði tíl að fjölga ferðum um helgina því allar vélar félagsins væru fullnýttar. Valur Hlíðberg, vaktstjóri hjá íslandsflugi, sagði meira um farþega en að jafnaði um helgar, sérstaklega til Akur- eyrar og Vestmannaeyja og að félagið yrði með aukavél í Akureyrarflugi á mánudag. Átti hann von á því að íslands- flug myndi flytja 1.500 far- þega um helgina. Margir á suðausturhornið Sunna Björk Símonardóttir starfsmaður hjá BSÍ sagði í samtali við Morgunblaðið að fjöldi fólks hygðist leggja leið sína á stærstu staði Norður- lands, til Snæfellsness og Vestmannaeyja. Einnig lægi straumurinn til Kirkjubæjar- klausturs, Víkur og Hafnar. „Eg myndi segja að fleira fólk væri á ferðinni nú en venju- lega, bæði vegna hvítasunn- unnar og einnig vegna þess að skólafólk er að snúa heim eftir veturinn.“ Bjóst hún við að 2-3.000 manns yrðu á ferðinni með langferðabílum BSÍ um helg- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.