Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 47

Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MNNINGAR LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 47 -I a i 3 I I i : i þykktur sem doktor háskólans í lög- fræði og hefði hlotið ágætiseinkunn. Þetta var glæsilegur námsferill og einstætt afrek. Allt námið og dokt- orsvörnin fór fram á frakkneskri tungu. Það var nánast eins og þessi áfangi leysti Gunnlaug úr álögum. Hann fór að vinna markvissar að hinum fjölmörgu áhugamálum sín- um. Merkust og mikilvægust vour árangursrík störf hans að landhelg- ismálum okkar og síðan rak hvað annað, barnaverndarmál, þátttaka í stjómmálum, störf að vandamálum flóttafólks og störf fyrir Rauða kross íslands, að sjálfsögðu að ógleymdri þeirri snjöllu hugdettu hans í Landakirkju í Vestmannaeyj- um, þegar hann blátt áfram blés von og lífskrafti í Vestmanneyinga í hremmingum þeirra í gosinu mikla. Gunnlaugur hafði alla tíð mikla ánægju af ferðalögum. Hann var oft leiðsögumaður bæði vegna mála- kunnáttu, traustvekjandi framkomu og færni við að leysa þau fjölmörgu vandamál, sem oft skjóta upp kollin- um í ferðum. Hann ferðaðist oft heimshoma á milli. Nú þegar við horfum á eftir hon- um, þar sem hann hefir lagt upp í sína hinstu ferð, yfir móðuna mildu, kemur okkur ósjálfrátt í hug hin snjalla samlíking samstúdents okk- ar, Þorsteins skálds Valdimarsson- ar: Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir, aðrir með söng, sem aldrei deyr. Vísuorðum skáldsins var að vísu beint að öðmm manni en Gunnlaug- ur rís ekki síður undir þeim. Lagið sem Gunnlaugur söng fyrir okkur í menntaskólanum fyrir nær 70 ámm, ásamt ljúfum endurminn- jngum um góðan dreng, býr enn með okkur og gleymist aldrei því við vitum að hann var einlægur vin- ur okkar. Jón Bjarnason. Það var laugardaginn 3. janúar sl., sólin skartaði nýársgeislum á fógmm, kyrrlátum degi, þegar dr. Gunnlaugur hélt enn eina stórveisl- una. Mörg voru þau þessi mann- j ræktarmót hans um dagana og í • þetta sinn ríkti sérstakur hátíða- blær sem fylgir áramótum. Gest- • gjafinn var aftur kominn í gamla veisluhaminn eftir veikindi undan- genginna vikna og það var þröngt á þingi, 108 manns boðið, sagði hann. Það gmnaði auðvitað enga við- stadda, að þeir sætu kveðjuveislu hans, en eftir á séð lýsir samkoman á táknrænan hátt hug Gunnlaugs til vinahópsins. Áður en þessi eftir- j| minnilegi dagur var á enda, dundi hörmungin yfir. í kjölfar alvarlegs _ slyss tók við erfið barátta, sem nú er lokið. Dr. Gunnlaugur kom víða við á viðburðaríkri ævi, enda yfirferðin mikil á hraðakstri um lífsins vegu. Það var sama hvað hann tók sér fyr- ir hendur, allt var framkvæmt af stórhug og ákafa. Minnisstæð era afskipti hans af mannúðarmálum en hjartans málið var alltaf stuðningur ýJJ við íslenska myndlist. Starf hans í þágu Listasafns íslands verður von- ^ andi metið að verðleikum. Hann M styrkti jafnframt margan myndlist- armanninn og miðlaði eigin lista- verkum af örlæti. Þá var hann mik- ill áhugamaður um ræktunar- og umhverfismál og ber stórkostleg gróðurvin hans við Helluvatn fagurt vitni þar um. Ofurkrafturinn fékk einnig útrás í glímu við stórgrýtis- Slistaverk sem víða má sjá. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um eftir 26 ára samfylgd, kemur margt upp í hugann en fyrst og síð- ast minnumst við fjölskyldan órófa tryggðar og vinskapar öll þessi ár. Tíðum, stuttum hraðheimsóknum er lokið og hurðaskeliir þagnaðir. Hið daglega líf í suðurenda Bergstaða- strætisins hefur verið dauflegt und- anfarna mánuði. Það munaði um doktorinn í götunni. Kæri nágranninn og vinur er sárt 0 kvaddur. Samúðarkveðjur til allra aðstand- L enda. Loftur og fjölskylda. í kosningum til Alþingis árið 1956 urðu þau tíðindi í stjómmálum, að Alþýðufiokkur og Framsóknar- flokkur gerðu tilraun til þess með samstarfi um framboðsmál að ná saman hreinum meirihluta á Ai- þingi. Þetta var fyrir daga núver- andi kjördæmaskipunar og sam- komulag flokkanna var á þá lund, að í þeim kjördæmum, þar sem Al- þýðuflokkurinn var álitinn sterkari bauð Framsóknarflokkurinn ekki fram en lýsti stuðningi við framboð Aiþýðuflokksins en í kjördæmum, þar sem Framsóknarflokkurinn taldist vera sterkari, bauð hann fram en naut stuðnings Aiþýðu- flokksins. Ef þessi tilraun til þess að leiða saman þá tvo stjórnmála- flokka, sem báðir voru stofnaðir að tilhlutan Jónasar frá Hriflu hefði tekist og þeir náð saman þingmeiri- hluta á gmndvelli svo náinnar kosn- ingasamvinnu hefði stjómmálasaga okkar á síðari helmingi 20. aldar orðið talsvert önnur, en raun varð á. Þingmeirihluti náðist hins vegar ekki. Meginástæðan var sú, að skömmu fyrir kosningamar hafði fyrrverandi formaður Alþýðuflokks- ins, Hannibal Valdimarsson, gengið úr flokknum ásamt talsverðum hópi fylgismanna sinna og stofnað kosn- ingabandalag með Sameiningar- flokki alþýðu - Sósíalistaflokknum; kosningabandalag, sem hlaut nafnið Alþýðubandalagið og var síðar gert að stjómmálaflokki undir sama nafni. Þetta nýja framboð hlaut talsverðan byr í seglin og fyrir til- verknað þess náðist ekki sá árangur með náinni samvinnu Aiþýðuflokks og Framsóknarflokks, sem stefnt var að. Það varð svo til þess, að þingmeirihluti fyrir nýrri stjórn með aðild Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks gat ekki orðið nema fyrir atbeina hinna nýju samtaka, Álþýðubandalagsins. Sú ríkisstjóm náði aldrei almennilega saman og féll þremur ámm síðar. Upp úr því rofnuðu svo tengslin milli Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks, sem aldrei urðu hin sömu á síðari hluta 20. aldar og þau höfðu oft verið á fyrri helmingi þeirrar aldar. í ísafjarðarkaupstað, í Norður- ísafjarðarsýslu og Vestur-ísafjarð- arsýslu vora höfuðvígi Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum og raunar á landsvísu á þessum áram. Stjóm- málahöfðinginn Ásgeir Ásgeirsson, þingmaður Aiþýðuflokksins og síðar forseti íslands, var leiðtogi Vestur- ísfirðinga en Hannibal flokksleið- toginn og þingmaðurinn á Isafirði og þar áður öflugur frambjóðandi í Norður-ísafjarðarsýslu, arftaki Vil- mundar læknis. Nú hafði Hannibal gerst forystumaður nýs framboðs, gegn sínum gamla flokki, og jafnað- armenn á ísafirði og í Norður-ísa- fjarðarsýslu vom í sámm. Það var því ekki vandalaust að veija flokkn- um þar nýja frambjóðendur. Ef til vill var það ekki tilviljun að þeir vom sóttir í aðra landshluta. Frið- finnur Ólafsson, forstjóri, var valinn til framboðs í Norður-ísafjarðar- sýslu og mætti þar í framboði á veg- um Alþýðubandalagsins systur sinni, Sólveigu, eiginkonu Hanni- bals, en þau systkin áttu ættir að rekja til Djúpverja þó bæði hefðu búsetu í Reykjavík. Til framboðs á ísafirði var sóttur ungur og vel menntaður lögfræðingur, doktor frá sjálfum Svartaskóla í París, Gunn- laugur Þórðarson. Dr. Gunnlaugur hafði áður verið í framboði í Vestur- Barðastrandarsýslu og staðið sig þar vel. Nú fékk hann það erfiða verkefni að verjast eftir mætti á ísafirði, þar sem jafnaðarmenn vora í sámm. í kosningunum 1956 var ég 14 ára gamall og orðinn nógu gamall til þess að vera farinn að hafa skoð- anir á póiitík og fylgjast með. Mér er dr. Gunnlaugur minnisstæður. Dökkur á húð og hár, spengilegur og svipfríður, kvikur í öllum hreyf- ingum, lá hátt rómur, ófeiminn með öllu og átti einstaklega gott með að umgangast fólk. A þeim stutta tíma, sem Gunnlaugur hafði til ráðstöfunar í kosningabarátt- unni heimsótti hann svo til hvert einasta heimili á ísafirði, lét sér oft ekki nægja að drepa á dyr og bíða þar til opnað væri heldur gekk oft rakleiðis inn, settist á eldhúskoll- inn og hóf að spjalla við húsráðend- ur. Þetta var löngu fyrir daga sjón- varpsins, sem gert hefur stjórn- málamenn og frambjóðendur að daglegum gestum í hýbýlum manna, en Gunnlaugur lét sig ekki muna um að taka að sér þetta hlut- verk sjálfur og þótti nýstárlegt á þessum árum þegar enn voru ástundaðar þéringar og ekki þótti annað ráð vænna en að einhver sameiginlegur vinur eða kunningi kynnti ókunnuga. Þarna var Gunn- laugur hins vegar langt á undan sinni samtíð í eðlilegum og óþving- uðum samskiptum við fólk. Fram- bjóðendur, ekki síst á landsbyggð- inni, hafa hins vegar fyrir löngu tekið upp þessa óþvinguðu og al- þýðlegu framkomu við fólk en gera það fæstir eins vel og Gunnlaugur gat gert. Vamarbarátta jafnaðarmanna á Isafirði var erfið. Gunnlaugur náði ekki kjöri enda munu fæstir, jafnvel í röðum mestu bjartsýnismanna, hafa vænst þess, að Alþýðuflokkur- inn gæti haldið sínu eftir brotthvarf sjálfs leiðtogans, Hannibals. Gunn- laugur varð hins vegar varaþing- maðm- landskjörinna þingmanna Alþýðuflokksins og sat sem slíkur um hríð á Alþingi öll árin 1957,1958 og 1959 uns boðað var til nýrra kosninga, sem vom undanfari kjör- dæmabreytingarinnar, en í hinu nýja Vestfjarðakjördæmi valdist ís- firðingurinn Birgir Finnsson sem efsti maður á lista Alþýðuflokksins. Gunnlaugur Þórðarson hélt hins vegar áfram störfum í þágu Al- þýðuflokksins, sat í miðstjórn flokksins og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir hann. Leiðir okkar lágu oft saman og á árum mínum í heilbrigðisráðuneytinu tók hann að minni beiðni sæti í stjórn Landakotsspítala og vann þar m.a. að sameiningu Landa- kotsspítala og Borgarspítala í Sjúkrahús Reykjavíkur, sem reynst hefur heillaspor i heilbrigð- ismálum í höfuðborginni. Ýmsan annan stuðning veitti Gunnlaugur mér, bæði í stjórnmálastörfum og prívat en hann sá m.a. um mín mál gagnvart tryggingafélagi þegar ég var keyrður niður í götu í Reykja- vík og þurfti að dveljast langdvöl- um á sjúkrahúsi. Fyrir allt það er ég Gunnlaugi þakklátur. Dr. Gunnlaugur Þórðarson var lit- ríkur maður, átti litríkan feril og kom víða við. Embættisstörf hans vom margvísleg og honum sýndur þar mikill trúnaður, en hann var m.a. forsetaritari, ríkisráðsritari og fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu auk margvíslegra annarra trúnaðar- starfa, svo sem á vegum lýðveldishá- tíðamefndar og með setu í opinber- um stjómum og ráðum. í tólf ár var hann formaður framkvæmdanefnd- ar Rauða Kross íslands og var m.a. í því starfi leiðandi maður um komu og móttöku ungversku fióttamann- anna til íslands árið 1956. Dr. Gunn- laugur var mikill áhugamaður um listir og bjó þar yfir mikilli þekkingu og smekkvísi, ekki síst um myndlist og leiklist. Þá skrifaði hann mikið um hugðarefni sín og um lögfræði- leg málefni, ekki síst um aðaláhuga- mál sitt í þeim efnum, en þau vörð- uðu landhelgis- og landgrannsmál. Ritgerða- og greinasafn hans er mikið að vöxtum og ritað bæði á ís- lensku og erlendum málum. Sjálfum er mér þó Gunnlaugur Þórðarson minnisstæðastur fyrir góðvild hans. Hann var einstaklega hjartahlýr maður, sem vildi allra vanda leysa. Gjafmildur, góðviljað- ur, oft opinskár en aldrei í þeim til- gangi að vega að öðmm eða særa. Góðmenni er orðið sem lýsir Gunn- laugi best. Nú er Gunnlaugur genginn. Al- þýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna- flokkur íslands, sendir þessum ein- læga liðsmanni sínum bestu kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Sjálfur þakka ég honum góð kynni og vel- vild og saman sendum við, Alþýðu- flokkurinn og ég, bömum hans, ætt- ingjum og öðmm ástvinum einlæg- ar samúðarkveðjur. Sighvatur Björgvinsson form. Alþýðufiokksins - Jafnaðar- mannaflokks ísiands. + Ingibjörg Stef- ánsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 20. ágúst 1923. Hún Iést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku amma okkar, með söknuð í hjarta kveðjum við þig. Nú vitum við að þér líður vel hjá Guði og í faðmi fjölskyldu þinnar, sem tekur vel á móti þér og hlúir að þér. Við eigum svo margar góðar minningar um þig, elsku amma okkar, þú sem varst svo góð og elskuleg. Þú tókst okkur alltaf opn- um örmum og studdir okkur í einu og öllu. Eftir því sem fjölgaði í fjöl- skyldunni, stækkaði faðmur þinn og áttir þú alltaf nóg af gefandi ást og umhyggju. Þú sýndir það með því að faðma mann og þú vildir alltaf fylgjast með öllu sem gerðist í lífi okkar, hjálpaðir að leiðrétta mistökin og sagðir að það gengi bara betur næst. Eins stóðst þú við hlið afa og varst honum til halds og traust á erilsömum starfsferli. Nú kveðjum við þig, elsku amma okkar, þú sem varst svo bamgóð og elskaðir öll böm og barnabörn jafn heitt. Börn löðuð- ust að þér hvert sem þú fórst, hvort sem það vom þín eða ann- arra börn. Núleggégaugunaftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Guð blessi þína yndislegu sál, hvíl í friði, elsku amma. Inga, Heiður, Sigríður (Didda). Þann 10. maí sl. flökti ljós þessa heims um stund þegar tengda- móðir mín, Ingibjörg Stefánsdótt- ir, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Frá því ég fyrst hitti Ingu sýndi hún mér þá gestrisni og alúð sem henni var einni lagið. Hjarta hennar var stórt og hún meinaði + Jarþrúður Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 27. ág- úst 1927. Hún lést 16. maí síð- astliðinn á Sjúkrahúsi Reykja- víkur og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 26. maf. Það var oft sólskin í Efstasund- inu þegar við Bergrún vomm að alast þar upp. Með fárra húsa millibili áttum við þar heima, hvor sínu megin við götuna. Þá var Ef- stasundið ekki malbikað og rykið og sandurinn bámst inn um glugga eða við bárum sandinn inn undir skónum okkar. Þessir dagar vom áhyggjulausir bemskudagar. Nú er hún Jara farin, farin til Bergrúnar. Heimilið hjá Jöm og Tona var ekki eins og önnur heim- ili sem ég hafði kynnst á þessum tíma. Mikill gestagangur og öllum var vel tekið, líka okkur krökkun- um. Jara gaf sér tíma til að hlusta, húsverkin vom ekki núm- er eitt á forgangslistanum henn- ar. Jara hafði vinnustofu á sínu heimili sem mér fannst vera undraveröld. Opnar bækur, blöð og minnismiðar vom út um allt. Jara las mikið, skrifaði hjá sér og grúskaði í öllum þessum bókum. engum aðgöngu að umhyggju og ástúð sinni, en öðrum frem- ur vom það þó bömin sem stóðu henni næst. Sögur hennar, teikningar og óþrjót- andi þolinmæði höfðu slíkt aðdráttarafl að oft þótti nóg um ágengni þeirra, en aldrei mátti bægja börnunum frá því t - Inga hafði svo mikið að gefa og ekkert þótti henni betra en að baða þau í ljósi sínu. „Tylltu þér á sólskinsblettina í lífmu“ var hún vön að segja og svo vel fylgdi hún þessari lífsspeki sinni að hvergi var skugga að finna í ná- lægð hennar eða hjarta. Það er sem hafi verið ort um Ingu þegar Jón Thoroddssen kvað; Hún var í hjarta prúð, hreinskilin, viðmótsþýð; hógværð var hennar skrúð, hófsemi, stillíng fríð; háttuoghegðanalla ^ guðræknis skreytti birta blíð. Mannástin helg og hrein hennar í brjósti var, hún vildi hvers á mein hönd leggja fróunar, góðverk hún gjörði eigi sér til fánýtrar fordildar. Hún þolgóð þrautir bar, þá sterk, er reynd var mest; ástvinum engill var, afguðisendurbezt sorgþjáðan sefa’ að hugga og aUan hugar bæta brest Guð tók mit góða víf, guð þekkir hrelldra tár; guð.semerljós ogh'f, ljósgeislum þerrar brár sinna syrgjandi bama, þegar upp rennur eilíft ár. Þrátt fyrir brottför Ingu er ljós hennar svo sterkt að það veitir öll- um þeim, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kyxmast henni, hlýju og birtu sem hún væri enn í þess- um heimi. Eg kveð þig, Inga mín, með birtu í brjósti og söknuði í hjarta. Guð blessi minningu þína. ^ Garðar. Það var ekki fyrrr en ég fullorðn- aðist að ég skildi, og skildi þó varla til fulls, að Jara var langt á undan sinni samtíð. Hún las bæk- ur frekar en að prjóna. Hún stúd- eraði ættfræði frekar en að baka. Þetta var ekki háttur hinnar hefð- bundnu húsmóður á þessum tíma. Það var óneitanlega þroskandi að « kynnast öðram háttum og vera í návist Jöm. Jara var sjómannskona, og ól því dætur sínar fjórar upp að mestu leyti ein. Árin liðu, dætum- ar fóru að heiman, og ferðum mín- um í Efstasundið fækkaði. Það var þó sama hversu langt leið á milli heimsókna, alltaf gátum við Jara tekið upp þráðinn, eins og við hefðum hist í gær. Hún tók vel á móti mér og vildi þá gjaman vita hvaða bækur ég hefði lesið síðan við hittumst síðast. Jara var « fróðleiksbmnnur og hafði alltaf tíma til að ræða lífið og tilveruna. Hún fylgdist með lífí mínu og minnar fjölskyldu. Hjá Jöru var ekkert kynslóðabil, hún tók fólki eins og það var og var vinur vina sinna. Um leið og ég votta að- standendum Jöm samúð mína, kveð ég sterka og litríka vinkonu. Guðrún Stefánsdóttir. INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR r -ÍN' i JARÞRÚÐUR PÉTURSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.