Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 53 Heimsklúbburinn og Príma með lækkað verð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Heimsklúbbur Ingólfs hefur selt upp allar ferðir sínar fram í septem- ber en pantanir í siglingar og dvöl í Karíbahafí eru teknar árið um kring. Aðsókn í Austurlandaferðir hefur stóraukist á árinu, einkum vegna hins lága verðlags í kjölfar gengislækkana þar. Nú finnst fólki Austurlandaferð raunhæfur kostur og kostar jafnvel minna en góð Evr- Nýr bækling- ur frá BM Vallá fyrir garð- eigendur BM Vallá hefur nú gefið út 64 síðna hugmyndabækling fyrir garðeig- endur um hellur, steina, steinflísar og garðeiningar sem fyrirtækið framleiðir. „Garðurinn og umhverf- ið 1998/1999“ inniheldur einnig upp- lýsingar um vinsæla ráðgjafaþjón- ustu BM Vallá fyrir þá sem standa í lóðaframkvæmdum. í bæklingnum er að finna upplýs- ingar um nýjar vörur frá BM Vallá 1998, s.s. antik steinflísar, kastala- stein B, óðalsgötustein, umferðar- kantstein, stórt fornker og hnetti. Einnig er þar að finna borgarbekk og klakkinn „spora“ sem Ómar Sig- urbergsson, húsgagna- og innan- hússarkitekt hannaði. 4. áfangi Fomalundar var opnað- ur 16. maí sl. og er hægt að sjá nýju vörunar þar í margvíslegum út- færslum. í miðopnu bæklingsins er m.a. að finna upplýsingar um ókeypis ráð- gjöf landslagsarkitekts hjá BM Vallá og mynsturleiðbeiningar. Bæklingurinn fæst ókeypis hjá söluskrifstofu BM Vallá, Breiðhöfða 3, og einnig er hægt að panta hann. ópuferð af sömu lengd. Auk þess hefur Heimsklúbburinn lækkað verð á lengstu ferðum sínum, þriggja vikna „Töfram 1001 nætur í Austurlöndum" og 30 daga hnattreisu um suðurhvel jarðar vegna lækkunar á gengi gjaldmiðla í Astralíu, Nýja Sjálandi og Tahiti í ferð sem hefst 5. nóvember í haust. Netfang Heimsklúbbsins er: primaheimsklubbur.is og heimasíða www.heimsklubbur.is íslenski kórinn í Gautaborg í söngför ÍSLENSKI kórinn í Gautaborg heldur tónleika í Seljakirkju laugar- daginn 20. júní kl. 17 að lokinni ferð um landið. Fyrrverandi Gautaborg- arbúum og velunnurum kórsins gefst kostur á að taka þátt í fagnaði eftir tónleikana. Nánari upplýsingar veita Kata Jakobsdóttir, Dóra Emils og Jón Dalbú. Aðalfundur Vináttufélags Islands og Kanada ÞRIÐJI aðalfundur Vináttufélags Islands og Kanada verður haldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekku 31. maí kl. 14.30. Á dagskrá eru venju- leg aðalfundarstörf. I stjórn eru: Tryggvi V. Líndal formaður, Jón helgason, Njáll Þór- arinsson, Steinar Antonsson, Guy Stewart, Eyjólfur Sigurðsson, Svandís Sigurðardóttir, Jón Valur Jensson, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Sigurður Antonsson. Athugasemd frá Langjökli ehf. VEGNA ummæla Sighvats Björg- vinssonar og Páls Péturssonar á Alþingi um landleigusamning Hálsa- og Reykholtsdalshreppa við Langjökul ehf. vill fyrirtækið Langjökull ehf. taka eftirfarandi i fram: Við stofnun Langjökuls hf. árið 1973 var þinglýst lóðarleigusamn- ingi milli Langjökuls annars vegar og Hálsa- og Reykholtsdalshreppa hins vegar um afnot af hluta Geitlands við Langjökul vegna jöklaferða. Þá þegar hófst fyrir- tækið hadna við að brúa Geitá og leggja akfæran veg að Langjökli um Geitland, alfarið á kostnað fyr- irtækisins. Áðurnefndur lóðar- 1 leigusamningur var endurnýjaður og honum þinglýst árið 1993 en I hrepparnir keyptu Geitland af Reykholtskirkju á 3. áratugnum. Reykholtsdals- og Hálsahreppar beittu sér fyrir friðlýsingu Geitlands árið 1986 og hefur fullt samráð verið haft um alla mann- virkjagerð og skipulag við hrepps- nefnd Hálsahrepps, Náttúru- verndarráð og Skipulag ríkisins. i Byggingarleyfi fyrir skálum voru sótt beint til skipulagsstjóra ríkis- ins og bygginganefndar Hálsa- i hrepps og Mýrasýslu. Langjökull ehf. er eina fyiirtæk- ið sem hefur starfsleyfi Borgar- fjarðarmegin við Langjökul enda hefur fullt samráð verið haft við þar tO bær skipulags- og náttúra- verndaryfirvöld og ekki er hægt að komast á jökulinn án þess að fara um athafnasvæði fyrirtækisins. I Það hefur aldrei verið og mun ekki verða amast við umferð almenn- ings á jökulinn, þvert á móti hefur fyrirtækið lagt í milljóna kostnað við brúargerð og lagningu fólks- bílafærs vegar að jöklinum og því mikið í mun að fá sem flesta ferða- menn að jöklinum. Áður en þingmenn eða aðrir er láta sig málið varða tjá sig um samninga og aðstöðu fyrirtækja úti um land væri æskilegra að jaeir leituðu upplýsinga um fyrirliggj- andi gögn svo að ekki þurfi að koma til leiðréttinga á málflutningi af því tagi sem hér hefur farið fram. Aðgengi almennings að Lan- gjökli úr Borgarfirði byggir á stór- hug heimamanna sem brúuðu Geitá fyrii' 25 áram og hafa haldið brúnni og vegi að jöklinum við frá öndverðu. Með vegalagningu og mannvirkjagerð fyrirtækisins hef- ur víðfeðmi jökulsins verið opnað fyrir almenningi. Er það einlægur ásetningur þeiiTa sem að fyrirtæk- inu Langjökli ehf. standa að ganga vel um landið og fara eftir ákvæð- um skipulags- og náttúraverndar- laga um umgengni og fram- kvæmdir. Hefði framsýni og áræðni frumherja að stofnun Lan- gjökuls hf. ekki notið við væri eng- inn vegur um Geitland að Lan- gjökli og svæðið því ekki opið al- menningi. Að lokum vill Langjökull ehf. bjóða háttvirtum þingmönnum, sem áhuga hafa, í ferð á Langjökul og á kynningarfund verði þess óskað. www.mbl.is MIKE Kollöffel ljósmyndari sýnir um þessar mundir í Kaffítári. Lj ósmyndasýning í Kaffitári SÝNING á ljósmyndum frá þró- unarlöndum var opnuð í í kaffí- húsinu Kaffítári við Banka- stræti í Reykjavík. Þar sýnir þýski ljósmyndarinn Mike Kollöffel myndir sínar. Hann býr í Danmörku, en hefur með- al annars myndað á átakasvæð- um í Rúanda, Mósambík, E1 Salvador og víðar og voru myndirnar sem hér eru sýndar teknar fyrir Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar. Sýningin stendur til júnfloka. Reykjavíkurmeistari í dorgveiði SUMARSTARFIÐ við Reynisvatn er hafíð af fullum krafti. í Reyn- isvatni er veitt árið um kring og í gegnum ís á vetrum. Nýlega voru veitt verðlaun fyrir Reykjavíkur- meistaratitilinn í dorgveiði. Hrafnhildur Óskarsdóttir hlaut titilinn í ár, í öðru sæti varð Helga Hauksdóttir og Joscha Or- loff varð í þriðja sæti. Á mynd- inni sést Ólafur Skúlason af- henda Hrafnhildi verðlaunin. Skútunámskeið hjá Siglinga- skólanum SKÓLAÁRIÐ 1997-98 hélt Sigl- ingaskólinn alls 5 námskeið til 30 tonna réttinda og útskrifaði 53 nemendur með 30 tonna rétt- indapróf. Þessir nemendur voru víðsvegar af landinu þó flestir af höfuðborgarsvæðinu. Nú eru skútusiglinganámskeið Siglingaskólans byijuð. Þetta eru viku námskeið og eru í boði í allt sumar. Námskeiðin eru fyrir full- orðið fólk og unglinga. Siglingaskólinn hefur keypt nýja skútu af gerðinni Colgate 26 sem hönnuð er með kennslu og þjálfun í huga. Það er gert að fyrirsögn Steve Colgate, eiganda og skóla- stjóra Offshore Sailing School í Flórída. Þetta mun vera fyrsti bát- urinn í heiminum af þessu tagi og er bátur Siglingaskólans sá 28. sem smíðaður liefur verið frá byijun en smíði þessara báta hófst á síðasta ári. Bolur Colgate 26 er tölvuhann- COLGATE 26 skútur en Sigl- ingaskólinn hefúr fest kaup á einni slíkri. aður með tilliti til stöðugleika og hraða. Eins og undanfarin ár hefur Siglingaskólinn aðstöðu fyrir skólaskútuna, sem fengið hefúr nafnið Borgin, við flotbryggjur Brokeyjar í gömlu höfninni í Reykjavík við Ingólfsgarð. Þrír námsmenn hljóta ferð til Þýskalands ÁRLEGA efnir Félag þýskukenn- ara á íslandi til verðlaunasam- keppni í þýsku við íslenska fram- haldsskóla. Auk u.þ.b. 400 bóka sem þýska sendiráðið veitir skólanum til verðlauna í ár eins og undanfarin ár hljóta þrír efstu þátttakendur í samkeppninni „Þýskuþraut 98“ sem háð er um allt land ferð til Þýska- lands í verðlaun. Láru Eggertsdóttur og Önnu Hugadóttur frá MR er boðið til eins mánaðar dvalar í Þýskalandi af menntamálaráðherrum Sambands- landa Þýskalands fyrir afburða ár- angur í þýsku. Munu þær dvelja í Bonn, Kassel, Berlín og Munchen og er innifalið tveggja vikna nám- skeið í þýsku, dvöl á þýskum heimil- um, þátttaka í listviðburðum, skoð- unarferðir, heimsóknir á söfn, fýrir- lestra o.fl. Þriðji verðlaunahafinn er Hilmir Ásgeirsson, einnig frá MR. Hann verður fulltrúi íslands á „Eurocamp 98“ í boði Saehsen-Anhalt-lands, samtakanna Frose o.fl., ásamt 80 þátttakendum frá ýmsum öðrum Evrópulöndum, þar sem þeim gefst tækifæri til að kynnast hver öðrum við ýmsa dagskrárliði og siðum og háttum þeirra landa og þjóða sem þeir koma frá. Verðlaunin voru afhent hinn 28. maí 1998 í móttöku sem þýski sendi- herrann dr. Reinhart Ehni efndi til í Listasafni Islands. Aðalfundur ^ Vináttufélags ís- lands og Kanada ÞRIÐJI aðalfundur Vináttufélags íslands og Kanada verður haldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekku 31. maí kl. 14.30. Á dagskrá era venju- leg aðalfundarstörf. í stjóm era: Tryggvi V. Líndal formaður, Jón helgason, Njáll Þór- arinsson, Steinar Antonsson, Guy Stewart, Eyjólfur Sigurðsson, Svandís Sigurðardóttir, Jón Valur Jensson, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Sigurður Antonsson. Vegabréf Esso og Ferðamála- ráðs komin út VEGABRÉF Esso og Ferðamála- ráðs íslands fyrir árið 1998 er kom- ið út. Með Vegabréfinu vilja Olíufé- lagið hf. og Ferðamálaráð íslands hvetja landsmenn til þess að ferðast um landið sitt og kynnast fegurð þess og fjölbreytileika. Vegabréfið byggist á leik sem gengur út á að safna stimplum en þá má til dæmis fá á bensínstöðvum Esso, á tjaldstæðum, hjá hestaleig- um og við sundlaugar víða um land. Þegar Vegabréfið er fullstimplað gildir það sem miði í útdrætti sem fer fram í beinni útsendingu á Bylgjunni í lok sumars. Þá verður dregið um veglega vinninga, þeirra á meðal VW Polo frá Heklu og Montana-tjaldvagn frá EVRÓ. I Vegabréfinu má einnig finna léttar þrautir fýrir þau yngstu og hand- hægar upplýsingar um áhugaverða staði og margvíslega þjónustu. Vegabréfið er hægt að fá á bens- ínstöðvum Esso um allt land og á Upplýsingamiðstöðvum ferðamála. Mégane Operi Þéttari og þægilegri sæti sem veita góðan stuðning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.