Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 45
í
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 45 C
MORGUNBLAÐIÐ
ASTHILDUR
SIGURRÓS
JÓHANNSDÓTTIR
+ Ásthildur Sigur-
rós Jóhannsdótt-
ir fæddist á Skjald-
fónn við ísafjarðar-
djúp hinn 13. júní
1923 og þar ólst hún
• upp. Hún lést á
Sjúkrahúsi Isafjarð-
ar 19. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Jóna Sigríð-
ur Jónsdóttir, ljós-
móðir, og Jóhann
Ásgeirsson, bóndi á
Skjaldfonn, og var
Ásthildur þeirra yn-
gsta barn. Börn Jó-
nu og Jóhanns voru, auk Ásthild-
* ar: Aðalsteinn, bóndi á Skjald-
fónn, f. 1909, d. 1993, Guðjón,
húsasmiður í Reykjavík, f. 1910,
Magnús, útvarpsvirkjameistari í
Reykjavík, f. 1912, d. 1997, Rósa,
húsfreyja á Armúla, f. 1915, d.
1990, Karen, bankaritari í
Reykjavík, f. 1918, Kristján,
verkamaður í Reykjavík, f. 1919,
og Halldór, húsasmiður í Reylga-
vík, f. 1921.
Maður Ásthildar var Marvin
Kjarval bóndi og rafvirki. Mar-
vin fæddist á Nauteyri við fsa-
íjarðardjúp 16. apríi 1921. For-
eldrar hans voru þau Ingibjörg
Mig langar til að minnast Ást-
hildar frænku minnar með fáeinum
orðum. Þegar ég man fyrst eftir
mér voru Ásthildur föðursystir mín,
sem yfirleitt var kölluð Adda, og
fjölskylda hennar, til heimilis á Ár-
múla hjá Rósu, systur Öddu. Ár-
I múli var næsti bær við Skjaldfónn,
þar sem ég ólst upp. Þau Adda og
Marvin, maðurinn hennar, eru í
hópi allra fyrstu gesta sem ég man
eftir að kæmu heim. Þau voru í
miklu uppáhaldi hjá mér og bar þar
margt til. Adda var alltaf svo hlýleg
og notaleg við mig og okkur systk-
inin og svo var hún líka frænka
mín. Frændsemi var nokkuð sem
maður tók alvarlega í þá daga. Mér
fannst þær amma og mamma alltaf
tala einhvern veginn öðruvísi um
frændur og frænkur heldur en ann-
að fólk, svona eins og þær ættu að
minnsta kosti annað hvert bein í
skyldfólki sínu. Mér fannst þá að ég
hlyti að eiga það líka, þó auðvitað
gerði maður sér svolítinn manna-
mun eins og gengur. Elstu börn
Öddu og Marvins voru á líku reki
og ég og því kærkomnir leikfélagar.
Svo var hann Marvin kapítuli útaf
fyrir sig. Hann átti nefnilega jeppa
sem fjölskyldan kom yfirleitt á
frameftir. Það var fylgst vel með
veginum ef von var á Marvin, og
um að gera að vera nógu fljótur
niður að hliði til þess að opna þegar
hann kom og fá svo kannske að
sitja í jeppanum heim. Ekki stóð
heldur á því að bjóðast til að loka
hliðinu þegar hann fór, en þá fékk
maður líka ævinlega áminningu frá
ömmu að koma rakleitt heim, og
freistast alls ekki til þess að fara að
fikta við hana Bæjará. Og hann
Marvin kunni ekki bara á jeppa.
Hann kunni líka á enn merkilegri
tæki eins og stóra búnaðarfélags-
traktorinn með gaddahjólunum, og
hann stjórnaði jarðýtunni sem kom,
þegar ég var á að giska fjögurra
ára, og ýtti öllum stóru þúfunum á
Bessavellinum um koll eins og ekk-
ert væri og sléttaði yfir allt saman.
Og þessar þúfur voru þó svo stórar
að ég hafði nærri því trúað sögun-
um um að kall sem hét Bessi hefði
hengt sig á milli þeirra einhvern
tíma í fyrndinni.
Þegar ég var sex ára fluttu þau
Adda og Marvin út í Skutulsfjörð
og bjuggu fyrst á Naustunum, en sá
bær stóð handan við Sundin beint á
móti ísafjarðarkaupstað. Þá varð
heldur betur vík á milli vina því til
ísafjarðar var dagsferð með Djúp-
bátnum. Hann var á ferðinni
tvisvar í viku og varla um aðrar
samgöngur að ræða. Til Isafjarðar
fór fólk því ekki nema það ætti
Guðmundsdóttir
Kjarval og Steinn
Leósson. Börn Ást-
hildar og Marvins
eru: 1) Jóna Sigríð-
ur, f. 16. mars 1946,
maki Kristján A.
Helgason, 2) Arn-
viður Unnsteinn, f.
17. ágpíst 1947,
maki Vilborg S.
Birgisdóttir, 3) Þor-
steinn Ingi, f. 29.
mars 1951, maki
Katrín Phumipr-
amman, 4) Jóhann
Björgvin, f. 3. maí
1955, maki Þórdís M. Sumar-
Iiðadóttir, og 5) Gunnvör Rósa,
f. 11. janúar 1964, maki Guðjón
Jóhannes Jónsson. Barnabömin
eru orðin tólf og barnabarna-
börnin tvö.
Ásthildur og Marvin byrjuðu
sinn búskap á Isafirði en fluttust
að Ármúla 1947. Þau fluttust aft-
ur út í Skutulsfjörð 1951 og
bjuggu á Naustum til 1958. Þá
fluttust þau út í Heimabæ á Am-
ardal og bjuggu þar sfðan allan
sinn búskap. Marvin Iést 26. júní
1992.
Útfor Ásthildar fór fram frá
Ísaíjarðarkirkju 25. apríl.
brýnt erindi. Ég hitti Öddu frænku
og hennar fólk því ekki aftur fyrr
en ég var tíu eða ellefu ára og
þurfti að fara til ísafjarðar til tann-
læknis. Þá fékk ég að fara í heim-
sókn yfir að Naustum að hitta Öddu
frænku og krakkana. Þar fékk ég
að gista og gat leikið mér við
krakkana í nærri heilan dag.
Þegar Isafjarðarflugvöllur var
byggður hvarf túnið á Naustunum
og gott ef ekki bæjarstæðið líka
undir flugvöllinn. Þau Adda og
Marvin fluttu þá að Heimabæ í
Arnardal og bjuggu þar síðan allan
sinn búskap. Ég vonaðist alltaf til
að geta skroppið til þeirra í heim-
sókn þegar ég átti leið um Isafjörð
til og frá skóla. Það var þó ekki tími
til þess nema stundum og þá helst
ef ekki gaf að fljúga. Það var alltaf
notalegt að koma til Öddu frænku.
Þótt húsakynnin, sem hún bjó við
um ævina, væru lengst af þröng og
þægindi af skornum skammti fór
alltaf vel um alla í borðstofunni í
Arnardal. Og það var alltaf jafn
gaman að sitja þar með fólkinu,
gæða sér á mjólk með jólaköku og
kleinum og hlusta á sögurnar hans
Marvins og malið í kisunum hennar
Öddu. Þær voru gjarna nærstaddar
því bæði dýr og menn undu sér vel
hjá Öddu frænku.
Adda frænka var mjög listfeng
kona, og þrátt fyrir stórt heimili og
erfiðar aðstæður lengi vel fann hún
sér alltaf stundir til þess að gera
eitthvað fallegt í höndunum. Hún
þurfti ekki að fara inn á Isafjörð í
búðir til þess að kaupa tækifæris-
gjafir handa vinum og vandamönn-
um. Hún bjó þær til sjálf og þær
voru alltaf jafn fallegar og vel gerð-
ar. Á seinni árum þegar hún fór að
hafa meiri tíma vann hún mikið
með konunum í Slysavarnafélaginu
á Isafirði og gerði muni á basarana
þeirra. Slysavarnafélagið var
„hennar" félagsskapur enda hafði
hún oftar en einu sinni kynnst
starfi þess af eigin raun. Ai-narnes-
ið hefur löngum verið hættulegt
skipum og þar urðu bæði skipskað-
MINNINGAR
ar og mannskaðar á búskaparárum
Marvins og Öddu í Arnardal og
skipreika menn voru fluttir heim í
Heimabæ til að fá aðhlynningu hjá
henni. Adda frænka missti mikið
þegar Marvin dó sumarið 1992.
Hún bjó þó áfram í nýja húsinu
þeirra í Árnardal og það var ekki
ónýtt fyrir ömmustelpurnar þeirra
Jóa og Þórdísar að eiga hana að svo
nærri.
Á síðast liðnu sumri greindist
Adda með krabbamein við auga og
þurfti að fjarlægja augað ásamt
hluta af kinnbeininu. Sú aðgerð
hlýtur að hafa verið mjög erfið en
ekki vildi hún sjálf þó gera neitt
mikið úr því, enda hafði hún ekki
lagt í vana sinn um dagana að fjarg-
viðrast yfir hlutunum. Hún nefndi
samt að hún vonaðist til þess að fá
að halda sjón á hinu auganu og svo
voru prjónarnir hennar mættir á
náttborðið fljótlega eftir aðgerðina.
Um jólin síðustu stakk hún inn í
jólakortið til móður minnar smáhlut
sem hún hafði þá nýlega saumað.
Ég dáðist að handbragðinu ennþá
meira en ég var vön, því ég gat
varla trúað að manneskja með sjón
bara á öðru auganu gæti saumað
svona örsmá og fallega hnífjöfn
spor. En það hafði Adda frænka
samt gert og ekkert slakað á vand-
virkninni frekar en fyrri daginn.
Adda frænka var stálgreind,
minnug og eftirtektarsöm og ótrú-
lega fróð um menn og málefni við
Djúp fyrr og síðar. Það hefur
stundum skotið upp í huga mér á
síðustu árum spurningum um eitt
og annað frá fyrri tíð sem gaman
væri að fræðast um, og ég hef hugs-
að með mér að þetta myndi Adda
frænka örugglega vita, ég mætti til
með að hringja í hana við tækifæri
og spyrja. En spurningarnar
drukknuðu flestar í erli dagsins og
komust ekki á framfæri og nú er
engin Adda frænka lengur til að
svara þeim. Það er dapurlegt til
þess að hugsa hve mikið af reynslu
og þekkingu, sem eftirsjá er að, fer
forgörðum með hverri kynslóð sem
kveður. Ein af ástæðunum er
kannske sú hve áhuginn fyrir þess-
um fróðleik vaknar seint hjá mörg-
um. Börn og unglingar eru ekki
endilega neitt ginnkeypt fyrir því
að hlusta á sögur frá því í gamla
daga. Ég man að ég var þannig
sjálf og mín börn eru ennþá áhuga-
lausari. Það er gjarna ekki fyi-r en
seint og síðar meir að maður áttar
sig á því hvað „þráðurinn að ofan“ -
tengslin við það sem var - getur
skipt miklu máli. Og þá er oft farið
að fækka kringum mann fólkinu
sem myndaði þennan þráð. Adda
frænka var einn af þáttunum í
þræðinum mínum og hann er veik-
ari nú þegar hún er farin.
Biblíusögurnar sem ég lærði hér-
umbil utanað þegar ég var barn
sögðu frá Paradís að loknu þessu
jarðlífi. Ég átti alltaf erfitt með að
ímynda mér hvernig daglegu lífi
þar á bæ myndi vera háttað og hef
svosem ekki orðið fróðari um það
með árunum. En ef skaparinn gæti
úthlutað þeim Öddu og Marvin smá
borðstofukríli í sinni Paradís er al-
deilis víst að bæði ég og fleiri gætu
vel hugsað sér að fá að sitja þar
kvöldstund og hlusta á nokkrar
sögur hjá Marvin og fá mjólk og
jólaköku hjá Öddu frænku. Guð
geymi hana og þau bæði.
Kristín Aðalsteinsdóttir.
r 3l<Jmaböðm >
C\aKðsKom
k v/ FossvoQskiúkjugapð a
V Sími: 554 0500
írjiírjtíýur
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
HOTEL LOFTLEIÐIR
Wl i t i U N ft I « M Ö T * í 4
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
+
GÍSLI SKARPHÉÐINN SIGURÐSSON,
Stapa,
Hornafirði,
lést af slysförum miðvikudaginn 27. mai.
Sædís Guðný Hilmarsdóttir,
Haukur Smári Gíslason,
Valgerður Gunnarsdóttir, Sigurður Sigurbergsson,
Sigurbjörg Sigurðardóttir, Hjörleifur Einarsson,
Sigríður G. Sigurðardóttir, Ingimar B. Björnsson,
Hallur Sigurðsson, Elínborg Hallbjörnsdóttir,
Sigurlaug J. Sigurðardóttir, Guðni Olgeirsson,
Hulda St. Sigurðardóttir, Jón Á. Sigurjónsson.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför ömmu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÖNNU PÁLÍNU SCHEVING
STEFÁNSDÓTTUR,
Öldutúni 12,
Hafnarfirði.
Sigurjón Scheving Stefánsson,
Stefán Scheving,
Grétar Scheving,
Ragnar Scheving,
Anna Scheving,
Sigurjóna Scheving,
Finnborg Scheving,
Aðalbjörn Scheving, Anna Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Margethe Scheving,
Ingunn Emilsdóttir,
Svala Ólafsdóttir,
Baldvin Baldvinsson,
Halldór Björnsson,
Espen Egeberg,
V--
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug viða andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður, fósturföður,
tengdaföður, afa og langafa,
INDRIÐA JÓNSSONAR
frá Patreksfirði,
Háaleitisbraut 16,
Reykjavík,
og heiðruðu minningu hans.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki við heimahlynningu Krabbameins-
félagsins fyrir frábæra hjúkrun.
Petrína Jóna Elíasdóttir,
Hallveig Elín Indriðadóttir, Ólafur Kristinsson,
Steingrímur Guðni Pétursson, Sigríður Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öi’yggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanb- í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
g'
’g
‘g
s$'
‘s
sí'
tíjrj-icfryÁÁjur
VEISLUSALURINN SÓLTÚNI 3
AKOGESHÚSIÐ
sími 562-4822
Biynjar Eymundsson
matreiðslumeistari
Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir
smurbrauðsjómfrú
VEISLAN
A
VEITINGAELDHÚS
Frábærar veitingar Sfmi: 5612031
Fyrirmyndar þjónusta
Sérfræöingar
í blómaskrevtingum
við öll tækifæri
Bblómaverkstæði
INNA
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sínii 551 9090