Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 43

Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 43 FRÉTTIR urinn gengur í gildi og þá aðeins ef íslensk stjórnvöld staðfesta hann. Sjálfsákvörðunarréttur ríkja er óumdeilanlegur. Sambærilegar skuldbindingar nokkurra annarra ríkja voru á bil- inu 8% samdráttur í losun (Evrópu- sambandið) til 8% aukning í losun (Astralía). Bandaríkjamenn eiga að minnka losun um 7%, Norðmenn mega auka hana um 1% en í Rúss- landi má losun vera óbreytt miðað við viðmiðunarárið. I ákvörðun þingsins segir enn- fremur að athuga þurfí frekar stöðu þeirra ríkja þar sem einstök verk- efni hafa umtalsverð áhrif á heildar- losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði íslenskra stjórnvalda þar sem los- unarskuldbindingarnar eins og þær eru skráðar í viðauka B, veita ekki það svigrúm sem stjórnvöld telja nauðsynlegt vegna stóriðjufram- kvæmda og hugmynda um frekari stóriðju hér á landi. Sé litið á heildarlosun ríkja sem skráð eru í viðauka B er talið að Kyotobókunin leiði til þess að losun dragist saman um liðlega 5%. Þess ber að geta að skv. spám hefði losun gróðurhúsalofttegunda í þessum ríkjum orðið um 25% meiri árið 2010 en 1990 ef ekki yrði gripið til sérstakra aðgerða. Losunarskuldbindingar Kyoto- samkomulagsins ná eingöngu til iðnríkjanna, þ.e. aðildarríkja OECD (Mexíkó og Tyrkland undanskilin) og ríkjanna í Austur-Evrópu og fyrrverandi Sovétríkjunum. Að jafnaði er losun gróðurhúsaloftteg- unda á íbúa í þróunarríkjunum um fímmtungur þess sem hún er í iðn- ríkjunum. Það þótti því sanngjamt að iðnríkin tækju frumkvæði í því að draga úr losun. Það er þó óum- deilanlegt að þegar til lengri tíma er litið næst ekki markmið samnings- ins um að koma í veg fyrir hættu- lega uppsöfnun gróðurhúsaloftteg- unda í andrúmsloftinu, ef þróunar- ríkin taka ekki þátt í lausn vandans. Það má búast við því að þátttaka þróunarríkja verði á dagskrá næstu aðildarríkjaþinga og ef ekki næst niðurstaða um aðild þeirra munu einhver iðnríki verða treg til að staðfesta Kyotosamkomulagið. Sveigjanleiki Fjölmörg ríki, þar með talið Is- land, lögðu mikla áherslu á það að Kyotosamkomulagið tryggði sveigj- anleika svo ná megi losunarmark- miðum með sem hagkvæmustum hætti. Ymsar rannsóknir benda til þess að kostnaður við að draga úr losun sé mjög mismunandi eftir að- stæðum í ríkjunum. Þannig má finna ótal dæmi um aðgerðir og fjárfestingu sem eru fjárhagslega arðbærar og draga úr losun gróður- húsalofttegunda, s.s. endurbygg- ingu á óhagkvæmum orkuverum í Austur-Evrópu. Á Kyotofundinum voru mikil átök um sveigjanleikaákvæði samkomu- lagsins. Ymis ríki töldu að það væri ábyrgðarleysi að heimila ríkjum að kaupa sér aukinn losunarrétt svo þau þyrftu ekki að draga sjálf úr losun. Því var jafnframt haldið fram að með því að þrengja enn frekar að ríkjum þar sem aðgerðir til að draga úr losun eru tiltölulega dýrar, mætti stuðla að enn frekari tækni- þróun til að draga úr losun og það væri til góðs. I Kyoto náðist þó samkomulag um ákvæði sem skapa verulegan sveigjanleika. M.a. er heimilt að eiga viðskipti með losunarkvóta og ríki geta deilt með sér ágóðanum af sameiginlegum framkvæmdum sem leiða til minni losunar gróðruhúsa- lofttegunda. Þetta mætti hugsa sér með beinum kaupum Islendinga á losunarkvótum af td. Rússum, eða með þátttöku í jarðhitaverkefnum í öðrum ríkjum til orkuframleiðslu sem kæmi í stað mengandi orku- gjafa. Á fundinum sem nú stendur yfir í Bonn er verið að semja um nánari reglur um sveigjanleikaákvæði Kyotosamkomulagsins. Binding í gróðri Með því að auka gróðurþekju má binda meira koltvíoxíð og þannig draga úr uppsöfnun þess í andrúms- loftinu. I Kyoto var tekist á um hvort telja eigi aðgerðir í skógrækt og landgræðslu með í bókhaldi ríkja um losun gróðurhúsalofttegunda. Mörg ríki töldu að óvissan um áhrif slíkra aðgerða væri það mikil að óæskilegt væri að telja þær með að svo stöddu. Önnur ríki, þar með talið ísland, lögðu áherslu á mikil- vægi gróðurbindingar fyrir and- rúmsloftið og að Kyotosamkomu- lagið yrði að fela í sér hvata til að viðhalda og auka slíka bindingu. Samkomulag náðist um að gróður- bindingu, sem rekja má til aðgerða í skógrækt eftir árið 1990, skuii telja með í losunarbókhaldi ríkja. Aukin losun vegna aðgerða sem draga úr bindingu koltvíoxíðs í skógi telst að sjálfsögðu einnig með. Enn fremur varð samkomulag um að athuga betur gróðurbindingu vegna land- græðslu og reyna að finna leið til að taka tillit til hennar í losunarbók- haldinu. Sérstaða íslands Eins og fram kemur hér að fram- an var Islandi veitt meira svigrúm til losunar gróðurhúsalofttegunda en öðrum iðnríkjum. Það er eðlilegt að spurt sé hvers vegna. Eitt helsta átakamál í samninga- viðræðunum var hvort taka ætti sérstakt tillit til aðstæðna í einstök- um ríkjum við ákvörðun um losun- arskuldbindingar. Almennt voru menn sammála um að aðstæður í einstaka ríkjum væru mjög mis- munandi og ef beitt yrði flötum nið- urskurði þá yrði kostnaði við að draga úr losun misskipt. En hvaða leið átti að fara til að skipta byrðunum á einstök ríki á sanngjaman hátt? Átti að taka tillit til væntanlegrar mannfjöldaþróun- ar, núverandi losunar á gróðurhúsa- lofttegundum á íbúa, tekjum, hlut- deild endurnýjanlegra orkugjafa í orkuneyslu eða einhverju öðru. Margar tillögur komu fram um leið- ir og aðferðir til taka tillit til mis- munandi aðstæðna. Ekki náðist sátt um eina leið eða aðferð. En í um- ræðum um þessi mál kom fram sí- fellt vaxandi skilningur á sérstöðu einstakra ríkja, ekki hvað síst Is- lands. Losun gróðurhúsalofttegunda á íbúa á Islandi er svipuð og að jafn- aði í ríkjum Vestur-Evrópu, en verulega lægri en í Norður-Amer- íku og Ástralíu. Sérstaða landsins er þvi ekki fólgin í því að hér sé los- un á íbúa minni en gengur og gerist meðal iðnríkja. Þá benda tiltölulega háar þjóðartekjur á mann á Islandi til þess að Island sé meðal þeirra ríkja sem fjárhagslega séð eru hvað best í stakk búin til að takast á við loftslagsbreytingavandamálið. Sérstaða íslands felst fyrst og fremst í því hve endurnýjanlegir orkugjafar eru stór hluti í orkubú- skapnum. Þetta háa hlutfall veldur því að möguleikar hér á landi til að draga úr losun eru takmarkaðir samanborið við möguleika ríkja sem byggja orkubúskap sinn í meira mæli á jarðefnaeldsneyti. Ennfremur er atvinnulíf hér á landi tiltölulega einhæft og tvær mikil- vægustu útflutningsgreinamar, fiskveiðar og stóriðja, valda um helmingi allrar losunar gróðurhúsa- lofttegunda af mannavöldum. Smæð hagkerfisins og gerð þess veldur því að svigrúm til frekari uppbyggingar þessara mikilvægu atvinnugreina er mjög takmarkað ef Island undirgengst almennar skuldbindingar um að takmarka losun. Enn fremur er fyrirsjánlegt að mannfjölgun á Islandi á því tímabili sem miðað er við, verði meiri en í ríkjum Evrópu og í Jap- an. Það segir sig sjálft að þróun mannfjölda hefur áhrif á getu ríkja til að takmarka og draga úr losun. Þegar þessi atriði um stöðu Is- lands höfðu verið kynnt og rædd í samningaviðræðunum þá þótti það bæði sanngjarnt og eðlilegt að veita Islandi meira svigrúm en öðrum iðnríkjum. Ymis önnur ríki þóttu einnig búa við aðstæður sem gæfu tilefni til að losunarskuldbindingar væru heldur rýmri en til að mynda Bandaríkjanna. Af niðurstöðum í Kyoto má svo sldlja að ísland hafi fengið mest svigrúm til losunar. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt viðauka B við Kyotosamkomulagið hafa öll ríki ESB skuldbundið sig til að draga úr losun um 8%. Ákvæði í 5. gr. Kyotosamkomulagsins heimila ríkj- um að eiga samstarf um losunar- skuldbindingar ef þau tilkynna það þegar þau staðfesta samkomulagið. ESB-ríkin náðu á síðasta ári sam- komulagi um dreifingu losunar- skuldbindinga sem m.a. felur í sér að einstök i-íki eins og t.d. Portúgal, geta aukið losun um allt að 40% á meðan önnur ríki draga úr losun um allt að 30%. Þessi dreifing byrðanna er gerð á grundvelli mismunandi aðstæðna í ríkjunum. Höfundur var í forsvari íslensku sendinefndarinnar í samningavið- ræðunum um Kyotosamkomulagið. Sumarbúðirnar Ævintýraland á Reykjum INNRITUN fer senn að ljúka í Sumarbúðimar Ævintýraland á Reykjum í Hrútafirði. Aðstaða og umhverfi þar hefur upp á margt að bjóða. Sundlaug og íþróttahús eru á staðnum, falleg og skemmtileg fjara og volgur lækur sem rennur þama rétt hjá, spennandi gönguleiðir, stór grasvöllur til útileikja og fótbolta- vellir af ýmsum stærðum og gerðum. Sumarbúðimar em með mjög fjöl- breytta dagskrá þar sem mikið er lagt upp úr að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Boðið er upp á fimm til átta daga tímabil fyrir börn á aldrinum 7-11 ára og eitt tímabil sem er ætlað 12-14 ára unglingum. Börnin geta valið milli tímabila þar sem gesta- leiðbeinendur kynna þjóðsögur, heimspeki, leiklist, myndlist, kvik- myndir og íþróttir. Fjögurra daga reiðnámskeið verða á vegum hesta- leigunnar í Galtanesi. Af gestaleið- beinendum má nefna Hrein Pálsson, skólastjóra Heimspekiskólans, Magnús Scheving íþróttamann og Pál Oskar Hjálmtýsson tónlistar- mann. Börnunum verður skipt í litla hópa sem hver hefur sinn umsjónar- mann sem fylgir þeim í gegnum allt tímabilið, vekur þau á morgnana, borðai' með hópnum, hjálpar þeim við að velja viðfangsefni dagsins og les sögu fyrir svefninn. Verzlunarskóli Islands Innritun nýnema vorið 1998 Nýútskrifaðir grunnskólanemar Umsóknarfrestur um skólavist í Verzlunarskóla íslands rennur át föstudagínn 5. júní kl. 16.00. Verzlunarskóli Islands getur nú innritað 280 nemendur til náms í 3. bekk. Berist fleiri umsóknir verður valið úr þeim á grundvelli einkunna í samræmdum greinum á grunnskólaprófi. Reiknað er meðaltal samræmdra einkunna og skólaeinkunna. Eldri umsækjendur, og þeir sem hafa stundað nám í erlendum grunnskólum, eru þó metnir sérstaklega. Námsbrautir Verzlunarskóla Islands hafa verið endurskipulagðar óg geta nemendur, sem nú innritast, valið efitirtaldar námsbrautir til stúdentsprófs: Braut Sérkenni Alþjóðabraut: Hagfræðibraut: Málabraut: Stærðfræðibraut: Viðskiptabraut: Samskipti á erlendum tungumálum. Saga og menning helstu viðskiptalanda, alþjóðastofnanir og starfsemi þeirra. Viðskiptagreinar, stærðfræði og tungumál. Góður grunnur að háskólanámi í hagfræði og öðrum þjóðfélagsgreinum. Fimm erlend tungumál í kjarna. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Stærðfræði, raungreinar og viðskiptagreinar. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði og raunvísindum. Rekstur og stjórnun fyrirtækja. Stofnun og rekstur eigin fyrirtækis. Góður grunnur að háskólanámi í viðskiptagreinum. • Á fyrsta ári eiga nemendur val milli þýsku og írönsku en að öðru leyti stunda allir sama nám. • Að loknu fyrsta námsári er valið milli brauta. • Sérkenni hverrar brautar mótast af því framhaldsnámi sem stefnt er að og þeirri þjálíun sem nemendur fá til starfa í atvinnulífínu. • Verslunarpróf er tekið að loknu tveggja ára námi á öllum brautum. Umsóknareyðublað Jylgir grunnskólaskírteinum en það má einnigfá á skrifstofu skólans ogþar sem sameiginleg innritun i framhaldsskóla fer fram. Upplýsingar um nám er að fínna á heimasíðu skólans http://www.verslo.is. Þar er einnig hægt að leggja inn fyrirspurnir og umsókn um skólavist. Opið hús verður í Verzlunarskóla íslands þriðjudaginn 2. júní 1998 kl. 15.00-18.00. Þar munu kennarar og námsráðgjafar veita upplýsingar um námið í skólanum og taka á móti umsóknum. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.