Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 35
34 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 35 pltrgmmíílnltilí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HÆTTULEG ÞRÓUN AKVORÐUN ríkisstjórnar Pakistans að sprengja tvær kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni kom fáum á óvart. Þrátt fyrir að Pakistanar hafi verið beittir gífurlegum al- þjóðlegum þrýstingi var varla við öðru að búast í kjölfar kjarnorkutilrauna Indverja fyrr í mánuðinum. Hvorki lof- orð um stuðning né hótanir um refsiaðgerðir voru þess megnugar að breyta ákvörðun Pakistana. Þeir töldu kjarn- orkutilraunir Indverja slíka ögrun við sig að ekki væri ann- að hægt en að svara í sömu mynt. Þótt hægt sé að skilja þau rök er liggja að baki ákvörð- un pakistönsku stjórnarinnar breytir það litlu um alvar- leika málsins. Kjarnorkutilraunir Indverja þjónuðu engum öðrum sýnilegum tilgangi en þeim að sýna nágrannaríkjum þeirra fram á að Indverjar væru kjarnorkuveldi og ind- verskum kjósendum að ríkisstjórn landsins hikaði ekki við að bjóða umheiminum birginn. Suður-Asía stendur í kjölfar þessa á viðsjárverðum tímamótum. Sú hætta er fyrir hendi að ríkisstjórnir Pakistans og Indlands missi tök á þróuninni og að ekki verði staðar numið heldur vígbúnaðarkapphlaupinu haldið áfram. Pakistanar hafa þegar lýst því yfir að þeir geti búið meðaldrægar eldflaugar sínar kjarnavopnum. Þar með eru þeir nú komnir skrefi á undan Indverjum í vígbúnaðar- kapphlaupinu. Eflaust munu Indverjar nú leggja ofurkapp á að ljúka hönnun og smíði sambærilegra flauga, en talið er að það verkefni sé á lokastigi. Þessi staða er ekki síst viðsjárverð í ljósi þess að mikil spenna ríkir í samskiptum ríkjanna og veruleg hætta á átökum, ekki síst vegna deilunnar um Kasmír. Slík átök gætu hæglega farið úr böndunum og ykist þar með hættan á að gripið yi’ði til kjarnorkuvopna. Astandið í Suður-Asíu veldur óvissu um Asíu alla. Það er kappsmál fyrir heimsbyggðina að lausn finnist sem tryggi að ekki verði haldið frekar út á þá viðsjárverðu braut sem Indverjar og Pakistanar eru byrjaðir að feta. Þegar hefur sýnt sig að hótanir um efnahagslegar refsiað- gerðir duga skammt, þrátt fyrir að þessi ríki megi síst af öllu við því að verða fyrir efnahagslegum skakkaföllum. Það liggur hins vegar í augum uppi að engir hafa meiru að tapa í þessum hildarleik en íbúar Indlands og Pakistans. Ekki síst hlýtur það að vera á ábyrgð kjarn- orkuvelda heimsins, sem byggt hafa upp umfangsmikil samráðskerfi til að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld á undanförnum áratugum, að beina ráðamönnum Indlands og Pakistans inn á skynsamlegri braut áður en illa fer. DANIR SAMÞYKKJA AMSTERDAM EFLAUST hafa margir valdamenn innan Evrópusam- bandsins varpað öndinni léttar er ljóst var að meiri- hluti dönsku þjóðarinnar hafði samþykkt Amsterdam-sátt- málann í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag. Hefði samningurinn verið felldur hefði það ekki ein- ungis vakið upp spurningar um stöðu Danmerkur innan Evrópusambandsins. Mikil óvissa hefði myndast innan Evrópusambandsins alls. Amsterdam-sáttmálinn hefði ekki getað tekið gildi þar sem hann þarf að öðlast staðfest- ingu í öllum aðildarríkjum. Stækkun Evrópusambandsins hefði hugsanlega verið stefnt í voða, að minnsta kosti tíma- bundið. Það hefði ekki síst valdið vandræðum að erfitt hefði verið að átta sig á því hverju Danir hefðu verið að hafna. Andstaðan við Amsterdam byggðist ekki á andstöðu við til- tekin atriði, líkt og þegar Danir felldu Maastricht. Hún virtist frekar snúast um almenna andstöðu við frekara yfir- þjóðlegt samstarf. Það hefði því væntanlega reynst ógjörn- ingur að veita Dönum undanþágur, líkt og samið var um í kjölfar Maastricht-atkvæðagreiðslunnar. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er vissulega sigur fyrir Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra og ríkisstjórn hans. Erfitt er að sjá hvernig hægt hefði verið að leysa úr flækjunni ef niðurstaðan hefði verið önnur. Hins vegar hlýtur það að vera dönskum stjórnmálamönn- um áhyggjuefni að 45% kjósenda skuli greiða atkvæði gegn. sáttmálanum, þrátt fyrir að ítarlega hafi verið gerð grein fyrir því, hvaða afleiðingar höfnun kynni að hafa. Rafmagnsframleiðsla hefst f nóvember 1999 á Sultartanga MIKILVÆGT er að bergveggurinn í fráveituskurðinum sé sem sléttastur svo viðnám vatnsins sé sem minnst. Það eykur afkastagetu virkjunarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson BYRJAÐ var að sprengja fyrir aðrennslisgöngum norðan megin Sandafells 14. maí og þegar er búið að sprengja um 50 metra. Þjórsá hverfur á 11 kflómetra kafla Unnið er nótt sem nýtan dag í Sultartangavirkjun þar sem ráðgert er að hefja rafmagnsframleiðslu með fyrri vélinni af tveimur í nóvember 1999. Guðjón Guðmundsson blaðamaður og Þorkell Þorkelsson Ijósmyndari skoðuðu sig um á svæðinu. ÞRÍR aðal- verktakar eru með verkþætti við Sultartangavirkj- un. Fossvirki er að steypa upp stöðvar- hús virkjunarinnar og gera 3,4 km löng aðrennslisgöng frá Sultartangalóni í gegnum Sandafell að stöðvarhúsinu. Sulz- er Hydro í samvinnu við Stálmsiðjuna hef- ur hafið vinnu við stálfóðringar í stöðv- arhúsinu frá inntaks- mannvirkinu en verkþáttur fyrirtæk- isins snýr einkum að vélbúnaði virkjunar- innar. Loks eru S.A. verktak, (Suðurverk og Arnarfell), að grafa 7,2 km langan fráveituskurð frá stöðvarhúsi meðfram bökkum Þjórsár og sameinast skurður- inn Þjórsá norðustan við Búrfellsvirkjun. Þetta er stærsta jarðvegsframkvæmd nokkny sinni á ís- landi. Áætlað er að virkjunin, sem af- kastar 120 megavött- um, kosti á bilinu 11- 12 milljarða króna fullbúin og verði að fullu komin í notkun í febrúar árið 2000. Orkan fer inn á orkukerfi Landsvirkjunar. Skammt frá stöðvarhúsinu er Fossvirki byrjað að grafa fyrir rofa- og tengihúsi sem stefnt er að verði komið undir þak fyrir næstu áramót. Byrjað verður að grafa 200 metra löng kapalgöng frá stöðvar- húsinu að rofahúsinu í haust. Rofahúsið er beint undir línu Landsvirkjunar og rafmagnið frá Sultartangavirkjun fer inn á þá línu. 300 tonn af vatni á sekúndu Fyrst var staldrað við stöðvarhúsið. Fyrsta steypuverk við húsið var í lok októ- HORFT frá inntaksmannvirkinu yfir stöðvarhúsiö. Fráveituskurð- urinn út í Þjórsá verður í beinu framhaldi. í bakgrunni er Búrfell. ber 1997 en ekki verður lokið við að steypa það fyrr en í september 1999. Þegar eru farnir um sex þúsund rúmmetrar af steypu en alls fara tæplega 40 þúsund rúmmetrar í stöðvarhúsið, inntaksmannvirkið, rofa- og tengihúsið, inntaksmannvirki norðan við að- rennslisgöngin og í yfirfall við austurenda Sultartangastíflu. Margir tímasettir áfangar eru við þetta verk og nú miðast fram- kvæmdir við það að setja krana- bita á stöðvarhúsið og koma þar fyrir hlaupaketti fyrir miðjan september. Kraninn á að geta lyft 175 tonnum og verður notaður til að setja niður rafalana og annan vélbúnað. Stöðvarhúsið er niðurgrafið til þess að fá Kraninn á að geta lyft 175 tonnum gerð. 25. október 1999 á Fossvirki að skila af sér göngunum þannig að hægt sé að hleypa vatni inn í þau. Samningur Fossvirkis Sultartanga hljóðar upp á um fjóra milljarða ki-óna sem er svip- uð samningsupphæð og hjá vélbúnaðarverk- takanum, Sulzer Hydro. 200 manns eru í vinnu hjá Fossvirki Sultartanga og unnið er dag og nótt í jarðgöngunum og alla daga í stöðvarhúsi. Mestu jarðvegsflutningar í Islandssögunni Morgunblaðið/Þorkell SÉÐ ofan á stöðvarhúsið. Inntaksmannvirkið er til hægri. Þar verða tvær 45 metra lang- ar stálpípur steyptar niður sem beina 300 tonnum af vatni á sekúndu inn í túrbínurnar. sem mestan fallþunga á vatnið síðasta spöl- inn. Frá inntakinu fellur vatnið því sem næst lóðrétt niður um tvö 45 metra stálrör, sex metra að þvermáli, hvort til sinnar túrbín- unnar. Rennslið verður um 300 tonn á sekúndu. Þegar virkjunin verður komin í notkun mun Þjórsá hverfa á um 11 km kafla, allt frá Sult- artangalóni að þeim stað þar sem frárennsl- isgöngin skila vatninu aftur út í farveg árinn- ar, 7,2 km frá stöðvarhúsinu. Mann sundlar þegar staðið er á brúninni ofan við stöðvarhúsið og starfsmenn niðri virðast agnarsmáir. Menn frá Fossvirki vinna við að steypa upp húsið og inntaks- mannvirkið þar fjTÍr QÍan en á sama tíma eru starfsmenn frá Sulzer Hydro og Stálsmiðjunni að rétta af og sjóða saman stálfóðringar. Frá því vatnið fer frá inntak- inu út í sográsina er það alls staðar í stálfóðringum vegna hins mikla vatnshraða. Byrjað á göngunum norðanverðum Búið er að grafa 1.250 metra sunnan megin í aðrennslisgöngun- um og byrjað var að grafa göngin norðan megin 14. maí sl. Þar er búið að grafa um 50 metra. Samtals á því eftir að grafa rúma tvo kílómetra áður en göngin ná í gegn. í fyrstu umferð eru göngin þó aðeins 7,5 m há en þau verða 15 m há í endanlegri Suðurverk og Arnarfell buðu sameigin- lega undir heitinu S.A. verktak í gerð 7,2 km langs fráveituskurðar sem liggur frá stöðv- arhúsinu út í Þjórsá. Samningsupphæðin hljóðar upp á um 1,8 milljarða króna. Verk- inu miðar vel, að sögn Guðmundar Olafsson- ar tæknifræðings hjá Suðurverki og nafna hans Bjömssonar hjá Arnarfelli. Þetta er stærsta einstaka jarðvegsfram- kvæmd íslandssögunnar. 60 manns vinna við framkvæmdina. Skurðurinn er tólf metra breiður í botninn og allt upp í 60 metra breiður efst. Byrjað var að ýta lausum jarð- vegi ofan af skurðinum 12. ágúst sl., alls 1,4 milljónum rúmmetra. Þá verða sprengdir um 1,7 milljónir mmmetra af efni upp úr skurðinum. Til samanburðar má nefna að úr Hval- fjarðargöngunum komu á milli 400 og 500 þúsund rúmmetrar. Þegar er búið að fjar- lægja um 1,6 milljónir rúmmetra af jarðvegi. Ef gengið er út frá því að jarðvegsflutningur vegna meðaleinbýlishúss sé nálægt 600 rúmmetrum hefur S.A. verktak fjarlægt jarðveg sem samsvarar jarðvegsflutningum fyrir 2.666 einbýlishús, eða um 10 þúsund manna íbúabyggð. Til verksins keypti S.A. verktak fimm grjótflutningsbíla, 83 tonna gröfú sem er stærsta landgrafan á íslandi, og fleiri tæki sem samtals kostuðu um 300 milljónir kr. Búið er að rista í jarðveginn langleiðina niður í Þjórsá og sprengja um hálfa milljón rúmmetra. 2,3 km skurðarins eru komnir í endanlega dýpt. Alls verða notuð um 1.100 tonn af sprengiefni til að gera skurðinn og sprengingarnar verða um 500 talsins. Stefnt er að því að gerð verði úttekt á fyrsta kílómetranum í næstu viku og eru það nokkur tímamót fyrh’ S.A. verktak. Framkvæmdinni á að vera lokið 1. nóvember 1999. 1.100 tonn af sprengiefni notuð Vilja end- urheimta Bláskóga STARFSMENN Fossvirkis, VSÓ og S.A. Verktaks ásamt starfsmönnum Schulzer Hydro hafa stofnað með sér áhugasamtök um gróðurátak á virkj- unarsvæðinu á Sultartanga. Síðast- liðnar tvær vikur hafa starfsmenn- irnir sáð fræi í flög vestan við skurð- svæðið á um tveggja hektara svæði. Einnig hefur verið plantað niður um 1.100 víðis- og birkiplöntum þar sem áður var kallað Bláskógar. Guðmundur Þórðarson tæknifræð- ingur hjá Fossvirki segir að í Blá- skógum, þar sem áður hafi verið gróskumikill skógur, sé nú eftir ein hrísla. Ráðgert sé að setja niður birkiplöntur ættaðar úr eyju austan við Þjórsá sem heitir Klofaey. Plönt- urnar hafa verið ræktaðar í gróðrar- stöðinni Hvammi á Flúðum. Einnig er í ræktun bláskóga- birkifræ sem tekið er úr síðasta tré- nu í Bláskógum og verður það tilbúið til niðursetningar næsta sumar í Blá- skógum. Guðmundur segir að menn vilji endurheimta Bláskóga og leggja sitt á vogarskálarnar gegn eyðingaröfl- um landsins. Yfirumsjón með rækt- unarstarfínu hefur Sigþrúður Jóns- dóttir frá Eystra-Geldingaholti sem er fulltrúi Landgræðslu ríkisins og hefur umsjón með ræktun hjá Lands- virkjun. Breytilegt er hve margir starfs- menn á svæðinu taka þátt í ræktun- arstarfínu. Unnið er á kvöldin eftir vinnu í sjálfboðastarfi. Þeir hafa skipt niður með sér verkum, meðan einn hópur sér um að útvega plöntur útvegar annar áburð og verkfæri. Brian Miles, framkvæmdastjóri RNLI Morgunblaðið/Þorkell BRIAN Miles, framkvæmdastjóri Konunglega breska björgunarbátafé- lagsins (RNLI,) og Anne, eiginkona hans, í Reykjavík í gær. Slysavarnafélag Islands nýtur mikillar virðingar þess sem það hafi um 100 báta til- tæka til viðbótar. Þá standi félagið að ýmiskonar framleiðslu í tengsl- um við björgunarstarfíð og aðskil- inni starfsemi til Qármögnunar. „Þetta er heilmikið bákn sem reka verður eins og hvert annað fyrirtæki," segir hann. „Á sama tíma verður hins vegar einnig að reka það eins og stóra fjölskyldu. Margir þeir sem vinna með okkur koma frá íjölskyldum sem hafa unnið með RNLI kynslóð fram af kynslóð og eru stoltir af þeim tengslum. Einnig eru dæmi um að fólk hafi unnið með okkur í 60 til 70 ár. Björgunarstarfið er orðið hluti af lífsstfl þessa fólks og slíkt finnur maður ekki hjá opinberum stofnunum." Miles segir að þrátt fyrir að stór hluti sjálfboðaliðastarfsins felist í fjáröfiun hljóti þungamiðja þess að vera hjá áhöfnunum sem séu til- búnar til að leggja líf sitt að veði til að bjarga mannslífum. „Auk þess sem fólk vill stuðla að björgun mannslífa er aðdáun á starfí áhafna okkar helsta ástæða þess að fólk leggi okkur til fé og vinnu,“ segir hann. „Enda snýst allt okkar starf í raun um það að styrkja þá sem eru í eldlínunni þegar á reynir.“ Skipverjar á bátum RNLI eru um 4500 talsins, þar af 179 konur. Miles segir þá flesta vera sjálf- boðaliða og segir þá breytingu hafa orðið á undanförnum árum að nú sé oft ekki nema einn at- vinnusjómaður eða vélstjóri í hverri áhöfn. Aðrir í áhöfn komi þá úr ýmsum starfsstéttum en hafi gjarnan einhver tengsl við sjóinn. „Hér áður fyrr fór mun meira fyr- ir sjómönnum í starfi okkar,“ segir hann. „Sjómennskan hefur hins vegar breyst. Þeir sem hafa at- vinnu af sjónum eru lengur úti en áður var og því eru þeir ekki til- tækir í okkar starf. Þetta þýðir það að við höfum ekki aðgang að jafn stórum hópi þjálfaðra manna og áður og við höfum þurft að bregðast við því með því að koma okkur upp okkar eigin þjálfunar- kerfi." Miles segir RNLI reka tvo hreyfanlega björgunarskóla auk þess sem áhafnarmeðlimir alls staðar á landinu þjálfi tvisvar til þrisvar í viku. Þá segir hann RNLI að undanförnu hafa lagt áherslu á fræðslu og fyrirbyggj- andi aðgerðir í samvinnu við önn- ur félög sem tengist öryggismál- um á sjó og að hann telji að RNLI og aðrar samsvarandi stofnanir ættu að taka sér þá framkvæmd Slysavarnafélags íslands að bjóða sjómönnum upp á námskeið til fyrirmyndar. „ALLT frá stofnun Slysavarnafé- lagsins árið 1928 hefur það tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi björgunarfélaga. Það hefur alltaf átt góð samskipti við önnur félög og notið virðingar þeirra,“ sagði Brian Miles, framkvæmdastjóri Konunglega breska björgunar- bátafélagsins (RNLI), í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eg flyt Slysavarnafélagi Islands kveðjur frá vinum þess og aðdáendum um allan heim,“ „Fyrsti björgunarbátur Slysa- varnafélagsins kom frá Bretlandi árið 1929 og síðan þá hafa tengsl þess við RNLI verið sterk. Þetta er mitt síðasta starfsár sem fram- kvæmdastjóri RNLI og það er mér mikill heiður að vera boðinn hing- að í tilefni af 70 ára afmæli Slysa- varnafélags Islands." Sjálfstæðinu fylgir styrkur RNLI er elsta björgunarbátafé- lag í heimi. Það var, að sögn Miles, stofnað árið 1824 með það að markmiði að bjarga mannslífum á sjó og sér nú um alla björgunar- bátaþjónustu á Bretlandi og ír- landi. Miles segir styrk félagsins m.a. liggja í algeru sjálfstæði þess, en mestan hluta þess tíma sem félag- ið hefur starfað hefur það verið íjárhagslega óháð stjórnvöldum. „Við höfum ekki einungis tekið á okkur ákveðnar skyldur og skuld- bindingar heldur einnig ábyrgð á íjármögnun þeirra,“ segir liann. „Þetta þýðir það að við erum ábyrg fyrir ijármögnun alls kostn- aðar félagsins, sem er nú rúmlega 70 milljónir sterlingspunda á ári (rúmir 8 milljarðar íslenskra króna). „Svo framarlega sem okk- ur tekst að safna þessu fé tel ég þetta fyrirkomulag mjög jákvætt. Opinberar stofnanir þurfa að búa við sífelldar áherslubreytingar og mismunandi fjárhag frá ári til árs en sjálfstæðar stofnanir geta mið- að allt sitt starf að því að byggja upp eina ákveðna starfsemi. Það er hins vegar alltaf ákveðinn óvissuþáttur í starfsemi sem bygg- ist á sjálfboðaliðum og fijálsum fjárframlögum. Við erum í stöðugri samkeppni við aðrar góð- ar góðgerðar- og hjálparstofnanir og það gerir það að verkum að við verðum sífellt að vera að huga að nýjum ijáraöflunarleiðum." Áhafnirnar í brennidepli Miles segir starfsemi RNLI viða- meiri en flestir geri sér grein fyr- ir. Félagið haldi úti 304 björgunar- bátum í 222 bækistöðvum við stendur Bretlands og írlands auk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.