Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGAKDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Umsvif Lindar í rekstrarleigu vinnuvéla í upphafi áratugarins reyndust fyrirtækinu dýrkeypt LEIGA Lindar á vinnuvélum á verk- takamarkaðinum, sem á þessum tíma var í mikilli lægð, varð snemma mjög umdeild og kom málið m.a. til kasta bankaráðs Landsbankans. Þar sat á þeim tíma Kristín Sigurðardóttir en hún var jafnframt framkvæmdastjóri Félags vinnuvélaeigenda og þekkti þar af leiðandi vel til aðstæðna á markað- inum. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að allar ábendingar og athugasemdir hennar þess efiiis að hverfa ætti frá kaupunum hafi verið sniðgengnar. Kristín sagði að það hafi verið aug- ljóst mál að fjárfestingin hafi verið mjög illa tímasett því mai’kaðurinn hafi verið í ördeyðu og því Ijóst að útilokað væri að gera sér nokkrar vonir um að hagnast mætti af slíkri starfsemi. Afleiðingin varð sú að ástandið á markaðinum versnaði til muna, því offramboð hafði verið á slíkum vélum fyrir. Markmiðin úr takti við umhverfið Sú röksemdafærsla sem forsvarsmenn Lindar færðu fyrir kaupunum, var að hægt væri að hagnast á útleigu tækjanna með því að leigja þau út til skemmri tíma jafnvel niður í dags- leigu. Hugmyndin þótti ekki síður sniðug í ljósi þeirrar bágu stöðu sem ríkti á markaðnum því með þessu móti gætu verktakar losnað við lang- tíma fjárfestingar í dýrum vinnuvélum sem þeir þyrftu kannski einungis að nota í stuttan tíma. Fyrirkomulagið yrði hentugt fyrir alla aðila, leigutakar hefðu auðveldan aðgang að vélunum í gegnum rekstrarleigu Lindai', sem myndi aftur á móti hagnast á útleigunni. Útgerðin á rekstrinum var með þeim hætti að Lind gerði ráð fyrir ákveðinni notkun vélanna á leigutímanum sem leigutakamir mai'gir hverjh- virtu hins vegar að vettugi og létu tækin ganga allann sólarhringinn. Niðurstaðan varð sú að leigutelgumar stóðu engan veginn undir af- skriftum og áætlaður afskriftartími tækjanna breyttist úr því að vera sjö ár, sem var upphaf- legt mat, í það að verða einungis þrjú ár. Annað atriði sem snýr að þessu máli er sú staðreynd að Lind, sem var í eigu Landsbankans o.þ.a.l. ríkisins, skuli hafa ráðist í vélakaupin án þess að efna til útboðs. Þórður Ingvi Guðmunds- Mistök á mistök ofan Gífurleg lægð var á þeim markaði sem Lind sótti inn á er félagið festi kaup á vinnuvélum af Toyota umboðinu árið 1992. Stórfé tapaðist á útleigu vélanna til ýmiskonar vertakastarfsemi. Elmar Gíslason komst einnig að því að kaupin ollu mikilli reiði meðal vinnuvélaeiffenda í landinu, sem töldu að sér vegið er fyrirtæki í ríkiseigu ákvað að hasla sér völl í vinnuvéla á slíkum samdráttartímum. son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lindai', svai'- ar þessum athugasemdum á þann hátt að eftir að Toyota umboðið kom að máli við Lind með hug- myndir að slíku samstarfi þ.e. að Lind myndi fjár- festa í vinnuvélum til útleigu af Toyota umboðinu, þá hafi Lindar mönnum ekki verið stætt á því að þreifa fyrir sér meðal annan-a aðila á mai'kaðn- um. Slíkt hefði falið í sér óheiðarleika og trúnað- arbrot við Toyotaumboðið. Þórður tekur undir það að menn hafi misreikn- að sig illilega og verkefnið í heild verið mistök. Hann bendir þó á að öll þekking Lindar á rekstr- arleigunni sem ráðist var í 1992 hafi komið frá ,fymmm“ stóreiganda Lindai', franska bankanum sem hafði Banque Indosuisse. tveimur ávum áður ákveðið að losa eign- ai'hlut sinn í fyrir- tækinu sem endaði með því að Lands- bankinn keypti franska bankann út. Dæmt til að mistakast Af ofangreindu má sjá að viðskiptin vii'ðast hafa einkennst af röð mistaka. Markaðurinn var í dái á þeim tíma sem Lind þóttist sjá sér leik á borði með útleigu á vinnuvélum. Við kaup á vélunum var eingöngu rætt við einn að- ila, Toyota umboðið en stærsti umboðs- aðili vinnuvéla á íslandi, Hekla hf., fékk ekki að gera tilboð í verkið, sem þætti kannski ekki markvert ef um einkaaðila hefði verið að ræða en svo var ekki heldur var Lind alfarið í eigu ríkisins, þ.e. Lands- bankans. Við útleigu vélanna var verðlagn- ingin miðuð við að þær yrðu í rekstri ákveð- inn hluta úr degi en raunin varð sú að leigu- takarnir nýttu þær allan sólarhringinn með tilheyrandi tapi fyrir leigusalann. Endalok starfseminnar urðu þau að Lind þurfti að seþa fjölda úreltra vinnuvéla fyrir sáralítið verð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson OSSUR Kristinsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurs, var meðal framsögumanna á morgunverðarfundi til heiðurs þeim sex íslensku fyr- irtælqum sem eiga sæti á lista yfir 500 framsæknustu fyrirtæki í Evrópu. Islenskir forkólfar heiðraðir TÓLF hundruð störf hafa skapast hér á landi á vegum þeirra sex ís- lensku fyrirtækja sem náðu þeim árangri að vera talin meðal 500 framsæknustu fyrirtækja Evrópu siðastliðin fimm ár. Þetta kom fram á morgunverðarfundi sem Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið stóðu fyrir á fimmtudag þar sem forsvarsmenn fyrirtækjanna sex voru heiðraðir. Þeir aðilar sem um ræðir eru: Össur, Atlanta, Nóatún, Samheiji, Tæknival og Vöruveltan. f könnun sem IESE háskólinn í Barcelona framkvæmdi á meðal fyrirtækjanna 500 kom í ljós að frumkvöðlar þeirra töldu vöxt sinn og velgengni aðallega byggj- ast á áherslum á tækninýjungar, þjónustu, nýsköpun og hæfni starfsfólks. Finnur Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sagði í erindi við þetta tækifæri að árangur ís- lensku fyrirtækjanna sýndi að at- vinnulíf hér á landi væri að eflast. Hann benti jafnframt á að vægi annarra atvinnugreina en þeim sem tengjast sjávarútvegi, væri að aukast og að slík fjölbreytni væri m.a. grundvöllur þess að hægt sé að tryggja aukinn stöðug- leika í íslensku efnahagslífi. 215 milljóna hagnaður hjá Aðalverktökum UM 215 milljóna króna hagnaður varð af rekstri samstæðu Islenskra aðalverktaka hf. á síðasta ári. Reksturinn er aðeins fyrir hálft ár- ið því hinn 1. júní yfirtók hlutafé- lagið Islenskir aðalverktakar rekst- ur og skuldbindingar sameignarfé- lags með sama nafni. Rekstrartekjur samstæðunnar námu samtals 3.084 milljónum króna. Hagnaður af rekstri eftir skatta nam 215 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu heOdareignir samstæðunnar 4.219 milljónum króna. Bókfæi-t eigið fé í árslok nam 3.152 milljón- um króna, þar af 2.200 milljónir hlutafé, og var eiginfjárhlutfall 75%. A árinu 1997 störfuðu að meðal- tali 368 starfsmenn hjá félagasam- stæðunni. Afkoma félagsins á fyrsta starfs- ári þess var vel viðunandi, að mati stjórnenda félagsins. Þegar félag- inu var breytt úr sameignarfélagi í hlutafélag var starfsemi þess breytt og hún víkkuð út. Hlutverk þess er nú alhliða verktakastarf- semi, bæði hér á landi og erlendis. „Rekstur Islenskra aðalverktaka hf., eins og annarra verktakafyrfr- tækja, er í eðli sínu áhættusamur og háður ytri skilyrðum og mörgum óvissuþáttum sem erfitt er að meta fyrirfram. Miðað við núverandi að- stæður og verkefnastöðu sér stjóm félagsins ekki ástæðu til að ætla annað en að afkoma yfirstandandi árs verði einnig með viðunandi hætti,“ segir í fréttatilkynningu. Unnið að skráningu á VÞÍ Við stofnun Islenskra aðalverk- taka hf. eignaðist ríkið 52% hluta- fjár, Sameinaðir verktakar 32% og Reginn hf., eignarhaldsfélag Landsbankans, 16%. Eignarhlut Sameinaðra verktaka hf. hefur ver- ið dreift til eigenda þess félags, á fimmta hundrað manns, og voru hluthafar því alls orðnir 477 við áramót. Frá upphafi hefur verið að því stefnt að íslenskir aðalverktak- ar yrðu gerðir að almenningshluta- félagi. Félagið hefur enn ekki verið skráð á Verðbréfaþingi íslands eins og ætlunin var að gera á síðasta ári en búist er við að það verði gert á næstunni. Fram hefur komið að ríkið og Reginn hafa hug á að selja af sínum hlut í kjölfarið. Aðalfundur íslenskra aðalverk- taka hf. verður haldinn fóstudaginn 5. júní nk. klukkan 14 á Hótel Loft- leiðum. Stjórn félagsins gerir til- lögu um 7% arðgreiðslu til hluthafa. íslenskir Aðalverktakar Lykiltölur úr rekstri Samstæða júní-des. Rekstrarreikningur 1997 Rekstrartekjur Milijónirkr. 3.084 Rekstrargjöld 2.866 Hagnaður fyrir afskrittir 218 Fiármunaliðir 86 Reikn. skattar (89) Hagnaður tímabiisins 215 Efnahagsreikningur 1997 1 Eionir: 1 Milljónir króna 31. des. Veltufjármunir 3.509 Fastafjármunir 710 Eignir samtals 4.219; | Skuldir oq eipið fé: \ Skammtímaskuldir 1.031 Langtímaskuldir 36 Eigið fé 3.152 i Skuldir og eigið fé alls 4.219! Sjóðstreymi 1997 Veltufé frá rekstri 343 I Veltuf járhlutfall 3,40 | Ársfundur Lífeyrissjóðsins Lífíðnar Riiunávöxtun eigna rúm 10% sl. ár Á ÁRSFUNDI Lífeyrissjóðsms Líf- iðnar, sem haldinn var á fimmtudag, kom fram að raunávöxtun eigna sjóðsins varð 10,09% á síðasta ári. í lok ársins námu heildareignir sjóðs- ins 9.949 milljónum króna og höfðu vaxið um 1.585 milljónir frá fyrra ári. Eignir sjóðsins í árslok 1996 voru 8.363 milljónir króna. Árið 1997 var fjöldi greiðenda í sjóðinn um 3.800 en þeir sem eiga réttindi í sjóðnum eru 8.716 talsins. Á ársfundinum var ákveðið að hækka eftirlaunalífeyri um 5% frá og með 1. júlí. Jafnframt var ákveðið að hækka ávinnslustuðul iðgjalda úr 1,55 í 1,6, en það jafngildir 3,2% út- gjaldaaukningu fyrir lífeyrissjóðinn í framtíðinni. ,Af stærstu samtryggingarlífeyr- issjóðum í landinu er Lífiðn með næst dýrustu reglugerðina, en skýr- ingin á því er sú a sjóðurinn býður upp á meiri tryggingavernd en flest- ir aðrir sjóðir hvað varðar makalíf- eyri. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt á sjóðnum fyrir árið 1997, sem unnin var af Bjarna Þórðarsyni tryggingastærðfræðingi, eru eignir sjóðsins umfram skuldbindingar til sjóðfélaga 874 milljónir ki-óna. Vegna þessarar sterku stöðu væri hægt að hækka lífeyrisskuldbinding- ar sjóðsins um 4,4% eða lækka ið- gjöld sjóðfélaga um 9,4%. Ef staða sjóðsins er borin saman við grunnreglugerð Sambands al- mennra lífeyrissjóða, SAL, kemur í ljós að eignir sjóðsins, umfram þær lágmarks skuldbindingar sem þar er kveðið á um, eni 4.791 milljón króna. Samkvæmt þessu er Lífiðn meðal traustustu lífeyrissjóða á landinu. Á ársfundinum var reglugerð sjóðsins breytt. Lúta þær breyting- ar að mestu að því að snfða starfs- reglur sjóðsins að lögum um lífeyr- issjóði sem taka gildi 1. júlí. Að einu leyti ganga þó reglugerðarbreyting- ar sjóðsins lengra en lög kveða á um. Varða þær breytingar heimild til hjóna eða sambýlisfólks að skipta með sér lífeyrisréttindum sínum. Samkvæmt lögum á ákvæði þetta ekki að öðlast lagagildi fyrr en 1. maí 1999, en heimilt er að flýta gild- istökunni og er það lífeyrissjóðum í sjálfsvald sett. Þetta ákvæði tekur strax gildi hjá Lífiðn. Stofnuð hefur verið séreignadeild við Lífeyrissjóðinn Lífiðn og var gerð um það sérstök samþykkt á ársfundi sjóðsins 1997. Hefur sú samþykkt nú komið að fullu til framkvæmda í kjöl- far staðfestingar fjármálaráðuneytis- ins,“ segir í fréttatilkynningu frá Líf- eyrissjóðnum Lífiðn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.