Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 11 Ungfrú Svíþjóð 1996 beitir öllum sínum kröftum gegn reykingum unglinga Skylda að nota athygli fjölmiðla fyrir góðan málstað ANNIKA Duckmark hefði átt að vera í Rio de Janeiro í Brasilíu til að taka við viðurkenningu frá AI- þjóðaheilbrigðisstofnun Samein- uðu þjóðanna (WHO) fyrir bar- áttu sína gegn reykingum ung- linga í gær, en hún ákvað að koma frekar til Islands til að leggja sitt af mörkum í keppn- inni um titilinn ungfrú ísland, en reykleysi er nú fyrsta sinni skil- yrði fyrir þátttöku í henni. Duckmark er frá Borás og var kjörin ungfrú Svíþjóð árið 1996. Hún hefur barist ötullega gegn reykingum unglinga frá því hún vann titilinn. Hún sagði að allir 28 þátttakendur í keppninni tækju þátt í átakinu gegn reyk- ingum, hvort sem þær sigruðu eða ekki. „Eg er þeirrar hyggju að sért þú þekktur í þínu heimalandi eig- ir þú að nota þá atliygli fjölmiðla, sem þú færð, fyrir góðan mál- stað,“ sagði hún. „Þú þarft ekki að vera goðsögn til þess.“ Hún sagði að átakið, sem fram fer í grunnskólum í Svíþjóð, hefði gengið brösulega í upphafi og ijölmiðlar hefðu verið mjög vantrúaðir en það hefði nú ger- breyst. Reyklausar fyrirmyndir „Við kynnum okkur hveijar hætturnar af tóbaki eru, en við komum ekki fram sem sérfræð- ingar,“ sagði hún. „Það er ann- arra að gera það. Okkar mark- mið er að vera krökkunum reyklausar fyrirmyndir. I Svíþjóð eru reykingar ungra stúlkna stórt vandamál. Strákarnir hafa íshokkí og fótbolta, en stúlkurn- ar hafa ekkert og vantar fyrir- myndir. Við viljum að þegar þær sjái ungfrú Svíþjóð hugsi þær um reykleysi." Hún gefur lítið út á það að það geti freistað að reykja á tímum útlitsdýrkunar vegna þess að tó- bakið haldi aukakílóunum í skefj- um. Það sé frekar að þeir, sem þegar reyki, hafi áhyggjur af því að þeir fitni við það að hætta. „Fólk þarf að skilja hvað nikótin er sterkt," segir hún. „Það er eins og að nota sterkt eiturlyf. Auðvitað þarf líkaminn að eyða mikilli orku í að brjóta nikótínið niður. Nikótínið drepur allt, líka matarlystina. En ég vil ekki að fólk hugsi með sér: þetta vissi ég ekki, ætti ég að reykja?" Hún sagði að reykingar lín- Morgunblaðið/Þorkell ANNIKA Duckmark, ungfrú Svíþjóð 1996, var heiðursgestur á keppninni ungfrú Island í gærkvöld. anna vegna væru tómur hugar- burður. Málið væri að borða rétt og stunda líkamsrækt. Gagnrýnir stóru tískuhúsin „Ég er ekki mikil um mig, en ég hef aldrei farið í megrun og ég hef aldrei reykt,“ sagði hún. „En ég borða rétt og æfi mig og það er það sem þarf til að vera heilsuhraustur. Ég er ekki hrifin af þeirri tísku að fyrirsætur séu horaðar, sviplausar og líti út fyr- ir að vera veikar. Ég þoli það ekki, en stóru tískuhúsin í París og New York búa þetta til og ég held að það sé ekki gott fyrir krakkana." Duckmark sagði að það væri mjög gefandi að vinna með krökkum. Hún hefði áður fyrr verið feimin og aldrei tekið til máls í bekknum, en hún hefði komist að því að í þessu máli gæti hún komið einhverju til leið- ar. Þá hlustuðu unglingar af slíkri athygli að kennarar segðu oft og tíðum að þeim hefði aldrei tekist að fá slíkt hljóð i bekkinn. Duckmark var heiðursgestur og hélt ræðu um störf sín á keppninni ungfrú ísland á Broad- way í gærkvöld. Daginn í dag ætlar hún hins vegar að nota í eigin þágu. Hún ætlar að trú- lofast sínum heittelskaða og síð- an á að gera sér dagamun í Reykjavík. NÝBAKAÐIR kerfisfræðingar ásamt kennurum og stjórnendum Viðskiptaháskólans f Reykjavík/Tölvuháskóla Verzlunarskólans. 213 braut- skráðir frá Verzlunar- skóla Is- lands „ÞEKKING byggir manninn upp og skapar honum tækifæri sem leitt geta til enn meiri menntun- ar og enn meiri styrks." Þannig komst Þorvarður Elíasson að orði í ræðu sinni við brautskrán- ingu stúdenta og verslunar- menntafólks frá Verzlunarskóla Islands í gær. Alls voru 213 nemendur braut- skráðir í þetta sinn. Þar af voru 154 stúdentar úr dagskóla VI, 26 stúdentar úr öldungadeild, 2 ut- anskólastúdentar og 31 útskrif- aðist með verlunarmenntapróf, þar af 10 með stúdentspróf út öldungadeild. Athöfnin fór fram í hátíðasal skólans. Árni Siguijónsson, frá- farandi forseti Nemendafélags Verzlunarskólans, flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og Hilmar Baldursson fyrir hönd 25 ára út- skriftarárgangs. Auk ræðuhalda settu verð- Morgunblaðið/Þorkell HLUTI stúdentahóps Verzlunarskóla íslands við brautskráningu í gær. launaafhendingar svip sinn á at- höfnina en fjölmargir nemendur hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Meðal verðlauna sem voru veitt voru verðlaun fyr- ir best unnu viðskiptaáætlunina en þau hlutu þeir Ágúst Brynjar Daníeisson, Bragi Ragnarson og Páll Jóhann Ulfarsson. Dúx skólans var að þessu sinni rússneska stúlkan Evgenía Igna- tíeva sem fékk 9,64 í aðalein- kunn. Semídúx var Svanhildur Þorvaldsdóttir sem fékk 9,0 í að- aleinkunn. Þær hlutu báðar fjöl- mörg verðlaun fyrir góðan ár- angur á stúdentsprófi í ýmsum greinum. 61 kerfis- fræðingur útskrifaður BRAUTSKRÁNING nema frá Viðskiptaháskólanum í Reykja- vík/Tölvuháskóla Islands fór fram laugardaginn 23. maí síðast- liðinn. Alls útskrifaðist 61 kerfis- fræðingur og eru 98% þeirra komnir með vinnu eða tilboð um vinnu. Friðjón Guðjohnsen var dúx hópsins en Friðrik Þór Reyn- isson semidúx. Þetta er í tíunda sinn sem kerf- isfræðingar útskrifast frá skólan- um sem hefur útskrifað 302 kerf- isfræðinga alls. Skólinn stendur nú á tímamótum þar sem verið er að breyta Tölvuháskóla Verzlun- arskólans í tölvufræðideild í hin- um nýja Viðskiptaháskóla Reykjavíkur. Meðan breytingarn- ar standa yfir eru bæði nöfnin notuð. I hinum nýja skóla verður auk tveggja ára náms í kerfis- fræði boðið upp á BS-nám í tölv- unarfræði. Auk þess verður boðið upp á nám í viðskiptafræðideild. Annars vegar verður þar um að ræða tveggja ára hagnýtt við- skiptafræðinám og hins vegar þriggja ára BS-nám í viðskipta- fræði. Vigdís hlýtur Márbacka verð- launin MÁRBACKASJÓÐURINN hefur síðan 1972 úthlutað Márbackaverðlaununum ann- að hvert ár. Verðlaununum er úthlutað til Svía eða útlend- inga fyrir störf í þágu menn- ingar. Verðlaunahafi þarf að tengjast ritstörfum Selmu La- gerlöf eða vera málsvari áhugamála hennar. Márbackaverðlaunin 1998 hlýtur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Islands. Rökstuðningur dómnefnd- ar: Störf Vigdísar Finnboga- dóttur í þágu menningar og samfélags einkennast af mannúðarstefnu. Hún hefur starfað að mörgum áhugamál- um Selmu Lagerlöf, svo sem menntun, bókmenntum og leiklist, í jafnréttismálum og baráttunni fyrir mannrétt- indamálum. Hún hefur sem fyrsta lýðræðislega kosna konan sem þjóðhöfðingi gegnt þýðingarmiklu starfi í að við- halda friði í heiminum. Vigdís Finnbogadóttir mun veita verðlaununum viðtöku við athöfn í Márbacka, laugar- daginn 27. júní kl. 16. Þjóðarpúls Gallup Flestir töldu rétt af banka- stjórum að segja af sér RÚMLEGA 96% þeirra sem afstöðu tóku þegar Gallup spurði töldu það hafa verið rétta ákvörðun hjá banka- stjórum Landsbankans að segja af sér vegna „laxveiði- málsins“ svokallaða. Rösk 2% töldu að ákvörðunin hefði ver- ið röng en rúmt 1% taldi að hún hefði hvorki verið rétt né röng. Ekki kom fram mark- tækur munur á svörum eftir kyni, aldri eða því hvaða stjómmálaflokk fólk kýs. Einnig var spurt hvort fleiri ættu að segja af sér vegna málsins. Tæplega 76% þeirra sem afstöðu tóku töldu svo vera en rúm 24% töldu ekki ástæðu til að fleiri segðu af sér. Rúmlega 39% þeirra sem töldu að fleiri ættu að segja af sér vegna málsins sögðust ekki vita hver eða hverjir ættu að fara. Hins vegar töldu rúm 46% að bankaráðið, allt eða að hluta, ætti að segja af sér. Mun færri nefndu aðra kosti, t.d. taldi 1% að Finnur Ingólfsson við- skiptaráðherra ætti að segja af sér. Könnunin var gerð á tíma- bilinu 19.-30. apríl sl. í úrtak- inu voru 1143 einstaklingar af öllu landinu á aldrinum 18-75 ára. Svarhlutfall var 73% og skekkjumörk svara á bilinu 1-4%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.