Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 50
♦ óO LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ '-A Rtíssneska vörnin brást SKAK Cazorle, Spáni, 23. maí — 9. júní EINVÍGI UM ÁSKORUNARRÉTTINN Á KASPAROV Aleksei Shirov vann fjórdu ein- vígisskákina gegn Vladímir Kramnik og tók forystuna í 10 skáka einvígi. GARY Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, hefur staðið utan FIDE um fímm ára skeið og háð tvö heimsmeistaraein- vígi á eigin vegum, íyrst 1993 við Short í London og síðan árið 1995 við Anand í New York. Hann var ekki með í vel heppnaðri heims- meistarakeppni FIDE um síðustu áramót, þar sem Karpov stóð uppi sem sigurvegari. Að þessu sinni hefur Aleksei Kasparov gengið mjög brösuglega að koma eigin heimsmeistarakeppni á laggimar. Það eru flestir sammála um að hann sé sterkasti skákmaður heims og jafnframt að klofningur- inn hafi skaðað skákíþróttina. Samt sem áður er engin lausn í sjónmáli til að koma bestu skák- mönnum heims undir einn hatt. í ár heldur Kasparov heims- meistarakeppni sína undir nafni Alþjóðlega skákráðsins, en at- vinnumannasamtök hans PCA sem héldu síðustu keppni, virðast nú dottin upp íyrir. Ekki var um eiginlega undankeppni að ræða að þessu sinni, heldur valdi Ka- sparov þá Vladímir Kramnik og Vyswanathan Anand, sem eru í öðru og þriðja sæti á alheims- stigalistanum til að tefla einvígi um réttinn til að mæta sér. Babb kom í bátinn þegar An- and ákvað að virða samning sinn við FIDE um að tefla ekki í heimsmeistarakeppnum á ann- arra vegum. Málið var leyst með því að Aleksei Shirov, sem nú hef- ur flutt frá Lettlandi til Spánar, var boðið að tefla í stað Anands. Það féll í góðan jarðveg hjá spænskum framkvæmdaaðilum keppninnar og valið á Shirov var réttlætt með því að hann stóð sig mjög vel á stórmótinu í Linares í mars. Þar varð hann í öðru sæti á eftir Anand. Kramnik (2.790) er 22 ára en samt töluvert hærri á stigum og reyndari en Shirov (2.710), sem er 26 ára. Þá er Kramnik mun jafn- ari og taugasterkari. Hann er því talinn mun sigurstranglegri, en á móti kemur að Shirov teflir mjög frumlega og líflega og hefur aldrei verið betri en einmitt nú. Það flækir líka málið að þeir Shirov og Kramnik eru æskufé- lagar, rannsökuðu skákir mikið saman og gjörþekkja því hvor annan. En þrátt fyrir vináttuna mun það örugglega sannast að enginn er annars bróðir í leik. Tefldar verða tíu skákir í ein- víginu, sigurvegarinn mætir Ka- sparov í „heimsmeistaraeinvígi" á Spáni í október, en sá sem tapar fær jafnvirði 14 milljóna ísl. króna í sárabætur. Einvígið fór fremur rólega af stað með þremur jafnteflum en í fjórðu skákinni gerði Kramnik sig sekan um alvarleg mistök í enda- tafli: Hvítt: Shirov Svart: Kramnik Rússnesk vörn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rf6 3. d4 - Rxe4 4. Bd3 - d5 5. Rxe5 - Rd7 6. Rxd7 - Bxd7 7. 0-0 - Bd6 8. c4 I annarri skákinni reyndi Shirov 8. Rc3, en komst ekkert áleiðis og jafntefli var samið eftir aðeins 23 leiki. 8. - c6 9. cxd5 - cxd5 10. Dh5 - 0- 0 11. Dxd5 - Bc6 12. Dh5 - g6 13. Dh3 - Rg5!? Hér hefur svartur áður leikið 13. - Hc8 og 13. - Db6 sem dugðu til að jafna taflið án teljandi erfíð- leika. 14. Bxg5 - Dxg5 15. Rc3 - Hfe8 16. d5! - Bxd5 17. f4 - Dd8 18. Rxd5 - Bc5+ 19. Khl - Dxd5 20. Hacl - Be3?! 21. Bc4! SJÁ STÖÐUMYNDI 21. - Df5 111 nauðsyn eftir mistökin í síðasta leik. Hvítur fær nú betra endatafl. 21. - Dd6 gekk ekki vegna 22. Bxf7+! - Kxf7 23. Hc7+ - He7 (eða 23. - Kf6 24. Dh4+ - Ke6 25. Dg4+ - Kf6 26. Dg5+ - Ke6 27. Hxh7 og svartur er vamai'laus) 24. Dxh7+ - Kf6 25. Hxe7 - Dxe7 26. Dxe7+ - Kxe7 27. Hel og hvítur á létt- unnið endatafl. 22. Dxf5 - gxf5 23. Hcdl - Had8 24. g3 - Bd4 25. b3 - Bf6 26. Bb5 - Hxdl 27. Hxdl - Hd8 28. Hcl - Hd5 29. a4 - Bd8 30. Hc8 - Kg7 31. Hb8 - Bb6! Shirov Kramnik leysir vandamál sín af hugkvæmni, en fylgir mótspilinu ekki rétt eftir í framhaldinu: 32. Hxb7 - Hdl+ 33. Kg2 - Hd2+ 34. Kh3 - Bgl 35. g4 II 35. - Bxh2? Eftir þetta verður svarta tafl- inu varla bjargað. Rétt var 35. - Hxh2+ 36. Kg3 - fxg4 37. Kxg4 - Hg2+ 38. Kf5 - Hg6 og jafntefli er í augsýn. 36. gxf5 - h5 37. Kh4 - Bxf4 38. Kxh5 - Kf6 39. Bc4 - Kxf5 40. Hxf7+ - Ke4 41. Hxa7 Hvítur er orðinn tveimur peð- um yfir í endatafli og veikburða tilraunir svarts til að þjarma að hvíta kóngnum duga skammt í svo einfaldri stöðu. 41. - Be5 42. Bfl - Hf2 43. Bh3 - Hf8 44. Be6 - Hfl 45. Hd7 - Hhl+ 46. Kg6 - Hgl+ 47. Kf7 - Hg7+ 48. Ke8 - Hxd7 49. Kxd7 - Bc3 50. Kc6 - Ke5 51. Bg8 - Bel 52. Kb6 - Bf2+ 53. Ka6 - Kd6 54. a5 - Kc7 55. b4 - Kc6 56. b5+ - Kc5 57. b6 - Kb4 58. b7 - Bg3 59. Kb6 - Bf2+ 60. Kc6 - Ba7 61. a6 - Ka5 62. Bc4 - Bb8 63. Bfl og Kramnik gafst upp. Staðan: Shirov 2'k v. Kramnik Vk v. Fimmta skákin verður tefld laugardag og sú sjötta á sunnudag. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson AKUREYRI Sj ómannadagsblað- ið Öldurót komið út ÖLDURÓT, blað Sjómannadags- ráðs Akureyi'ar, sem gefið er út í tilefni sjómannadagsins er komið út. Blaðið kemur nú út í áttunda sinn og er helgað efni sem varðar sjómenn og sjómennskuna. Ritstjóri Ölduróts er Jóhann Ólafur Hall- dórsson. I blaðinu er m.a. að finna viðtöl við Bjarna Bjarnason, skipstjóra á Súlunni, sem hefur verið á sjónum í 30 ár, Þórunni Halldórsdóttur, sem heillaðist meira af sjómennskunni en sjúkraliðastarfínu, Árna Tryggvason, leikara og trillukarl í Hrísey, Gylfa Gylfason, varafor- mann Sjómannafélags Eyjafjarðar, og Vigfús R. Jóhannesson, skip- stjóra á Björgvin EA á Dalavík. Þá er í blaðinu fjallað um Hákarla- Jörund og margt annað frá liðinni tíð. Með útgáfu blaðsins aflar sjó- mannadagsráð sér tekna til að standa undir fjölbreyttri dagskrá í tilefni sjómannadagsins enda legg- ur ráðið mikið upp úr að setja skemmtilega mynd á bæjarlífið um sjómannadagshelgina og bjóða upp á vandaða skemmtidagskrá fyrir bæjarbúa. Sölufólk mun ganga í hús á Akur- eyri á næstu dögum og bjóða Öldu- rót til kaups. Maður slasaðist ELDRI maður slasaðist nokk- uð í hörðum árekstri tveggja bfla á gatnamótum Grænugötu og Glerárgötu, skömmu eftir hádegi á fimmtudag. Maður- inn, sem var farþegi í aftur- sæti annars bflsins, var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild FSA. Utkall vegna slyssins kom á sama tíma og slökkvfliðsmenn voru að berjast við sinueld í Síðuhverfmu. Svo heppilega vildi til að sumarmaður á frí- vakt leit við á slökkvistöðinni og fór hann með öðrum sjúkra- flutningamanni í útkallið. Morgunblaðið/Halldór Ásgeirsson HÓPUR nemenda við Dalvíkurskóla tók fyrstu skóflustungu að byggingu þriðja áfanga skólans en hann verður tilbúinn haustið 1999. Wœ.Æfc. tmÆm -Æ*. Fyrsta skóflustungan að Dalvíkurskóla FYRSTA skóflustungan að þriðja áfanga nýbyggingar við Dalvíkurskóla var tekin í lok síðustu viku og lögðust rúmlega 30 nemendur við skólann á eitt um að taka hana. Byggingin er 1.437 fermetr- ar að stærð, á tveimur hæðum, sú neðri er 1.178 fermetrar en efri hæði 259 fermetrar. Þessi bygging bætist við núverandi skólahúsnæði sem er tæplega 1.600 fermetrar. Með tilkomu þessarar byggingar sem verð- ur tekin í notkun haustið 1999 er stefnt að einsetningu allra bekkja í Dalvíkurskóla. Hönnunarvinna er unnin hjá Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks á Akureyri og arkitek er Fanney Hauksdóttir. Verktaki er Tréverk á Dalvík en bygg- ingakostnaður er um 145 millj- ónir króna. MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á morgun. Kór Akureyr- ai-kirkju syngur. Fermingarböm, fædd, ‘34, ‘44’, ‘54, ‘64, og ‘74 eru sérstaklega hvött til að mæta. Æðruleysismessa verður í kirkjunni kl. 20.30, annan hvítasunnudag, 1. júní. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og Sr. Svavar A. Jónsson messa. Már Magnússon syngur einsöng, Snorri Guðvarðarson leikur á gítar og Jón Rafnsson á bassa. Bjöm Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar áður en messan hefst. Almennur söngur og fyrirbænir. GLERÁRKIRKJA: Hátíðar- messa kl. 13.30 á hvítasunnudag, 31. maí. Ferming. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hátíð- arsamkoma kl. 20 annan í hvíta- sunnu. Majóramir Marjorie og All- an Wittshire frá Bandaríkjunum ásamt Ingibjörgu, Óskari og Miri- am frá Reykjavík verða sérstakir gestir samkomunnar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund í kvöld kl. 20 til 21. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar á morgun kl. 11.30, aldursskipt bibl- íunám, ræðumaður G. Rúnar Guðnason. Samkoma kl. 20, mikill söngur, G. Theódór Birgisson predikar, barnapössun fyrir 1 til 5 ára. Skrefíð, félagsmiðstöð fyrir 9-12 ára miðvikudag kl. 17.15, ung- lingasamkoma kl. 20.30 á föstudag. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 18 á morgun, sunnudag, í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. Byssu- og veiðisýning í Höllinni SKOTFÉLAG Akureyrar heldur byssu- og veiðisýningu í Iþrótta- höllinni á Akureyri í dag laugardag og á morgun sunnudag. Þar munu helstu söluaðilar á byssum og stangveiðivömm verða með kynningu á sinni starfsemi. Einnig kynna byssusmiðir þjón- ustu sína og þá verður tölvu skothermir á staðnum. Fallbyssur, rifflar og skammbyssur af öllum gerðum verða til sýnis. Sýningin er opin frá kl. 10-19 báða dagana. Fertug sýnir 40 verk GUÐNÝ ANNA Annasdóttir opn- ar í dag, laugardaginn 30. maí, kl. 15 sýningu á málverkum sínum en þetta er fyrsta einkasýning henn- ar. A sýningunni eru 40 verk, graf- ík, akrýl og olíumyndir en sýning- una heldur Guðný Anna í tilefni af 40 ára afmæli sínu sem er í dag. Guðný Anna er fædd á ísafirði en hefur búið á Akureyri síðasta áratug þar sem hún hefur lengst af rekið leikskóla. Sýningu lýkur SÝNINGU Steinunnar Helgu Sig- urðardóttur í Galleríi+ í Brekku- götu 35 á Akureyri lýkur á sunnu- dag. Galleríið er opið frá kl. 14 til 18 um helgina. A sýningunni er innsetning og vídeóverk. AKSJÓN Laugardagur 30. maí 17-OOÞHelgarpotturinn Helgarþáttur Bæjarsjónvarpsins í samvinnu við Dag. Sunnudagur 31. maí. Hvítasunnudagur 17.00ÞHelgarpotturinn (e). Mánudagur 1. júní 21.00Þ-Helgarpotturinn (e) Þriðjudagur 2. júní 21.00Þ-Fundur er settur. Fundur í bæjarstjórn Akureyrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.