Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Er kjarna-
vopnakapp-
hlaup óhjá-
kvæmilegt?
Kjarnorkutilraunir Pakistana og Indverja
hafa valdið mikilli spennu og óvissu í Asíu
og óttast er að nýtt vígbúnaðarkapphlaup
sé í uppsiglingu í álfunni.
FRÉTTASKÝRENDUR segja að
kjamorkutilraunir Indverja og
Pakistana valdi mikilli spennu og
óvissu í öryggismálum Asíu. Er
kjamavopnakapphlaup að hefjast í
Suður-Asíu? Verður kjaraorkueld-
flaugum Kínverja nú miðað á Ind-
land? Fara aðrar íslamskar þjóðir að
dæmi Pakistana? Verður ísrael yfir-
lýst kjarnorkuveldi?
Þetta er á meðal þeirra spuminga
sem sérfræðingar í öryggismálum og
þjóðarleiðtogar út um allan heim
velta nú fyrir sér meðan þeir bíða
eftir næstu skrefum Indverja og
Pakistana, sem hafa þrisvar sinnum
háð stríð sín í milli frá 1947.
„Það er vissulega hætta á kjama-
vopnakapphlaupi," sagði Chin Kin
Wah, forstöðumaður Alþjóðamála-
stofnunarinnar í Singapore. Hann
bætti þó við að friðnum stafaði þó
einkum hætta af hugsanlegum árás-
um annaðhvort Indverja eða
Pakistana til að fyrirbyggja að hin
þjóðin næði forskoti í vígbúnaðar-
kapphlaupinu.
Chin sagði að einnig væri hætta á
að ef tii átaka kæmi vegna deilu þjóð-
anna um Kasmír myndu annaðhvort
Indveijar eða Pakistanar telja sig
standa betur að vígi í kapphlaupinu
og ákvæðu að beita kjamavopnum.
Þörf á liemaðarjafnvægi
Pakistanskir sérfræðingar í ör-
yggismálum eru þó á annarri skoðun
og segja að kjamorkutilraunimar
stuðli að hemaðarjafnvægi í Suður-
Asíu. „Kjarnavopn eru fælingarvopn,
þau valda skelfingu, þeim er ætlað
að hindra stríð en ekki að valda
stríði," sagði Zafar Iqbal Cheema,
forseti Vamarmála- og herfræði-
deildar Quaid-e-Azam háskóla í
Pakistan.
Vestrænir fréttaskýrendur em
ekki á einu máli um að vígbúnaðar-
kapphlaup sé óhjákvæmilegt. Chris
Smith, sem stundar rannsóknir í ör-
yggismálum í Kings College í
London, segir að Pakistanar séu
ekki undir það búnir að hefja kjarna-
vopnakapphlaup. Þeir séu enn langt
frá því að geta framleitt kjarnavopn,
sem hægt væri að nota í stríði.
Richard Pearle, fyrrverandi að-
stoðarvarnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, segir hins vegar að ef
Pakistanar og Indverjar framleiða
kjamavopn valdi það mikilli hættu á
kjarnorkustríði. Þjóðir heims þurfí
að leggja fast að Pakistönum og Ind-
verjum að fylgja ekki kjarnorkutil-
raununum eftir með því að framleiða
kjamavopn og fá þá til að stefna
frekar að hernaðarlegu jafnvægi í
hefðbundnum herafla.
„Það er mikilvægt að Pakistanar
geti treyst hefðbundnum vörnum
sínum - að þeir telji sig geta varið
sig án þess að beita kjamavopnum,“
segir Pearle. „Ójafnvægi í hefð-
bundnum vopnum er einmitt það
sem getur leitt til glæfralegra hem-
aðaraðgerða.“
Ki'nverjar óttast mest
útbreiðslu kjamavopna
Kínverjar háðu skammvinnt
landamærastríð við Indverja árið
1962 og viðbrögð kínversku stjómar-
innar við kjarnorkutilraununum
gætu ráðið úrslitum um þróunina í
öryggismálum Asíu. „Kína verður
berskjaldað fyrir kjamorkuárás frá
Indlandi,“ segir Chin og bætir við að
Kínverjar geti auðveldlega snúið
kjamavopnum sínum að Indlandi.
Sérfræðingarnir segja að Kínverj-
ar hafí einnig miklar áhyggjur af því
að Indverjar fái fulla aðild að Sam-
tökum Suðaustur-Asíuríkja,
ASEAN, og taki þátt í öryggissam-
starfí þeirra. Slíkt myndi auka mjög
hemaðarlegt vægi Indverja.
Ýmislegt bendir þó til þess að Kín-
verjar hyggist ekki taka afstöðu með
Pakistönum, gömlum bandamönnum
sínum, og reyni þess í stað að draga
úr spennunni og afstýra kjama-
vopnakapphlaupi.
Líklegt þykir að Kínverjar leggi
fast að stjóm Pakistans að framleiða
ekki kjarnavopn og það gæti stuðlað
að bættum samskiptum milli Kína og
PAKISTANAR SPRENGJA KJARNORKUSPRENGJUR
Pakistanar fóru að dæmi Indverja og sprengdu fimm
kjarnorkusprengjur í tiiraunaskyni á fimmtudag.
Sprengjurnar voru sprengdar í Chagai í Baluchistan,
afskekktu héraði nálægt landamærum
írans og Afganistans.
Svæðið sem pakistanskar
eldflaugar draga til
Svæöið sem indverskar eld-
flaugar draga á (allt Pakistan)
500 km
» J I
HATF-V (Ghauri
Tegund:
Drægi:
Hleðsla:
Meðaldræg skotflaug
1.500 km
700 kg
Tegund:
Drægl:
Hleðsla:
Meðaldræg skotflaug
2.500 km
1.000 kgoddur
Chauri-eldflaugin er svar Pakistana
við skammdrægri Prithvi-eldflaug
tndverja og framleiðsla hennar
erá lokastigi
Agni-eldflaugin getur borlð
efna- eða kjarnaodd.
PRITHVI SS-250
Tegund:
Drægi:
Hleðsla:
Skammdræg skotflaug
250 km
500 kg oddur
Hermt er að Prithvi-eldflaugin
geti borið kjarnaodd.
Bandaríkjanna og aukið vægi leið-
togafundar ríkjanna í sumar.
„Kínverjar hafa mestar áhyggjur
af útbreiðslu kjarnavopna," sagði
vestrænn stjórnarerindreki í Peking.
„Þeir óttast að íranar verði næstir
til að hefja kjamorkutilraunir, síðan
Norður-Kóreumenn og Japanar. Það
sem þeir skelfast þó mest er tilhugs-
unin um að Japan verði kjamorku-
veldi.“
„Hætta er á að kjarnavopnakapp-
hlaupið í Suður-Asíu breiðist út og
það veldur Kínverjum áhyggjum,"
segir Tai Ming Cheung, sérfræðing-
ur í hermálum í Hong Kong. „Þetta
gæti orðið bein ógnun við öryggi
Kína. Kínverjar gætu þurft að efla
kjamorkuherafla sinn í varúðarskyni
og þróa varnir sínar gegn kjama-
vopnurn."
íranar næstir?
Fréttaskýrendur hafa einnig
áhyggjur af því að múslimaríki vest-
an við Pakistan hefji einnig kjam-
orkutilraunir. íranar telja öryggi
sinu ógnað vegna kjamorkuspreng-
inga Pakistana, að sögn Amins
Saikals, sérfræðings í málefnum
Mið-Austurlanda við Ástralska þjóð-
arháskólann í Canberra. „Það getur
gefið þeim ástæðu til að leggja kapp
á að þróa kjarnavopn.“
Fréttaskýrendumir velta því einnig
fyrir sér hvort ísraelar lýsi því yfír að
þeir eigi kjamavopn og það myndi
auka enn líkumar á því að múslima-
ríkin hæfú kjamorkutilraunir.
Japanskir embættismenn hafa lát>
ið í Ijós áhyggjur af því að Pakistan-
ar kunni að aðstoða Norður-Kóreu-
menn við að þróa kjarnavopn. „Við
teljum að Norður-Kóreumenn hafi
selt Pakistönum um tólf langdrægar
eldflaugar af gerðinni Rodong-2 á
síðustu árum,“ sagði einn embættis-
mannanna. „Pakistanar gætu síðan
veitt þeim tæknilega aðstoð við þró-
un kjarnavopna."
Óvissa um eldflaugarnar
Kjarnorkusprengingar Pakistana
komu ekki á óvart enda hafði lengi
verið talað um þá sem „skrúfujáms“-
kjamorkuveldi þar sem þeir þyrftu
aðeins að snúa skrúfujámi til að
setja saman kjarnorkusprengju. Það
er hins vegar dýrt og flókið að hanna
og framleiða kjamavopn, sem hægt
er að beita í stríði, og þetta er ein af
meginástæðum þess að nokkrar
þjóðir hafa ekki viljað hrinda af stað
kjamavopnakapphlaupi.
Þótt Pakistanar og Indveijar hafi
sýnt að þeir geti sprengt kjamorku-
sprengjur í tilraunaskyni er óljóst
hvort þau geti strax framleitt hættu-
leg kjamavopn. Vitað er að báðar
þjóðimar eiga meðaldrægar eld-
flaugar og Indverjar bentu á nýlegar
eldflaugatilraunir Pakistana til að
réttlæta kjarnorkusprengingar sínar.
Pakistanar hafa sagt að þeir vinni
nú að því að setja kjamaodda í með-
aldrægar Ghauri-eldflaugar sínar,
sem hægt væri að skjóta á margar
stórborgir á Indlandi, en frétta-
skýrendur efast um að þeim takist
það á næstu tveim árum. Ennfremur
er óljóst hvort eldflaugamar hafa
stýrikerfi til að Pakistanar geti gert
nákvæmar árásir á skotmörkin. Báð-
ar þjóðirnar gætu notað flugvélar til
að varpa kjarnorkusprengjum án
stýrikerfa, en slíkar hemaðarað-
gerðir myndu vera ófullnægjandi
þar sem líklegt er að flugvélarnar
yrðu skotnar niður.
Sérfræðingar í öryggismálum
segja að þótt kjamorkutilraunirnar
veki ugg sé bót í máli að Indverjar
og Pakistanar hafi ekki sýnt að þeir
geti framleitt kjamavopn, sem jafn-
ist á við vopn gömlu kjarnorkuveld-
anna fimm, Bandaríkjanna, Rúss-
lands, Kína, Bretlands og Frakk-
lands.
Tilraunabannið undirritað?
Bjartsýnustu fréttaskýrendurnir
telja að Pakistanar og Indverjar ætli
aðeins að fara að dæmi Kínverja og
Frakka, sem sprengdu kjarnorku-
sprengjur í tilraunaskyni fyrr á ára-
tugnum til að ganga úr skugga um
að þær virkuðu áður en þeir undir-
rituðu alþjóðlegan samning um bann
við kjarnorkutilraunum. Bjartsýnis-
mennirnir spá því að nú verði auð-
veldara að knýja Pakistana og Ind-
verja til að undirrita samninginn.
Aðrir telja þó mun líklegra að kjarn-
orkutilraunimar valdi spennu og víg-
búnaðarkapphlaupi út um alla Asíu.
The Washington Post sagði í
fréttaskýringu í gær að kjarnorkutil-
raunirnar kunni að binda enda á þá
þróun sem hófst á leiðtogafundinum
í Reykjavík árið 1986, „þegar Ronald
Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov
gengu fram af almenningi með því að
hugsa upphátt um að uppræta
kjamavopn“. Þróunin hafi nú snúist
við og kjamorkuváin sé nú aftur orð-
in eitt af helstu áhyggjuefnum
heimsbyggðarinnar.
Efnahagsþrengingar
vofa yfir Pakistan |
Bandaríkjamenn og nokkur vest-
ræn ríki hafa gripið til refsiaðgerða
gegn Indverjum og Pakistönum
vegna kjarnorkutilraunanna og fjár-
málasérfræðingar segja þær geti
haft slæm áhrif á efnahag Pakistans,
sem var mjög bágur fyrir.
„Pakistanar standa frammi fyrir
meiri erfiðleikum en Indverjar
vegna þess að þeir em háðari er-
lendri aðstoð og lánum,“ sagði
Ayesha Ghous, kanadískur sérfræð-
ingur í málefnum þróunarrikja.
Bandaríkjamenn ætla að beita sér
fyrir því að Pakistanar fái ekki að-
stoð frá alþjóðlegum lánastofnunum,
sem hafa gert þeim kleift að standa í
skilum við erlenda lánardrottna.
Salman Ali, yfirmaður rannsókna-
deildar fjárfestingarbankans Indo-
suez W.I. Carr, sagði líklegt að
Pakistanar myndu ekki geta greitt
gjaldfallnar skuldir sínar eftir tvo til
þrjá mánuði ef þeir fengju enga að- |
stoð. Hann taldi þó að ástandið gæti
batnað á þessum tíma og ólíklegt
væri að Vesturlönd myndu hætta á
að valda efnahagshmni í nýju kjarn-
orkuveldi.
„SPURNINGIN er ekki hvemig venjulegt
fólk á að aðlagast Evrópusambandinu, heldur
hvemig Evrópusambandið á að aðlagast
venjulegu fólki.“ Þetta lá Poul Nymp Rasmus-
sen forsætisráðherra mest á hjarta, er hann
og Niels Helveg Petersen utanríkisráðherra
hittu erlenda blaðamenn um hádegið í gær.
Þeim félögunum var greinilega létt, en í hópi
blaðamenn göntuðust margir með að það hefði
nú verið meira fjör ef Danir hefðu hafnað sátt-
málanum. Niðurstaðan, 10 prósenta munur,
þykir sigur fyrir Nymp, þó taka þurfi tillit til
hinna tortryggnu. Nyrap lofar að nú verði hlé
á Evrópuatkvæðagreiðslum, en það er kannski
meira en hann getur lofað. Léttirinn yfir úr-
slitunum skilaði sér einnig í peningaheiminum,
því í gær lækkaði danski Seðlabankinn vexti
um hálft prósentustig.
Amsterdam: Áfangi en ekki lokaáfangi
,AUir Danir em efasemdarmenn inn við
beinið,“ sagði glaðbeittur Svend Auken um-
hverfisráðherra við blaðamenn að kvöldi kjör-
dags. Svo mikið er víst að með ríflega fjóra af
hverjum tíu Dönum gegn Amstedam-sáttmál-
anum þá em það efasemdir, sem danska
stjómin verður að búa við og taka tillit til. En
nú finnst Nymp líka komið nóg af sambands-
þróun. Undanfama daga hefur hann viðrað þá
skoðun að Evrópusambandið ætti að slaka á
Evrópuefasemdirnar
lutu í lægra haldi
Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra vill að ESB
sinni betur sambandinu við almenning en hvernig það
á að verða er óljóst, segir Signin Davíðsdóttir.
sammnaþróuninni og í gær
var honum efst í huga að
ESB ætti að einbeita sér að
því að svara þörfum al-
mennings.
Þegar þýskur blaðamað-
ur bar undir Nymp hvort
Helmut Kohl kanslari
Þýskalands væri sammála honum í því að nú
væri nóg komið af sammna og nú ætti að ein-
beita sér að almenningi svaraði Nymp að Kohl
væri sammála sér um að ESB ætti að vera
sem næst almenningi, vera gagnsætt og opið
samband.
Hins vegar kvað heldur við annan tón hjá Uf-
fe Ellemann-Jensen, fyrr-
verandi leiðtoga Venstre,
eftir atkvæðagreiðsluna því
hann sagði öldungis ekki
hafa hægt á samranaþróun
ESB undanfarið. í borgara-
legu flokkunum var strax
farið að tala um að nú yrði
að fá Dani til að samþykkja aðild að Efnahags-
og myntbandalagi Evrópu, sem Danir hafa
undanþágu frá. Því hafnaði Nymp alfarið í gær.
Staða Nyrups traust
Eftir trega byrjun í embætti forsætisráð-
herra, stöðug umskipti ráðgjafa og aðstoðar-
EVRÓPA^
fólks og klaufalega framkomu hefur Nymp í
vetur náð veralegum tökum bæði á embætt-
inu, flokknum og þjóðinni. Jafnaðarmanna-
flokkurinn bætti smávegis við sig fylgi í bæj-
arstjómarkosningum, bætti við sig í þingkosn-
ingum og hélt stjómartaumum. Nú tókst Nyr-
up einnig að fá þjóðina til að samþykkja Am-
sterdam-sáttmálann, sem hann tók sjálfur þátt
í að semja ásamt öðmm þjóðarleiðtogum Evr-
ópu.
En niðurstaðan er einnig sigur fyrir Anders
Fogh Rasmussen, nýkjörinn leiðtoga Venstre.
Evrópumálin vom hjartansmál Ellemann-Jen-
sens eftir tíu ár sem utanríkisráðherra. Fogh
Rasmussen hefur ekki þá reynslu, en honum
tókst að koma boðskap sínum svo vel til skila
að enginn flokkur skilaði fleiri já-atkvæðum en
Venstre, þar sem hlutfall jákvæðra var hæst,
rúm 83%.
Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðar-
flokksins, er barðist gegn sáttmálanum gat ekki
hrósað sama sigri og í þingkosningunum. Nei-
hreyfingar eins og Júníhreyfingin, sem meðal
annars eiga fulltrúa á Evrópuþinginu, munu
vísast berjast áfram en eftir ósigra í tveimur
undanfómum atkvæðagreiðslum er hugsanlegt
að hún sé búin að finna sinn eðlilega fjölda
stuðningsmanna. Sósíalíski þjóðarflokkurinn,
er klofnaði vegna afstöðunnar til Amsterdam-
sáttmálans, á líka erfitt uppdráttar.
>
>
>
>
>
>
>
>