Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 19 ÚR VERINU Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið leyfílegan hámarksafla Eskifjörður Farið eftir til- lögum Hafrann- sóknastofnunar ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur ákveðið leyfi- legan heildarafla fyrir einstakar fisktegundir á næsta fiskveiðiári og er þar í einu og öllu stuðst við til- lögur Hafrannsóknastofnunarinn- ar. Akvörðun um heildarafla af loðnu verður hins vegar tekin síð- ar, en Island hefur gert tillögu um upphafskvóta sem tekur mið af því að leyfður heildarafli á vertíðinni verði 1.420 þúsund lestir, en af því koma 81%, eða 1.150 lestir í hlut Islands. I ákvörðun sjávarútvegsráð- herra felst að leyfður heildarafli af þorski hækkar frá yfirstandandi fiskveiðiári um 32 þúsund lestir, en úthafsrækjuaflinn lækkar um 15 þúsund lestir og ýsuaflinn lækkar um 10 þúsund lestir. Ufsa-, karfa-, steinbíts- og grálúðuafli stendur í stað. Skarkolaafli lækkar um tvö þúsund lestir en afli í öðrum kola- tegundum er óbreyttur. Loks lækkar síldarafli um 30 þúsund lestir, en gert er ráð fyrir að það verði endurskoðað eftir nýjar stofnstærðarmælingar í haust. Leyfður humarafli verður óbreytt- ur, en hörpudisksafli eykst um 1.800 lestir. Loks er útlit fyrir að loðnuafli verði tæpum 200 þúsund lestum meiri en á síðustu vertíð. Leyfilegur heildarafli á íslandsmiðum i fiskveiðiárið 1998/99 "'••^*V Tillaga Hafrannsókna- Tegund stofnunar, tonn Leyfilegur heildarafli, tonn Þorskur ... 250.000 Ýsa 35000 250.000 35.000 Ufsi 30.000 Karfi 65i000 30.000 65.000 Grálúða 10.000 Steinbítur 13.000 10.000 13.000 Skarkoii 7.000 7.000 Langlúra 1.100 Sandkoli 7.000 1.100 7.000 Skrápflúra “5.000 5.000 Síld 90.000 * 70.000 Hörpuskel ®l|lp 9.800 9.800 Humar 1.200 Innfjarðarækja 5.050 ** 1.200 5.050 Úthafsrækja 60.000 * 60.000 * Að meðtöldum heimildum " Upphafskvóti frá yfirstandandi fiskveiðuári til bráðabirgða Ovíst upp á hverju sildin tekur ENN veiðist mikið af norsk-ís- lensku síldinni, einkum nyrst í Síld- arsmugunni, suðaustur af Jan Ma- yen lögsögunni. Nokkuð er talið í að síldin færi sig inn í íslensku land- helgina og segir Hjálmar Vilhjálms- son að það sé alls ekki útséð með hvað hún taki upp á að gera, en reynslunni samkvæmt muni hún koma inn í íslenska landhelgi á allra næstu vikum ef hún þá gerir það þetta árið. Rannsóknarskipið Arni Friðriks- son kom til hafnar í Reykjavík í gær eftir mánaðarúthald við rannsóknir á norsk-íslensku síldinni. Hjálmar sagði að vestast hefðu leiðangurs- menn fundið síld 20 til 30 sjómflur utan íslensku lögsögunnar, en það hefði ekki verið mikið magn. „Bjarni Sæmundsson er í sínum árlega vorleiðangri og það hefur orðið úr, að ef menn í Bjarna hafa tíma til, þá ætla þeir að gá að sfld- inni og þá á austurkantinum, út af Norðausturlandi og Austfjörðum. Það verður þó ekki fyrr en eftir um það bil viku og það getur sannar- lega margt gerst á einni viku,“ sagði Hjálmar. Hólmaborgin var á leið á miðin aftur í gær eftir að hafa landað 1370 tonnum á Eskifirði. „Það var góð veiði í gær og aftur í morgun, eitt- hvað minna þó um nóttina. Mér heyrist á mönnum að það séu allir að fá góðan afla. Veiðin er einkum inni í lögsögu Jan Mayen og sunnan hennar,“ sagði Þorsteinn Kristjáns- son skipstjóri í gærdag. Hjá Samtökum fiskvinnslustöðva fengust þær upplýsingar í gær, að alls væri búið að landa hér á landi 71.872 tonnum af sfld úr norsk-ís- lenska stofninum, þar af hefðu ís- lensk skip landað 68.599 tonnum og erlend skip 3.272 tonnum. Lang- mest hefur verið landað hjá SR- mjöli á Seyðisfirði, 16.533 tonnum, en síðan kæmu Sfldarvinnslan í Neskaupsstað með 9.599 tonn, Hraðfrystihús Eskifjarðar með 8.753 tonn og Loðnuvinnslan Fá- skrúðsfirði með 7.361 tonn. Alls hef- ur síldinni verið landað á þrettán stöðum til þessa. Jón Kjart- ansson SU til lands- ins eftir breytingar NÓTA- og togveiðiskipið Jón Kjart- ansson SU er væntanlegt til Eski- fjarðar í dag frá Póllandi eftir gagn- gera endurnýjun og breytingar sem gerðar hafa verið á skipinu. Að sögn Emils Thorarensen, útgerðarstjóra hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., sem gerir Jón Kjartansson út, er nánast um nýtt skip að ræða. Nýtískulegt skip í alla staði Emil sagði í samtali við Morgun- blaðið að raunverulega hefði allt verið endurnýjað í skipinu nema vélin og það væri nú orðið nýtísku- legt í alla staði. Hann sagði að með- al annars hefði verið skipt um brú og allt þar fyrir framan, og einnig hefðu vistarverur skipverja verið endurnýjaðar. Engin vinnslulína hefði hins veg- ar verið sett um borð og ekki fryst- ing, því skipinu væri eingöngu ætl- að að koma með óunnið hráefni til Hraðfrystihússins. Skipið var smíðað í Rendsburg í Þýskalandi árið 1960 og hét það áð- ur Narfi RE. Það var yfirbyggt árið 1974. Á síðasta ári var skipið annað aflahæsta skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. á eftir Hólmaborg- inni með tæplega 40 þúsund tonna afla og rúmlega 250 milljónir króna í aflaverðmæti. Drifbúnaður Forester er alltaf virkur, en það veitir meira öryggi við akstur utan þjóðvega og fullkomið grip á blautum vegi. Mikil hæð undir lægsta punkt og gott útsýni ökumanns ásamt góðu aðgengi eru atriði sem gera Subaru Forester að yfirburða fjölhæfum fjölskyldubíl. SLÍBARU Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 Verð frá kr. 2.1 B5.000,- :l vélar: 122 hestöfl ill holder ) cm veghæð arræsibúnaður 3S hemlalæsivörn loftpúðar $ geymsluhólf leðslujafnari jkbogar jfmagnsúttak í farangursrými
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.