Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bandaríkin Offítan orðin að faraldri OFFITA er orðin að faraldri í Bandaríkjunum og eru 54% allra fullorðinna þar í landi of feit, að því er vísindamenn segja í nýju hefti vísindarits- ins Science. Varað er við því að ekki muni taka nema nokkrar kyn- slóðir uns allir fullorðnir Bandaríkjamenn geti talist of feitir. Á undanfómum tuttugu árum hafi hlutfall þeirra sem eru of feitir stækkað um þriðjung og ekki sé útlit fyrir að þróunin muni breytast, því eitt af hverjum fjórum böm- um er of feitt. Of mikið af mat og aðstæður ýta undir át Haft er eftir einum þeirra, er stóðu að rannsókninni, að ástandið virðist vera að versna. James 0. Hill, yfir- maður rannsókna í matvæla- fræði við Háskólann í Colorado, segir að bandarísk samfélagsgerð sé orsök vandans. Of mikið sé til af mat og félagslegar aðstæður ýti oft undir ofát. „Að verða of feitur er eðlileg viðbrögð við bandarísku samfélagi," segir Hill. Ortega neitar ásökunum um kynferðisglæpi Ortega Managua. Reuters. DANIEL Ortega, leiðtogi Sand- ínistaflokksins í Nicaragua og fyrr- um forseti landsins, neitar staðfast- lega ásökunum þess efnis að hann hafi til langs tíma misnotað stjúpdóttur sína kynferðislega. Á fimmtudag kröfð- ust lögfræðingar hans þess fyrir rétti í Managua, höfuðborg Nicaragua, að ákærum Zoilamerica Narvaez, stjúpdóttur Ortegas, yrði vísað frá og í yfirlýsingu sinni sagð- ist Ortega aldrei hafa tekið þátt í „lostafullu athæfi með Narvaez". Ásakanimar á hendur Ortega, sem stýrði ríkisstjórn Sandínista 1979-1990, hafa valdið skjálfta í stjórnmálum í Nicaragua en Ortega var samt sem áður endurkjörinn leiðtogi flokksins með yfirburðum um síðustu helgi er flokksfélagar hans leituðust við að mynda skjald- borg um leiðtoga sinn. Zoilamerica Narvaez, sem er þrjá- tíu ára, birti ásakanir sínar á hendur stjúpfóður sínum fyrst opinberlega 3. mars síðastliðinn en lagði síðan fram formlega ákæru fyrir rétti í Managua á miðvikudag. í ákærunni segir hún að Ortega hafi ítrekað nauðgað sér og misnotað kynferðis- lega á árunum 1978-1998. „Hann saurgaði líkama minn og notaði eins og hann lysti án þess að láta sig nokkru varða hvemig mér leið,“ sagði í yfirlýsingu Narvaez. í yfirlýsingunni er rakið hvemig lík- amleg og sálræn misnotkun Ortegas olli versnandi heilsufari Narvaez og einangrun frá vinum og vandamönn- um en jafnframt ákærunni á hendur stjúpfóður sínum fer Narvaez fram á að ættleiðing Ortega á henni verði gerð ógild. Narvaez handbendi geimveru? Stuðningsmenn Ortegas saka Nar- vaez um að standa í ófrægingarher- ferð gegn stjúpfóður sínum í pólitísk- um tilgangi. Rafael Ortega, bróðir Narvaez, hélt tvo blaðamannafundi í vikunni þar sem hann hafnaði algjör- lega ásökunum systur sinnar og taldi auk þess vafa leika á um að hún væri fullkomlega heil á geði. Á þriðjudag hafði Rafael Ortega gefið í skyn að faðir sinn væri bitbein I metingi sem Narvaez ætti í við móður sína en á fimmtudag sakaði hann Narvaez hins vegar um að vera handbendi Henry Petries, uppreisnarmanns innan Sandínistaflokksins, sem að sögn Or- tegas teldi sig vera „geimveru með sérstakt verkefni hér á jörðu“. Að- spurður taldi Petrie, sem gefið hefur út ljóðabækur, að menn hefðu ef til vill misskilið skáldskap sinn. Narvaez sagðist ekki undrandi á ummælum bróður síns, enda nyti hún ekki stuðnings fjölskyldu sinnar. Hún sagðist vonast til að ákæra sín yrði til þess að aðrar konur, sem sætt hafa misnotkun, krefðust réttar síns. /'TIGFk SLÁTTUVÉLAR, ORP, LIMOIROISKLIPPUR OO MUSATJSTAfflAR í ÚRVALI Stiga Bio-Chip kurlari 1400W Stiga Turbo sléttuvél með grashirðipoka I Góð fyrir heimili Stiga rafmagnsorf 450W Stiga Tornado i sláttuvól meö drifi Fyrir sumarbústaða- eigendur, bæjarfélög og stofnanir Stiga rafmagns- llmgerðiskiippur 360W Stiga EL33 rafmagns- sláttuvél 1000W Fyrir litla garða Stlga Garden aksturssláttuvél Einstök fyrir sumarbústaðaeigendur og stofnanir. Stiga mosatætari 325W Sölustaðir um allt land HAMRABORG 1-3, NORÐANMEGIN • KÓPAVOGI • SÍMI 564 1864 • FAX 564 1894 Reuters SIPHIWE Nyanda tekur við embættinu sem yfirmaður s-afríska hers- ins frá Georg Meiring hershöfðingja. Blökkumaður yfír- maður S-Afríkuhers Pretoria. Reuters. ÞÁTTASKIL urðu í sögu s-afríska hersins í gær þegar Nelson Mand- ela, forseti S-AMku, skipaði svartan mann í embætti yfirmanns herafla landsins. Siphiwe Nyanda, sem er 48 ára gamall, tekur við af George Meiring hershöfðingja sem hrökkl- aðist úr embætti eftir að staðhæfmg- ar hans um að valdarán væri í vænd- um reyndust úr lausu lofti gripnar. Skipun Nyandas vekur athygli því hann var áður leiðtogi skæruliða- sveita Mandelas og sem slíkur ein af hetjum frelsisbaráttu svertingja. Hún er einnig mikilvægt skref í um- byltingu s-afríska hersins en ekki eru nema fjögur ár síðan 30.000 fyrr- verandi skæruliðar frelsishreyfingar Mandelas voru innlimaðir í her S-Af- ríku. Fréttaskýrendur sögðu í gær að skipun blökkumanns í embætti yfir- manns heraflans væri tímabær, skref sem taka hefði þurft fyrr en seinna. í kjölfar Meiring-hneykslisins hefði það hins vegar orðið bráðnauðsyn- legt en í skýrslunni sem Meiring sendi Mandela, þar sem hið ímynd- aða valdarán var rakið, var því m.a. haldið fram að Nyanda væri einn þeirra sem hygðist ræna völdum. Nyanda sagði við hátíðlega athöfn í gær að hann teldi sættir milli hvítra og svartra í S-Afríku afar mikilvæg- ar, kominn væri tími til að fyrirgefa og segja skilið við fortíðina. Hann gaf í ræðu sinni til kynna að hann myndi berjast fyrir auknum fjárútlátum til hermála, að öðrum kosti væri ekki hægt að halda úti öflugum her. Ættingjar Su- hartos segja af sér embættum Jakarta. Reuters. BAMBANG Trihatmodjo, sonur Suhartos fyrrum Indónesíuforseta, og Indra Rukmana, sem kvæntur er Siti Rukmana dóttur Suhartos, sögðu sig úr stjóm Biamantara Citra fyrirtækjasamsteypunnar í gær, en fyrirtækið er með stærstu og ríkustu fyrirtækjum Indónesíu. Jafnframt sagði Trihatmodjo af sér sem forseti fyrirtækisins en hann var meðal stofnenda þess árið 1981 og hefur stýrt því síðan. Þeir eru þó áfram stærstu hluthafar þess, Tri- hatmodjo á meira en 38% í fyrir- tækinu og Rukmana á um 14%. Á sama tíma var kunngerð spá sem gerir ráð fyrir á milli 70% og 100% verðbólgu á þessu ári i stað 11% prósenta á síðasta ári og greip nokkur örvænting um sig vegna efnahagsástandsins. Fulltrúar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) eiga nú í viðræðum við Indónesíustjórn um hvenær hefja eigi á nýjan leik greiðslur sem tengjast aðstoð sjóðs- ins við Indónesíu. Afsagnir ættingja Suhartos koma í kjölfar krafna þess efnis, að ríkis- stjóm Jusufs Habibies, nýs forseta Indónesíu, rannsaki viðskiptasamn- inga manna sem tengjast stjóm Su- hartos. Auk afsagna Trihatmodjos og Rukmanas fór Seðlabanki Indónesíu einnig fram á það við stjómvöld í gær að þau létu ábyrga aðila taka við rekstri Bank Central Asia sem er í eigu Siti Rukmana, dóttur Suhartos, og Sigit Hardjoju- danto, elsta sonar Suhartos, auk Liem Sioe Liong, nákunningja Su- hartos. Mörg fyrirtæki hafa lent undir smásjánni síðan Suharto sagði af sér embætti forseta og get- gátur hafa verið uppi um að Biam- antra Citra hafi grætt ótæpilega á ríkissamningum á meðan Suharto réð ríkjum. Habibie hefur lofað að taka á slíkri mismunun í viðskiptalífinu og jafnframt að draga vemlega úr skriffinnsku í ríkiskerfinu sem mjög hefti framkvæmdir og fjárfestingar. Habibie tók við forsetaembættinu í síðustu viku eftir margra daga óeirðir í Indónesíu. Allt hefur verið með kyrram kjöram síðan þá á göt- um úti en í gær sagði The Jakarta Post frá því að einn maður hefði fallið og átján særst í óeirðum á miðvikudag í bænum Tanjungbalai á Norður-Súmötra. ----------------- Stefnir í verkfall París. Reuters. TALSMENN flugmanna hjá Air France, franska ríkisflugfélaginu, sökuðu í gær stjórn fyrirtækisins um að stefna vísvitandi í átök en enginn árangur varð af samninga- fundi með deiluaðilum. Deilan snýst um þá ætlan stjórn- ar flugfélagsins að lækka laun flug- manna um 15% en hún telur það óhjákvæmilegt vegna nýrrar fjár- festingar. Hefur ríkisstjórnin mikl- ar áhyggjur af þessu máli en heims- meistarakeppnin, sem hefst 10. júní, fer fram á 10 leikvöngum víðs vegar um landið. Hefur Air France tekið að sér allt flug í sambandi við hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.