Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
98% nemenda
með atvinnu eða
atvinnutilboð
Á DÖGUNUM útskrifaðist 61
kerfísfræðingur frá Viðskiptahá-
skólanum í Reykjavík/Tölvuhá-
skóla Verzlunarskóla íslands,
Samkvæmt könnun sem gerð var
nokkrum mínútum fyrir útskrift
höfðu 98% nemenda fengið vinnu
eða tilboð um vinnu. Af hópnum
voru 67% á leið til starfa í hug-
búnaðarfyrirtækjum.
í könnuninni var einnig spurt
hvaða laun væru í boði og kom í
ljós að byrjunarlaun eru að með-
altali rúmlega 200 þúsund og
enginn aðspurðra var með lægri
laun en 150 þúsund. Einungis í
12% tilvika var yfírvinna inni í
þessari upphæð.
„Við erum auðvitað mjög stolt
af þessum árangri," segir Guð-
finna Bjamadóttir, nýskipaður
rektor Viðskiptaháskólans.
„Þessum skóla hefur verið ætlað
að vera hagnýtur og það hefur
greinilega tekist vel.“
■ 61 kerfisfræðingur/11
Morgunblaðið/Porkell
Fram-
kvæmdir við
Sultartanga
STEFNT er að því að heQa raf-
magnsframleiðslu í Sultartanga-
virkjun með fyrri vélinni af
tveimur í nóvember 1999. Unnið
er nótt og dag við að sprengja
aðrennslisgöng frá Sultartanga-
lóni í gegnum Sandafell og hafa
þegar verið sprengdir um 1,3
kílómetrar. Einnig er unnið af
fulhim krafti að uppbyggingu
stöðvarhússins. Jónas Theódór
Lilliendahl, verkstjóri Fossvirkis
Sultartanga, sýnir hér kampa-
kátur ljósmyndara framkvæmd-
irnar úr um 100 metra hæð yfir
stöðvarhúsinu.
■ Þjórsá/34-35
Heimsmet í byggingarhraða álvers Norðuráls - full afköst í september
Morgunblaðið/RAX
UNNIÐ við að hita upp gafla í skautaskála Norðuráls. Rafmagni var í fyrsta sinn hleypt á leiðara í kerskálum álversins í fyrradag og í gær.
Vinna við stækkun
gæti hafíst að ári
ÁLFRAMLEIÐSLA hefst 10. júní
næstkomandi í álveri Norðuráls á
Grundartanga. Rafmagni var í
fyrsta sinn hleypt á leiðara í
kerskálum álversins í fyrradag og í
gær. Stefnt er að því að opna tíu ker
í hverri viku eftir að framleiðslan
hefst en alls eru 60 ker í tveimur
kerskálum. Full afköst verða í verk-
smiðjunni í lok september.
Gene Caudill, forstjóri Norðuráls,
segir að byggingarhraði álversins á
Grundartanga sé heimsmet og hafi
framkvæmdirnar vakið mikla at-
hygli erlendis.
Byggingaframkvæmdir hófust 1.
apríl 1997 og tók verkið því um
fjórtán mánuði. „Eðlilegt er að það
-taki tvö ár að byggja álver af þess-
ari stærð jafnvel við bestu aðstæð-
ur. Þetta var okkar markmið og ís-
lenskir verktakar tóku áskoruninni
og gerðu það sem nauðsynlegt var
til að skilatímar stæðust. Þessi
mikli byggingarhraði hefur verið
umfjöllunarefni um allan heim. Öll
stærstu fagrit áliðnaðarins hafa
sent fulltrúa sína hingað til að fjalla
um álverið,“ sagði Caudill.
Caudill sagði að vissulega yrði
minni fjármagnskostnaður af álver-
inu vegna hins mikla byggingar-
hraða en á móti hefði komið flýti-
kostnaður.
„Álverið á eftir að stækka en að
sjálfsögðu veltur það á hagstæðum
álmarkaði og nægu orkuframboði.
Að þessu gefnu má búast við að ál-
verið verði 30 þúsund tonnum stærra
síðla árs 1999 og framkvæmdir gætu
hafíst snemma á næsta ári,“ sagði
Caudill. Norðurál hefur leyfí til að
starfrækja álver á Grundartanga
með 180 þúsund tonna afkastagetu.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra segir að eftirlitsaðilar fyrir er-
lenda fjármögnunaraðila álversins
hafí lýst því yfir að þeir hafí aldrei
áður kynnst jafnmiklum hraða í
framkvæmdum og jafn vönduðum
vinnubrögðum og hjá íslenskum
verktökum við álverið.
„Þetta er mjög mikilvægt afspurn-
ar, ekki endilega til þess að fá er-
lenda fjárfesta til Islands og nota ís-
lenskt vinnuafl til framkvæmda hér-
lendis, heldur ekki síður til að skapa
mikil tækifæri fyrir íslenska verk-
taka að hasla sér völl erlendis," sagði
Finnur.
Ellefu manns hafa
látist í umferðinni
það sem af er árinu
Tölurnar
vekja ugg
ELLEFU manns hafa látist í
umferðarslysum hér á landi á
þeim íyrstu tæpu fimm mánuð-
um sem liðnir eru af árinu, en
ekki hafa svo margir látist í
umferðinni á þessu tímabili í
tíu ár, að sögn Óla H. Þórðar-
sonar, framkvæmdastjóra Um-
ferðarráðs. Hann segir þessar
tölur vekja ugg, ekki síst í ljósi
þess að oft verði mannskæðari
slys á sumrin og haustin. Á sið-
astliðnu ári létust alls 15
manns í umferðarslysum og 10
árið þar áður.
Af þeim 11 sem hafa látist í
umferðinni það sem af er þessu
ári var einn gangandi vegfar-
andi og tíu í bflum. Að sögn Óla
eru allar líkur á því að belti
hefðu getað bjargað þremur
þeirra hefðu þau verið spennt.
„í tveimur slysanna er grunur
um ölvun við akstur og hraði
kemur við sögu í nokkrum til-
fellum," segir hann ennfremur.
Óli segir lífsnauðsynlegt að all-
ir taki sig á, noti tiltækan ör-
yggisbúnað og fari að settum
reglum.
Leyfílegur heildarafli ákveðinn
Farið að tillögum
sérfræðinga
SJAVARUTVEGSRAÐHERRA
hefur ákveðið leyfilegan heildar-
afla fyrir einstakar fisktegundir á
næsta fiskveiðiári sem hefst 1.
september og við ákvörðun sína
hefur ráðherrann farið eftir tillög-
um Hafrannsóknastofnunarinnar,
sem kynntar voru síðastliðinn
mánudag.
I ákvörðuninni felst m.a. að leyfi-
legur heildarafli af þorski hækkar
frá yfirstandandi fiskveiðiári um 32
þúsund lestir og verður 250 þúsund
lestir. Leyfilegur ýsuafli lækkar
hins vegar um 10 þúsund lestir, út-
hafsrækjuaflinn lækkar um 15 þús-
und lestir og skarkolaafli lækkar
um tvö þúsund lestir.
Akvörðun um heildarafla á
loðnu verður tekin síðar, en útlit er
fyrir að loðnuaflinn verði tæpum
200 þúsund lestum meiri en á síð-
ustu vertíð.
Sjávarútvegsráðuneytið mun í
næsta mánuði gefa út reglugerð
um veiðar í atvinnuskyni á kom-
andi fískveiðiári.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði í samtali við Morg-
unblaðið að í samræmi við gildandi
lög myndi aflaviðbótin dreifast á
skip í samræmi við hlutdeild
þeirra í einstökum fiskistofnum.
„Það væri af mörgum ástæðum
afskaplega óviturlegt að fara að
breyta þessu,“ sagði Þorsteinn.
■ Farið eftir/19