Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 29 Hagkaup opnar 5.000 fermetra verslun á Smáratorgi Aukin áhersla lögð á sjálfsafgreiðslu FYRIRKOMULAGIÐ í þessari nýju Hagkaupsverslun sem er í 5.000 fermetra húsnæði á Smára- torgi minnir að sumu leyti á elstu Hagkaupsverslunina sem er í Skeifunni. Oskar segir að við- skiptavinir gangi beint inn á frekar rúmt svæði þar sem árstíðabundn- um vörum er stillt upp hverju sinni. Því næst er gengið framhjá sér- vörudeildum þar sem fatnaður er fyrir börn, konur og herra, skór og snyrtivörur. Sérstök raftækjadeild Starfsfólk er í óðaönn að raða í hillur og augljóst að eitthvað er um ný vörumerki í þessari Hagkaups- verslun t.d. í snyrtivörum, raftækj- um og tölvuleikjum. Reyndar er nú í fyrsta skipti í Hagkaupi sérstök raftækjadeild og þar eru seld sjón- vörp, hljómflutningstæki, leikja- tölvur, eins og Nintendo, Play Sta- tion og Game boy, leikir í þessar tölvur og símar svo eitthvað sé nefnt. Þegar Oskar er spurður hvort íslenski raftækjamarkaður- inn sé ekki mettaður segist hann álíta að Hagkaup geti boðið mjög hagstætt verð á þessum varningi og að Hagkaup muni ekkert gefa Elko eftir í þeim efnum en Elko er við hliðina á þessari nýju Hag- kaupsverslun á Smáratorgi. Gott úrval er af búsáhöldum, kertum, handklæðum, garni og þessháttar vöru og Oskar segir að metnaður verði lagður í að hafa úr- valið fjölbreytt á þessu sviði. Sérstök leikfangadeild er í Hag- kaupi og hann bendir á að stund- um, eins og t.d. fyrir jólin, verði deildin stækkuð til muna fi-am að því svæði sem kallast á teikningun- um sem hér fylgja árstíðir. Matvörudeildin í Hagkaupi á Smáratorgi sker sig frá matvöru- deildinni í Hagkaupi Skeifunni að Stórt er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar komið er inn í nýja verslun Hag- kaups á Smáratorgi. Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir skoðaði verslunina í fylgd Oskars Magnússonar, forstjóra hjá Hag- kaupi, en hún verður opnuð í næstu viku. Morgunblaðið/Ásdís ÓSKAR Magnússon, forsljóri í Hagkaupi, segir að Hagkaup muni ekki gefa Elko eftir í verði á raftækjum. því leyti að hillurnar ná næstum upp í loft. Það kemur á daginn að efstu hillurnar gegna hlutverki lag- ers fyrir þær vörur sem er að finna neðar í rekkunum. Oskar segir að fyrirmynd versl- unarinnar sé ekki einskorðuð við eitt fyrirtæki heldur komi hug- myndirnar frá verslunum Walmart og dönsku verslununum Bilka en síðan hafi ráðgjafar Hagkaups- verslana útfært þessar hugmyndir nánar. Reyndar hefur Hagkaup fastráðið til sín bandarískan ráð- gjafa, Jim Schaffer, en hann hefur á síðastliðnum 3 árum komið upp 25 verslunum í Kína og Thailandi. Hann virðist vita upp á hár hvemig raða á í hillur stórmarkaðar því starfsfólkið sem er í óðaönn að raða í hillur er jafnóðum látið tæma hillumar á ný ef honum líkar ekki uppröðunin. - En verður verðlagið eins og í öðrum Hagkaupsbúðum? „Það er ekkert eilíft í þeim efn- um og um þessar mundir er verið að skoða verðstefnuna.“ Grænmeti og ávextir fá gott pláss Mjög rúmgott er um ávexti og grænmeti í þessari nýju verslun og eitt af því sem Hagkaup mun bjóða upp á eftir nokkrai- vikur er tilbúið ferskt salat af ýmsum gerðum. „Þetta era átta tegundir af fersku EFSTU hillurnar gegna hiutverki lagers fyrir þær vörur sem er að finna neðar i rekkunum. salati sem er niðurskorið og tilbúið í pokum. Flest er blandað og hugs- unin er að flýta fyrir og gera inn- kaupin hentugri. I stað þess að fólk þurfi að kaupa sitt htið af hverju og skera niður og eiga síðan afgang af öllu þá verður þetta í mismunandi stóram og hæfilegum skömmtum." Heitur matur verður seldur í versluninni eins og er í Kringlunni og þar við hliðina er bakarí. Ekki mun þó bakaríið vera alveg með sama sniði og í öðram Hagkaups- búðum því þarna verður lögð áhersla á sjálfsafgreiðslu. „f þess- ari verslun verður aukin áhersla lögð á sjálfsafgreiðslu. Fólk mun geta náð sér í nýbakað brauð án þess að taka númer og bíða eftir af- greiðslu. Sama kerfi verður með kjötvörar. í þessari verslun verður hvorki kjöt- né fiskborð heldur öll slík vara forpökkuð. Sérstakt kæli- svæði sem kallast mjólkurtorg verður á Smáratorgi en þar verður hægt að ganga að allri kælivöra." Hagkaup á Smáratorgi hefur þá sérstöðu að áður en viðskiptavinir gera innkaup eða á eftir geta þeir sinnt öðram erindum. f banka og til skósmiðs Innangengt er til skósmiðs, í efnalaug og í banka. Þá verður á staðnum filmuframköllun sem býð- ur þá þjónustu að framkalla meðan keypt er inn. Auk þess ætla for- svarsmenn hjá Bæjarins bestu að opna útibú á Smáratorgi en það er fyrsta útibú pylsubarsins. Myndarleg aðstaða er fyrir böm og þaðan er hægt að ganga inn í miðju Smáratorgs þar sem ýmis fyrirtæki era með aðstöðu. Verslunin verður opin frá 10-20 alla virka daga, frá 10-18 á laugar- dögum og frá 12-18 á sunnudög- um. Þegar Óskar er að lokum spurð- ur hvort það verði nýir eigendur sem taki á móti viðskiptavinum Hagkaups í nýrri verslun næsta fimmtudag segir hann: „Nei, það verða ekki nýir eigendur á fimmtu- daginn en eins og Morgunblaðið hefur réttilega skýrt frá standa yf- ir viðræður við Fjárfestingabanka atvinnulífsins og Kaupþing um að þeir kaupi umtalsverðan hluta af Hagkaupsfjölskyldunni með það fyrir augum að selja síðan til al- mennings. Þessum viðræðum er ekki lokið og margt óljóst um lykt- ir þein-a enda er málið stórt og um margt snúið eins og eðlilegt er. Ban ■H 1 F.I ^lnngangur^ Þ®rt . hér rvw^i. i i g i i Eizn ŒSS Árstíðir Árstíðir UEZl mm Skór Barnaföt Mátunar- klefar Barnaföt Leikföng I Raftæki Snyrtivörur Dömuföt Mátunar- klefar Herraföt Heimiiisvörur FYRIRKOMULAGIÐ í nýju Hagkaupsbúðinni við Smáratorg minnir að sumu leyti á skipulagið sem er í Hagkaupi Skeifunni. 5 NYR SENDIBILL Tískuverslun Kringlunni Anna o% útlitið gefur lit- og fatastíls- ráðleggingar út frá vaxtarbyggingu, áhugamálum og atvinnu í dagá milli kl. 13—16. Al{ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.