Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 17 > I > > > > > > > > > Búnaðar- bankinn lækkar út- lánsvexti BÚNAÐARBANKINN hefur tekið ákvörðun um að lækka verðtryggða útlánsvexti um 0,10% og verða verðtryggðir kjörvextir þá 5,85%. Hefur bank- inn þá lækkað verðtryggða út- lánsvexti sína um 0,30% frá ára- mótum. Vaxtalækkunin tekur gildi 1. júní næstkomandi. „Við ákvörðun vaxta tekur bankinn mið af vaxtaþróun á markaði, verðlagsþróun, lánsfjár- eftirspum og lausafjárstöðu og er vaxtalækkunin nú bein afleið- ing af þróun þessara þátta und- anfarið. Lægri vextir erlendis hafa valdið því að íslensk fyrir- tæki velja í vaxandi mæli að taka lán í erlendum myntum fyrir milligöngu bankanna í stað þess að skuldsetja sig í krónum. Þetta hefur styrkt krónuna. Aukin er- lend lántaka ásamt brotthvarfi lausafjárskyldu bankanna og tak- markaðri lánsfjáreftirspurn rík- isins hafa haft í för með sér vaxtalækkanir á innlendum markaði. Telja verður eðlilegt að þessi þróun komi nú viðskipta- mönnum bankans til góða í formi lægri útlánsvaxta," segir í frétta- tilkynningu frá Búnaðarbankan- um. Lyfja sendir gingseng til greiningar hjá HÍ LYFJA HF. hefur að undan- förnu kynnt „Rautt eðal Ginseng" sem fyrirtækið flytur inn frá Þýskalandi sem þrisvar sinnum sterkara en „Rautt Eðal Ginseng" sem Eðalvörur flytja inn frá Kóreu. Vegna staðhæf- ingar Sigurðar Þórðarsonar framkvæmdastjóra Eðalvara í Morgunblaðinu á miðvikudag um að þessi fullyrðing sé röng hefur Lyfja ákveðið að senda sýnishorn af báðum vörum í greiningu til Háskóla Islands. Þar verður, með svokallaðri HPLC-greiningu, skorið úr um hvort magn virkra efna, svokall- aðra ginsenósíða, er þrisvar sinnum meira í gingsenginu frá Þýskalandi eins og staðhæft er. Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, segir að efnin verði send háskólanum eftir helgi og að niðurstöðu geti verið að vænta eftir nokkrar vikur. 4% minni sala bila í heiminum London. Reuters. SALA bifreiða í heiminum hefur skyndilega dregizt saman og gert er ráð fyrir að salan í ár minnki um 4% í 341,7 milljónir bfia samkvæmt skýrslu EIU (Economist Intelligence Unit). I skýrslu EIU um bflasölu í heiminum í ár segir að þetta hrap sé bein afleiðing efnahags- hruns í Asíulöndum, þar á meðal Indónesíu, Malaysíu, Thailandi, Filippseyjum og Suður-Kóreu, afturkipps í Japan og sölu- kreppu í Brasilíu. slime-line' dömubuxur frá gardeur UÓutttu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Deutsche til hjálpar Kirch Berlín. Reuters. STÆRSTI banki Þýzkalands, Deutsche Bank, hefur samþykkt að taka þátt í að fjármagna um- fangsmikla fjölmiðlastarfsemi bæverska auð- mannsins Leos Kirchs, sem á við erfiðleika að stríða vegna þess að tilraunir til að koma á fót stafrænu sjónvarpsbandalagi hafa farið út um þúfur, að sögn þýzks blaðs. Blaðið Berliner Zeitung hermir að Deutsche Bank muni vera í ábyrgð fyrir skuld Kirchs upp á einn milljarð marka í Bankgesellschaft Berlin. Trygging Kirchs er 40% hlutur hans í Axel Springer blaðaútgáfunni. Berliner Zeitung segir að Kirch hafi bókað verðmæti Springer hlutabréfanna 1,225 milljarða marka, en núverandi markaðsvirði þeirra sé yfir tveir milljarðar. Samkvæmt blaðafréttum hefur Kirch gengið erfiðlega í eitt ár að semja við ýmsa banka um framlengingu á lánum vegna taps á sjónvarps- rekstri. Kirch varð fyrir enn einu áfalli á dögunum þegar ESB neitaði að samþykkja fyrirhugað staf- rænt sjónvarpsbandalag hans, CLT-Ufa og símarisans Deutsche Telekom. DFl rásinni lokað Kirch skýrði strax frá fyrirætlunum um að loka hinni stafrænu stöð sinni, DFl, sem átti að sameinast Premiere, eign CLT-Ufa, Kirch og Canal Plus. Að sögn Berliner Zeitung hefur Bankges- ellschaft haft áhyggjur af því að í aðsigi er rann- sókn í Munchen á ásökunum gegn Kirch um skattsvik. Getum er að því leitt að Kirch geri sér vonir um að selja hlut sinn í Springer til að auka hlut sinn í Premiere í 50% þegar Canal Plus dregur sig út úr samvinnu sinni eins og ráðgert er. Blaðið segir að Deutsche Bank vilji viðskipti við Kirch til að hafa áhrif á sölu Springer hluta- bréfanna til að koma í veg fyrir „vanhugsuð við- brögð“ af hálfu Kirchs. fimmtudag til sunnudags 20 ötjúpur blandaðir litir 699 6 jjölærar plöiitiir að eigin vali kr 699 Lobeliw stór Jíj 99 ‘Mald í útikei in OMé)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.