Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 41
AÐSENDAR GREINAR
Að bera í banka-
stjórafulla ána
í ÞESSU iðulausa
gjörningaveðri sem
þyrlað hefur verið upp
í sambandi við Lands-
banka íslands, Lind
og Kögun virðist eng-
inn hafa hreinan
skjöld. Hreinir skildir
eru þessa dagana álíka
sjaldséðir og hvítir
hrafnar. Siðblindir
menn óðu uppi, sumir
þeirra meira að segja
upp i klof úti í laxán-
um, réðu lögum og lof-
um og fóru sínu fram
uns heilög Jóhanna
setti hnefann í borðið
og sagði hingað og
ekki lengra. Er nokkur leið að
grafast fyrir um orsakir þessa
ófremdarástands og komast fyi-ir
rætur þessa illkynjaða meins sem
var nærri búið að heltaka allan
þjóðarlíkamann? Er ekki löngu
tímabært fyrir alþingismenn okk-
ar að rannsaka eða öllu heldur
grannskoða sinn eigin sálarrann
og taka þar svolítið til? Attu þeir
sjálfir ekki frumkvæðið að því að
leggja grunninn að hinu alræmda
samtryggingarkerfi með pólitísk-
um, já, flokkspólitískum skipun-
um, jafnt í bankaráð sem banka-
stjórastöður. Kerfi sem óhjá-
kvæmilega býður hættunni heim,
en ekki aðeins henni heldur líka
fylgifiskum eins og freistingum,
hrossakaupum og alls kyns innan
búðar eða réttara sagt innan
banka bralli?
Halldór
Þorsteinsson
Það er kunnara en
frá þurfi að segja að
lengi hefur það tíðkast
að hver stjórnmála-
flokkur hefur átt sinn
fulltrúa, sinn hags-
munagæslumann, sinn
varðhund í Lands-
banka Islands, sem
ætlað var það mikil-
væga hlutverk að
gæta beins flokksins
síns eins og sjáaldurs
auga hans eða með
öðrum orðum allt
fram í rauðan dauðann
eins og Lúðvík Jós-
epsson gerði sællar
minningar. Mér varð á
að nota orðið varðhundur hér að
ofan, en það er svona rétt á mörk-
unum að maður þori að nefna
vissar dýrategundir á nafn þessa
dagana. Enginn veit í rauninni
lengur hver hundur skal heita.
Víkjum nú aftur að hrossakaup-
unum og samningsbrallinu hjá
samtryggingaraðilunum í Lands-
banka Islands og reynum að
ímynda okkur hvernig þetta hefur
í stuttu máli gerst. Hagsmuna-
gæslumenn eða varðhundar Sjálf-
stæðisflokksins, Framsóknar-
flokksins og hugsanlega líka Al-
þýðuflokksins féllust á að afskrifa
skuldir Þjóðviljans gegn því að
stór hluti skulda Almenna bókafé-
lagsins, Sambandsins og ef til vill
fleiri fyrirtækja, sem velþóknun
var á, yrði fyrndur. Vel að
merkja, þetta er aðeins tilgáta
Ábyrgðir
á íbúðum fólks
FATT hefur mér fall-
ið verr og verið erfiðara
í starfi mínu sem for-
maður Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni, en að verða
vitni að og hlusta á eldri
borgara rekja raunir
sínar vegna þess áfalls
að missa aleigu sína og
þar á meðal íbúðir sín-
ar, vegna ábyrgða, sem
fólk hefur skrifað upp á
fyrir náin skyldmenni í
góðri trú.
Það hefur verið al-
gengt að yngra fólk fari
fram á það við foreldra
sína að „skrifa upp á“
ábyrgð fyrir láni, sem tekið var í
góðri trú að yrði hægt að greiða á
tilsettum tíma.
Þetta getur bæði átt við lán til
fyrirtækis ættingja eða námsláns.
Hvort tveggja getur verið mjög
mikilvægt fyrir viðkomandi og skipt
sköpum.
Það vill þvi miður stundum - of
oft - mistakast að greiða af lánun-
um og skuldir hlaðast upp með há-
um dráttarvöxtum og þá með þeim
afleiðingum að lántakandinn og ekki
síður ábyrgðarmaðurinn sitja uppi
með sárt ennið og þá fer íbúð við-
komandi á uppboð og í sölu, með
þeim hörmulegu afleiðingum að
eldra fólkið er komið á götuna næst-
um allslaust,
Fyrir utan þetta fjárhagstjón,
getur skapast mikil spenna og leið-
indi innan fjölskyldunnar og ná-
kominna ættingja sem grefur undan
gildi ástar og vináttu.
Nú hefur komið fram frumvarp á
Alþingi fyrir forustu Lúðvíks Berg-
vinssonar um þessi mál, sem al-
mennt er mjög víðtækt, en við vilj-
um sérstaklega vekja athygli á 3.
Páll Gíslason
mín, en ekki staðhæfing. Hvort
þetta gerðist nákvæmlega með
þessum hætti veit enginn nema
háttsettir innanbúðarmenn, en
hitt er afar líklegt og næstum því
víst að hrossakaup hafa lengi við-
gengist í stærsta banka lands-
manna, stjórnendum hans til lítils
Hver skilur eiginlega,
spyr Halldór Þor-
steinsson, að banki
skuli stunda annað en
hrein bankaviðskipti?
sóma. Nefndi nokkur banana á
nafn eða títtnefnd lýðveldi kennd
við þá?
í ógnaræðinu sem rann á for-
sætisráðherra vorn í þinginu, þeg-
ar hann hugðist lesa heilagri
Jöhönnu pistilinn, ljóstraði hann
því m.a. upp að Alþýðubandalagið
eða framkvæmdastjórn þess hefði
gengið í ábyrgð fyrir skuldum
Þjóðviljans svo lengi sem blaðið
kæmi út. Nú spyr ég: Hvers kon-
ar bankastjórar fallast á slíkt
samkomulag eða samning? Því er
fljótsvarað: Aðeins þeir sem eru
ekki starfi sínu vaxnir og sannar
þetta ekki ennfremur hversu
snjallan hagsmunagæslumann Al-
þýðubandalagið átti í stærsta
banka landsmanna.
Það er engum blöðum um það
að fletta að samtryggingin hófst á
Alþingi íslendinga, þótt þing-
menn okkar kunni að þrefa og
þrátta um flesta hluti og það
tímunum og dögunum saman, þá
eru þeir allir sammála um eitt og
það er að tryggja sjálfum sér
býsna góða lífsafkomu, eins og
t.d. feit embætti í bönkum eða
sendiráðum að þingmennsku lok-
inni.
Hver skilur eiginlega að banki
skuli stunda annað en hrein
bankaviðskipti? Hver botnar í því
að hann eða dótturfyrirtæki hans
skuli vera að vasast í því að leigia
út stórvirkar vinnuvélar? Hefði
ekki verið skömminni skárra að
reyna að selja t.d. pizzur? Enginn
hefur tapað á þeim rekstri svo vit-
að sé hingað til.
Lind, sem reyndist þvi miður
ekki nein auðlind, var kölluð dótt-
urfyrirtæki bankans. Nú er mér
spurn hvers vegna aldrei sé talað
um sonarfyrirtæki. Er hér ekki
um grófa kynjamismunun að
ræða?
Að endingu langar mig, lesend-
ur góðir, að segja ykkur svolítið.
Fyrir mörgum áratugum sendi
þingmaður nokkur sjö ára gömlum
syni sínum á Borgarfirði eystra
stóra bók með fallegum myndum
af dýrum, aðallega þó af hundum.
Dag nokkum þegar drengurinn
var að sýna leikfélaga sínum bók-
ina, benti hann honum á mynd af
stórum varðhundi fyrir framan
mikla höll og spurði: „Veistu hvaða
hundur þetta er?“ Þegar hinn
svaraði neitandi, kom sonur þing-
mannsins með eftirfarandi skýr-
ingu: „Þetta er sko pólitíkin."
Og pólitíkin hefur alið af sér
bæði syni og dætur eins og eðli-
legt má teljast og gætu þau þar af
leiðandi heitið pólitíkar-synir eða
-dætur. Heiti þetta heimila ég hér
með orðheppnum og orðhvössum
manni ættuðum frá vík á Vest-
fjörðum að nota ef honum býður
svo við að horfa.
Höfundur er skálastjóri Málaskóla
Halldórs.
málsgrein 4. greinar
frumvarpsins sem
hljóðar svo: „Ekki verð-
ur gerð aðför í fasteign
hans, ef krafan á rót
sína að rekja til ábyrgð-
arloforðs. A sama hátt
getur kröfuhafi ekki, ef
krafa á rót sína að rekja
til ábyrgðarloforðs,
krafist gjaldþrotaskipta
á búi ábyrgðarmanns.“
Bankar og lánastofn-
anir hafa verið að semja
sérstakar reglur um
samskipti við ábyrgðar-
menn, sem eru nauð-
synlegar og góðra
gjalda verðar.
Þær bjarga þó ekki íbúðum fólks
þar sem uppáskriftir eru oftast af
tilfinningalegum orsökum milli ætt-
ingja. Ekkert nema algjört bann við
Ábyrgðir eins og hér
tíðkast, segir Páll
Gíslason, eru fátíðar í
grannlöndum okkar.
yfirtökum íbúða, slíkt bann er t.d. í
Bandaríkjunum (Homestead Ex-
empting). Svona ábyrgðir eins og
hér tíðkast eru miklu fátíðari í ná-
grannalöndum okkar í Evrópu.
Mér finnst að reglur um upplýs-
ingar, þótt góðar séu, veiti ekki
nógu mikið aðhald og því sé bann
við ábyrgðum, sem leiða til taps á
íbúðum sem fjölskylda ábyrgðar-
manns búi í ætti að vera liðin tíð og
alls ekki heimil.
Höfundur er formaður FEB.
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
955. þáttur
Stóð eg á Mont og minntumk
mörg hvar sundur fló tai'ga
breið og brynjur síðar,
borgum nær of morgin.
Þetta er fyrri hluti vísu eftir
Sighvat Þórðarson frá Apavatni í
Grímsnesi. Hann var uppi á 11.
öld. Hann gekk suður til Róma-
borgar, og hér segir hann frá því,
er hann stóð árdegis uppi á Alpa-
fjöllum nærri riddaraborgum og
minntist þess hvar margir skildir
og síðar brynjur höfðu skaddast (í
orustum).
Fjall heitir á latínu mons, eign-
arfall montis. Borg heitir
Montevideo = fjall sé ég.
Við Eysteinn Pétursson í
Reykjavík höfum verið að velta
því fyrir okkur, kannski meira í
gamni en alvöru, hvort möguleiki
væri á því að latneska orðið um
fjallið hefði borist til okkar eftir
fleiri leiðum en í kveðskap Sig-
hvats. Bjuggu kannski skólapiltar
til orðin monsaralegur = góður
með sig, og montinn. Uppruni
feitletruðu orðanna er talinn óvís.
Verst að vita ekki með vissu
hversu gömul þau eru í máli okk-
ar.
Umsjónarmaður birtir svo
kafla úr bréfi Eysteins Péturs-
sonar, þar sem hann víkur að
merkilegu efni:
„Stundum hefur mér dottið í
hug að skrifa þér, raunar oftast til
að kvarta yfir einhverju sem ég
heyri eða sé á opinberum vett-
vangi, en ekki orðið af því, enda
kannske eins gott. Ég held ég láti
altént umvandanir að mestu eiga
sig núna, vil fremur nota tækifær-
ið til að lýsa yfir ánægju minni á
flutningi Bergþórs Pálssonar á
Maístjörnunni í sjónvai’pinu, að
Halldóri Kiljani Laxness látnum.
Það hefur ávallt farið í taugarnar
á mér að fyrsta rímorð ljóðsins -
„þín“ - skuli vera áherslulaust í
söng - raunar líklega einnig í upp-
lestri. Til samræmis ættu þá
„hvín“ og „skín“ einnig að vera
án áherslu - náttúrlega alveg
ótækt. Nú veit ég ekki hvernig
tónskáldið hefur skrifað þetta
upphaflega, en altént vona ég að
hann hafi ekki á móti því að þetta
sé sungið eins og Bergþór gerði:
og hve leng’ eg beið þín“.
Öðrum tónskáldum hafa góðu
heilli verið gefnar álíka ábend-
ingar, sbr. síðasta erindið í Hótel
jörð við lag Heimis Sindrason-
ar...
Fleira mætti tína til af þessu
tagi, t.d. í sambandi við upplestur
ljóða (þar sem mér finnst oft og
tíðum of lítil notkun úrfellingar-
merkja, svo að hrynjandi
raskast). En svo að ég endi þetta
á ljúfari nótunum, þá er það
ánægjulegt að heyra suma söngv-
ara, svo sem Egil Olafsson, leggja
áherslu á stuðla og höfuðstafi, t.d.
í lögum Inga T. Lárussonar, sem
iðulega hafa verið sungin með
áherslum á (óstuðla) forsetning-
um.“
Að svo komnu þakkar umsjón-
armaður Eysteini Péturssyni
bráðskemmtilegt bréf.
★
Inghildur austan kvað:
Kún Karítas sáluga Kvíum í
átti kesti af físki með víum í,
og þegar þær kviknuðu,
af kæti þær viknuðu,
en Karítas söng við þær bíum-bí.
★
Og þá er hér hið vinsamlegasta
bréf frá Sigríði Arnlaugsdóttur í
Reykjavík. Umsjónarmaður legg-
ur í þessu sambandi ekki dóm á
málfar einstakra fréttamanna, en
tekur eindregið í streng með
bréfritara um það, að málfátækt
megum við aldrei þola.
„Kæri Gísli.
Ég þakka mikið vel fyrir þátt-
inn þinn, íslenskt mál. Hann er
alltaf sérstakt krydd í tilveruna
hjá mér um helgar. í síðasta
þætti þínum (Mbl. 25.4.) spyr þú:
Geta menn orðið langeygir eftir
að heyra skýrslu ráðherra?
En hvað finnst þér um „að bera
sigurorð af‘ mótherja í fótbolta-
kagpleik?
Ég held að Bjarni Fel. hafi
byi'jað með þetta skáldlega orða-
lag, þegar hann var að lýsa úrslit-
um í einhverjum sparkleiknum,
en síðan apar hver íþróttafrétta-
maðurinn af öðrum þetta orðalag
eftir. Það er eins og þeir kunni
ekki annað þegar þeir eru að lýsa
sigi'i eða vinningi í knattspyrnu.
Bestu kveðjur.“
★
Alltaf er eitthvað ánægjulegt
að gerast í sambandi við íslenskt
mál og bókmenntir. Það er ekki
eins og við séum á vonarveli.
Fyrir augu mín barst fyrir
skömmu úrval af ljóðum og sög-
um barna og ungmenna, Náttúru-
börn (6-9 ára), Ævintýraböm (10-
12 ára) og Nútímabörn (13-16
ára). Ekki las ég þetta orði til
orðs, en þarna er margt fjarska
ánægjulegt sem spáir góðu um
framtíð ljóðs og sögu á landinu
okkar góða.
Aðeins eitt ljóð tek ég máli
mínu til stuðnings, Vetrarkvöld
eftir Söru Hreiðarsdóttur, 15 ára.
Ég ætla ekki að limlesta ljóðið
með textaskýringu, en vek athygli
á framiegum og vel heppnuðum
persónugerv'ingum, og hér er
ljóðið í heild:
Vetrarkvöld
Þama stóð ég eitt vetrai'kvöld
undir löngum og björtum ljósastaur
ogbeið
ég fann hvemig kuldinn
yljaði sér á líkama mínum,
ég fann hvemig myrkrið
snerti augasteina mína,
ég fann hvemig mjúk snjókomin
reyndu að teygja sig tii mín,
ég bara beið,
ég beið eftir að fá að sjá stjömumar skína,
ég beið eftir að fá að sjá stjömuhrap,
ég beið eftir að ljósin í næsta húsi myndu
slokkna
en svo þegar ég leit yfir hafíð
og fann undarlegan yl strjúkast um
hjarta mitt,
skildi ég að ég beið eftir
Lok 28. bréfs Margrétar Páls-
dóttur málfarsráðunautar, birt í
leyfisleysi:
„Ragnar Ingi Aðalsteinsson var
á námskeiðinu og varpaði fram
vísu þeim sem hér fer á eftir.
Er á Jóni ástand núna.
Einn að bóna um nón.
Oð á skónum yfír brúna,
enda dónaflón.
Þið getið notað vísuna til að æfa
skýran framburð sérhljóðanna.
Ó-ið á að vera langt í JÓNI,
BÓNA, NÓN, SKONUM og
DÓNAFLÓN og ú-ið á að vera
langt í orðunum NÚNA og
BRÚNA. Æfið ykkur - og myndið
stút með vörunum þegar þið segið
þessi „kringdu" hljóð (ú, ó og á)
og heyrið hvað þau hljóma vel
þegar þau eru vel mótuð, vel fram
borin.“