Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lind hf. komst í eigu Landsbankans í framhaldi af kaupum á Samvinnubankanum Eignaðist allt hlutafé í félaginu á þremur árum EIGNARLEIGUFYRIRTÆKIÐ Lind var stofnað árið 1996 af Sam- vinnubankanum og Samvinnusjóði, sem áttu hvor um sig 30% hlut í fyr- irtækinu, og franska bankanum, Banco Indosuez, sem átti 40% hlut í fyrirtækinu. Landsbankinn eignast hlut í Lind í framhaldi af því að hann kaupir meirihluta hlutabréfa í Samvinnu- bankanum af Sambandi íslenskra samvinnufélaga í ársbyrjun 1990. Samkvæmt samningnum átti SIS forkaupsrétt að hlutabréfunum í Lind, en Sambandið afsalaði sér for- kaupsréttinum um mitt árið. Um sama leyti kom einnig fram hjá franska bankanum að hann vildi gjaman selja eignarhlut sinn í Lind ef traustur kaupandi eins og Lands- bankinn fyndist. Ástæðan var sú að bankinn hafði ákveðið að draga sig út úr fyrirtækjum í fjármögnunar- leigu, sem hann átti hlut í víða um heim, á næstu árum og hætta þjón- ustu við einstaklinga. Ætlaði bank- inn alfarið að snúa sér að lánveiting- um_ til fyrirtækja. Á þessum tíma uppfyllti Lind ekki skilyrði um eiginfjárhlutfall eigna- leiga og starfaði samkvæmt undan- þágu frá viðskiptaráðuneytinu. í byrjun júlí árið 1990 var eigið fé Lindar hf. að meðtöldum víkjandi lánum hluthafa 46 milljónir króna og í fréttabréfí Samvinnubankans segir að eigendur fyrirtækisins muni fyrir árslok 1990 þurfa að leggja félaginu til nýtt eigið fé að fjárhæð að minnsta kosti 110 milijónir króna. 19% markaðshlutdeild Um líkt leyti kemur fram að Lind var rekin með 28 milljóna króna tapi á árinu 1989 en skilaði þriggja millj- óna króna hagnaði árið þar áður. Bókfært eigið fé fyrirtækisins var um áramótin neikvætt um 35,5 millj- ónh- króna og versnaði eiginfjárstað- an til muna frá árinu áður en þá var eigið fé neikvætt um tæpar þrjár milljónir króna. Ef litið er á stöðu fyrirtækisins á eignarleigumarkaðnum á þessum Landsbankinn eignaðist eignarleigufyrir- tækið Lind í framhaldi af kaupum á Samvinnubankanum. Eignarhlutinn jókst í áföngum á árunum 1990 til 1992 uns bankinn átti allt hlutafé í fyrirtækinu. tíma í samanburði við aðrar eignaleigur þá var Glitnir á árinu 1990 stærsta eigna- leigan með um 38% markaðshlutdeild en hlutdeild þess fyrir- tækis hafði þá farið minnkandi nokkur undanfarin misseri úr ríflega 50% í árslok 1987. Á sama tíma hafði hlutdeild Lindar og Féfangs aukist, Lindar úr 12,5% í tæp 19% og Féfangs úr rúmum 15% í rúm 23%. í desembermánuði samþykkti bankaráð Landsbankans að heimila bankastjórninni að kaupa 40% hlut Banque Indosuez í Lind hf. og hafði banldnn þar með eignast 70% eign- arhlut í fyi-irtækinu á móti 30% eign- arhlut Samvinnusjóðs. Við þetta tækifæri kom fram að yrði Lind rek- in áfram myndu hluthafar þurfa að leggja fram 114 milljónir ki-óna í hlutafé fyrh' áramót til að uppfylla eiginfjárkvaðir sem kveðið er á um í lögum um eignaleigur. Hagnaður af starfseminni var 12 milljónir árið 1990 og 4,6 milljónir króna á árinu 1991 eftir að ríflega 17 milljónir höfðu verið lagðar til hliðar til að mæta töpuðum kröfum. Sam- kvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu á þeim tíma var um mun lakari af- komu að ræða en vonir höfðu staðið til og mátti rekja það til vanáætlaðs aðstöðugjalds, hærri afskrifta og tímabundins hærri rekstrarkostnað- ar. Vaxtatekjur umfram vaxtagjöld jukust úr 79 milljónum í 94 milljónir milli ára, en áætlað hafði verið að þær yrðu ríflega 100 milljónir. í ársskýrslu Lind- ar eru taldar upp þrjár ástæður fyrir þessu. I fyrsta lagi hafi hlutafjáraukning fyrirtækisins ekki nýst nema um 6 mánuði af árinu. í öðru lagi hafi kostn- aður við endurfjár- mögnun verið mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. I þriðja lagi hafi kostnaður við mark- aðssetningu, endm'skipulagningu og flutning í nýtt húsnæði verið hærri en áætlað hafði verið. tír 70% í 80% Heildarleigusamningar Lindar í árslok 1991 námu rúmlega 2,2 millj- örðum króna en í lok árs 1990 voru þeir um 1,5 milljarðar. Vegna auk- inna eigna félagsins á árinu var hlutafé aukið um 60 milljónii'. Landsbankinn keypti allt viðbótar- hlutaféð og jók þar með eignarhlut sinn í fyrirtækinu úr 70% í 80%. Samvinnusjóðurinn átti þar með 20% af 185 milljón króna hlutafé Lindar. í lok árs 1992 keypti Landsbank- inn síðan 20% eignarhlut Samvinnu- sjóðs f Lind og átti þar með fyrir- tækið að öllu leyti. Bankinn átti jafn- framt 40% hlut í Lýsingu á móti Búnaðarbankanum, Sjóvá-Almenn- um og Brunabótafélaginu. Þá kom fram í Morgunblaðinu að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvemig far- ið yrði með eignarhlut Landsbank- ans í fyrirtækjunum í framtíðinni, en hins vegar væri unnið að úttekt inn- an bankans á því. í ársreikningi fyrirtækisns vegna ársins 1993 kemur fram að 500 þús- und króna tap var á fyrirtækinu. Þá námu útistandandi hefðbundnir eignarleigusamningar fyrirtækisins 2,8 milljörðum kr. I ávörpum sínum í ársskýrslunni í mars 1994 lýstu for- ráðamenn fyrirtækisins því yfir að útlit væri fyrir slaka afkomu á næstu misserum. Halldór Guðbjamason, formaður stjómar, sagði þar m.a. að væntingar sem hefðu vaknað í kjöl- far góðrar afkomu félagsins 1992 um áframhald góðs árangurs hefðu brugðist. „Viðvai'andi erfiðleikar í efnahags- lífi landsins hafa ráðið þar mestu um en afleiðingamar hafa komið fram í gjaldþrotum fyrirtækja og einstak- linga. Af þessum sökum hefur mörg- um viðskiptavinum félagsins reynst ókleift að standa við gerða samninga með þeim afleiðingum að Lind þarf í auknum mæli að verja árangri rekst- ursins til afskriftarsjóðs leigusamn- inga.“ I október 1994 var síðan tekin ákvörðun um að Landsbankinn yfir- tæki eignarleigusamninga Lindar og var öllu starfsfólki sagt upp í kjölfar- ið. Tók þessi ákvörðun gildi í árslok 1994 og voru af þeirri ástæðu ekki birtar upplýsingar um afkomuna á því ári, að því er fram kemur í frétta- skýringu í Morgunblaðinu á vonnán- uðum 1996. Þar kemur einnig fram að af hálfu Landsbankans vom þær ástæður nefndar fyrir sameiningunni að henni væri ætlað að tengja eignar- leiguformið betur við önnur lánsvið- skipti bankans samhliða því að ná fram aukinni hagræðingu við rekstur starfseminnar, en augljóst hafi verið hins vegar að lánastarfsemin hafi þá verið komin í þrot. í kjöifarið áttu sér stað viðræður við Lýsingu hf. um kaup á eignarleigusamningum Lind- ar. Þær viðræður leiddu þó ekki til neinnar niðurstöðu, eins og kunnugt er, og var Hömlum hf., dótturfyi-ir- tæki Landsbankans, falið að yfirtaka umsýslu eignanna í júní árið 1995. Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Abyrgðar- veitingar ávallt í hönd- um banka- stjórnar „ÞAÐ hefur aldrei í þau sjö ár sem ég hef setið í bankaráði Landsbanka íslands verið lögð fyrir það tillaga frá bankastjórninni til samþykktar eða synjunar á ábyrgðarveitingu til neins fyrirtækis," segir Kjartan Gunnars- son, varaformaður bankaráðs Lands- banka íslands og fyn'verandi for- maður, þegar hann er inntur eftfr því hvemig ákvarðanir um ábyrgðarveit- ingu bankans til fyrirtækja væru teknar í Landsbankanum. ,Áb.yrgð- arveitingar til viðskiptamanna bank- ans og fyrirtækja hafa ávallt alfarið verið í höndum bankastjórnarinnar og er eðlilegur þáttur í starfsemi bankans," segir hann ennfremur. Að- spurður segir hann að hann viti ekki til þess að það standi til að breyta því fyrirkomulagi. I greinargerð bankaráðs Lands- banka íslands frá 26. september 1996 til Ríkisendurskoðunar, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, kemur fram að ábyrgðarveiting Landsbankans til Lindar hf. frá 31. desember 1993 upp á 200 milljónir ki'óna hafí ekki verið lögð sérstaklega fyrir bankaráðið. Hins vegar lýsir bankaráðið þeirri skoðun sinni, í greinargerðinni, að rétt hefði verið að ákvörðun þessi hefði verið lögð fyrir bankaráðið og afgreidd þar formlega. Kjartan segir í samtali við Morg- unblaðið að það sé rétt að það komi fram í greinargerðinni að það hefði verið heppilegra ef þessi ákvörðun hefði verið lögð fram með formlegum hætti fyrir bankaráðið, vegna þess að hún hafi verið sérstaks eðlis og tengst fyrirtæki sem bankinn átti einn og vitað var þegar ábyrgðin var veitt að yfirgnæfandi líkur væru á því að hún kæmi til framkvæmda. Hins vegar hefði það verið vitað bæði í bankastjórninni og í banka- ráðinu að það ætti að veita þessa ábyrgð og að allir hefðu verið sam- mála um að hana yrði að veita vegna þess að full samstaða hefði verið um það að ekkert annað kæmi til álita en að Landsbankinn bæri í einu og öllu ábyrgð á öllum skuldbindingum Lindar hf. Beiðni bankaráðs LÍ um rannsókn Ekki komin til ríkissak- sóknara BOGI Nilsson ríkissaksóknari hafði síðdegis í gær ekki enn fengið í hendur beiðni bankaráðs Lands- banka íslands um sakamálarann- sókn á málefnum Lindar hf. Að- spurður um hvemig málsmeðferð yrði háttað sagðist hann engu geta svarað fyrr en búið væri að fara yfir beiðnina en ákvarðanir um hana yrðu teknar í samráði við rannsókn- arembættin. Málefni Lindar hf. á Alþingi Vantrausts- tillaga ólíkleg BÚIST er við því að utandag- skrárumræða um málefni eignar- haldsfélagsins Lindar hf. og Lands- banka íslands fari fram á Alþingi seinni hluta næstu viku, en þing- flokkur jafnaðarmanna hefur form- lega óskað eftir þeirri umræðu. Að sögn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns, þingflokks jafnaðar- manna, gæti hins vegai' farið svo að þingmenn kalli eftir frekari upplýs- ingum um Lindarmálið fyrir þann tíma eða í upphafi þingfunda í næstu viku í umræðum undir heitinu at- hugasemdir um störf þingsins. Ætti að segja af sér Aðspurð segir Ásta ólíklegt að stjómarandstæðingar beri upp van- trauststillögu á Finn Ingólfsson við- skiptaráðhema vegna Lindarmálsins. „Það mun ekki hafa neinn tilgang, þar sem það virðist, á því sem fram hefur komið á síðustu dögum, að Da- víð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, ætli að taka á sig pólitíska ábyrgð á Finni Ingólfssyni þó að þeir viti það báðir að hann hafi farið með rangt mál og sömuleiðis haldið upp- lýsingum frá þinginu á sínum tíma þegar ég bar upp fyrispurn mína um málefni Lindar hf.,“ segir hún og bætir því við að þar með sé ekki meirihluti fyrir því í þinginu að sam- þykkja vantrauststillögu. „Hins vegar ætti Finnur sjálfur að sjá sóma sinn í því að segja af sér því þetta er auðvitað siðferðileg spurn- ing sem hann þarf að spyrja sjálfan sig að vegna þess að hann er orðinn svo margsaga í málinu á Alþingi," segii' Ásta. Fagnar opin- berri rann- sókn á Lind ÞÓRÐUR Ingvi Guðmundsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Lindar hf., segist fagna þeirri ákvörðun bankaráðs Landsbanka Islands að óska eftir opinberri rannsókn á mál- efnum fyrirtækisins. Hann segir að öllum sé fyrir bestu að þessi rann- sókn fari fram og málið verði leitt til lykta. Þórður Ingvi vill ekki tjá sig um það hvort hann telji að málefni Lind- ar muni hafa áhrif á stöðu sína hjá utanríkisráðuneytinu, þar sem hann hefur starfað að undanförnu. „Það verða aðrir að dæma mig af verkum mínum í utanríkisráðuneytinu en ég sjálfur,“ sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið í gær. Jarðalög' endur- skoðuð Landbúnaðarráðherra hef- ur skipað nefnd til að endur- skoða lagaákvæði sem snerta jarðir. Hlutverk nefndarinnar er að athuga sérstaklega eft- irfarandi atriði: Kaupskyldu jarðeiganda á framkvæmdum fráfarandi ábúanda; ákvæði ábúðarlaga um erfðaábúð; skipan og hlutverk jarða- nefnda í sýslum landsins; stofnun lögbýla; lagaákvæði um óðalsjarðir og lög um jarðasjóð ríkisins. Óskað eftir tillögam Telji nefndin ástæðu til að taka til umfjöllunar fleiri at- riði en að ofan eru nefnd, er jafnframt óskað eftir tillögum nefndarinnar að lagabreyting- um um það atriði, þyki ástæða til. Formaður nefndarinnar er Jón Höskuldsson, skrifstofu- stjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu. Aðrir nefndannenn eru Jón Kristjánsson alþingis- maður, Sturla Böðvarsson al- þingismaður, Gunnar Sæ- mundsson, bóndi í Hrúta- tungu, og Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Islands. Þjóðarpúls Gallup Fráfarandi fjármála- ráðherra aldrei vinsælli ALDREI hafa fleiri verið ánægðir með störf Friðriks Sophussonar en þegar Gallup spurði um viðhorf til starfa ráðherra Sjálfstæðisflokksins í lok apifl sl., en könnunin hófst um það bil þegar Friðrik lét af embætti fjármálaráð- herra. Tæplega 67% eru ánægð með störf hans en voru tæplega 44% síðast þegar spurt var. Flestir ánægðir með Davíð Sem fyrr eru hlutfallslega flestir ánægðir með störf Da- víðs Oddssonar forsætisráð- herra, eða rúmlega 71%. Þá hefur ánægja með störf Björns Bjamasonar mennta- málaráðherra aukist. Rúm- lega 49% eni ánægð með störf hans nú en voru tæp 36% í nóvember sl. Færri eru ánægðir með störf Þorsteins Pálssonar og Halldórs Blön- dal nú en síðast þegar spurt var. Þá var rúmlega 51% ánægt með störf Þorsteins en tæplega 36% nú og nær 55% voru ánægð með störf Hall- dórs þá en 32% nú. Að síðustu var spurt hvort fólk væri ánægt með Geir H. Haarde sem nýjan fjármála- ráðherra og reyndust rúm 53% mjög eða frekar ánægð með hann en 6,6% mjög eða frekar óánægð. Könnunin var gerð á tíma- bilinu 19.-30. apríl sl. í úrtak- inu voru 1143 einstaklingar af öllu landinu á aldrinum 18-75 ára. Svarhlutfall var 73% og skekkjumörk svara á bilinu 1- 4%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.