Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 24
MORGUNB LAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 Ævintýralegir eftirréttir AMIÐÖLDUM var krydd áberandi í sætum réttum, líkt og sjá má í gömlum uppskriftum. Það er sjálf- sagt að halda þeirri hefð við lýði, því krydd og sætmeti, ekki síst ávextir, eiga svo ótrúlega vel saman. Og hið ævintýralega felst ekki aðeins í því að hér er náð hámarksafköstum með lágmarksframlagi, heldur að kryddið vekur upp ilminn af ævin- týrum í austurlenskum stíl. Vetrar- maturinn vill oft vera á þyngri nót- unum en eftirréttimir hér eru að mestu á þeim léttari. Döðlur, appel- sínur og perur tilheyra vetrarmán- uðunum og er því tilvalið í sætmetið þá, en myntan tilheyrir þotutímum allt árið. Uppskriftimar em handa fjórum til sex, nema annað sé tekið fram. Döðlu-engiferkaka Döðlukakan er grundvölluð á franskri gerð af köku, sem þarlend- ir kalla „flan“ og er gerð úr eggja- og mjólkurblöndu, sem líkist pönnu- kökudegi. Saman við er svo hægt að setja það sem hugurinn gimist og i þessu tilfelli em það döðlur, engifer í sírópi og allrahanda. Hér er notað- ur rjómi í eggjablönduna, en þeir sem kjósa magrari útgáfu nota mjólk. Annars aðhyllist ég fremur að borða minna af feitmeti heldur en að útrýma því alveg og útbúa fiturýrar útgáfur af öllu, en hver velur sína leið. Kakan er best volg, gjaman borin fram með sýrðum eða léttsykmðum, þeyttum rjóma. 21 1 2/2-2 dl rjómi (eða kaffirjómi) 'h dl mjólk 3 stór egg 1 dl sykur, gjarnan hrásykur 2 msk. hveiti 1 tsk. allrahanda - kanell er líka góður kostur 2 fínsöxuð engiferhnýði í sírópi 1 msk. engifersíróp_____________ 200 g steinlausar döðlur 1 Stillið ofninn á 200 gráður og smyrjið meðalstórt gler- eða leir- form. Lögunin skiptir ekki öllu máli, en ef það er stórt er deiglagið þynnra og baksturstíminn þá styttri. Eftirréttir vilja oft verða útundan, segir Sigrún Davíðsdóttir, en með eftirfarandi uppskriftir í handraðanum er enginn vandi að töfra fram eitthvað gott með í lok máltíðar, 2 Hrærið öllu saman nema döðlunum. Saxið döðlurnar og dreifið þeim í formið. Hellið gott að láta salatið standa í um klukku- stund áður en það er borðað kryddið blandist vel, en annars lengur ef hentar. 6 vænar, sætar eggia- blöndunni yfir og setjið inn í ofn. 3 Bakið kökuna í um 45 mín. eða þar til hún er orðin gullin, hlaupin saman og næstum risin úr forminu. Lækkið hitann eða breiðið bökunarpappír yf- ir, ef ykkur sýnist kakan dökkna um of. Látið mesta hitann rjúka úr bakaðri kök- unni og berið fram. appelsínur 100 g steinlausar döðlur, saxaðar gróft 2 fínsöxuð engiferhnýði (úr sírópi) fínsaxaður börkur af Frísklegt og kryddað appelsínu-döðlusalat Hið frísklega kemur frá sítrónum, auk appelsínanna, kryddið er allrahanda og engi- fer og hið sæta er hunangið og döðlurnar. Athugið að nota helst ósprautaðar sítrónur, en annars er ráð að þvo börkinn vel. í stað daðlna er gott að nota góðar gráfílq'- ur og gróf- saxaðar heslihnet- ur eru góð viðbót. Auk venjulegra appelsína er hægt að nota blóðappelsínur og þeir sem vilja finna önnur tilbrigði nota greip með eða í stað appelsína. Það er sítrónu + safinn 1 tsk. allrahanda 1 msk. fljótandi hunang eða mösursíróp 1 Skerið börkinn utan af appelsínunum og skerið þær svo í bita. Safnið appel- sínusafanum saman og hellið honum yfir. Bætið öðru í og blandið öllu vel saman. 2 Einlægum ávaxtaunnendum finnst salatið frábært eins og það er, finnst rjómi og annað ámóta sjaldan til bóta með ávaxtasalati, en einhverjir kjósa kannski sýrðan rjóma, jógúrt eða þeyttan rjóma með. Kryddperur með hunangsrjóma Perurnar eru soðnar í kryddlegi, sem síðan er látinn sjóða niður og honum hellt yfir perurnar. Áríðandi er að nota harðar og lítið þroskaðar perur því þær vel þroskuðu verða alltof mjúkar við suðu. Af perum eru til margar tegundir sem því miður missa oft nafn sitt á leiðinni yfir hafið til íslands. Hér eru „con- ferance“-perur bestar, sem eru stórar, aflangar og fíngerðar undir tönn. Galdurinn er að sjóða perurn- ar svo þær verði mjúkar í gegn og gott að borða þær, en ekki svo að þær verði mauklegar. Kryddperurnar er hægt að snæða volgar eða láta kólna og síð- an bera þær fram, en ekki kaldar úr kæliskáp, því þá dofnar krydd- bragðið. Þeir sem vilja geta styrkt kryddlöginn í lokinn með ögn af koníaki, perubrennivíni, rommi eða öðru sterku, sem hentar. Hunangs- rjómi er ekkert annað en þeyttur rjómi með hunangi: 1 kúfuð msk. í pela af rjóma. 6 vænar og lítið þroskaðar perur 1 Vz I vatn 2 dl púðursykur, helst hrásykur 4 heilir stjörnuanísar 6 negulnaglar 1 tsk. allrahandaber biti af þurrkuðum eða nýjum engifer 1 væn kanelstöng eða biti af berki 1 tsk. te, til dæmis darjeeling 1 Blandið öllu nema perunum í víðan pott og látið suðuna koma upp. 2 Afhýðið perurnar, skerið þær í tvennt að endilöngu, stingið kjarn- húsið úr og látið í sjóðandi löginn. Látið nú perurnar malla við vægan hita í 10-15 mín., eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn, en halda vel lögun sinni. 3 Veiðið hæfilega soðnar perunar upp úr og setjið í skál. Látið sem mest verða eftir af heilu kryddinu. Látið nú perusírópið sjóða niður svo úr verði fremur þykkur lögur, sem þið hellið yfir perunar. Hellið legin- um í gegnum sigti, ef þið viljið losna við kryddið. Bætið í áfengi, ef ykkur sýnist svo. Berið perurnar fram kaldar eða volgar eftir smekk. Ath. Tilbrigði við perurnar henta vel, ef þið þurfið að útbúa eftirrétt handa mörgum. Skerið þá soðnar perurnar í minni bita og hellið vel þykku sírópinu svo yfir. Til viðbótar er hægt að setja appelsínur og epli saman við soðnar perurnar, eftir að hitinn er rokinn úr leginum. Gróf- saxaðar heslihnetur, gráfíkjur eða döðlur er einnig góð viðbót. Litlar kókosmakkarónur, gjarnan krydd- aðar og svo einhvers konar eftir- réttasósa með - og þá er kominn glæsilegur og kannski ögn óvenju- legur eftirréttur sem auðvelt er að útbúa handa mörgum. Myntusorbet Sorbet er í eðli sínu frískandi réttur og myntusorbet með nýrri myntu er alveg einstaklega frísk- andi. Þetta sorbet er því ljómandi gott á eftir þungum kjötréttum en á ekki síður við í Iok léttrar máltíðar, þar sem halda á hinum létta tóni út í gegn. Hver hefur sinn smekk, en þessum rétti er venjulega tekið með hástemmdu lofi, ekki aðeins af því að hann bragðast vel, heldur einnig af þvi hann kemur á óvart. Það kann að vera að sykur- skammturinn virðist mikill, en sor- bet þarf bæði að vera sætt og bragð- mikið svo bragðið skili sér í gegnum fimbulkuldann. Ef ykkur sýnist svo getið þið bætt rifnum sítrónuberki í. Myntan þarf að vera ný og bragð- mikil því þurrkuð mynta gefur hvorki rétt bragð né áferð. Hið góða er að tyggja sjálf blöðin, eftir að lög- urinn bráðnar - svo farið sé út í smá- atriði upplifunarinnar... Þar sem ég hef ekki ísvél tiltæka (og hef heldur ekki saknað hennar) Hvað er meðvirkni? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: í áfengismeðferð er mikið talað um meðvirkni. Hvað er meðvirkni og er það sjúkdómur? Svar: Meðvirkni er sjúkdómshug- tak sem varð til í tengslum við með- ferð á áfengissýki. í því felst eink- um að maki áfengissjúklingsins við- haldi áfengissýki hans með afstöðu sinni, hegðun og persónueiginleik- um, og eigi því jafnvel nokkra sök á sjúkdómi hans. Meðvirkur maki tekur þátt í feluleik, afsökunartil- raunum og jafnvel drykkju áfengis- sjúklingsins, tekur á vissan hátt ábyrgð á hegðun hans og gerir hann háðan sér og sig háðan hon- um. Hann getur verið hvort heldur sem er karlinn eða konan og aðrir í fjölskyldu áfengissjúklingsins geta einnig verið meðvirkir á þennan hátt, einkum uppkomin börn þeirra, en það er þó langoftast kon- an sem er skilgreind sem meðvirk. Á síðustu árum hefur notkun þessa hugtaks farið vaxandi og meðferð er í auknum mæli farin að beinast að meðvirkum konum áfengissjúk- linga og annarra fíkla. Sumir h'ta svo á að meðvirkni eigi sér einkum rætur í uppeldi og kynímynd kvenna og megi rekja til hefðbund- innai- mótunar kvenímyndarinnar í bemsku. Þeir sem lengst ganga líta á meðvirkni sem sjúkdóm, sem flokka má undir persónuleikarösk- un og sé til staðar hjá öllum fjöl- skyldumeðlimum áfengis- eða fíkni- sjúklings, og að meðvirknin sé jafn- vel verri sjúkdómur en áfengissýk- in, en læknanlegur þó. Margir fræðimenn hafa gagn- výnt þennan skilning á meðvirkni. Einkum telja þeh- að verið sé að setja konur í hlutverk sökudólgsins og þar með að taka ábyrgðina af mökum þeirra, sjúklingunum. Margir telja að engar forsendur séu fyrir slíkri einföldun og alhæf- ingu á vandamálum maka og barna áfengissjúklinga og líta á að með- virkni fremur sem eðlileg aðlögun- arviðbrögð. Það sem nefnt er meðvirkni er vissulega tilraun eða aðferð til að ráða við vandann og gera lífið bæri- legra. Það geta bæði verið meðvit- aðar aðgerðir eða ómeðvituð af- staða, eins og vamarhættirnir eru Meðvirkni oftast. Afneitun, bæling og réttlæt> ing eru dæmi um þetta. En ekki er það síst samsömun, einn aðlögunar- hæfasti vamarhátturinn, sem á hvað mestan þátt í meðvirkninni. Hann einkennist af samúð og innlif- un í hugsanir og tilfinningar makans í þessu tilviki, löngun til að líkjast honum og gera hans gildi að sínum. Kannske er þetta eitt ein- kenni þess sem við nefnum ást. En ástin er blind og meðvirkni getur því stundum magnað upp og við- haldið óviðunandi ástandi fyrir fjöl- skylduna. Þá er orðið tímabært að leita sér aðstoðar við að draga vandamálin fram í dagsljósið og takast á við þau af raunsæi. Öll erum við meðvirk í samskipt- um við okkar nánustu. Slík með- virkni getur bæði verið jákvæð og neikvæð. Hún skapar samstöðu og traust, tillitssemi og ábyrgð hvert á öðra, en hún getur einnig orðið til þess að fjölskyldan lokist inni í samskiptamynstri, þai' sem reynt er að dylja allt sem aflaga fer og hægt er að skammast sín fyrir. Þá hefur hver sitt hlutverk til að gæta þess að ímynd fjölskyldunnar verði sem hagstæðust á meðan vandinn og vanlíðanin fær að krauma undir niðri. Kenningar um fjölskylduna og fjölskyldumeðferð sem tekin var upp á grandvelli þeirra leggur áherslu á samskiptamynstrið og hlutverkaskipan innan fjölskyld- unnar, þegar einhver í fjölskyld- unni verður sjúklingur, hvort held- ur það er alvarleg geðveiki, hug- sýki eða t.d. áfengissýki. Þá er litið svo á að sjúklingurinn sé fyrst og fremst einkenni um sjúklega tengslamyndun innan fjölskyld- unnai'. Það er fjölskyldan sem kerfi sem er hinn eiginlegi sjúklingur og að henni þarf meðferðin að beinast, en hinn útnefndi sjúklingur er að- eins hluti af því kerfi. Þá er reynt að opna leiðir til að tjá tilfinningar sem hafa legið í þagnargildi eða fjölskylduleyndarmál sem þegjandi samkomulag hefur verið um að ræða ekki. Þetta eru að einhverju leyti hliðstæðar aðferðir við með- ferð á meðvirkum einstaklingum, nema að í fjölskyldumeðferð er það samskiptakerfið, en ekki einstak- lingurinn, sem er sjúkt eða á í að- lögunarvanda. Meðvirkni er annars vegai- skil- greind sem mjög algengur sjúk- dómur hjá mökum áfengis- og fíknisjúklinga, einkum konum, sem á þátt í að viðhalda sjúkdómi þeirra. Hins vegar má líta á með- vh'kni sem samskiptamynstur í víð- ara skilningi, sem stundum á þátt í að skapa og viðhalda aðlögunar- vanda í fjölskyldum eða öðram nánum tengslahópum, og í þeim skilningi geta allir verið meðvirkir. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn tim það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569 1222. Ennfremur sfmbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 560 1720.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.