Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 44
Jr44 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, INGIBJÖRG RIST LÁRUSDÓTTIR, Drápuhlíð 25, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 21. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð, vinarhug og hluttekningu. Árni Jónsson, ívar Árnason, Ævar Árnason, Árni Freyr Ævarsson, Dórothea Ævarsdóttir. t Elskulegur faóir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALMUNDUR ANTONSSON, Vanabyggð 4f, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlfð sunnudaginn 24. maí sl., verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 13.30. Ásta Valmundardóttir, Jakobína M. Valmundardóttir, Knútur Valmundsson, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Birna Valmundardóttir Driva, Stig Driva, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDUR JÓNASSON + Guðmundur Jónasson, húsa- smíðameistari, var fæddur á Vestari Garðsauka, Hvol- hreppi í Rangár- vallasýslu, 3. maí 1920. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 23. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Tómasdóttir, f. 20. júlí 1889, d. 22. maí 1983, frá Miðkrika, Hvolhreppi, og Jónas Jónsson frá Hvolhreppi. Guðmundur eignaðist tvö börn. Með Guðríði Friðriksdótt- ur átti hann Jóhann Helga, f. 1948. Hans kona er Sóley Theo- dórsdóttir og eiga þau 3 börn og 1 barnabam. 1949 kvæntist hann Jóhönnu Júníusdóttur. Þeirra dóttir er Kolbrún Þór- unn, f. 1950. Hennar maður er Kristján Guðmundsson og eiga þau þijú börn og tvö barnabörn. Guðmundur og Jóhanna skildu. Síðari eiginkona Guðmundar er María Sófusdóttir. Þau vom barnlaus, en fyrir átti María synina: Rúnar Lámsson, kv. Þórdísi Lárasdóttur, Hermann Lárusson, ókv., og Olaf Lárusson, kv. Valgerði Regins- dóttur. Guðmundur og María hafa búið í Kópavogi frá 1966. Guðmundur ólst upp með móður sinni að Kaldárholti, Rang., og síðar í Þingdal hjá móður- bróður sínum. Einnig ólst þar upp bróðir Guðmundar, Tryggvi Guðnason, f. 1930, d. 1950. Um tvítugt fór Guðmundur til náms við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk prófí í húsasmíði. Síðar öðlaðist hann meistararéttindi í grein- inni, svo og verksfjóraréttindi. Guðmundur starfaði alla tíð að húsasmíði, hjá fsl. aðalverktök- um í Keflavík, Breiðholti hf., Aðalbraut hf. og víðar. Verk- saga Guðmundar er samofin umsvifum Guðmundar Einars- sonar verkfræðings í um 35 ár. Síðustu starfsárin var Guð- mundur húsvörður í Iðnaðar- mannahúsinu í Reykjavík. Utfor Guðmundar verður gerð frá Mosfelli Mosfellssveit í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Dufþekju, hjá honum. Og ekki var Hermann bróðir langt undan. Hygg ég að við séum allir sammála um að leitun var að betri verkstjóra en fóstra. Þetta voru skemmtileg ár. Breið- holtið var að byggjast upp. Mesta átak í byggingarmálum Reykjavík- ur. Og allir höfðum við áhuga á bridge. Fóstri var einn af stofnend- um Asanna í Kópavogi og virkur félagi til margra ára. Veiðiskapur var einnig áhugamál okkar. Sérstaklega er mér í minni ferð sem við fóstri og Þorsteinn Jónsson svili fóstra, fórum í vestur á Nes. Ef ég man rétt var ég afla- hæstur í þessum túr, snáðinn. Fóstri hafði skýringu á því. Ef ég festi í botni þá kom hann og losaði fyrir mig. A meðan notaði ég hans stöng. Og ég festi víst nokkuð oft, eða hvað? Og enn líða árin. Eg orðinn faðir. Dætumar, hver af annarri í Kópa- voginum hjá afa og ömmu. Afi genginn í endurnýjun lífdaganna. Látinn syngja inn á segulband, hvað þá annað. Allt góðar minning- ar um afa sem við kveðjum nú í dag. Elsku fóstri. Endalok þín voru lausn frá erfiðum veikindum, nú um 2 ára skeið. Sérstakar þakkir eru frá móður minni og okkur öll- um til starfsfólksins í Sunnuhlíð fyrir einstaka umhyggju. Hin 40 árin á ég og þau tekur enginn frá mér, eða fjölskyldu hans. Farðu í friði. Olafur Lárusson. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR BJÖRNSSON fyrrverandi bóndi, Vatnsdalsgerði, Vopnafirði, er lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði, mánudaginn 25. maí, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 14.00. Jarðsett verður að Hofi. Sesselja Benediktsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA SÆMUNDSDÓTTIR, Botnahlíð 33, Seyðisfirði, lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. maí sl. Minningarathöfn verður frá Seyðisfjarðarkirkju þriðjudaginn 2. júní. Þorvaldur Jóhannsson, börn og fjölskyldur þeirra. + Ástkær faðir okkar, KJARTAN V. HARALDSSON, Honefoss, Noregi, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 19. maí sl. Útförin hefur þegar farið fram. Þóra Jóhanna Wirth, Guðrún Hansen, Árni V. Kjartansson. + Sonur minn og bróðir okkar, EIRÍKUR ÁGÚST BRYNJÚLFSSON bóndi, Brúarlandi, Hraunhreppi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 3. júní kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er góðfúslega bent á Hjartavernd. Halldóra Guðbrandsdóttir og systkini hins látna. Ein af fyrstu minningum mínum er tengd húsasmíði. Fóstri hafði smíðað húsið sem ég átti heima í. Hugsið ykkur, heil blokk vestur í bæ. Stóð við Kaplaskjólsveginn og stendur enn. A þeim árunum vann fóstri uppi á Velli, upp úr 1960. Moskóvitsinn keyptur 1963. Komst í 100 niður í móti. En skelfing nötrði hann. Það var víða farið á bílnum. Austur á land til afa og ömmu á Norðfirði. Til Stokkseyrar að heimsækja Þórunni. I Þjórsár- dal, um Reykjanes, vestur á Nes, í Borgarfjörðinn, norður í land og um sveitir austan fjalls. Þingvellir voru í sérstöku uppáhaldi. Eg hef grun um að fósti hefði viljað ferðast meira og víðar en raun varð á. Á fyrri árum var hann virkur í Æskulýðsfylkingunni og þar var mikið ferðast. Um það bera ótal myndir frá fyrri tíð sem fóstri festi á filmu, vitni. Þar gat ungur snáði ferðast víða, í myndunum góðu. Fóstri var virkur sósíalisti á yngri árum og stóð lengi til að frelsa heiminn með réttum for- merkjum. Seinni árin lét hann sér nægja að mæta á kjörstað og veita þeim brautargengi sem helst gátu hamlað framgangi afturhalds- og íhaldsafla. Ekki er laust við að upp- eldi fósta hafi skilað sér með ágæt- um. Heiðarleik og réttsýni fóstra var viðbrugðið. Og verklagnin með þeim ósköpum að engin vandamál virtust vera til staðar, aðeins úr- lausnir. Smiðir eins og fóstri eru óðum að hverfa. Heill háskóli að þekk- ingu. I þessum mönnum bjó ekki aðeins smiðurinn, heldur einnig tæknifræðingurinn og verkfræð- ingurinn. Er árin liðu hóf ég störf hjá fóstra við handlang og fieira. Rún- ar bróðir lærði sína iðn, húsasmíði, JÓN MAGNÚSSON + Jón Magnússon bflamálara- meistari fæddist í Vesturholtum undir Eyjafjöllum 28. júní 1927. Hann lést á hjartadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur hinn 3. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Lága- fellskirkju í Mos- fellsbæ hinn 8. maí. Það var fagur föstu- dagsmorgunn 8. maí sl., sólbjartur og vor í lofti. Árla var risið úr rekkju og kíkt í Morgunblaðið. Skyndilega stoppa augun við mynd og minn- ingargrein. Hvað, segi ég við sjálf- an mig, er Jón Magnússon bílamál- ari dáinn, vinnufélagi minn til margra ára hjá Agli Vilhjálmssyni hf.? Fyrir stuttu hafði ég hitt vin minn Jóa í Glerinu og höfðum við verið að ræða um gömlu dagana hjá AV og félaga okkar þar og ég var búinn að ásetja mér að hringja í Jón og spjalla við hann. En svona er þetta, dauðinn lætur ekki að sér hæða, enn einu sinni kemur í ljós að ei skal draga til morguns það sem hægt er að gera í dag. Við Jón unnum saman um fjölda ára hjá AV. Hann sá um málning- arverkstæðið en ég um yfirbyggingar og réttingar og höfðum við dagleg samskipti sem að líkum lætur því eftir réttingu á bíl þarf að mála hann. Það var kraftur í Jóni, ekkert mál að bjarga hlutunum. Oft var komið með bíl á síðustu stundu til að fá hann málaðan fyrir hádegi á föstudag þvi allir vilja fá bílinn sinn fyrir helgi eins og allir verkstæðismenn vita. „Jú, jú, ég klára hann um hádegi í síðasta lagi eða kannski verður komið kaffi. Er það ekki í lagi?“ „Jú,“ var sagt á móti, „það verður að duga.“ Og alltaf redduðu strák- arnir bílnum út fyrir kvöldið. Jón var fljótur til eins og ég reyndar líka og við vorum ekki alltaf sammála og röddin kannski hækkuð og hurð skellt en það brást aldrei að eftir smástund var Jón kominn til mín og brosti út í annað. „Heyrðu, komdu út á Matstofu til Þóris og fáum okkur kaffisopa.“ Jón var góður félagi og mikill fé- lagsmálamaður og hafði frumkvæði að mörgu skemmtilegu. Hann kom þvi á sem við kölluðum verkstjóra- böll sem voru haldin að hausti fyrir Ég vil skrifa nokkur kveðjuorð nú þegar þú hefur kvatt jarðlífið. Fráfall þitt snart mig djúpt og minningar vöknuðu. Ég fann hversu stóran þátt þú og fjölskylda þín hafið átt í lifi minu alla ævi. Ég sá þig ljóslifandi fyrir mér. Ohagg- anlegur sem klettur varst þú, bæði í gleði og sorg. Trúfastur ætíð og tilbúinn til hjálpar. Tilfinningar barstu aldrei á torg. Undir dulu yf- irborði góð sál. Otal sinnum kom ég á heimili þitt sem í bernsku minni var sem annað heimili fyrir mig. Þetta heimili var fallegt, gott og gestrisið og stundum griðastað- ur fyrir fólk í neyð. Ég vil þakka þér. Minning þín lifir. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til Maríu frænku og fjölskyldu. Kolbrún og synir. alla starfsmenn hjá fyrirtækinu. Hann sá þar um alla verkstjórn. Þetta voni frábærar skemmtanir með flottum veislumat, heimatil- búnum skemmtiatriðum og dansi, uppákomur sem menn minnast enn þann dag í dag. Einnig skipulagði hann sumarferðir fyrir starfsfólkið og var þá farið í Þórsmörk, Land- mannalaugar eða Kerlingarfjöll, þetta voru ferðir sem ei gleymast, dagarnir notaðir til gönguferða, varðeldur og grill á kvöldin, farið í leiki og sungið fram eftir nóttu og meira að segja fékk hann hljóm- sveit Benna og Svenna, sem þá unnu hjá AV, með í einn túrinn. Þá var nú fjör til fjalla. Þegar ég kveð Jón nú að leiðar- lokum vil ég einnig minnast og þakka veiðitúra sem við hjónin fór- um með honum og konu hans Vi- beku vestur í Gufudalsá í Austur- Barðastrandarsýslu. Gufudalurinn er fagur dalur umlukinn háum fjöllum. Tær bergvatnsá líður fram hann allan. Þarna áttu þau sinn un- aðsreit og það var dásamlegt að eiga þar góða stund með þeim hjónum og njóta leiðsagnar þeirra við veiðamar. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar sest er niður til að kveðja gamlan og góðan vinnu- félaga en ég þakka samfylgdina og sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ættingja allra en sér- stakar kveðjur til þín, Lárus. Megi algóður Guð og Rikki styrkja þig og styðja í þínum veikindum. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Ásvaldur Andrésson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.