Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigurborg Rán Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1977. Hún andaðist 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðrún Marta Gunnarsdóttir, f. 16.6. 1953, og Stef- án Jóhann Oskars- son, f. 26.3. 1944. Bræður Sigurborg- ' ar eru: Halldór Rúnar Stefánsson, f. 10.5. 1974, og Tryggvi Gunnar Stefánsson, f. 13.2. 1980. títför Sigurborgar fer fram frá Sauðaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég frétti að mikil og góð vinkona mín, Sigurborg, væri dáin og hefði látist af slysförum brá mér afar mikið. Eg kynntist henni fyrst í Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið ‘94 en þar vorum við báðar við nám. Ég minnist þess í fyrsta frönskutíman- ^.um mínum að inn gengur síðhærð vingjarnleg stúlka sem síðar átti eftir að verða ein besta vinkona mín. Sigurborg var indæl og góð stúlka, algjör reglumanneskja, hvorki reykti né drakk. Hún var feimin og óframfærin, var ekki allra, en þegar komið var inn úr skelinni blómstraði hún og var afar hlýr, einlægur og traustur vinur. Henni gekk frábær- lega vel í námi og trúði ég því alltaf að hún ætti eftir að ná langt Leiðir okkar lágu ekki lengi saman í skóla því ég fór í skóla í Reykja- vík en hún á Akureyri þar sem hún útskrifað- ist. Þegar henni leidd- ist fyrir norðan átti hún það til að keyra til Reykjavíkur og gista hjá mér og áttum við þá margar góðar og eftirminnilegar stund- ir. Eftir að ég fluttist til Danmerkur varð samband okkar slitróttara, alltaf var ég þó á leiðinni að hringja en aldrei varð neitt úr því. Hún var síðasta manneskjan sem ég kvaddi áður en ég flutti utan. Eg hringdi í hana í Landsbankann á Akureyri eftir útskriftina, kvaddi hana og hún sagðist ætla að koma og heim- sækja mig þegar hún yrði rík. Úr því verður ekki, „því bilið er oft stutt milli blíðu og éls svo brugðist getur lánið frá morgni til kvelds“. Ekki skil ég tilgang dauðans að hrifsa svona unga stúlku frá okkur í blóma lífsins. Með sárum söknuði kveð ég þessa góðu vinkonu mína og bið góðan guð að varðveita hana hjá sér. Ég sendi foreldrum hennar, systkinum og aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Elsa Eðvarðsdóttir. Það var okkur þungt áfall er þær fregnir bárust að fyrrum nemandi okkar, Sigurborg Rán Stefánsdótt- ir, hefði látist af slysförum. Við minnumst Sigurborgar sem einstaklega ljúfrar og geðþekkrar manneskju. Hún var hæglát og prúð í fasi og bauð af sér mjög góð- an þokka. Það duldist engum, að þar sem hún fór, var mikil hæfi- leikakona á ferð. 011 verk hennar einkenndust af ötulleik og sam- viskusemi. Því er það ekki undrun- arefni, hve skjótt Sigurbjörg Rán vann hugi og hjörtu kennara sinna og skólasystkina. Sigurborg lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri vorið 1997 með frábærum árangri, svo góðum, að skólinn veitti henni sérstaka viðurkenningu. Það er mikill harmur kveðinn að öllum þeim, sem þekktu Sigurborgu Rán, við sviplegt og hörmulegt frá- fall hennar. Við getum aðeins óskað þess að bjartar minningar um hana muni um síðir bægja frá skuggum sorgar. Við vottum aðstandendum Sigur- borgar okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Kennarar í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Ritningargreinin „Yfir litlu varstu trúr? Yfir mikið mun ég setja þig“, á svo sannarlega við um þessa ungu stúlku, sem svo sviplega var þrifin á brott. Sl. vor hóf hún störf í Landsbankanum á Akureyri, að loknu stúdentsprófi frá VMA sem hún hafði staðist með glæsi- brag. Sigurborg var mjög vel gefin og vel gerð. Hún hafði mikinn per- sónuleika, en var fáskiptin og lokuð. SIGURBORG RAN STEFÁNSDÓTTIR Með fátæklegum ** orðum langar mig að kveðja Ingu á Reykj- um. Ég kynntist henni þegar þau Rúnar hófu búskap á loftinu á Reykjum. Ég sem gamall vinnumaður var hálfgerður heima- gangur og eins og allir vita þá sækir maður þangað sem manni líður vel. Oft var þröngt og margt um mann- inn á loftinu, en alltaf var maður lát- inn vita að maður var velkominn. Það var ekki erfitt fyrir Ingu að byrja búskap á Reykjum. Hún var uppalin í næstu sveit, vön sveita- störfum og að taka fullan þátt í bú- skapnum. Enda var það ávallt svo að þau Rúnar unnu hlið við hlið að ^búskapnum. * Á Reykjum hefur alltaf verið mikið sungið og Inga lét ekki sitt eftir liggja í því frekar en öðru. Eins og í öðru sem hún tók sér fyrir hendur vildi hún gera vel og því dreif hún sig í söngnám, rétt eins og hún hefði ekki nóg að gera í bú- skapnum. Þannig var hún alla tíð, drífandi, röggsöm og lét ekkert stoppa sig. Meðan ég var við nám erlendis fékk ég reglulega bréf frá Ingu með fréttum af fjölskyldunni og úr sveit- inni. Og oft var hringt á réttardag- inn, svo ég vissi af hverju ég væri að missa. Á vorin er alltaf mikið að gera í sveitinni, en Inga hafði alltaf tíma til að fylgjast með náttúrunni. Allt líf sem kviknaði á vorin var henni gleðiefni. Oft var farið niður á Mumeyrar til að líta eftir hreiðrum og til að sjá hvernig ungunum ^reiddi af í þessu harða lífi. Inga hafði þá náðargáfu að fínna hreiður eftir að hafa séð fuglana hring- sóla í kring um okkur. Þegar veikindi fóru að hrjá Ingu kom vel í Ijós að þau Rúnar áttu marga góða vini og stóra fjölskyldu sem stóð fast við hlið þeirra allan tímann. Það er mikill söknuður í huga okkar allra, og miklar breytingar hafa orðið á mannlífinu á hlaðinu á Reykjum á stuttum tíma. Elsku Rúnar, Vaka, Halla og Bjami, við Lorie og Ásta Marie sendum ykkur okkar bestu kveðjur á þessum erfiða tíma. Blessuð sé minning Ingu. Sverrir Bjartmarz. Mig langar að minnast Ingu ná- grannakonu minnar lítillega. Það var spenningur hér á Reykjatorf- unni þegar það fréttist að Rúnar frændi minn væri farinn að skjóta sér í bóndadóttur neðan úr Flóa. Það er ekki alltaf auðvelt að koma inn í sambýli eins og er hér á Reykjabæjunum, en þú, Inga mín, varst fljót að aðlagast. Þið Rúnar tókuð við búi tengdaforeldra þinna á Reykjum, þeirra Bjarna og Sillu. Þið stóðuð vel saman við að byggja upp bú ykkar. Þú hafðir mjög gam- an af skepnum og ræktun þeirra og varst formaður nautgriparæktarfé- lagsins hér í sveit um skeið. Þú hafðir einnig mikinn áhuga á rækt- un landsins og skógrækt. Og þú starfaðir strax með í skjólbeltaátak- inu hér í sveit og í stjórn skógrækt- arfélagsins. Erað þið Rúnar búin að planta nokkrum kílómetrum af skjólbeltum í land ykkar. Þú varst afar lagin í höndunum, saumaðir á bömin þín og prjónaðir. Einnig varstu mikil áhugamanneskja um Þingborgarhópinn. Þú saumaðir líka mörg bútasaumsteppin á með- an heilsa leyfði. Þú varst mikið fyrir útivera og fórum við í margan göngutúrinn saman, sérstaklega á vorin. Skoðuðum fuglalífið og leituð- um að hreiðrum. Ekki var nú krían alltaf hrifin þegar við fóram um hennar land niðri við Þjórsá. Þú þekktir mjög vel fuglanna og sagðir stundum: „Badda, ég trúi því ekki að þú þekkir ekki þennan fugl.“ Éitt var áhugamál þitt sem við stunduðum mikið saman, söngur- inn. Þú varst alla tíð virk í kirkjukór Ólafsvallakirkju. Einnig í Árneskór og Vörðukór og varstu í stjórn Vörðukórsins fyrstu árin og ætlaðir með okkur til Færeyja 6. maí síð- astliðinn en heilsa þín leyfði það ekki. Þú greindist með krabbamein fyrir rúmum 6 áram. Þú varst ekki fyrir það að gefast upp og varst í fermingu Höllu dóttur þinnar 3. maí sl. Þar gerðum við okkur ekki grein fyrir hvað þú varst orðin veik. Inga mín, við hér á Reykhól þökkum þér samfylgdina og vottum ykkur, Rún- ar, Vaka, Halla, Bjami, Silla, Axel og Halla í Gróf og fjölskyldum ykk- ar, innilega samúðar. Ég kveð þig með söknuði. Bergljót, Reykhól. Nýlega dó ung kona sem hafði sett svip sinn á líf mitt. Þessi kona var Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir eða einfaldlega Inga eins og hún var alltaf kölluð. Hún Inga hafði marga eiginleika sem vert væri að orða en það helsta er að hún var hörkudug- leg. Allt sem hún gerði, gerði hún af miklum metnaði. Þennan metnað ætlaði hún líka öllum öðram í kring- um sig. En þótt hún væri kröfuhörð, var hún líka góð kona. Kona sem aldrei gafst upp og var langoftast bjartsýn á allt og alla. Allt þetta kom berlega í ljós þegar það kom í ljós að hún greindist með krabba- mein. I öll þessi ár lifði hún venju- legu lífi þrátt fyrir meinið. Inga barðist lengi við sinn sjúkdóm en lét aldrei sjá á sér hvemig henni leið. Ég sá aldrei að henni liði illa í öll þessi skipti þegar ég kom til að spila á píanó eða einfaldlega bara til að horfa á sjónvarpið með stelpun- um, stundum kom Ingvar Magnús- son líka. Það vill þannig til að fjöl- skyldan á Reykjum er með Stöð 2 en ekki fjöldskyldan á Reykhól. Einu sinni ætlaði Inga að hjálpa mér að mjólka því mamma og pabbi vora ekki heima. Um klukkan 6 var GUÐRIÐURINGI- BJÖRG PÁLSDÓTTIR + Guðríður Ingi- björg Pálsdóttir fæddist í Syðri-Gróf í Viilingaholts- hreppi 21. mars 1960. Hún lést 22. maí síðastliðinn á Landspítalanum og fór útför hennar fram frá Skálholts- kirkju 29. maí. Hún vann verk sín hljóð og hún vann þau vel. Hún var traust og samviskusöm með afbrigðum. Úr hennar hör.dum kom allt vandað og nær fullkomið. Þannig þekktum við hana af vinnubrögðunum. Enda vann hún sér hlýhug og virðingu okkar allra. Nú, þegar Sigurborg er öll, hörm- um við að ná aldrei að kynnast henni betur og sjá hana nýta hæfi- leika sína til frekara náms og þroska. Á kveðjustund er okkur efst í huga þökk fyrir gott en alltof stutt samstarf. Við biðjum henni blessun- ar guðs. Fjölskyldu hennar vottum við innilega samúð. Pú ljós, sem ávallt lýsa vildii' mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyrr. (Matt. Joch.) Starfsfélagar, Landsbanka Islands, Akureyri. Hinn 22. maí fékk ég þær fréttir að elskuleg bróðurdóttir mín Sigur- borg Rán Stefánsdóttir hefði látist af slysförum. Þegar svona fréttir berast eru margar hugsanir sem fljúga í gegnum huga manns: Kem- ur hún þá aldrei aftur í heimsókn? Af hverju svona ung? Þetta getur ekki verið satt. Hún átti allt lífið framundan. Sigurborg stundaði nám hér í Fjölbrautaskóla Suðumesja í eitt ár og dvaldist þá hjá systur minni og mági, oft kom hún í heimsókn til okkar og töluðum við þá saman um hitt og þetta. Misjafnar skoðanir höfðum við á hlutunum, en alltaf skildum við sáttar og höfðum báðar ég á leiðinni í fjósið. Sá ég þá Ingu á leiðinni út í fjós. Hún arkaði á móti vindinum og ætlaði greinilega ekki að láta hann stöðva sig. Mér er þetta alltaf minnisstætt þar sem þetta atvik lýsti Ingu alveg eins og ég mun alltaf muna hana. Ákveðna og öragga. Ég þakka þér, Inga, fyrir allar samverastundimar. Ég kveð þig með virðingu og þökk. Sigríður Eva. Trén í garðinum eru farin að laufgast, túnin sem óðast að verða græn og þrösturinn hefur uppi kappsöng fyrir hvern þann er heyra vill. Þetta er eitt af þessum yndislegu íslensku vorkvöldum. Á svona kvöldi fyllist hugurinn gjarn- an af gleð og eftirvæntingu yfir hinu komandi sumri. En að þessu sinni er sú tilfinning blönduð trega og söknuði vega afráfalls þíns, kæra vinkona. Þú varst alltaf svo glöð og drífandi, það geislaði frá þér einhver innri kraftur og hlýja, þannig að manni gat ekki annað en liðið vel í návist þinni. Það leita á hugann endurminningar um marg- ar góðar stundir sem ég átti með ykkur Rúnari. Og þótt stundum liði nokkuð milli endurfunda var þó alltaf eins og það væri ekki lengra síðan en í gær. Ég man hve mér fannst þið alltaf samheldin og hversu vel ykkur farnaðist í flestu því sem þið tókuð ykkur fyrir hend- ur. Nú er þitt kall komið en eftir er minning um mætan vin, minning sem mun lifa. Vertu sæl Inga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Á bjórtum morgnum vorsins skín sólin yfir óendanlegar vonir ífamtíðarinnar og þurrkar upp glitrandi daggardropa minninganna. En djúpt í kytrum hjartans reynir vitundin læstan kistil fylltan af tárum og lykillinn er týndur. Kæri vinur Rúnar, megi góður Guð styrkja þig, bömin þín og fólkið ykkar allt á þessum erfiðu stundum. Sigurður í Steinsholti. gaman af. Okkur finnst ósanngjarnt þegar fólk fellur frá svona ungt. Oft er Guði kennt um. En lífið er víst þannig að eitt sinn verða allir menn að deyja. Hún kvaddi, hafði skilið eftir sig mörg bros, marga glaða daga og átt sinn hlut í sögu manns- ins hér á jörðinni og allt sem hún hefur gert hefur skipt máli. Lífið hefur sinn gang, við hin verðum að halda áfram að lifa lífinu en hún mun alltaf eiga stóran hlut í því. Við vitum líka að þótt hún sé farin getum við beðið Guð um að gæta hennar og okkar, hjálpa okkur að sætta okkur við orðinn hlut. Það er líka gott að vita að við getum deilt sorginni með Guði og beðið hann um skilning á því að hún sé farin. Megi almáttugur Guð styrkja ykkur elsku bróðir minn, Guðrún, Tryggvi, Halldór og fjölskylda. Enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér. Því að hvort sem vér lifum, lifum vér Drottni, eða vér deyjum, deyjum vér drottni hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. Því að til þess dó Kristur og varð aftur lifandi, að hann skyldi drottna bæði yfir dauð- um og lifandi. Eygló, Hreinn og Styrmir. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir gi-einahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. I miðvikudags-, fimmtu- dags-, fóstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrest- ur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.