Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 56
x 56 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Hamrahlíðarkór- inn í Hallgríms- kirkju UM hvítasunnu verða hátíðarmess- ur í Hallgrímskirkju báða dagana. Á hvítasunnudag kl. 11 messar sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og annan í hvítasunnu messar sr. Gylfi Jóns- son héraðsprestur kl. 11. Báða dagana syngur Hamrahlíðarkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Organisti um hvítasunnu verður Eyþór Ingi Jónsson, en -r hann hefur nýverið lokið prófí í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkj- unnar. Helgihald á virkum dögum í Hallgrímskirkju er á þriðjudögum kl. 10.30 árdegis en þá er fyrir- bænaguðsþjónusta og á fimmtu- dögum er kyrrðarstund í hádegi með orgelleik og íhugun á Guðs orði. Einnig er boðið upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Kyrrð- arstundin verður með þessu sniði út júnímánuð, en þá taka sumar- tónleikamir við. Orgeltónleikar verða á hverju sunnudagskvöldi í júlí og ágúst, auk þess verða stuttir orgeltónleikar í hádeginu á fímmtudögum og laugardögum með þeim organista sem leikur á sunnudagstónleikunum. KEFAS, Dalvegi 24. Almenn sam- koma í dag kl. 14. Gestaprédikari Freddie Filmore. Allir velkomnir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum í tilefni áttrœðisafmœlis míns. Guð blessi ykkur öll. María Jónsdóttir, Stóragerði 4, Hvolsvelli. $1' 1APPDRÆTTÍ kÆMU£ ÁálÍíL Vinningaskrá 4. útdráttur 29. mai 1998. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 27063 | Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 30246 40720 72938 74535 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5558 10639 30143 33353 60970 65538 8043 18050 30764 39504 64424 67134 Kr. 10.0 Húsbúnaðarvinn 00 Kr. 2( ingur 1.000 (tvöfaldur) 263 8031 16864 25166 36703 52749 59621 68326 1118 8090 16901 26411 38645 52890 60476 68448 2055 9713 17542 26806 39194 53799 61776 68523 2112 9998 17992 27058 40706 54247 61984 70444 2407 10370 18361 27419 40964 54614 63297 71323 2739 10744 18586 28102 41678 56433 63699 75021 3625 11357 21215 29867 41824 57482 63872 75404 3812 14704 21327 31652 42540 57769 64009 76041 4102 15048 21592 31718 43697 58484 64019 79291 4349 15138 21972 32276 45674 58808 64043 6166 15589 22225 33072 45872 58978 65830 6951 16398 22988 33691 46606 59044 66891 6986 16675 23257 35326 52553 59095 67215 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 105 6912 16857 25280 33757 42100 57739 69764 225 7242 17746 25694 33808 42519 58075 70666 361 7545 17756 26482 33870 43000 59305 71142 532 8470 17774 26760 34469 43318 59679 71608 825 8557 17983 27124 34836 43415 59893 71877 1023 8562 18511 27558 35956 43820 61046 71891 1252 8727 19697 27835 36323 43957 61535 72318 1296 9138 20236 28043 36420 44228 61786 72648 1807 9173 20468 28466 36455 44925 61949 72893 1877 10247 20720 28520 36597 45305 62770 73297 1920 10540 21778 28937 36641 46267 62861 73501 1938 10780 21868 29025 36841 46302 62917 73790 2163 10988 22267 29171 37467 47282 63098 73847 2182 11078 22273 29172 37603 47751 63344 73862 2595 11130 22331 29223 37974 48481 63975 74223 2601 11309 22748 29673 38474 48672 64419 74794 2680 12136 22987 29923 38693 49322 64654 74801 2727 13010 23171 30350 38750 49405 64795 75222 2857 13331 23227 30485 39149 50041 64995 75695 3174 13370 23452 30702 39288 50042 65428 76378 3242 13517 23469 30824 39442 50897 65704 76391 3455 13946 24062 31045 39618 52133 65798 76656 3498 14124 24225 31204 40121 53071 66460 77336 3779 14272 24363 31813 40269 53455 66753 78000 4267 14437 24523 31886 40510 54934 67043 78655 4832 15602 24716 32186 40619 55610 67299 79659 5186 15620 24769 32253 40873 56935 67689 5723 15817 24973 32508 40953 56945 68478 5790 16414 25043 32821 40992 56997 68615 6457 16547 25085 32969 41177 57029 68640 6794 16676 25104 33576 41268 57222 69187 6902 16755 25264 33625 41294 57598 69435 Næsti útdráttur fer fram 8. Júní 1998 Heimasíða á Interneti: www.itn.is/das/ VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ferðafélaga í Portúgal leitað STÚLKAN ó þessari mynd var í Portúgal í ágúst 1996, á hótelinu Brisa Sol. Siggi sem var á sama hóteli á þessum tíma biður hana að hafa sam- band í síma 587 1299. Er Listahátíðin ekki fyrir eldri borgara? ELDRI borgari hafði samband við Velvakanda og sagðist hann hafa keypt sér miða á listvið- burð á Listahátíð. Sagðist hann hafa framvísað af- sláttarskírteini sem eldri borgarar fá og þá hefði honum verið sagt að ekki væri veittur neinn afslátt- ur af viðburðum Listahá- tíðar. Finnst eldri borg- ara að veita eigi eldri borgurum afslátt á Lista- hátíð eins og af öðrum viðburðum, t.d. leikhús- um. Vitað er að eldri borgarar eru félitlir, og kæmi afsláttur af Lista- hátíð sér vel fyrir þá og veitti betri aðgang að há- tíðinni og mundi auka að- sókn að hátíðinni. Miðaldra árin á geðdeild PEGAR fólk er orðið mið- aldra, á milli fertugs og fímmtugs, er það á milli- stigi. Maður er of ungur til að vera á stofu með fólki sem er tuttugu árum eldra, en of gamall til að vera með unga fólkinu sem er um eða yfir tvítugt. Úti í lífinu þarf ekkert kynslóðabil að vera til, en það gildir ekki um geð- deild. Hvað er til ráða? Parf sérstaka deild, eða eina stofu, þar sem mið- aldra fólk er látið í sömu stofu? Tökum upp umræð- ur um miðaldra fólkið og setjum okkur í þeirra spor. Allt er fertugum fært, segir máltækið, og mér sjálfri finnst þetta gott tímabil. Gígja Thoroddsen. Tapað/fundið Gullarmband týndist KONA sem fann gullarm- band fyrir utan íþrótta- höllina á Akureyri laugar- dagskvöldið 23. maí er vin- samlegast beðin að hringja í Auði í síma 462 2854. Dýrahald Bröndótt læða týndist í Vesturbæ BRÖNDÓTT stálpuð læða með bleika ól og bjöllu um hálsinn týndist í Vestur- bænum. Mjög mannelsk. Finnandi vinsamlega látið vita í síma 561 2327. Kisa týndist í miðbænum KISA týndist í miðbæn- um nú nýlega, hún er þrí- lit og vel merkt og er til heimilis að Bragagötu 29. Eigandi er Freyja Dögg í síma 562 7828 eða vs: 552 2111 (Sara). Hún er inniköttur. Morgunblaðið/RAX. I sveitinni. Yíkverji skrifar... AÐ er stundum haft á orði að á Islandi skorti opinbera um- ræðu um ýmis mál. Evrópumálin eru stundum nefnd í því sambandi og víst er að ekki hefur farið mik- ið fyrir Evrópuumræðunni síðast- liðin misseri. Víkverji er hins veg- ar þeirrar skoðunar að það sé hægt að gera of mikið af því að ræða Evrópumál og að umræðan geti farið út í hreina vitleysu, eins og dæmi eru um í umræðum frænda okkar Dana um Amster- dam-sáttmálann, sem þeir sam- þykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í vikunni. Einkum og sér í lagi í málflutningi andstæðinga sátt- málans úði og grúði af heimsenda- spádómum um að alls konar hræðilegir hlutir gætu gerzt í Danmörku, yrði þetta fremur lítt afgerandi plagg samþykkt. Oftar en ekki virtust spádómarnir ekki byggðir á neinu, sem stendur í sáttmálanum, t.d. er erfitt að ætla að finna því stað þar að ellilífeyrir Dana verði lækkaður á næstu ár- um, eins og haldið var fram í kosningabaráttunni. DANIR hafa gaman af umræð- um en þó ekld einkarétt á vit- lausum spádómum. í eina skiptið, sem Islendingar hafa eitthvað að ráði talað um Evrópumál, var þeg- ar samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði var til umfjöllunar. Nú, þegar fsland hefur átt aðild að Evrópska efnahagssvæðinu í fjög- ur og hálft ár, getur verið gaman að grípa niður í gömul Alþingistíð- indi með umræðum um þetta mál. Þar skorti ekki heldur spádóma um landauðn og hnignun, yrði ísland aðili að hinu skelfilega Evrópusam- starfi. x x x SKEMMTILEGASTI spádóm- urinn var mæltur fram af Páli Péturssyni, núverandi félagsmála- ráðherra: „Okkar þjóðfélag er öðruvísi en annarra EFTA-ríkja og við þolum ekki og stöndumst ekki það frelsi - það er nú búið að misþyrma orðinu frelsi svo mikið að ég held ég ætti heldur að nota orðið hömluleysi - við þolum ekki það hömluleysi sem stærri ríki þola á flutningum fjármagns, hömlulaust streymi vinnuafls, vöru og þjónustu. Ef við undirgengj- umst það mundum við að sjálf- sögðu strax glata tungu okkar, menningu og sjálfstæði á mjög skömmum tíma.“ HAFA margir lesendur orðið var- ir við að tungunni, menningunni og sjálfstæðinu hafi hrakað mjög af völdum EES síðastliðin fjögur og hálft ár? Ætli Páll Pétursson minni ekki á þessar viðvaranir sínar í hvert sinn sem ríkisstjórn- in, sem hann situr í, samþykkir þykka doðranta af viðbótum við EES-samninginn frá Brussel? Og skyldi hann ekki vera ósáttur við að vera, sem ráðherra vinnu- markaðsmála, sérstakur gæzlu- maður EES-reglnanna um „hömlulaust streymi vinnuafls“? Vilji menn á annað borð sýnast spámannlega vaxnir, ætti að vera áhættulítið að spá því að sann- færing stjórnmálamanna glatist á undan tungunni, menningunni og sjálfstæðinu, „á mjög skömmum tíma“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.