Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 46
j^46 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Dr. Gunnlaugur
Þórðarson
fæddist á Kleppi við
Reykjavík 14. apríl
1919. Hann lést á
Landakotsspítala
20. maí siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 30.
maí.
„Ég er maður og
mér er ekkert mann-
legt óviðkomandi."
Af Gunnlaugi Þórð-
arsyni mátti, eins og Gizuri Isleifs-
syni, gera marga menn. Ekki kon-
ung, víkingahöfðingja eða biskup,
en embættismann, landkönnuð,
listamann, lögmann, mannvin og
vin. Gunnlaugur var allir þessir
menn og þó fleiri og er fyrirsögn
þessara lína einkennandi fyrir hann.
Ég hafði þekkt Gunnlaug af orð-
spori frá því ég var unglingur, en er
enn minnisstætt, þegar við hittumst
fyrsta sinni, á mannamóti, og var ég
þá tvítugur, en hann rösklega fer-
tugur heimsmaður. Gunnlaugur var
glöggur á svip manna og ættarmót
-yog ávarpaði mig að fyrra bragði og
taldi sig þekkja ættemi mitt og var
rétt til getið hjá honum. Vel má
vera, að hann hafi þá þegar sagt
mér, að faðir hans Þórður Sveins-
son, yfirlæknir KJeppsspítala, og
Jakob afi minn hafi verið vinir.
Gunnlaugur Þórðarson fór beint
frá prófborði í lögfræði árið 1945 og
varð forsetaritari hjá Sveini Bjöms-
syni, fyrsta forseta lýðveldisins.
Lögfræðinámi hans var þó ekki lok-
ið, af þvi að fáum ámm seinna hélt
^hann til framhaldsnáms í þjóðarétti
við Sorbonneháskóla í París. Gunn-
laugur hóf undirbúningsnám við
Sorbonne í janúar 1951, lauk til-
skildum prófum með prýði um vorið
og hófst þá strax handa við doktors-
ritgerð um Landhelgi íslands með
tilliti til fiskveiða og varði þá ritgerð
þegar vorið 1952 og hlaut fyrir dokt-
orsnafn. A næstu árum þar á eftir
varð Gunnlaugur mjög virkur þátt-
takandi í umræðum og deilum um
landhelgismál, þar sem hann hélt á
lofti skoðun sinni frá doktorsritgerð-
inni að ísland hefði á miðöldum haft
16 sjómílna fiskveiðilandhelgi og
jafnframt þeirri, að íslendingar
ættu að helga sér 50 sjómflna fisk-
veiðilandhelgi. Væri synd að segja,
^að stjórnarráðsembættismaðurinn,
sem Gunnlaugur var þá orðinn,
hefði farið með löndum í umfjöllun
sinni í greinum, ræðum og erindum.
+ Ríkarður Sumarliðason
fæddist í Garði á Suðurnesj-
um 28. júlí 1916. Hann lést á
Landakotsspítala 24. maí síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni 28. maí.
Það er hlutskipti þeiri-a sem ald-
urinn færist yfir að þurfa títt að sjá
á bak skyldmennum, kunningjum
og vinum sem heimtir eru af heimi.
Mig langar að minnast hér fáum
orðum félaga og vinar, Ríkarðs
Sumarliðasonar. Kynni okkar
hófust íyrir nær hálfri öld þegar við
sóttum alþjóðlegt þing esperantista
í Boumemouth í Suður-Englandi
árið 1949.
Þetta var mikið ævintýri ungum
mönnum, flug með Gullfaxa til
Prestwick og Lundúna og vera á
*"þingi með fólki af fimmtíu þjóðern-
um. Allt frá þessum tíma var Rík-
arður þátttakandi í störfum Esper-
antistafélagsins Auroro í Reykjavík
og Alþjóðlega esperantosambands-
ins. Einhver myndi e.t.v. segja að
hann hafi ekki verið mjög áberandi í
þessum samtökum en þá má líka
^spyrja: Hvenær var þessi maður
áberandi, maður sem hógværð ein-
Gunnlaugur varð
einnig virkur í stjóm-
málum og var í fram-
boði fyrir Alþýðuflokk-
inn í Barðastrandar-
sýslu sumarið 1953.
Ekki náði hann kjöri,
hafði enda ekki búizt
við því þar eð Alþýðu-
flokkurinn átti ekki
fylgi að fagna í kjör-
dæminu, en hann fékk
talsvert meira fylgi en
síra Sigurður í Holti,
sem áður hafði verið
frambjóðandi flokksins
í kjördæminu og þótt takast vel.
Atorka Gunnlaugs birtist glögglega
í kosningabaráttu hans, en hann
kom á hvem sveitabæ í kjördæminu
og oftast gangandi. í kosningunum
1956 var Gunnlaugur í framboði fyr-
ir Alþýðuflokkinn á ísafirði, gerði
sér vonir um uppbótarsæti, en brást
sú von þar sem Hannibal Valdimars-
son var í framboði á ísafirði fyrir Al-
þýðubandalagið. Gunnlaugur varð
þó vara-þingmaður og sat skamma
hrið á Alþingi.
Gunnlaugur varð forystumaður í
Rauða krossi íslands skömmu eftir
heimkomuna frá París og eftir upp-
reisnina í Ungverjalandi 1956 beitti
hann sér fyrir því, að Islendingar
veittu landvist flóttamönnum úr því
landi. Hann sinnti mannúðarmálum
alla ævi, tók málstað þeirra sem
minnst mega sín og lét sig bama-
verndarmál miklu skipta um miðbik
ævinnar.
Gunnlaugur var listunnandi frá
unga aldri og komst um tvítugt í
kynni við nafna sinn Scheving, þann
mikla meistara. Gunnlaugur hafði
einnig kynnt sér vel nútímastefnur í
myndlist á námsámnum í París.
Era ekki ýkjur að segja, að upp úr
þrítugu hafi hann verið orðinn með-
al fróðustu manna um nútímamynd-
list hérlendis, þeirra sem ekki lögðu
hana fyrir sig sjálfir. Tveir íslenzkir
málarar vora honum sérstaklega
hjartfólgnir, Gunnlaugur Seheving
og Karl Kvaran, vinur beggja og
eignaðist mjög mörg málverk
þeirra. Hefur enginn einstakur
maður átt jafnmörg málverka eftir
þessa framlegu meistara og Gunn-
laugur, svo mér sé kunnugt. Átti
hann og vafalaust mikinn þátt í að
kynna list Karls fyrir fjölmörgum
vinum sínum og öðram áhrifamönn-
um. Áhrifa Gunnlaugs naut einnig í
þvi, að hann sat í safnráði Lista-
safns íslands á áranum frá 1961 til
1972, en á þeim áram stjórnaði
safnráðið innkaupum safnsins.
kenndi svo mjög?
Ríkarður kom með tæknina inn í
félagsskap okkar. Þegar við hin
voram með kassavélar kom hann
ekki einungis með vandaða mynda-
vél heldur einnig 16 mm kvik-
myndatökuvél. Kvikmyndir hans
munu nú varðveittar á Kvikmynda-
safni íslands, þeirra á meðal kvik-
mynd um ferðina til Bournemouth.
Ái’ið 1949 kom hann líka með
„undratæki" á fund og leyfði þá
fólki að hlusta á ræðu Pólverja sem
hér hafði fengist við esperanto-
kennslu. Þessa ræðu tók Ríkarður
upp á stálþráð og færði síðan ásamt
fleiri hljóðgögnum inn á aðgengi-
legt form segulbandsins. Þess
vegna getum við nú hlýtt á ræður
frumherja esperantohreyfingarinn-
ar á íslandi eins og þeirra Þor-
steins Þorsteinssonar hagstofu-
stjóra og séra Halldórs Kolbeins.
Ríkarður hljóðritaði líka, ásamt
Tómasi syni sínum, allt hið
merkasta sem fram fór á Alþjóða-
þingi esperantista í Reykjavík 1977
og er það mikið og gott safn.
Félagar í Auroro þakka Ríkarði
samfylgdina og samstarfið.
Hallgrímur Sæmundsson.
í kappsamri baráttu sinni í land-
helgismálinu, mannréttindastarfi og
listáhuga og starfi á þeim vettvangi
varð Gunnlaugur þjóðkunnur mað-
ur. Aðalstarf hans framanaf var þó
sem embættismaður í félagsmála-
ráðuneytinu frá 1950, með námshlé-
um, til 1975. Jafnframt varð hann
héraðsdómslögmaður 1952 og
hæstaréttarlögmaður 1962 og rak
lögfræðiskrifstofu samhliða aðal-
starfi sínu frá 1952 til 1975. Á því
ári varð hann vegna nýrra reglna
um aukastörf lögfræðinga í ríkis-
þjónustu að velja á milli embættis
og lögmennsku og valdi lögmennsk-
una og gegndi henni þar til hann
lenti í slysinu 3. janúar þessa árs;
sem að lokum dró hann til bana. I
lögmannsstarfi Gunnlaugs birtust
margir af beztu kostum hans, kapp-
semi, ófælni við að sinna málefnum
sem aðrir ekki hirtu um, réttsýni,
mannkærleikur og mannvit. Gunn-
laugur kunni Lögmannafélagi ís-
lands engar þakkir fyrir það árið
1975 að knýja á um þá reglusetn-
ingu, sem þvingaði hann til að velja
á milli fasts embættis og lög-
mennsku. Síðar hygg ég, að hann
hafi verið feginn að hafa þurft að
kjósa og hvemig hann kaus. Hann
undi sér vel í lögmennsku og var
stéttinni happafengur og skjólstæð-
ingum sínum. Á vettvangi Lög-
mannafélagsins var hann virkur fé-
lagsmaður, tók yfirleitt til máls á
hverjum félagsfundi, en talaði mjög
stutt og var í því, eins og mörgu
öðra, fyrirmynd félagsmanna. Inn-
an félagsins beitti hann sér fyrir
ýmsum efnum og verður hér eitt
dæmi látið nægja. Gunnlaugur
beitti sér fyrir því, að Lögmannafé-
lag íslands léti koma upp minnis-
varða við Goðafoss um Þorgeir
Ljósvetningagoða og kristnitökuna
fyrir nærri 1.000 árum. Tillaga
Gunnlaugs um það efni var sam-
þykkt á aðalfundi félagsins. Aðrir
töldu nægan tíma til stefnu, en ekki
Gunnlaugur. Hann fékk stórvirk
tæki til þess að draga kletta af botni
Skjálfandafljóts í minnismerkið og
lét koma þeim fyrir við Goðafoss.
Var í þessu eins og Gunnlaugur sæi
fyrir, að honum mundi ekki endast
aldur, ef beðið yrði til ársins 2000.
Minnismerkið verður formlega af-
hjúpað á þessu ári, seinna en til stóð
eftir framkvæmd Gunnlaugs.
Þegar undirritaður hóf störf við
lögmennsku fyrir nokkram árum
tók Gunnlaugur mér fagnandi og
hófst þá jafnframt vinátta okkar,
sem ég mat mikils. Minntist hann
þá oft við mig vináttu föður síns og
afa míns og lét mig njóta. Á mál-
flutningsskrifstofu, þar sem ég
starfa, var Gunnlaugur fastagestur í
morgunkaffi tvisvar í viku í mörg
ár. Réðust umræðuefni mjög af
áhugamálum Gunnlaugs, sem von
var, svo fjölfróður, áhugasamur og
fylginn sér sem hann var. Var með
nokkrum ólíkindum hve vel hann
fylgdist með öllum listviðburðum,
sótti þá og ræddi af skynsamlegu
viti. Gilti þar einu, hvort um var að
ræða myndlist, leiklist, kvikmynda-
list eða bókmenntir. Allstaðar var
hann heima og gat sett í alþjóðlegt
samhengi. Mikil ánægja var að
fylgjast með honum á fluginu, ekki
sízt hin síðustu ár, þótt þá væri
hann nokkuð þjakaður af Parkin-
sonsveiki, en lét hana ekki buga sig
frekar en annað.
Gunnlaugur Þórðarson var vin-
margur maður og ræktaði vel vin-
áttu. Hann hélt boð inni nokkrum
sinnum á ári og voru skemmtileg
samkvæmi þar sem samankomnir
voru vinir hans úr öllum stéttum og
starfsgreinum, hann fór ekki í
manngreinarálit og mat menn eftir
kostum þeirra, en ekki göllum.
Fyrir hönd Lögmannafélags ís-
lands færi ég fjölskyldu Gunnlaugs
innilegar samúðarkveðjur og þakka
honum samfylgdina.
Jakob R. Möller, hrl.
Líf og land vora Gunnlaugi eitt. Á
bletti austan Reykjavíkur breytti
Gunnlaugur moldar- og melbarða-
svæði á skömmum tíma og með
ótrúlegum dugnaði og eljusemi í ís-
lenzka gróðrarvin. Björg voru færð
úr stað, skjólveggir reistir og trjám
bjargað úr ýmsum skrúðgörðum
Reykjavíkurborgar á áram þegar
engum datt slíkt í hug nema Gunn-
laugi því honum datt flest í hug.
Fá voru þau mál er hann hafði
ekki áhuga á eins og greinar hans í
Morgunblaðinu bera glöggt vitni
um. Hann var langt á undan sinni
samtíð á ýmsum sviðum, kjarkmikill
og hugdjarfur og ótrúlega hug-
myndaríkur. Bið var tap. Þolinmæði
þekkti hann lítt en var blíður og
mannvinur mikill. Sankti Georg
hins góða málstaðar og lítilmagnans
var þessi kæri föðurbróðir vissulega
og hefur vafalaust bjargað mörgum
úr klóm drekans á sinni viðburða-
ríku ævi. Gunnlaugur var sjaldnast
við í þau allt of fáu skipti er ég
bankaði upp á í Bergstaðastræti,
sem var reyndar óþarfi því gest-
risnari mann var vart að finna og
dyr hans fann ég oft opnar þótt eng-
inn væri við. Stórar veislur er hann
hélt á Bergstaðastræti eru þeim er
þær sóttu ógleymanlegar og hann
manna mest hélt stórfjölskyldunni
saman með tíðum heimsóknum og
heimboðum.
„It’s a sin to tell a lie“ er hann
söng í brúðkaupi okkar hjóna hefur
vafalaust verið hans dulbúna holl-
vinaráð og gjöf til okkar á þessum
tímamótum því umhyggju hans fyr-
ir ungum frændum og frænkum
fann maður vel.
Þótt ungur væri í anda þá var
hann í raun lúinn og sérlega illa far-
inn eftir bflslys í byrjun ársins. Vin-
ur gamla mannsins vitjaði hans grá-
an maídag svo nú lifa einungis lit-
ríkar minningar um þennan öðlings-
mann í hugum okkar. Við erum öf-
undsverð af þeim.
Landið fagra við Helluvatn ber
starfi hans og ævi fagurt vitni.
Ulfur Agnarsson, bróðursonur.
Ég er rík í sálu minni að hafa
kynnst Gunnlaugi.
Hann gerði ekki upp á milli
manna, ungra sem gamalla, fátækra
sem ríkra, allir nutu hylli hans.
Fyrstu kynni okkar vora þegar
hann stóð svona í allt í einu á stofú-
gólfinu heima hjá foreldrum mínum
á gamlárskvöldi. Gunnlaugur var
snillingur í að segja margt á stutt-
um tíma, þá vildi hann m.a. segja
foreldrum mínum frá því hvað hann
var stoltur að hafa kynnst syni
þeirra á árinu, sem þá var að líða.
Tinna dóttir hans hafði sem sagt
kynnt bróður minn sem vin sinn.
Gunnlaugur vildi þar og þá sam-
þykki foreldra okkar að gera þau
hjón og það strax!
Þar með hófst sú hefð, sem æ síð-
an var í heiðri höfð, að við hittumst
á gamlárskvöldi. Gunnlaugur kunni
sig, mætti með freyðivín og gaf for-
eldrum mínum. Smóking átti við
þetta kvöld og með blóm í barmin-
um varstu flottastur. Ræðan, sem
Gunnlaugur hélt alltaf undir borð-
um þessi kvöld var jafn ómissandi
og þegar við fórum öll út og sungum
„Nú árið er liðið“, öll versin og allir
sungu með. Hver fékk sín orð í ræð-
unni og svo var skálað fyrir hverj-
um og einum.
Um síðustu áramót endaði Gunn-
laugur ræðuna sína á þeim orðum
að hann ætti sér enga ósk heitari en
að vera með okkur öllum um næstu
áramót, ef Guð lofaði, heilsunnar
vegna.
En nú verður þú með okkur í
minningunni hér eftir.
Ég og fjölskylda mín vorum svo
heppin að búa í sömu götu og Gunn-
laugur. Það var ekki sízt honum að
þakka, því fyrir 19 árum var hann
með húsið í sölu. Húsið var hrörlegt
og þegar við hjónin komum til hans
og vildum kaupa eftir að vera búin
að skoða og sjá möguleika fyrir
ungt fólk að breyta og bæta, sagði
hann; „Ég sel ekki vinum mínum
þetta hús, það er ónýtt." En kaupin
vora gerð og oft rifjuðum við þetta
upp þegar hann talaði um hvað það
væri góður andi í húsinu.
Gunnlaugur tvínónaði ekki við
hlutina, iðulega bauð hann sjálfum
sér í mat með því að hringja á mat-
málstímum og spyrja hreint út:
„Voruð þið að reyna að ná í mig?“
Hann var alltaf aufúsugestur, hlýr
GUNNLAUGUR
ÞÓRÐARSON
RÍKARÐUR
SUMARLIÐASON
og hress, skemmtilegur og þakklát-
ur. Stundum hringdi hann á köldum
vetrarkvöldum og spurði hvort ekki
biði sín heitt súkkulaði með rjóma.
Þetta fannst mér skemmtilegt.
Gunnlaugur var hafsjór af sögum
og talaði vel um fólk. Oftar en ekki
minntist hann ástkærrar móður
sinnar, sem var honum afar kær.
Á aðventunni hélt Gunnlaugur
stórar veizlur á afmælisdegi móður
sinnar. Veitingar voru ríkulegar og
skemmtilega fram bornar á Gunn-
laugs vísu. Þá vildi hann hafa allt
fólkið sitt og alla, sem þeim fylgdu.
Þar vora líka flestir nági-annar hans
og iðulega það fólk sem hann hafði
hitt á fömum vegi þann daginn. Þá
var glatt á hjalla.
Ég þakka Gunnlaugi fyrir að hafa
auðgað líf mitt.
Blessuð sé minning vinar míns,
Gunnlaugs Þórðarsonar.
Ragnheiður Ólafsdóttir.
í endurminningunni finnst mér
að hann hafi komið eins og storm-
sveipur inn í líf okkar bekkjarsystk-
inanna. Það var í senn einfalt og
áhrifamikið, þennan fyrsta haust-
dag okkar í Menntaskólanum við
Lækjargötu.
Formálalaust stillti hann sér upp
við klukkuna í ganginum og hóf að
syngja lagið La Cucu Racha styrk-
um og karlmannlegum rómi.
Undranin var svo almenn, að engu
okkar datt í hug að þakka sönginn
með lófataki. Hann hneigði sig
borginmannlega og sagði: Stofa
okkar er hér rétt fyrir handan. Eig-
um við ekki að ganga til sætis?
Þrátt fyrir þetta var hann meðal
þeirra síðustu, sem komu inn í'stof-
una. Enga tilburði sýndi hann að
velja sér gott sæti eins og við hin
höfðum í huga en gekk rólega að
sæti á aftasta bekk, fjærst gluggun-
um og settist þar. Áldrei varð ég
var við, að hann sýndi því áhuga, að
verða sér úti um eitthvert hnoss sér
til handa, þótt farið væri að tillögum
hans í ýmsum efnum, sem reyndar
var æði oft gert.
Ég stefndi á sæti aftarlega í mið-
röðinni, því ég vildi sannarlega ekki
missa af nærveru hans og sá aldrei
eftir því vali og ekkert okkar bekkj-
arsystkinanna sá eftir því að hafa
hafnað í bekk með honum. Það töld-
um við okkur til fríðinda.
Skólaárin með Gunnlaugi Þórðar-
syni liðu í raun og veru allt of hratt.
Fyrr en varði stóð stúdentsprófið
fyrir dyram og við vissum, að þá
myndi draga úr þeim nána sam-
gangi sem svo lengi hafði staðið
með ágætum og að alvara lífsins
myndi senn fara að segja til sín.
Reyndar var þess skammt að
bíða hjá Gunnlaugi. Skömmu eftir
prófið fékk hann alvarlegan augn-
sjúkdóm en snérist með dæmafáu
æðruleysi við honum og komst til
fullrar heilsu með snilldaraðgerð
Ulfars auglæknis Þórðarsonar, sem
var nýkominn frá framhaldsnámi
ytra og beitti nýrri og áður óþekktri
meðferð hérlendis gegn sjúkdómin-
um og bjargaði þar með sjón bróður
síns.
Þessi lífsreynsla Gunnlaugs á
unga aldri styrkti mjög trú hans á
forlög, en samt hikaði hann ekki við
að grípa inn í gang mála sinna, ef
honum leist ekki á hvert stefndi.
Þessi inngrip sín nefndi hann
gjarnan handleiðslu og það var ör-
ugglega réttnefni, sérstaklega þeg-
ar þess var gætt, að ótrúlega oft
skilaði þetta mjög góðum árangri
og snéri taflinu algerlega við hon-
um í hag.
Eitt af því sem Gunnlaugi var
mjög annt um var frelsi, í þess orðs
víðtækasta skilningi. Það þakkaði
hann því frjálsmannlega uppeldi,
sem hann hafði hlotið í foreldrahús-
um. Hann hafði mótaðar skoðanir á
mönnum og málefnum og var ófeim-
inn við að láta þær í ljós. Hann
sagði lausri ágætri stöðu, sem hann
var kominn í, vegna þess eins að
honum fannst starfið hefta tjáning-
arfrelsi sitt. í stað þess að fá sér
annað starf, lét hann gamlan draum
rætast og hóf nám til doktorsgráðu
við Svartaskóla í París. Því námi
lauk hann 9. maí árið 1952, er til-
kynnt var að hann hefði verið sam-