Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Bónus með hagstæðasta verðið á höfuðborgarsvæðinu 27% verðmunur á Hagkaupi og Bónus ÞAÐ er hagstæðast að kaupa inn í Bónus og Fjarðarkaup koma þar á eftir. Þetta kemur fram í verð- könnun sem starfsfólk samstarfs- verkefnis ASÍ, BSRB og Neyt- endasamtakanna gerði fyrir skömmu í stórmörkuðum á höfuð- borgarsvæðinu og á Selfossi. Bónus er eina lágverðsverslunin í könnuninni en Fjarðarkaup var með lægsta verðið þegar stórmark- aðir og klukkubúðir eru annars vegar. Athygli vekur að mikill verðmunur er milli verslana sem gera sameiginleg innkaup. Birgir Guðmundsson verkefnis- stjóri hjá samstarfsverkefninu segir að verðkönnun hafí veri gerð á 83 algengum vörutegundum í stórmörkuðum og klukkubúðum á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi miðvikudaginn 20. maí síðastlið- inn. Hann segir að ástæðan fyrir því að Bónus er ekki með í töfl- unni sem hér fylgir sé sú að það er eina búðin í könnuninni sem er lágverðsverslun. Þjónustustig og vöruval í Bónus er töluvert frá- brugðið því sem var í hinum versl- ununum og því ekki að fullu sam- anburðarhæft. „Það er athyglisverður verðmun- ur milli verslana sem gera sameig- inleg innkaup. Þannig var t.d. 27% verðmunur milli Bónuss og Hag- kaups þrátt fyrir sameiginleg inn- kaup í gegnum fyrirtækið Baug. Hagkaup er reyndar með hærra þjónustustig en 27% verðmunur er samt í hærra lagi. Samkaup með lægra verð Það sama er uppi á teningnum þegar þær verslanir sem eiga aðild að innkaupafyrirtækinu Búr hf. eru skoðaðar, en verðlag í KA og Nóatúni er um 3,5% hærra en í Verðmunur milli matvöruverslana Hlutfallslegur verðmunur þar sem meðalverð úr öllum verslunum ásamt Bónus er 100. 100 100,5 V 95,2 ’M - ’ 102,1 102,3 102-8 Fjarðar- Sam- ini1 Hag- .. .. kaup kaup 1U kaup Samkaupum þó þessar verslanir kaupi inn á sama verði.“ Birgir segir að miðað við vísitölu meðalverðs mælist verðlag í Bónus 80,7 en meðalverð úr öllum versl- ununum er 100. Miðað við sömu vísitölu var Fjarðarkaup með hag- stæðasta verðlagið af stórmörkuð- um eða 95,2 og þar á eftir komu Samkaup en 5% munur var á þess- um verslunum sem báðar eru í Hafnarfirði. Þar á eftir kom 10-11 verslunarkeðjan en 10-11 var önn- ur af svonefndum klukkubúðum. Blómamarkaður í Skeifunni EIGENDUR Blómó, Gísli Gíslason og Matthías R. Gíslason. NÝLEGA var opnaður blómamarkaðurinn Blómó í Skeifunni lld. í fréttatilkynningu frá Blómó kemur fram að þar fást pottablóm, afskorin blóm, skreytingar, blómapottar, sumarblóm o.fl. Einnig er boðið upp á skreytingarefni fyrir þá sem vilja gera sínar eigin skreytingar. Þar sem núna er rétti túninn til að sefja niður sumarblómin og endurnýja þær pottaplöntur sem komu iila uudan vetri býður Blómó upp á margvísleg tilboð á pottaplöntum, blómapottum og sumarblómum. í fréttatilkynningunni frá Blómó segir að lögð sé áhersla á lægra vöruverð en almennt gerist í blómaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Jafn- framt er boðið upp á heimsendingarþjónustu. Heimsendingar er hægt að panta með tölvupósti, blomoÉmmedia.is eða í síma. Pantanir með tölvupósti þurfa að berast fyrir kl. 14.00 daginn sem sendingin á að berast. Eigendur Blómó eru Gísli Gíslason og Matthi'as R. Gíslason og er verslunin opin frá kl. 10.00 - 21.00 alla daga vikunnar. HUNDBERT, L/tNÓ/IR Þló AÐ LESA. SKRÝTLURNAR? TL HVERS? É6 6ET HLEöiÐ AD ÞÉR ÞEöAR her DILBERF alla fimmtudaga í VIDSKIFri MVINNULÍF fltagtmHafcifr / N BIODROGA snyrtivörur SLIME-LINE- dömubuxur frá gardeur Oáuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 NÝTT Eyrnahlífar KOMNAR eru á markað sérstakar eymahlífar úr flísefni sem eru sér- hannaðar á hjálma. Hlífarnar fest- ast á böndin á hjálminum og verja þannig eyrun fyrir kulda og vindi án þess að hafa áhrif á öryggsihlut- verk hans. I fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu Mæðgumar saumasmiðja segir að eyrnahlífarnar henti á flestar gerðir hjálma og þær em fáanlegar ímörgum litum. Eymahlífamar fást í reiðhjóla- verslunum víða um land og í sér- verslunum fyrir hestamenn. Útivist- arfatn- aður frá Astralíu HAFINN er innflutning- ur á útivistarfatnaði frá Ástralíu. Ólafur Vigfús- son, hjá Bráð ehf., sem rekur Veiðimanninn í Hafnarstræti, hefur fengið umboð fyrir fatn- að sem heitir „Scippis". í fréttatilkynningu frá Veiðimanninum keinur fram að vörurn- ar séu úr náttúruefnum, bæði jakkar, frakkar og yfírskyrtur. Þá er einnig boðið upp á úrval hatta úr leðri og útivi- starfatnað úr svokölluðu „oilskin". Sá fatnaður er allur vatnsheldur og „andar“. Stubba- hús HAFIN er framleiðsla á svokölluðum stubbahúsum úr áli. Stubbahúsin eru fyrir sígarettustubba og þau má hengja upp á vegg. Eftir uppsetuingii er liægt að snúa stubbahúsinu undan ríkjandi vindátt. Þegar losa á húsin er þeim smeygt af festing- unni. Stubbahúsin fást hjá Gunnari Guðmundssyni og Ragnheiði Hauksdóttur í Ef- stahjalla 15 í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.