Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Náttúru- verndarhroka - Nei, takk ÁRNI Bragason rit- ar í Morgunblaðið 8. maí sl. og er grein hans svar við áður birtri grein Sigurjóns Bene- diktssonar tannlæknis á Húsavík. Þar sakar hann Sigurjón um rangfærslur og útúr- snúninga, og því kom það mér á óvart að í þeim þremur setning- um sem Árni víkur að golfi, gerir hann sig einmitt sekan um um það sem hann ásakar Sigurjón um, rang- færslur og útúrsnún- inga. Eg læt Sigurjóni eftir að svara fyrir sig að öðru _ leyti en því sem lýtur að golfinu. Áðurnefndar setn- ingar Árna hljóða svo: „Golfáhuga- menn hafa ekki verið reknir úr Ás- byrgi. Þeim var tjáð að 20 ha golf- völlur sem lokar mynni Ásbyrgis væri ekki ásættanlegur til framtíð- ar. Golfvöllurinn heftir umferð gangandi og ríðandi fólks og tak- markar þannig möguleika þjóð- garðsins til að taka sómasamlega á móti gestum sínum.“ Hvergi minnt- ist Sigurjón á að golfmenn hefðu verið reknir úr Ásbyrgi, heldur nefnir hann það að þeim hafi verið bannað „að nýta sér tún í nágrenni Ásbyrgis" og á þar að sjálfsögðu við Ás í Kelduhverfí. Mér vitanlega hef- ur ekki verið óskað eftir því að loka mynni Ásbyrgis með 20 ha golfvelli. Þá er mér ekki kunnugt um reið- leiðir eða fyrirhugaðar reiðleiðir á þessum stað, og aldrei hefur staðið til að hefta gönguleiðir vegna golf- vallar. Þar sem Árni virðist ekki þekkja vel sögu þessa golfvallar- máls ætla ég að rekja hana hér í ör- stuttu máli. Það var árið 1991 eða 2 að ákveðið var að leggja af allan bú- skap í Ási í Kelduhverfi. Þá komst sú hugmynd á flot að þar væri snjallt að nýta hluta túna undir golf- völl, enda landið frábært til þess arna. Myndarlegur birkiskógur er um- hverfis og inn á milli túna, landslag mátu- lega mishæðótt og síð- ast en ekki síst stað- setningin, rétt austan við mynni Ásbyrgis, þar sem tugþúsundir gesta koma sumar hvert. Voru heima- menn farnir að finna fyrir mjög vaxandi kröfum um afþreyingu fyrir ferðamenn og þá ekki síst golfvöll. Því fékk þessi hugmynd óðara mikinn hljóm- grunn meðal héraðs- búa, sem leiddi til stofnunar Golf- klúbbsins Gljúíra vorið 1993. Raun- ar hafði undirritaður ári fyrr ritað Náttúruverndarráði bréf um hug- myndina, en það þótti ekki svara- vert! Var nú á ný leitað til eiganda jarðarinnar, Náttúruverndarráðs, með málið. Þrátt fyrir öflugan stuðning heimafólks, sveitarstjórna Keldu- hverfis og Öxarfjarðar, þingmanna og ráðherra, þá mætti okkur hjá Náttúruverndarráði ekkert nema hroki, fordómar og jafnvel bein ósannindi! Þetta er ótrúlegt en satt, og bar þar langhæst Sigrúnu Helgadóttur, sem á þó að kallast al- varlegur vísindamaður. Sigrún sagði t.d. aðeins vera einn golfvöll í þjóðgarði í heiminum og hann væri í Ástralíu! Ekki þarf þó að leita langt, í þjóðgörðum í Kanada eru golfvell- ir, t.d. í Prince Edward Island National Park og í Terra Nova National Park á Nýfundnalandi! Náttúra hefur óvíða varðveist betur en einmitt á golfvöllum, enda þar lagt kapp á náttúruvemd og frið- sælt og fagurt umhvei’fi. Mikið var gert úr hættu af völdum golfs, talið að það myndi valda ónæði, vitnað í strangar reglur um þjóðgarða, og sagt að með golfvelli yrði land af- hent fámennum sérhagsmunahópi Þröstur Friðfinnsson TÚNIN í Ási sem golfmenn vildu nýta en fengu ekki. Myndin er tekin eftir að landið var orðið innan þjóð- garðs, þar sem beit hrossa var bönnuð með reglugerð, og tveim árum eftir að félagar Gljúfra buðu fyrst fram aðstoð við hreinsun svæðisins. og þar með lokað öðrum, en þjóð- garðar skulu jú öllum opnir. í ljósi þessa er fróðlegt að fara yfir fram- vindu mála. Ekki hefur enn fengist að slá golfbolta 1 Ási, en fyrir velvilja Skógræktar ríkisinshefur golf verið leikið á túnum í Ásbyrgi síðan í ágúst 1993. Þessi bráðabirgðavöllur hefur þegar sannað gildi sitt og jafnframt afsannað ýmsar fullyrð- Þar sem Arni Bragason virðist ekki þekkja vel sögu þessa golfvallar- máls ætlar Þröstur Friðfínnsson að rekja hana hér. ingar Sigrúnar og félaga, því hann er fast við tjaldsvæði Náttúru- vemdarráðs, en starfsemin hefur mér vitanlega engan truflað, né skapað hættu. Sigrún taldi raunar tjaldbúum stafa bráð hætta af velli sem væri í Ási í kílómetra fjarlægð! Eg vildi snemma kynna mér þær reglur sem giltu um þjóðgarðinn, enda hefur ekki staðið annað til en að virða þær í hvívetna. Eg varð því heldur undrandi að komast að því að Ás var langt utan þjóðgarðs. Náttúruvemdarráðsfólk varð raun- ar að viðurkenna það, en benti á reglugerð sem var þá í smíðum. Hún tók síðan gildi haustið 1994 að mig minnir, og er Ás síðan í útjaðri þjóðgarðsins, en í Ásbyrgi er golf leikið utan þjóðgarðs. Hvergi í reglugerðinni er þess getið að óheimilt sé að leika golf í þjóðgarð- inum. Þar er þess hins vegar getið að beit hrossa sé bönnuð. Þó lét Náttúruvemdarráð sig hafa það að leyfa útigang hrossa nákvæmlega á því svæði sem mjög kröftuglega hafði verið hafnað fyrir golf. Þar völsuðu þau um tún og skóg, eftir að landið var orðið þjóðgarður! Þetta svæði hefur á liðnum áram verið lýti á þjóðgarðinum, ýmist staðið í sinu eða verið leigt bændum til nytja og þar með komið í mót- sögn við áður boðaða friðun tún- anna. Fáir fara þar um, og þykir víst betra að enginn njóti, en að þar sé leikin svo vinsæl íþrótt sem golf er, en nú er Golfsamband Islands orðið næst fjölmennasta sérsam- band ÍSÍ. Að lokum þetta; í Ási í Kelduhverfi er mjög auðvelt að gera golfvöll sem ætti ekki sinn líka á ís- landi, þar sem gestir nytu náttúr- unnar, útsýnis inn yfir Ásbyrgi og út yfir Öxarfjörð og Kelduhverfí, skjólsins af skóginum, ilmsins, frið- sældar og fuglasöngs. Eftirfarandi forsendur era sjálfgefnar og hafa verið frá upphafi: Aðeins yrðu notuð gamalgróin tún, en náttúru ekki spillt. Skipulagðar gönguleiðir yrðu greiðar um svæðið fyrir alla gesti þjóðgarðsins. Ekki yrði þrengt að annarri starfsemi eða búsetu í Ási, enda nefnt svæði nokkurn veginn að öllu leyti í hvarfi frá húsum þar. Hægt er að hafa aðkomu, þjón- ustu og jafnvel hluta vallarins í mynni Ásbyrgis nærri versluninni sem þar er. Með þessu móti fullyrði ég að allt svæðið fengi mjög aukið gildi og golfstarfsemin þyrfti ekki að trafla eða vera fyrir nokkram manni, og sátt gæti náðst milli Náttúravemdar ríkisins og íbúa svæðisins. Það sæmdi ríkisstofnun- inni betur að vinna með heimafólki að náttúravernd en að halda áfram þeim hroka sem einkennt hefur Náttúravemdarráð og hvet ég Árna Bragason og Náttúruvernd ríkisins til allra góðra verka Islandi og Is- lendingum öllum til heilla. Höfundu r er lítíbiísst/o'rí Lands- bankans á Sauðárkróki, og var upp- bafsmaður að golfi í Ásbyrgi og for- maður Golfklúbbsins Gljúfra 1993- 1996. Svæðisskipulag TRAUSTI Valsson skipulagsfræðingur er maður fylginn sér og duglegur að koma sjón- armiðum sínum á fram- færi. Undir öllum venjulegum kringum- stæðum ber að virða slíkan dugnað. Trausti hefur vakið máls á ýms- um athyglisverðum málefnum og af og til tekist að koma af stað umræðum. Það var- hugaverða við aðferðir hans til að vekja athygli er, að það er eins og honum sé svo mikið í mun að eftir honum sé tekið og Alþingi og ríkisstjórn fari að ráðum hans, að minna máli skipti hversu réttar fullyrðingar hans eru. Hann tínir til þau atriði sem honum finnst henta hverju sinni til að rök- styðja skoðanir sínar og notar þau vægast sagt frjálslega til fylla upp í eyður í kenningum sínum. I grein sinni í Morgunblaðinu 17. maí kynnti Trausti skoðanir sínar á svæðisskipulagi sem hann telur vera í grundvallaratriðum gallað skipu- lagsstig. Þrátt fyrir ærna ástæðu var Trausta ekki svarað, svo hann bætti um betur og skrifaði aðra grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. maí eftir að hafa rætt við skipu: lagsstjóra ríkisins í síma 20. maí. I greinni segist Trausti hafa rætt við skipulagsstjóra „og er hann að mestu sammála um grandvallargalla svæð- isskipulagsstigsins og kallaði það bastarð". Trausti varpar síðan fram þeirri spurningu hvað þetta þýði fyrir þá hugmynd Álþingis að svæðisskipulag sé töfralausn til að tryggja heildarhugsun í skipulagi miðhálendis- ins og kemst að þeirri niðurstöðu að finna verði aðra lausn sem felist í því í aðalatriðum að sveitarstjórnir komi ekki nálægt skipulagi miðhálendisins. Frá því að ég tók við embætti skipulagsstjóra árið 1985 hef ég í mínu starfi eindregið hvatt sveitar- stjórnir til að ráðast í gerð svæðis- skipulags með það að markmiði að marka sameiginlega stefnu í land- notkun á stóram svæðum ekki síst í strjálbýli. Sveitarstjómir um allt land hafa séð sér hag í því að nota svæðisskipulag sem stjórntæki og komið þannig á markvissari upp- byggingu sumarbústaðasvæða og stefnu í vatnsvernd, náttúravernd og sameiginlegri þjónustu ýmiss konar. Nýlega hefur t.d. verið hafist handa við svæðisskipulags fyrir höf- uðborgarsvæðið. Þá tel ég að þátt- taka sveitarfélaga í svæðisskipu- lagsgerð og sú umræða sem vaknað hefur í því sambandi hafi haft mjög jákvæð áhrif á sameiningu sveitarfé- laga. Eg lít svo á að svæðisskipu- lagsstigið hafi og eigi eftir að hafa mikla þýðingu í umhverfis- og byggðamálum á Islandi. Eg lít ekki á svæðisskipulagsstigið sem bastarð, hvorki á hálendi eða lág- lendi. Það sem ég sagði við Trausta var að þegar sveitarfélögunum hefði fækkað í um 40 væri það mín skoðun að huga bæri að því að leggja niður svæðisskipulagsstigið og leggja áherslu á landsskipulagsstigið þannig að samræmi væri komið á / Eg lít ekki á svæðis- skipulag sem bastarð, segir Stefán Thors. Hvorki á hálendi né láglendi. við stjórnsýslustigin tvö í landinu. Aðalskipulagsáætlanir nýju stóra sveitarfélaganna væru þá ekki ósvipaðar svæðisskipulagsáætlunum eins og þær era í dag. Öllu landinu væri skipt í 40 sveitarfélög sem hvert fyrir sig hefði sitt aðalskipulag en til að gæta þjóðarhagsmuna, samræmingar og öryggis væri til landsskipulag, sem eðli málsins samkvæmt næði til alls landsins og þar sem mörkuð væri meginstefna. Trausti spurði mig þá hvort hann mætti hafa þetta eftir mér í grein Stefán Thors sinni og endurtók ég þá nákvæm- lega þetta og sagði hann mega gera það. Varðandi ábyrgð á tillögu að upp- skiptingu miðhálendisins í sveitarfé- lög sem Trausti gerir líka að um- ræðuefni í grein sinni þá er það rétt sem þar kemur fram að embætti skipulagsstjóra hafði ákveðið frum- kvæði að þeirri vinnu í framhaldi af ósk Náttúruvemdarráðs árið 1988 sem benti á að erfiðleikum væri bundið að fjalla um byggingar fjalla- skála og mörk friðlýstra svæða á há- lendinu á meðan óvissa væri um hvaða sveitarstjórn ætti að fjalla um málið, en engum öðram aðila er heimilt að veita byggingarleyfí. Árið 1989 stóð félagsmálaráðuneytið fyrir könnun meðal allra sveitarstjórna á stöðu afréttarmála en samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá 1986 skal afréttur sem ekki hefur verið skipað innan staðarmarka sveitarfélags, en íbúar eiga upprekstrarrétt í, teljast til þess sveitarfélags. Embætti skipulagsstjóra vann síðan ásamt Landmælingum íslands úr upplýs- ingum félagsmálaráðuneytisins og sendi ráðuneytinu skýrslu um málið árið 1991 ásamt tillögu að skiptingu landsins í sveitarfélög. Trausti hefur það eftir Júlíusi Sólnes, fyrrverandi umhverfisráðherra, að hann hefði rekið augun í þetta kort í fyrstu heimsókn sinni til skipulagsstjóra og hefði hann á stundinni bannað vinnu við kortið. Ekki er mér kunnugt um hvort eða hverjum Júlíus Sólnes bannaði vinnu við kortið, enda var það komið á borð félagsmálaráð- herra, sem fór með skipulags- og byggingarmál til 1. janúar 1991 þeg- ar umhverfisráðuneytið var stofnað og skipulags- og byggingarmál flutt- ust til þess. Félagsmálaráðuneytið fer eins og kunnugt er áfram með málefni sveitarfélaga. Varðandi meinta ólöglega gjörn- inga umhverfisráðheiTa í staðfest- ingu aðalskipulagsáætlana þá ráð- legg ég Trausta Valssyni að kynna sér þau mál svolítið betur áður en hann veður meiri reyk. í auglýsingu um staðfestingu á aðalskipulagi Svínavatnshrepps 1992-2012 sem birtist í Stjórnartíðindum 25. októ- ber 1993 og er undirrituð af Össuri Skarphéðinssyni segir m.a.: „Einnig nær staðfestingin ekki til marka sveitarfélags í óbyggðum." Ekki veit ég hvaðan Trausti hefur upplýsingar um mörk aðalskipulags Gnúpverja- hrepps sem staðfest var árið 1995. Samkvæmt þeim uppdrætti sem varðveittur er á Skipulagsstofnun eru mörkin nokkuð ofan við Búr- fellsvirkjanir en ekki á vatnaskilum á miðhálendinu. Ekki er mér ljóst hvað Trausti eigi við með allri þeirri skipulags- vinnu sem umhverfisráðherra hefur „sett af stað“. Samkvæmt skipulags- lögum sem voru í gildi til síðustu áramóta voru öll sveitarfélög skipu- lagsskyld. Ekki er mér kunnugt um að umhverfisráðherra hafi sett af stað aðra skipulagsvinnu en á mið- hálendinu og var það gert með breytingu á skipulagslögum árið 1993. Náttúruauðlindir landsins og skipulagsmál á miðhálendinu eru stórmál sem krefjast vandaðra vinnubragða. Höfundur er skipulagsstjóri ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.