Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 39 #- Hitasótt í hrossum - varnir og framtíðarsýn VEGNA nýrrar stöðu sem komin er upp varð- andi útbreiðslu á smit- andi hitasótt í hrossum hefur áherslum í vörn- um gegn sjúkdómnum verið breytt. I stað varnarlína er nú aðalá- herslan lögð á að hrossaeigendur verji sín hross hver á sínum stað eins og aðstæður gefa tilefni til og þeir hafa möguleika á. Einsýnt þykir að veikin muni fara um allt land með tímanum og ræðst það af því að smitefnið er mjög lífseigt í umhverfinu, meðgöngu- tíminn getur verið langur og smit- leiðir eru lúmskar og að hluta til óþekktar. Þessir þættir, að því við- bættu að hrossastofninn virðist mjög næmur fyrir smitefninu, hafa orðið þess valdandi að ekki hefur tekist að stöðva útbreiðslu veikinn- ar. Þó veikin hafi borist hratt á milli bæja í vetur virðist sem sú smitleið (með fuglum eða vindi) sé ekki eins öflug núna með vorinu, jafnvel alveg horfín. Það gefur auknar vonir um að hægt sé að halda útbreiðslunni í skefjum fram yfir Landsmót hestamanna nú í sumar. Varnaraðgerðir Þó vel hafi vorað og tíðin sé góð er enn full ástæða til að verja hryssur sem eru komnar nærri köstun fyrir veikinni og einnig er mjög áríðandi að verja keppnis- og sýningarhross sem stefnt er með á Landsmót. Mikilvægasta varnaraðgerðin er að taka ekki við hrossum og reið- tygjum úr sýktu umhverfi, sérstak- lega frá svæðum þar sem stutt er síðan veikindin gengu yfir. Athug- anir okkar benda til að ólíklegt sé að hestar beri með sér smitefni ef meira en mánuður er liðinn frá því að þeir voru veikir en einnig er ljóst að smitefnið getur lifað mun lengur í umhverfi hrossa. Því þarf að hindra að óhreinindi berist úr um þær aðgerðir meðal hesta- manna og að þeir taki höndum saman um að finna lausnir á þeim vandamálum sem upp kunna að koma. Hinsvegar verða menn að vera því viðbúnir að veikin breiðist út í kjölfar mótsins enda er ekki ráðlegt að það dragist fram á næsta vetur að veikin breiðist um landið. Horfur á útflutningi Það hefur reynst erfítt að fá samþykki viðskiptalanda okkar fyrir útflutningi á hrossum á með- an enn er óljóst hvað veldur veik- inni. Yfirdýralæknir vinnur nú að því að kynna fyrir dýralæknayfir- völdum Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna tillögur að sérstök- um varúðarráðstöfunum varðandi þennan útflutning sem vonast er til að nái fram að ganga. Þar er gert ráð fyrir því að hægt verði að flytja út heilbrigð hross frá bæjum eða hesthúsum þar sem ekki hefur orðið vart við smitsjúkdóm þennan í a.m.k. einn mánuð. Þetta getur bæði átt við staði sem veikin hefur gengið yfir fyrir meira en mánuði og einnig fyrir þá staði sem veikinnar hefur ekki enn orðið vart. Til frekara öryggis verða hrossin höfð í 10 daga sóttkví á tilteknum stöðum nærri útflutningshöfn undir ströngu eftirliti dýralækna. Ekki er gert ráð fyrir að hross sem fengið hafa veikina og þau sem ekki hafa fengið hana verði höfð saman í sótt- kví eða flutningum. Þó ekki komi í ljós fyrr en um miðjan júní hvort tillögur þessar verði samþykktar eru hrossarækt- endur og útflytjendur hvattir til að undirbúa sig með því að halda hrossum sem ekki hafa veikst að- skildum frá hinum sem hafa veikst. Þannig ætti á hverjum tíma að vera hægt að flytja út hross frá stórum hluta landsins með örugg- um hætti og þótt þessi svæði yrðu háð breytingum samfara útbreiðslu sjúkdómsins ættu allir að geta séð fram á betri tíð með blóm í haga. Höfundur er dýralæknir hrossasjúk- dóma. ríður sdóttir sýkta umhverfinu og gæta ítrasta hreinlæt- is þegar farið er úr sýktu umhverfi yfír í ósýkt. Reiðfatnað nægir að þvo í þvotta- vél en skófatnað þarf að þvo vel og úða síðan með sótthreinsiefninu Virkon eða sambæri- legu sótthreinsiefni. A hestamótum og öðrum hestasamkom- um sem nauðsynlegar eru til undirbúnings Landsmóti skal forð- ast að hross úr sýktu og ósýktu umhverfi komi saman. Nauð- synlegt er að mæla hross fyrir keppni ef minnsti grunur leikur á að hrossið sé smitað. Ástæða getur verið til að fjölga mótum og sýn- ingum á „ósýktum svæðum“ og á svæðum þar sem veikin er að Við teljum vel framkvæmanlegt að halda Landsmót, segir Sigríður Björnsdóttir, við þær aðstæður er nú ríkja. ganga yfir til að minnka hættuna á að smitberar komist í návígi við stóra hrossahópa og veikin breiðist út í kjölfarið. Landsmót verður haldið Reynslan sýnir að nokkur tími líður frá því smitefni berst á nýjan stað þar til veikindin taka að breið- ast út í miklum mæli. Því teljum við vel framkvæmanlegt að halda Landsmót við þær aðstæður sem nú ríkja. Reynt verður að aðskilja þau hross sem ekki hafa fengið veikina frá hinum eins og hægt er og ráðstafanir verða gerðar til að halda smitmagninu í lágmarki á meðan á mótinu stendur. Mikil- vægt er að víðtæk samstaða náist Sigríður Björnsdóttir Til hvers? ÞAÐ ER reyklausi dagurinn í dag. Dagur- inn sem allir reykinga- menn fara í baklás. Ann- aðhvort fyllumst við reiði og storkum öllum reykleysingjunum sem eru að „bögga“ okkur. Eða þá að við reynum að sigla snyrtilega fram hjá öllu því sem getur gert okkur meðvituð um þennan dag. Af hverju? Allir reykingamenn vita að reykingar eyðileggja heilsu okkar hægt og bítandi, en örugglega. Allir vita að það kostar okkur offjár! Enginn reykingamað- ur getur lifað með það stöðugt í vit- und sinni, hvað hann er að gera sjálf- um sér, hann mundi ekki afbera það. Þess vegna er okkur svona nauðsyn- legt að reykja ómeðvitað. Við tökum bara eftir því á augnablikum þegar okkur er bent á að við megum ekki reykja hvai’ sem er, þegar við fáum hóstakast, þegar pakkinn er að verða búinn og langt liðið á kvöldið, þegar við eigum ekki fyrir næsta pakka og svo framvegis, og svo framvegis. Reyklausi dagurinn er svona dagur þai- sem reykingamenn verða stans- laust að forða vitund sinni frá því að standa frammi fyrir þessari hrylli- legu staðreynd, ég reyki! Og við forðum okkur með því að vera nán- ast ekki til eða þá að pumpa upp særða rétt- lætiskennd, bítum frá okkur og við lifum dag- inn af! Ungur vinur minn var að byrja að reykja nú nýverið og æ-ið mitt þegar ég frétti það, var ekki neitt venjulegt æ af því að núna veit ég hvað er að gerast hjá þessum unga manni. Eg byrjaði sjálfur 13 ára og öll árin sem ég reykti reyndi ég bara einu sinni að hætta og það „á hnefunum". Þegar það mistókst vissi ég að ég mundi aldrei geta hætt, ég væri dæmdur til að reykja til eilífðar. Það var ekki fyrr en eftir 35 ára reyking- ar, sem ég var svo lánsamur að kynnast aðferð Bretans Allens Carrs, „The Easyway to stop smok- ing“ og á þriðja morgni eftir að ég hætti með aðferð hans, vissi ég að ég þyrfti aldrei aftur að reykja. Eg var laus úr 35 ára helvíti. Núna veit ég af hverju ég byrjaði að reykja. Af sömu ástæðu og þessi ungi vinur minn. Við þurftum ekki að byrja að reykja, en við tveir, eins og allir aðrir reykinga- menn, byrjum á þessum fj..da ein- ungis til þess að verða meiri menn, töffarai’ eða heimsvön manneskja í augum jafnaldra okkar. Við höfum ekki hugmynd um að Pétur Einarsson fyi-sta sígarettan gerir okkur að hlekkjuðum þrælum það sem eftir er ævinnar. Við verðum að reykja 20 til 40 sígarettur á dag, það sem eftir er. Við erum dottin í djöfullegustu gildru sem maðurinn og náttúran hafa smíðað í sameiningu. Það tók mig tvær vikur að kæfa hóstakastið sem ég fékk þegar ég andaði reykn- um ofan í ómenguð lungu mín. Og ég þurfti að gera það í laumi, því að það er ekkert töff að reykja og hósta af því. Þeir sem ekki ráða við að kæfa hóstann sleppa og þurfa ekki að eyða ævinni í þetta. Þegar við reykjum fyrstu sígarett- una, „bara að prófa þetta“ veit ekk- Reykingar eyðileggja heilsu fólks hægt og bítandi, segir Pétur ________Einarsson._____________ En örugglega. ert okkar að aftan í henni eru fastar um hálf milljón sígarettur. Það eru um 40 þúsund metrar af sígarettum. Ekkert okkar veit að þessi fyrsta sí- garetta kostar okkur um það bil 10 milljónir króna um ævina og heils- una líka. Fyrstu árin eru reyking- arnar ekkert að trufla heilsu okkar, en það er ótrúlaga fljótt sem við för- um að missa þrek og þrep fyrir þrep étur sígarettan getu okkar, án þess að við tökum eftir því, af því að það gerist svo hægt. Þegar við loks byrj- um að taka eftir því erum við orðin snillingar í því að blekkja okkur sjálf, snillingar í því að afstýra því, að þessi hryllingur þrengi sér inn í Að reykja eða ekki reykja ÞAÐ er kannski borin von að reykingamenn opni augun og lesi þetta greinarkom einmitt vegna þess að nú er reyklausi dagurinn; dagur sem reykinga- menn hata. Fjölmiðlar uppfullir af fróðleik um skaðsemi reykinga, en hann forðast reykinga- menn. Reykingar eru hættulegar, þær drepa, fómarlömb liggja í valn- um og tóbaksframleið- endur baða sig upp úr gróðanum. Ffldarnir láta blekkjast og telja sér trú um að þeir geti ekki lifað án þess að sjúga banvænt eitrið, vitandi um af- leiðingarnar og þann ama sem aðrir hafa af menguninni, ólyktinni, sóða- skapnum og sjálfsniðurlægingunni; því hvað er verra í heimi en þurfa vera ofurseldur meðaumkvun með- bræðra sinna? Sennilegt er að reykingamenn hunsi þessa grein og til hvers ætti ég þá að eyða tíma mínum og dýrmæt- um dálksentímetmm í að koma ein- hverri vitglóm í aðframkomna reyk- ingamenn sem fyrir löngu hafa gefist upp á að „reyna að hætta“ og halda að þeir séu tilneyddir að eyða því sem eftir er ævinnar í að reykja? Jú, ég hreinlega verð. Eg var sjálfur óforbetranlegur reykingamaður og eyddi tuttugu og fimm áram í þenn- an þrældóm. Eg hafði fullkominn ímugust á reyklausa deginum. Keypti jafnvel tvo pakka þann dag og reykti þá báða. Þess vegna veit ég að þið, kæra reykingamenn, munuð ekki hætta að reykja á reyklausa daginn. Ég vildi ekki láta aðra segja mér hvenær ég ætti að hætta, það var eitthvað sem ég hugðist gera á „eigin forsendum“ „einhvemtíma síðar“ þegar ég yrði „tilbúinn“ og „rétti tíminn“ kæmi. En rétti tíminn kom aldrei og allar tilraunir á „mín- um forsendum" brugðust. Ég var byrjaður aftur innan þriggja mánaða og trúði því að ég gæti aldrei hætt. Þá fannst mér best í stöðunni að sætta mig við að ég yrði að reykja þar til ég dræpist. Maður drepst hvort sem er einhverntíma og úr ein- vitund okkar og neyði okkur til að standa nakin frammi fyrir spurning- unni TIL HVERS er ég að þessu? Þarf ég virkilega að gera þetta? Dópisti sem verður að fá sitt nikótín daglega í 20 til 40 skömmt- um, getur ekki horfst í augu við það að vera án þess, og þá er betra að loka vitund sinni fyrir þessu og halda bara áfram að reykja ómeðvitað. Ég var svona reykingamaður, og þessi ungi vinur minn á eftir að vera fastur í þessari gildi-u og blekkja sjálfan sig um það að sígarettan geri hann töff, þangað til að veruleikinn byrjar að þrengja sér inn í vitund hans og hann fær aldrei frið, fyrr en hann kveikir sér ekki í næstu sígarettu. Þegar mér hafði tekist að losna úr gildrunni, tók það mig tvær vikur að vinna úr reiðinni. Ég hafði í öll þessi ár látið stjórnast af óttanum við það að ég gæti aldrei losnað. Að það væra svo hryllileg fráhvarfseinkenni þegar maður hætti. Og svo var þetta bara enginn vandi! Það var erfiðast að sætta sig við að ég hafði eingöngu reykt til þess að forðast þennan ótta, sem svo var bara lævís blekking gildrunnar. Til hvers reykti ég? Ég reykti fyr- ir ímyndaðan ótta um að ég gæti aldrei hætt! Það var dálítið niður- lægjandi að þurfa að kyngja því. En það hefði þó verið enn meira niður- lægjandi að halda þessu áfram. Það kemur fijótt að því að þessi ungi vinur minn kemst í hóp þeirra, sem innst inni vilja hætta, en þora ekki að horfast í augu við það, vegna óttans. Þá vil ég að þú vitir, ungi vin- ur, þú verður aldrei of forfallinn, því það er enginn vandi að hætta. Höfundur er leikari. hverju verður maður að drepast. En lífið snýst ekki um það hvemig maður drepst, heldur hvernig maður lifii’ og þar kom að mér tókst að hætta. Og vitiði hvað? Það var „enginn vandi“. Hlægi- lega auðvelt! Vendi- punkturinn? Það var ekki ótti við krabbamein eða aðra reykingasjúk- dóma. Ekki þrýstingur af hálfu samfélagsins, eða fjölskyldunnar sem var að kafna í reyknum og ekki vegna pening- anna sem brunnu upp á þessum árum. Þetta vissi ég allt fyrir, en ekkert af því fékk mig til að hætta reykingum. Það var þegar ég vissi HVERS VEGNA EG REYKTI. Þetta kann að hljóma undarlega, en þetta er lyk- illinn að því að geta hætt reykingum. Ekki vegna þess að reykingar séu „slæmur ávani“ og ekki vegna þess að vitundin um að maður gæti drep- ist einn góðan veðurdag verði til þess að við fáum „vitrun“ og drepum í, í eitt skipti fyrir öll. Nú skora ég á ykkur, kæru reyk- ingamenn, að svara þessari spurn- ingu fyrir sjálfa ykkur: Hvers vegna Lífíð snýst ekki um það hvernig maður drepst, segir Valgeir Skag- fjörð, heldur hvernig maður lifir. reykið þið? Ég get svarað fyrir mig. Ég reykti vegna þess að ég var eit- urlyfjafíkill. Nikótín er eiturlyf sem gerir okkur að fíklum strax við fyrsta smók. Þetta vitið þið og þetta veit ég líka. Nikótín er öflugt eiturlyf og ef ekkert nikótín væri í sígarett- unni þá væri enginn ofurseldur þeirri vitleysu að troða slíkum staut upp í sig, kveikja í honum og anda banvænum reyknum ofan í lungun. Þið sem takið inn nikótín í magni sem svarar tuttugu sígarettum á dag, eruð eiturlyfjaneytendur. Nikótín er iöglegt eiturlyf og ótrú- legt að ekki skuli litið til þess þegar rætt er um fíkniefnavanda unglinga nú til dags. Að einhverjum skyldi hugkvæm- ast að lækna eiturlyfjaneytanda með því að selja honum sama eiturlyfið í öðru formi er snilldarbragð. Skilaboð til reykingamanna eru að þeir reyki vegna þess að þeir „vöndu sig á það“. Þegar ég skildi loks hvers vegna ég reykti, þá upplifði ég ólýsanlega gleðitilfinningu. Rétt eins og þegar barni tekst að raða saman flóknu púsluspili á eigin spýtur. Það var auðveldara en mig óraði fyrir. Ég skildi að ég var nikótínfíkill og að losna við nikótínið var fyrsta skrefið í áttina að frelsi frá tuttugu og fimm ára þrældómi. Eftirleikurinn var auðveldur. Ég sá gegnum blekking- arnar, bæði mínar eigin gagnvart sjálfum mér og öðrum og þær sem hinir beita í því augnamiði að halda reykingamönnum ánetjuðum. Ég þurfti hjálp og hana fékk ég þegar ég kynntist Allen Carr og að- ferð þeirri sem hann þróaði til að hætta reykingum. Hann er einn fremsti sérfræðingur í að hjálpa fólki til að hætta reykingum. Ég skildi að: ferð hans og tileinkaði mér hana. í dag er ég hamingjusamlega reyklaus og þess fullviss að ekkert í heiminum fær mig til að kveikja í sígarettu framar. Kæru reykingamenn, þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Viðurkennið breyskleika ykkar og snúið ykkur í átt til gleðinnar og frelsisins sem felst í að lifa lífinu reyklaus. Það er enginn vandi að hætta! Höfundur er leikari og fyrrv. reyk- ingamaður. Valgeir Skagfjörð V i 4 4. 1 f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.