Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 1
120 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 120. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vestræn ríki ítreka mótmæli gegn kjarnorkutilraunum Pakistanar stóryrtir en segjast vilja frið Islamabad, Nýju Delhi, Washington. Reuters. Reuters Umdeilt listasafn opnað PAKISTANSKA stjórnin lýsti í gær þeirri ósk sinni að heimsbyggðin ynni í sameiningu að friði í Suður- Asíu, eftir að bæði Indland og Pakistan létu verða af því að fram- kvæma kjarnorkusprengingar í til- raunaskyni, sem íbúar landanna hafa fagnað gífurlega en aðrar þjóðn- heims hafa keppzt við að fordæma. Gohar Ayub Khan, utanríkisráð- herra Pakistans, hét því í gær að Pakistanar myndu af alefli svara hvers konar árás frá Indlandi, en ná- gi’annaríkin tvö hafa lengi eldað grátt silfur saman. „Við ráðum yfu- kjarnorkuvopnum; við erum kjarn- orkuveldi,“ lýsti ráðherrann yfii-. I yfirlýsingu sem dreift var til er- indreka erlendra ríkja í Islamabad segir, að Pakistanar mundu aldrei grípa til kjarnavopna nema í varnar- skyni. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins sagði Pakistana hafa sprengt fimm tilraunasprengjur á fimmtu- daginn með „mikilli ábyrgðartilfinn- ingu“, í því skyni að koma aftur á Tafír í flugi á Spáni Madríd. Reuters. SPÆNSKIR flugumferðar- stjórar ollu í gær og fyrradag miklum töfum á flugsamgöng- um á Spáni vegna deilu um yf- irvinnuskyldu við yfirvöld flug- vallarmála (AENA). Aflýsa þurfti fjölda flugferða og þús- undir farþega urðu að leita skjóls á spænskum gistihúsum vegna aðgerðanna en flugum- ferðarstjórarnir „fóru sér hægt við vinnu“. Talið er að- gerðirnar hafi valdið um 80.000 manns erfíðleikum. Mörgum ferðum aflýst Illa gekk að leysa deiluna og versnaði ástand því á spænsk- um flugvöllum er leið á daginn í gær. Þá hafði 120 flugferðum frá Madrídarflugvelli verið af- lýst, en annað flug tafðist um l-lVá tíma að meðaltali. Spænska ríkisflugfélagið Iber- ia hafði aflýst samtals 160 flug- ferðum, en flestar þeirra voru á stuttum innanlandsleiðum. I samtali við Morgunblaðið gerðu fulltrúar Flugleiða ráð fyrir einhverri seinkun á brott- för vélar frá Barcelona sem upphaflega var áætluð til brottfarar klukkan 23 í gær- kvöld. Aðgerðir flugumferðar- stjóra áttu hins vegar aðeins að vara í tvo daga og var því gert ráð fyrir að starfsemi spænskra flugvalla yrði á nýj- an leik með eðlilegum hætti í dag. hernaðarlegu jafnvægi eftir tilrauna- sprengingar Indverja fyrr í mánuð- inum. Indversk stjómvöld lýstu í gær fyr- ir sitt leyti því yfir að Indland áhti að engin ný ógn steðjaði að öryggi lands- ins og hefði ekki í hyggju að taka þátt í vígbúnaðarkapphlaupi við „erki- fjandann“ vestan við landamærin. Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, lét þessi orð falla í efri deild indverska þingsins, þar sem æsingafull umræða um afleið- ingar kjarnorkutilrauna Pakistana fór fram. Bandaríkjamenn kalla til leiðtogafundar Bandaríska stjórnin mótmælti í gær á ný kjarnorkuvopnabrölti beggja ríkja og kallaði til sérstaks leiðtogafundar voldugustu ríkja heims, þai- sem rætt skyldi hvernig tryggja megi stöðugleika og frið í þessum heimshluta með varanlegum hætti. BRESKA barnfóstran Louise Wood- ward var gagnrýnd harðlega í breskum fjölmiðlum í gær og var fullyrt að einn lögfræðinga hennar hefði farið hörðum orðum um hana og varpað henni á dyr. Blaðið Express greinir frá því að lögfræðingur Woodward, Elaine Sem teikn um að Bandaríkjamenn, sem ákváðu að beita bæði lönd efna- hagslegum refsiaðgerðum, vildu láta refsingar fara saman við uppbyggi- legri viðbrögð, greindi stjómin í Washington jafnframt frá því að bandaríski sendiherrann í Indlandi myndi snúa aftur til Nýju Delhí, en hann hafði verið kallaður heim í mót- mælaskyni við sprengingarnar. Sendiherrann í Pakistan sæti líka kyrr í Islamabad. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einróma ályktun, þar sem kjarnorkusprengingar Pakistana og Indverja em fordæmd- ar, og bæði ríki vöruð við því að halda slíkum tilraunum áfram. Mörg ríki heims ítrekuðu fordæm- ingu á tilraununum og frétta- skýrendur sögðu að hættan á kjarn- orkuvígbúnaðarkapphlaupi í Suður- Asíu væri nú mikið áhyggjuefni fyrir alla heimsbyggðina. ■ Kjarnavopnakapphlaup/22 Whitfield Sharp, sem hefiir hýst hana frá því hún var látin laus úr fangelsi í fyrra, hafi sagt vinum sín- um að Woodward hafi „efnt til sam- kvæma og verið til stórkostlegra leiðinda“. Woodward var fundin sek um að hafa valdið dauða Matthews Eapp- NÝJA nýlistasafnið í miðborg Helsinki var opnað með pompi og prakt í gær, en hin framúrstefnu- lega bygging, sem kölluð er Ki- asma, hefur verið mjög umdeild í Finnlandi allt frá því ákvörðun var tekin um að byggja hana. 20.000 manns skrifuðu fyrir nokkrum árum undir áskorun um að hætt yrði við bygginguna sem bandaríski arkitektinn Steven Holl hannaði og kostaði nærri 2,9 milljarða króna. Fram- úrstefnustíll safnbyggingarinnar er í hrópandi ósamræmi við íhaldssaman stíl þinghússins, sem sést í bakgrunni, en deilan um BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, rak í gær yfirmann skattheimtunnar í landinu og skipaði strax annan mann í hans stað. Eru þessar að- gerðir hluti af tilraunum ríkisstjórn- arinnar til að stoppa upp í fjárlögin og lægja óróann á fjármálamarkaði. Fullyrt er, að vestrænar ríkisstjórn- ir og bankar séu tilbúin til að koma til hjálpar ef hætta þyki á efnahags- legu hruni í Rússlandi. Jeltsín hafði heitið að stokka upp víða vegna fjármálakreppunnar og í gær lét hann Alexander Pochínok, yfirmann skattheimtunnar, fara og skipaði strax Borís Fjodorov í hans stað. Gat hann sér gott orð er Rúss- ar réðust fyrst í umbætur á efna- hagslífmu og fær hann nú það verk- efni að koma skattheimtunni í lag. ens, átta mánaða gamals drengs sem hún gætti, en getur ekki farið úr landi fyrr en dómur er fallinn um áfrýjun niðurstöðunnar. Express segir að til sé upptaka af samtali Whitfield Sharp og vina hennar, og tali lögmaðurinn þar um Woodward sem „undirförult skrímsli". hana hófst strax og hönnun Holls var valin úr þúsundum tillagna sem bárust. Ýmsum þótti stíllinn stinga einum of mikið í stúf við aðrar byggingar finnsku höfuð- borgarinnar, sem flestar eru mjög hreinar og beinar útlits. En háværustu mótmælendurnir voru uppgjafahermenn, sem reiddust því að gert var ráð fyrir að minn- ismerkið um Carl-Gustaf Mann- erheim, „föður“ sjálfstæðs Finn- lands og leiðtoga þess í Vetrar- stríðinu gegn Sovétmönnum, yrði flutt. Hætt var við að færa stytt- una, sem stendur við hliðina á safninu eins og sést á myndinni. IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, tilkynnti í gær, að hraðað yrði nærri 48 milljarða ísl. kr. láni til Rússa en það er hluti af 653 milljarða kr. lán- veitingu alls. Markaðssérfræðingar efast hins vegar um, að það ásamt þeim aðgerðum, sem gripið hefur verið til í Rússlandi, dugi og því þurfi meiri aðstoð að koma til. Er raunar fullyrt, að vestrænar ríkis- stjórnir og bankar séu að búa sig undir að veita Rússum aðstoð í því skyni að koma í veg fyrir efnahags- legt hrun. I gær syrti enn í álinn þegar bandaríska matsfyrirtækið Moody’s færði niður lánshæfi rússneska rík- isins og sagði í tilkynningu frá því, að matið væri í öllum greinum nei- kvætt. Tsjúbaís óvænt til Washington Anatolí Tsjúbaís, sem fer með markaðsumbætur í rússnesku ríkis- stjórninni, kom óvænt til Washing- ton í gær þar sem hann átti fundi með fulltrúum Bandaríkjastjórnar og alþjóðlegra lánastofnana, Al- þjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Talið er víst, að hin alvar- lega staða í rússnesku efnahagslífi verði aðalumræðuefnið. Reutcrs ÆSTIR áhangendur stjórnarflokks Pakistans, Múslimabandalagsins, brenna brúðu af Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, í fagnaðarlátum yfir kjarnorkutilraunum Pakistana í Islamabad í gær. Ofögur lýsing á barnfóstrunni London. Reuters. Efnahagsöngþveitið 1 Rússlandi Vesturlönd sögð búast til hjálpar Moskvu. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.