Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Ársfundur Fj órðungssj líkrahússins á Akureyri haldinn í nýbyggingu sjúkrahússins
Örói og
spenna meðal
starfsmanna
„ÉG HEF ekki áður upplifað jafn
mikinn óróa, óánægju og spennu
meðal starfsmanna," sagði Halldór
Jónsson framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri á
ársfundi FSA, en hann fór í ræðu
sinni yfir ýmsa þætti rekstrarins og
það sem gerði starfsumhverfi erfíð-
ara og störfín meira slítandi. Álag á
starfsfólk væri orðið mjög mikið.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra sagði á fundinum að
rekstur sjúkrahússins hefði verið
tryggður og það væri það sem máli
skipti.
Fram kom í máli Halldórs að
óvissa um endanlegar fjárveitingar
fyrstu mánuði skapaði óvissu en til
viðbótai- hefði gengið illa að útfæra
kjarasamninga sem gerðir voru á
síðasta ári, útfærslu flestra þeirra
væri ólokið en þar sem henni væri
lokið virtist megn óánægja með nið-
urstöðuna. „Sumar stofnanir virðast
geta eða komast upp með það að
gera samninga sem aðrir geta ekki
leikið eftir ef fylgja á samþykktum
fjárhagsrömmum,11 sagði Halldór,
slíkir samningar væru ekkert annað
en ávísun á hallarekstur eða vís-
bending um mismunun í fjárveiting-
um.
Minna tap í ár en í fyrra
Leiða hefur verið leitað til að
hagræða og spara enn frekar í
rekstrinum án þess að skerða starf-
semina verulega umfram það sem
áður hefur verið. Þó er gert ráð fyr-
ir lengri sumarlokun á lyflækninga-
deild II, aukinni sumarlokun á
kvensjúkdómadeild og aukinni lok-
un í Kristnesi vegna framkvæmda á
legudeildum. Þessar aðgerðir
ásamt fleirum lækka útgjöld um 28
milljónir.
Starfsemi FSA hefur ekki haldið
áfram að aukast á árinu eins og
verið hefur síðustu ár, fjárveitingar
hafa ekki leyft þá þróun. Á fyrstu
þremur mánuðum ársins er 8,2
milljóna króna tap, en var á sama
tímabili í fyrra 18 miiljónir.
Halldór nefndi að fjárveitingar á
fjárlögum hafí hvergi dugað til að
viðhalda núverandi búnaði, fjár-
festa í nýjum eða fylgja þeirri þró-
un sem nauðsynlegt væri. Beiðni
frá deildum og skilgreind þörf væri
á milli 100 og 200 milljónir króna,
síðustu ár hafa 10 milljónir króna
verið veittar til kaupa á tækjum og
búnaði auk framlags frá Akureyr-
arbæ, um 1,8 milljónir króna.
Hrafnagilsskóli
auglýsir eftir kennurum.
Okkur vantar einkum kennara til að kenna raungreinar,
stærðfræði, smíðar, heimilisfræði og almenna kennslu, byrj-
enda eða á miðstigi.
Hrafnagilsskóli er í Eyjafjarðarsveit 12 km sunnan Akureyrar
(10 mín. akstur). Nemendur eru 170 í 1, —10. bekk, að
meðaltali 17 nemendur í bekk. í skólanum starfa metnaðar-
fullir kennarar sem stöðugt leita leiða til að bæta skólastarf-
ið. Við skólann er gott íþróttahús og sundlaug. Leikskóli er
í næsta nágrenni. I sveitinni er öflugt félagslíf, svo sem leik-
félag, kórar, karlaklúbbar, kvenfélög og ungmennafélag, þar
sem nýjum félögum er vel tekið.
Húsnæðishlunnindi í boði.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 463 1137 og 463 1127.
Til sölu í miðbæ Akureyrar
Ráðhústorg 9
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum við Ráðhús-
torg Akureyri. Tvö verslunarpláss eru á jarðhæð og eru þau bæði
í útleigu sem stendur. Sérinngangur er á efri hæð.
Tilboðum óskast skilað á skrifstofu Fasteignasölunnar Byggðar
fyrir kl. 17 miðvikudaginn 3. júní 1998.
BY(itil)
BRHKKIIGÖTU 4
Nánari upplýsingar eru veittar á
Fasteignasölunni Byggð
Brekkugötu 4
s. 462 1820, 462 1744
fax 462 7746
Sölumenn: Ágústa Ólafsdóttir
Björn Guðmundsson
Morgunblaðið/Kristján
ÓLAFUR H. Oddsson, héraðslæknir, Baldur Dýrfjörð, formaður
stjórnar FSA, og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, á árs-
fundi sjúkrahússins.
Ársfundurinn var haldinn í ný-
byggingu FSA, en lítið var unnið
við hana á liðnu ári.
Áætlað hafði verið að taka fyrsta
hluta hennar, barnadeild, í notkun
um síðustu áramót en nú er þess
vænst að hún verði tilbúinn í lok
þessa árs.
Karen með
kríuegg
KAREN Sigurðardóttir, sem á
heima í Grímsey, notaði góða
veðrið til að leita að kríueggj-
um og kom heim með fulla fötu
af nýorpnum eggjum. Hún var
á leið í land, ætlaði að heim-
sækja afa og ömmu sem eiga
heima í Ólafsfirði og að sjálf-
sögðu gladdi hún þau með því
að gefa þeim egg.
Bifreiðastjórar
Hafið bílabænina í
bílnum og orð hennar
hugföst þegar þið akið.
Ofottinn Guó, veít m6r
vernd þtna, og tát mig
minnast ábyrgðaf minnar
er ég ek þessari bifrcið.
i Jesú nafni. Amen.
Fæst í Kirkjuhúsinu
Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík, Hljómveri og
Shellstöðinni v/Hörgárbraut,
Akureyri, Litla húsinu,
Strandgötu 13B, Akureyri.
Verð kr. 200.
Orð dagsins, Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
Færði KA
peningagjöf
HANDKN ATTLEIKSLIÐ KA á öfl-
uga stuðningsmenn víða og í þeirra
hópi er Sigurveig Guðmundsdóttir,
sem býr á dvalarheimili aldraðra í
Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi.
Hún gerði boð fyrir Atla Hilmars-
son, þjálfara meistaraflokks, og
færði félaginu veglega peningagjöf
um helgina. Atli kom sjálfur fær-
andi hendi og færði Sigurveigu fána
KA og blómvönd að gjöf.
Sigurveig hefur lengi fylgst með
KA í handboltanum og hún er mjög
ánægð með árangurinn nú síðustu
ár. Hún sagðist þó eiga ntjög erfitt
með að horfa og hlusta á beinar út-
sendingar með KA-liðinu, þar sem
hún þyldi illa þá miklu spennu sem
því fylgdi.
Kennaradeild HA
Boðið upp á
tónmennta-
kjörsvið
GENGIÐ hefur verið frá sam-
starfssamningi milli kennara-
deildar Háskólans á Akureyri og
Tónlistarskólans á Akureyri.
Samningurinn felur í sér að Tón-
listarskólinn sjái að mestu um
kennslu nemenda á nýju tón-
menntakjörsviði kennaradeildar,
bæði hóptíma og einkatíma.
Nemendur á grunnskólabraut
kennaradeildar hefja nám á kjör-
sviði á 2. ári náms síns, en til
þess að geta valið hið nýja svið
þurfa þeir áður að hafa lokið 4.
stigi í tónfræði og 3. stigi í píanó-
leik (eða leik á hljómborð, harm-
onikku eða gítar).
Þar með geta þeir nemendur
sem hefja nám á 1. ári grunn-
skólabrautar í haust valið milli
fjögmTa kjörsviða í námi sínu:
almenns sviðs með áherslu á
þarfír dreifbýlisskóla, raun-
greinasviðs, myndmenntasviðs, í
samvinnu við Myndlistarskólann
á Akureyri og nú tónmennta-
sviðs i samvinnu við Tónlistar-
skólann.
í nýlegri skýrslu ytri mats-
hóps menntamálaráðuneytisins
um kennaranám á Islandi var
kennaradeild Háskólans á Akur-
eyi’i hrósað fyrir áherslu sína á
dreifbýlisskóla, raungi-einai’ og
listir.
Róðrarkeppni
á sjómannadag
AÐ vanda verður róðrarkeppni
laugardaginn fyrir sjómannadag.
Hvert fyrirtæki og skip má
senda eina karlasveit og eina
kvennasveit til keppni.
Sjómannadagsráð Akureyrar
vill vekja athygli á að þeir sem
ætla að taka þátt í keppninni
verða að tilkynna þátttöku sína
til ráðsins með faxsendingu í
síma 462 5152, eða bréfleiðis í
pósthólf 133, fyrir miðvikudag-
inn 3. júní nk.
Við skráningu þarf að gefa
upp nafn sveitarinnar, sem og
nöfn stýrimanns og ræðara, alls
sjö manns. Róðrarbátar Sjó-
mannadagsráðs Akureyrar verða
til afnota fyrir keppnislið til æf-
inga í samráði við sjómanna-
dagsráð.
Ein milljón í
Ketilhús
SAMÞYKKT hefur verið í bæj-
arstjórn Akureyrar að veita 1
milljón króna til viðbótar á þessu
ári til framkvæmda við Ketilhús-
ið, enda verði þá unnt að koma
húsinu í notkun fyrir sumarið.
I úttekt á framkvæmdum við
Ketilhús sem stendur við Kaup-
vangsstræti kemur fram að áætl-
aður kostnaður við þær fram-
kvæmdii’ sem lokið er vai- 13,5
milljónir ki’óna og lagði Akur-
eyrarbær fram 12 milljónir
króna. Til að ljúka framkvæmd-
um við húsið þarf rúmlega 22
milljónir.
Rauði krossinn
Starfsemin
flutt í
Viðjulund
AKUREYRARDEILD Rauða
kross íslands hefur flutt starf-
semi sína í Viðjulund 2. Þar er
sem fyrr tekið á móti fatnaði á
afgi’eiðslutíma sem er frá kl.
13.30 til 16.30. Þessa dagana er
að hefjast námskeið í skyndi-
hjálp og skráning á barnfóstru-
námskeið er hafin, en þau munu
verða í byrjun júní.