Morgunblaðið - 30.05.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.05.1998, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Ársfundur Fj órðungssj líkrahússins á Akureyri haldinn í nýbyggingu sjúkrahússins Örói og spenna meðal starfsmanna „ÉG HEF ekki áður upplifað jafn mikinn óróa, óánægju og spennu meðal starfsmanna," sagði Halldór Jónsson framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri á ársfundi FSA, en hann fór í ræðu sinni yfir ýmsa þætti rekstrarins og það sem gerði starfsumhverfi erfíð- ara og störfín meira slítandi. Álag á starfsfólk væri orðið mjög mikið. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði á fundinum að rekstur sjúkrahússins hefði verið tryggður og það væri það sem máli skipti. Fram kom í máli Halldórs að óvissa um endanlegar fjárveitingar fyrstu mánuði skapaði óvissu en til viðbótai- hefði gengið illa að útfæra kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári, útfærslu flestra þeirra væri ólokið en þar sem henni væri lokið virtist megn óánægja með nið- urstöðuna. „Sumar stofnanir virðast geta eða komast upp með það að gera samninga sem aðrir geta ekki leikið eftir ef fylgja á samþykktum fjárhagsrömmum,11 sagði Halldór, slíkir samningar væru ekkert annað en ávísun á hallarekstur eða vís- bending um mismunun í fjárveiting- um. Minna tap í ár en í fyrra Leiða hefur verið leitað til að hagræða og spara enn frekar í rekstrinum án þess að skerða starf- semina verulega umfram það sem áður hefur verið. Þó er gert ráð fyr- ir lengri sumarlokun á lyflækninga- deild II, aukinni sumarlokun á kvensjúkdómadeild og aukinni lok- un í Kristnesi vegna framkvæmda á legudeildum. Þessar aðgerðir ásamt fleirum lækka útgjöld um 28 milljónir. Starfsemi FSA hefur ekki haldið áfram að aukast á árinu eins og verið hefur síðustu ár, fjárveitingar hafa ekki leyft þá þróun. Á fyrstu þremur mánuðum ársins er 8,2 milljóna króna tap, en var á sama tímabili í fyrra 18 miiljónir. Halldór nefndi að fjárveitingar á fjárlögum hafí hvergi dugað til að viðhalda núverandi búnaði, fjár- festa í nýjum eða fylgja þeirri þró- un sem nauðsynlegt væri. Beiðni frá deildum og skilgreind þörf væri á milli 100 og 200 milljónir króna, síðustu ár hafa 10 milljónir króna verið veittar til kaupa á tækjum og búnaði auk framlags frá Akureyr- arbæ, um 1,8 milljónir króna. Hrafnagilsskóli auglýsir eftir kennurum. Okkur vantar einkum kennara til að kenna raungreinar, stærðfræði, smíðar, heimilisfræði og almenna kennslu, byrj- enda eða á miðstigi. Hrafnagilsskóli er í Eyjafjarðarsveit 12 km sunnan Akureyrar (10 mín. akstur). Nemendur eru 170 í 1, —10. bekk, að meðaltali 17 nemendur í bekk. í skólanum starfa metnaðar- fullir kennarar sem stöðugt leita leiða til að bæta skólastarf- ið. Við skólann er gott íþróttahús og sundlaug. Leikskóli er í næsta nágrenni. I sveitinni er öflugt félagslíf, svo sem leik- félag, kórar, karlaklúbbar, kvenfélög og ungmennafélag, þar sem nýjum félögum er vel tekið. Húsnæðishlunnindi í boði. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 463 1137 og 463 1127. Til sölu í miðbæ Akureyrar Ráðhústorg 9 Verslunar- og skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum við Ráðhús- torg Akureyri. Tvö verslunarpláss eru á jarðhæð og eru þau bæði í útleigu sem stendur. Sérinngangur er á efri hæð. Tilboðum óskast skilað á skrifstofu Fasteignasölunnar Byggðar fyrir kl. 17 miðvikudaginn 3. júní 1998. BY(itil) BRHKKIIGÖTU 4 Nánari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni Byggð Brekkugötu 4 s. 462 1820, 462 1744 fax 462 7746 Sölumenn: Ágústa Ólafsdóttir Björn Guðmundsson Morgunblaðið/Kristján ÓLAFUR H. Oddsson, héraðslæknir, Baldur Dýrfjörð, formaður stjórnar FSA, og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, á árs- fundi sjúkrahússins. Ársfundurinn var haldinn í ný- byggingu FSA, en lítið var unnið við hana á liðnu ári. Áætlað hafði verið að taka fyrsta hluta hennar, barnadeild, í notkun um síðustu áramót en nú er þess vænst að hún verði tilbúinn í lok þessa árs. Karen með kríuegg KAREN Sigurðardóttir, sem á heima í Grímsey, notaði góða veðrið til að leita að kríueggj- um og kom heim með fulla fötu af nýorpnum eggjum. Hún var á leið í land, ætlaði að heim- sækja afa og ömmu sem eiga heima í Ólafsfirði og að sjálf- sögðu gladdi hún þau með því að gefa þeim egg. Bifreiðastjórar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. Ofottinn Guó, veít m6r vernd þtna, og tát mig minnast ábyrgðaf minnar er ég ek þessari bifrcið. i Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2, Reykjavík, Hljómveri og Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri. Verð kr. 200. Orð dagsins, Akureyri Morgunblaðið/Kristján Færði KA peningagjöf HANDKN ATTLEIKSLIÐ KA á öfl- uga stuðningsmenn víða og í þeirra hópi er Sigurveig Guðmundsdóttir, sem býr á dvalarheimili aldraðra í Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi. Hún gerði boð fyrir Atla Hilmars- son, þjálfara meistaraflokks, og færði félaginu veglega peningagjöf um helgina. Atli kom sjálfur fær- andi hendi og færði Sigurveigu fána KA og blómvönd að gjöf. Sigurveig hefur lengi fylgst með KA í handboltanum og hún er mjög ánægð með árangurinn nú síðustu ár. Hún sagðist þó eiga ntjög erfitt með að horfa og hlusta á beinar út- sendingar með KA-liðinu, þar sem hún þyldi illa þá miklu spennu sem því fylgdi. Kennaradeild HA Boðið upp á tónmennta- kjörsvið GENGIÐ hefur verið frá sam- starfssamningi milli kennara- deildar Háskólans á Akureyri og Tónlistarskólans á Akureyri. Samningurinn felur í sér að Tón- listarskólinn sjái að mestu um kennslu nemenda á nýju tón- menntakjörsviði kennaradeildar, bæði hóptíma og einkatíma. Nemendur á grunnskólabraut kennaradeildar hefja nám á kjör- sviði á 2. ári náms síns, en til þess að geta valið hið nýja svið þurfa þeir áður að hafa lokið 4. stigi í tónfræði og 3. stigi í píanó- leik (eða leik á hljómborð, harm- onikku eða gítar). Þar með geta þeir nemendur sem hefja nám á 1. ári grunn- skólabrautar í haust valið milli fjögmTa kjörsviða í námi sínu: almenns sviðs með áherslu á þarfír dreifbýlisskóla, raun- greinasviðs, myndmenntasviðs, í samvinnu við Myndlistarskólann á Akureyri og nú tónmennta- sviðs i samvinnu við Tónlistar- skólann. í nýlegri skýrslu ytri mats- hóps menntamálaráðuneytisins um kennaranám á Islandi var kennaradeild Háskólans á Akur- eyi’i hrósað fyrir áherslu sína á dreifbýlisskóla, raungi-einai’ og listir. Róðrarkeppni á sjómannadag AÐ vanda verður róðrarkeppni laugardaginn fyrir sjómannadag. Hvert fyrirtæki og skip má senda eina karlasveit og eina kvennasveit til keppni. Sjómannadagsráð Akureyrar vill vekja athygli á að þeir sem ætla að taka þátt í keppninni verða að tilkynna þátttöku sína til ráðsins með faxsendingu í síma 462 5152, eða bréfleiðis í pósthólf 133, fyrir miðvikudag- inn 3. júní nk. Við skráningu þarf að gefa upp nafn sveitarinnar, sem og nöfn stýrimanns og ræðara, alls sjö manns. Róðrarbátar Sjó- mannadagsráðs Akureyrar verða til afnota fyrir keppnislið til æf- inga í samráði við sjómanna- dagsráð. Ein milljón í Ketilhús SAMÞYKKT hefur verið í bæj- arstjórn Akureyrar að veita 1 milljón króna til viðbótar á þessu ári til framkvæmda við Ketilhús- ið, enda verði þá unnt að koma húsinu í notkun fyrir sumarið. I úttekt á framkvæmdum við Ketilhús sem stendur við Kaup- vangsstræti kemur fram að áætl- aður kostnaður við þær fram- kvæmdii’ sem lokið er vai- 13,5 milljónir ki’óna og lagði Akur- eyrarbær fram 12 milljónir króna. Til að ljúka framkvæmd- um við húsið þarf rúmlega 22 milljónir. Rauði krossinn Starfsemin flutt í Viðjulund AKUREYRARDEILD Rauða kross íslands hefur flutt starf- semi sína í Viðjulund 2. Þar er sem fyrr tekið á móti fatnaði á afgi’eiðslutíma sem er frá kl. 13.30 til 16.30. Þessa dagana er að hefjast námskeið í skyndi- hjálp og skráning á barnfóstru- námskeið er hafin, en þau munu verða í byrjun júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.