Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hraðakstur Morgunblaðið/Jón Svavarsson NEFNDARMENNIRNIR Björn Þ. Guðmundsson, Skúli Jón Sigxirðar- son og Steinar Steinarsson kynntu skýrsluna á þriðjudag. Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa Tíðni alvarlegra flugatvika eykst áhyggjuefni ÞAÐ er ýmislegt sem ökumenn þurfa að huga að þessa íyrstu miklu umferðarhelgi ársins, segir OIi H. Þórðarson, formaður Umferðar- ráðs. „Hraðakstur er sígilt áhyggjuefni. Það er mikilvægt að menn ætli sér ekki um of í þeim efnum. Þegar á allt er litið skipta örfáar mínútur sáralitlu til eða frá,“ segir Oli. Hann bendir á að lögreglan verði mikið á ferðinni um helgina til að fylgjast með umferðinni. „Við vilj- um að fólk viti að hægt er að búast við mikilli löggæslu á vegum. Okk- ar keppikefli er fyrst og fremst að koma í veg fyrir of hraðan akstur.“ Yfirborðsmerkingar á vegum víða ógreinilegar Að sögn Ola H. Þórðarsonar hef- ur ekki alls staðar verið lokið við að mála nýjar yfirborðsmerkingar á vegi og þær því víða ógreinilegar. „Það er áhyggjuefni því að öku- menn fá ekki sömu skilaboð og þeg- ar lengra líður fram á sumarið." Yfirborðsmerkingar á vegum hafa mikið að segja í sambandi við fram- úrakstur. „Menn gera nokkuð mik- ið að því að fara framúr þar sem það er ekki leyfilegt en framúrakst- ur er með því verra sem verið er að gera athugasemdir við í umferðar- menningunni.“ Auk hraðaksturs er akstur undir áhrifum áfengis vaxandi áhyggju- efni, segir Oli H. Þórðarson og hvetur ökumenn til að sýna sér- staka varúð í akstri um helgina. ------------------- * Urskurðarnefnd skipuð UMHVERFISRÁÐHERRA, Guð- mundur Bjamason, hefur skipað úrskurðamefnd vegna laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og meng- unarvamir. Formaður hennar er Sigurmar K. Albertsson, hrl., en einnig eiga í henni sæti Gunnar Ey- dal skrifstofustjóri og Óðinn Elís- son héraðsdómslögmaður. Varafor- maður nefndarinnar er Lára G. Hansdóttir héraðsdómslögmaður og Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi. Nefndin er skipuð til 11. maí árið 2002 og tekur þegar til starfa. TÍÐNI dauðaslysa í íslensku einka- flugi er meira en tvöfalt hærri en tíðnin fyrir öll Norðurlönd. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknar- nefndar flugslysa sem kynnt var á þriðjudag. í skýrslunni kemur fram að úr- bóta sé þörf í öllum flokkum ís- lensks flugs en þó sérstaklega í einkaflugi enda sé tíðni dauðaslysa í íslensku einkaflugi 7,4 slys á hverj- ar 100.000 flugstundir miðað við 2,9 slys á Norðurlöndum. Tíðni dauðaslysa í íslensku áætl- unarflugi er einnig há miðað við hin Norðurlöndin þrátt fyrir að farþeg- ar hafi ekki látist í áætlunarflugi „þungra" flugvéla frá því átta manns fómst í Færeyjum árið 1970. Tíðni dauðaslysa síðustu 28 árin er 0,11 slys á 100.000 flugstundum og er það nálægt meðaltíðni aðildar- ríkja Alþjóðaflugmálastofnunarinn- ar (ICAO). Einnig kemur fram í skýrslunni að fjöldi slysa og alvarlegra flugat- vika, þar sem legið hefur við slysi, virðist hafa vaxið stöðugt frá árinu 1993 og verið meiri en nokkm sinni fyrr árið 1997. Þrjú þessara mála urðu í áætlunarflugi, tvö í leiguflugi, tvö í þjónustuflugi, fjögur í verk- flugi, sjo í einkaflugi og 2 í kennslu- flugi. Orsakaþættir greindir til að auka öryggi Síðastliðið ár var fyrsta heila starfsár Rannsóknamefndar flug- slysa en hún hefur stærsta flug- stjómarsvæði Evrópu undir rann- sóknarlögsögu sinni. Nefndinni er með lögum nr. 59 frá árinu 1996 fal- in rannsókn allra flugslysa, flugat- vika og flugumferðaratvika í sam- ræmi við nútíma lagaviðhorf og þær alþjóðasamþykktir sem ísland er aðili að. Markmið rannsókna nefnd- arinnar er ekki að skipa sök eða ábyrgð heldur að greina orsaka- þætti slysa í því skyni að auka ör- yggi í flugi og koma í veg fyrir að slys endurtaki sig og er þess getið á forsíðu hverrar lokaskýrslu sem nefndin sendir frá sér. Þrjú síðastliðin ár hefur fjöldi flugstunda í íslensku atvinnuflugi aukist um 39%. Á sama tíma fjölg- aði skráðum loftförum um 19 eða 6%. Þau vom um síðustu áramót 332, þar af vom 41 þungt, 255 létt, 31 sviffluga og 5 þyrlur. Kjötmeistari íslands 1998 Afrakstur reynslu og góðr- ar kennslu Elvar Óskarsson FAGKEPPNI Meist- arafélags kjötiðnað- armanna var haldin fyiT á árinu þar sem El- var Óskarsson hregpti tit- ilinn kjötmeistari Islands árið 1998. Helgina á und- an varð hann líka Islands- meistari í kraftlyftingum unglinga. Keppt var í sex vöraflokkum, það er hrá- um og soðnum kjötvöram, soðnum matar- og álegg- spylsum, blóðpylsum, sultum og slátri, hráverk- uðum vörum, kæfum og paté og sérvömm og nýj- ungum. Kjötmeistarinn er sá sem hlýtur hæstu ein- kunn samanlagt, segir El- var og hæsta einkunnin er 50 fyrir hverja vörateg- und. „Hægt er að keppa í sex flokkum og ákvað ég að taka þátt í þeim öllum. Eg fékk 291 stig, sá sem lenti í öðra sæti var með 279 stig og vinnur reyndar líka hjá Kjötiðnaðarstöð KEA,“ segir hann. Fjallalamb á Kópaskeri hreppti lambaorðuna 1998, Kjöt- iðja KÞ Húsavík náði besta ár- angri í hráverkuðum vöram og fékk viðurkenningu fyrir athygl- isverða nýjung í nautakjöti, Norðvesturbandalagið Hvamms- tanga fékk viðurkenningu fyrir athyglisverðustu nýjungina, Krás á Selfossi náði besta árangri í kæfum og paté og fékk viður- kenningu fyrir bestu hráskinku úr svínakjöti og Kjötumboðið í Reykjavík skaraði framúr í flokki sérvara og nýjunga. Þá náði SS á Hvolsvelli besta árangri í flokki soðinna matar- og áleggspylsa og fyrir blóðpylsur, sultur og slátur og Kjarnafæði á Ákureyri fékk viðurkenningu fyrir bestu pylsu úr hrossakjöti. - Hvenær kviknaði kjötiðnará- huginn? „Eg byrjaði að vinna hjá Kjöt- iðnaðarstöð KEA 15 ára gamall sem sumarstrákur. Fyrstu sumr- in var ég aðallega í því að krydda og vann þá við alls kyns grillmat. Ahuginn kom síðan smátt og smátt. Ég tók eitt ár í viðskipta- fræði en leiddist og ákvað þá að skella mér í þetta nám. Ég sé ekki eftir því.“ - Hvað er verið að leggja mat á í slíkri keppni? „í stuttu máli sagt er það lykt, útlit og bragð. Allar vörar byrja með 50 stig í keppninni og svo er reynt að finna gallana. 50 stig þýða að ekkert er að vöranni.“ - Varstu lengi að undirbúa Þ‘g? „Nei, ég var ekkert mjög lengi að því. Þessar vörur era allar á markaðinum og því var þetta ekkert flókið. Ég sé um lögunina, það er pylsur, kjötbúðinga, slátur og þess háttar á Kj ötiðnaðarstöðinni og flokkarnir féllu flestir undir þá vinnu. En þó ekki alíir. Hangikjötið okk- ar hjá KEA fékk 50 stig, enda er- um við frægir fyrir það. Við vor- um þeir einu sem fengum gull fyrir hangikjöt." - Finnst þér spennandi að fást við kjöt? „Eg byrjaði í þessu sem sum- arstrákur hjá Kjötiðnarstöðinni og líkaði hópurinn vel. Faðir minn, Óskar Elvarsson, hefur verið í þessu fagi í rúm 25 ár, og hefur líka tekið þátt í þessari keppni. Ég á þennan heiður að miklu leyti honum að þakka. Ég hef mestan áhuga á löguninni í ► Elvar Óskarsson fæddist á Akureyri árið 1976. Hann lauk sveinsprófi í kjötiðnaði frá Verkmenntaskólanum á Akur- eyri árið 1995 og var á náms- samningi hjá Kjötiðnaðarstöð KEA frá 1992. Að prófi loknu hélt hann sfðan áfram að vinna hjá Kjötiðnaðarstöðinni. faginu." - Þú nefndir áðan pylsur, kjöt- búðinga og þess háttar. Er ekki bara eitthvað drasi notað í pylsur og kjötfars; brjósk og bein og gott ef ekki bara tennur, innyfli og alls kyns afgangar? „Það er stórkostlegur mis- skilningur. Fólk spyr mig oft spuminga af þessu tagi og veltir fyrir sér hvort ekki sé eitthvað ógeðfellt hráefni í þessum vörum. En svo er ekki. Það er notað fín- asta hráefni." - Þannig að neytandinn þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hann sé að innbyrða eitthvað rusl sem búið er að krydda? „Ég skal ekki segja um önnur fyrirtæki en það er ekki svo hjá okkur." - Hvaða sérsvið eru innan greinarinnar, önnur en lögunin? „Sumir sjá eingöngu um skurð- inn, einnig er hægt að sérhæfa sig í grillmat, skinkugerð, sögun, pökkun og suðu svo eitthvað sé nefnt. Til þess að ná einhverri fæmi þarf maður reynslu því enginn verður flinkur á einum degi. Maður þarf líka góðan kennara og að þora að prófa sig áfram.“ - Hefur titillinn breytt ein- hverju fyrir þig? „Ég hef mikið starfað við kynningar um helgar og eftir vinnu að undanfömu og er full- bókaður í allt sumar. Einnig fylgdi titlinum styrkur og því kemur vel til greina að ég fari til Danmerkur eða Þýskalands til þess að sérhæfa mig frekar." - Hefur þú áhuga á matargerð almennt? „Já, ég borða gífurlega mikið. Ég æfi lyftingar og því þykir mér matur góður. Ég er hins vegar ekki duglegur að elda og kann ekki mikið fyrir mér þar. For- eldrar mínir sjá um það.“ - Borðar þú kannski kjöt sjö sinnum í viku? „Já, ég geri það reyndar yfir- leitt. Ætli ég borði fisk ekki hálfsmánaðarlega eða svo. Mér finnst hann góður en borða hann því miður ekki nógu oft. Svína- kjöt og feitt nautkjöt þykir mér einstaklega gott.“ Borðar kjöt sjö sinnum í viku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.