Morgunblaðið - 30.05.1998, Page 17

Morgunblaðið - 30.05.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 17 > I > > > > > > > > > Búnaðar- bankinn lækkar út- lánsvexti BÚNAÐARBANKINN hefur tekið ákvörðun um að lækka verðtryggða útlánsvexti um 0,10% og verða verðtryggðir kjörvextir þá 5,85%. Hefur bank- inn þá lækkað verðtryggða út- lánsvexti sína um 0,30% frá ára- mótum. Vaxtalækkunin tekur gildi 1. júní næstkomandi. „Við ákvörðun vaxta tekur bankinn mið af vaxtaþróun á markaði, verðlagsþróun, lánsfjár- eftirspum og lausafjárstöðu og er vaxtalækkunin nú bein afleið- ing af þróun þessara þátta und- anfarið. Lægri vextir erlendis hafa valdið því að íslensk fyrir- tæki velja í vaxandi mæli að taka lán í erlendum myntum fyrir milligöngu bankanna í stað þess að skuldsetja sig í krónum. Þetta hefur styrkt krónuna. Aukin er- lend lántaka ásamt brotthvarfi lausafjárskyldu bankanna og tak- markaðri lánsfjáreftirspurn rík- isins hafa haft í för með sér vaxtalækkanir á innlendum markaði. Telja verður eðlilegt að þessi þróun komi nú viðskipta- mönnum bankans til góða í formi lægri útlánsvaxta," segir í frétta- tilkynningu frá Búnaðarbankan- um. Lyfja sendir gingseng til greiningar hjá HÍ LYFJA HF. hefur að undan- förnu kynnt „Rautt eðal Ginseng" sem fyrirtækið flytur inn frá Þýskalandi sem þrisvar sinnum sterkara en „Rautt Eðal Ginseng" sem Eðalvörur flytja inn frá Kóreu. Vegna staðhæf- ingar Sigurðar Þórðarsonar framkvæmdastjóra Eðalvara í Morgunblaðinu á miðvikudag um að þessi fullyrðing sé röng hefur Lyfja ákveðið að senda sýnishorn af báðum vörum í greiningu til Háskóla Islands. Þar verður, með svokallaðri HPLC-greiningu, skorið úr um hvort magn virkra efna, svokall- aðra ginsenósíða, er þrisvar sinnum meira í gingsenginu frá Þýskalandi eins og staðhæft er. Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, segir að efnin verði send háskólanum eftir helgi og að niðurstöðu geti verið að vænta eftir nokkrar vikur. 4% minni sala bila í heiminum London. Reuters. SALA bifreiða í heiminum hefur skyndilega dregizt saman og gert er ráð fyrir að salan í ár minnki um 4% í 341,7 milljónir bfia samkvæmt skýrslu EIU (Economist Intelligence Unit). I skýrslu EIU um bflasölu í heiminum í ár segir að þetta hrap sé bein afleiðing efnahags- hruns í Asíulöndum, þar á meðal Indónesíu, Malaysíu, Thailandi, Filippseyjum og Suður-Kóreu, afturkipps í Japan og sölu- kreppu í Brasilíu. slime-line' dömubuxur frá gardeur UÓutttu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Deutsche til hjálpar Kirch Berlín. Reuters. STÆRSTI banki Þýzkalands, Deutsche Bank, hefur samþykkt að taka þátt í að fjármagna um- fangsmikla fjölmiðlastarfsemi bæverska auð- mannsins Leos Kirchs, sem á við erfiðleika að stríða vegna þess að tilraunir til að koma á fót stafrænu sjónvarpsbandalagi hafa farið út um þúfur, að sögn þýzks blaðs. Blaðið Berliner Zeitung hermir að Deutsche Bank muni vera í ábyrgð fyrir skuld Kirchs upp á einn milljarð marka í Bankgesellschaft Berlin. Trygging Kirchs er 40% hlutur hans í Axel Springer blaðaútgáfunni. Berliner Zeitung segir að Kirch hafi bókað verðmæti Springer hlutabréfanna 1,225 milljarða marka, en núverandi markaðsvirði þeirra sé yfir tveir milljarðar. Samkvæmt blaðafréttum hefur Kirch gengið erfiðlega í eitt ár að semja við ýmsa banka um framlengingu á lánum vegna taps á sjónvarps- rekstri. Kirch varð fyrir enn einu áfalli á dögunum þegar ESB neitaði að samþykkja fyrirhugað staf- rænt sjónvarpsbandalag hans, CLT-Ufa og símarisans Deutsche Telekom. DFl rásinni lokað Kirch skýrði strax frá fyrirætlunum um að loka hinni stafrænu stöð sinni, DFl, sem átti að sameinast Premiere, eign CLT-Ufa, Kirch og Canal Plus. Að sögn Berliner Zeitung hefur Bankges- ellschaft haft áhyggjur af því að í aðsigi er rann- sókn í Munchen á ásökunum gegn Kirch um skattsvik. Getum er að því leitt að Kirch geri sér vonir um að selja hlut sinn í Springer til að auka hlut sinn í Premiere í 50% þegar Canal Plus dregur sig út úr samvinnu sinni eins og ráðgert er. Blaðið segir að Deutsche Bank vilji viðskipti við Kirch til að hafa áhrif á sölu Springer hluta- bréfanna til að koma í veg fyrir „vanhugsuð við- brögð“ af hálfu Kirchs. fimmtudag til sunnudags 20 ötjúpur blandaðir litir 699 6 jjölærar plöiitiir að eigin vali kr 699 Lobeliw stór Jíj 99 ‘Mald í útikei in OMé)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.