Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 50

Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 50
♦ óO LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ '-A Rtíssneska vörnin brást SKAK Cazorle, Spáni, 23. maí — 9. júní EINVÍGI UM ÁSKORUNARRÉTTINN Á KASPAROV Aleksei Shirov vann fjórdu ein- vígisskákina gegn Vladímir Kramnik og tók forystuna í 10 skáka einvígi. GARY Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, hefur staðið utan FIDE um fímm ára skeið og háð tvö heimsmeistaraein- vígi á eigin vegum, íyrst 1993 við Short í London og síðan árið 1995 við Anand í New York. Hann var ekki með í vel heppnaðri heims- meistarakeppni FIDE um síðustu áramót, þar sem Karpov stóð uppi sem sigurvegari. Að þessu sinni hefur Aleksei Kasparov gengið mjög brösuglega að koma eigin heimsmeistarakeppni á laggimar. Það eru flestir sammála um að hann sé sterkasti skákmaður heims og jafnframt að klofningur- inn hafi skaðað skákíþróttina. Samt sem áður er engin lausn í sjónmáli til að koma bestu skák- mönnum heims undir einn hatt. í ár heldur Kasparov heims- meistarakeppni sína undir nafni Alþjóðlega skákráðsins, en at- vinnumannasamtök hans PCA sem héldu síðustu keppni, virðast nú dottin upp íyrir. Ekki var um eiginlega undankeppni að ræða að þessu sinni, heldur valdi Ka- sparov þá Vladímir Kramnik og Vyswanathan Anand, sem eru í öðru og þriðja sæti á alheims- stigalistanum til að tefla einvígi um réttinn til að mæta sér. Babb kom í bátinn þegar An- and ákvað að virða samning sinn við FIDE um að tefla ekki í heimsmeistarakeppnum á ann- arra vegum. Málið var leyst með því að Aleksei Shirov, sem nú hef- ur flutt frá Lettlandi til Spánar, var boðið að tefla í stað Anands. Það féll í góðan jarðveg hjá spænskum framkvæmdaaðilum keppninnar og valið á Shirov var réttlætt með því að hann stóð sig mjög vel á stórmótinu í Linares í mars. Þar varð hann í öðru sæti á eftir Anand. Kramnik (2.790) er 22 ára en samt töluvert hærri á stigum og reyndari en Shirov (2.710), sem er 26 ára. Þá er Kramnik mun jafn- ari og taugasterkari. Hann er því talinn mun sigurstranglegri, en á móti kemur að Shirov teflir mjög frumlega og líflega og hefur aldrei verið betri en einmitt nú. Það flækir líka málið að þeir Shirov og Kramnik eru æskufé- lagar, rannsökuðu skákir mikið saman og gjörþekkja því hvor annan. En þrátt fyrir vináttuna mun það örugglega sannast að enginn er annars bróðir í leik. Tefldar verða tíu skákir í ein- víginu, sigurvegarinn mætir Ka- sparov í „heimsmeistaraeinvígi" á Spáni í október, en sá sem tapar fær jafnvirði 14 milljóna ísl. króna í sárabætur. Einvígið fór fremur rólega af stað með þremur jafnteflum en í fjórðu skákinni gerði Kramnik sig sekan um alvarleg mistök í enda- tafli: Hvítt: Shirov Svart: Kramnik Rússnesk vörn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rf6 3. d4 - Rxe4 4. Bd3 - d5 5. Rxe5 - Rd7 6. Rxd7 - Bxd7 7. 0-0 - Bd6 8. c4 I annarri skákinni reyndi Shirov 8. Rc3, en komst ekkert áleiðis og jafntefli var samið eftir aðeins 23 leiki. 8. - c6 9. cxd5 - cxd5 10. Dh5 - 0- 0 11. Dxd5 - Bc6 12. Dh5 - g6 13. Dh3 - Rg5!? Hér hefur svartur áður leikið 13. - Hc8 og 13. - Db6 sem dugðu til að jafna taflið án teljandi erfíð- leika. 14. Bxg5 - Dxg5 15. Rc3 - Hfe8 16. d5! - Bxd5 17. f4 - Dd8 18. Rxd5 - Bc5+ 19. Khl - Dxd5 20. Hacl - Be3?! 21. Bc4! SJÁ STÖÐUMYNDI 21. - Df5 111 nauðsyn eftir mistökin í síðasta leik. Hvítur fær nú betra endatafl. 21. - Dd6 gekk ekki vegna 22. Bxf7+! - Kxf7 23. Hc7+ - He7 (eða 23. - Kf6 24. Dh4+ - Ke6 25. Dg4+ - Kf6 26. Dg5+ - Ke6 27. Hxh7 og svartur er vamai'laus) 24. Dxh7+ - Kf6 25. Hxe7 - Dxe7 26. Dxe7+ - Kxe7 27. Hel og hvítur á létt- unnið endatafl. 22. Dxf5 - gxf5 23. Hcdl - Had8 24. g3 - Bd4 25. b3 - Bf6 26. Bb5 - Hxdl 27. Hxdl - Hd8 28. Hcl - Hd5 29. a4 - Bd8 30. Hc8 - Kg7 31. Hb8 - Bb6! Shirov Kramnik leysir vandamál sín af hugkvæmni, en fylgir mótspilinu ekki rétt eftir í framhaldinu: 32. Hxb7 - Hdl+ 33. Kg2 - Hd2+ 34. Kh3 - Bgl 35. g4 II 35. - Bxh2? Eftir þetta verður svarta tafl- inu varla bjargað. Rétt var 35. - Hxh2+ 36. Kg3 - fxg4 37. Kxg4 - Hg2+ 38. Kf5 - Hg6 og jafntefli er í augsýn. 36. gxf5 - h5 37. Kh4 - Bxf4 38. Kxh5 - Kf6 39. Bc4 - Kxf5 40. Hxf7+ - Ke4 41. Hxa7 Hvítur er orðinn tveimur peð- um yfir í endatafli og veikburða tilraunir svarts til að þjarma að hvíta kóngnum duga skammt í svo einfaldri stöðu. 41. - Be5 42. Bfl - Hf2 43. Bh3 - Hf8 44. Be6 - Hfl 45. Hd7 - Hhl+ 46. Kg6 - Hgl+ 47. Kf7 - Hg7+ 48. Ke8 - Hxd7 49. Kxd7 - Bc3 50. Kc6 - Ke5 51. Bg8 - Bel 52. Kb6 - Bf2+ 53. Ka6 - Kd6 54. a5 - Kc7 55. b4 - Kc6 56. b5+ - Kc5 57. b6 - Kb4 58. b7 - Bg3 59. Kb6 - Bf2+ 60. Kc6 - Ba7 61. a6 - Ka5 62. Bc4 - Bb8 63. Bfl og Kramnik gafst upp. Staðan: Shirov 2'k v. Kramnik Vk v. Fimmta skákin verður tefld laugardag og sú sjötta á sunnudag. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson AKUREYRI Sj ómannadagsblað- ið Öldurót komið út ÖLDURÓT, blað Sjómannadags- ráðs Akureyi'ar, sem gefið er út í tilefni sjómannadagsins er komið út. Blaðið kemur nú út í áttunda sinn og er helgað efni sem varðar sjómenn og sjómennskuna. Ritstjóri Ölduróts er Jóhann Ólafur Hall- dórsson. I blaðinu er m.a. að finna viðtöl við Bjarna Bjarnason, skipstjóra á Súlunni, sem hefur verið á sjónum í 30 ár, Þórunni Halldórsdóttur, sem heillaðist meira af sjómennskunni en sjúkraliðastarfínu, Árna Tryggvason, leikara og trillukarl í Hrísey, Gylfa Gylfason, varafor- mann Sjómannafélags Eyjafjarðar, og Vigfús R. Jóhannesson, skip- stjóra á Björgvin EA á Dalavík. Þá er í blaðinu fjallað um Hákarla- Jörund og margt annað frá liðinni tíð. Með útgáfu blaðsins aflar sjó- mannadagsráð sér tekna til að standa undir fjölbreyttri dagskrá í tilefni sjómannadagsins enda legg- ur ráðið mikið upp úr að setja skemmtilega mynd á bæjarlífið um sjómannadagshelgina og bjóða upp á vandaða skemmtidagskrá fyrir bæjarbúa. Sölufólk mun ganga í hús á Akur- eyri á næstu dögum og bjóða Öldu- rót til kaups. Maður slasaðist ELDRI maður slasaðist nokk- uð í hörðum árekstri tveggja bfla á gatnamótum Grænugötu og Glerárgötu, skömmu eftir hádegi á fimmtudag. Maður- inn, sem var farþegi í aftur- sæti annars bflsins, var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild FSA. Utkall vegna slyssins kom á sama tíma og slökkvfliðsmenn voru að berjast við sinueld í Síðuhverfmu. Svo heppilega vildi til að sumarmaður á frí- vakt leit við á slökkvistöðinni og fór hann með öðrum sjúkra- flutningamanni í útkallið. Morgunblaðið/Halldór Ásgeirsson HÓPUR nemenda við Dalvíkurskóla tók fyrstu skóflustungu að byggingu þriðja áfanga skólans en hann verður tilbúinn haustið 1999. Wœ.Æfc. tmÆm -Æ*. Fyrsta skóflustungan að Dalvíkurskóla FYRSTA skóflustungan að þriðja áfanga nýbyggingar við Dalvíkurskóla var tekin í lok síðustu viku og lögðust rúmlega 30 nemendur við skólann á eitt um að taka hana. Byggingin er 1.437 fermetr- ar að stærð, á tveimur hæðum, sú neðri er 1.178 fermetrar en efri hæði 259 fermetrar. Þessi bygging bætist við núverandi skólahúsnæði sem er tæplega 1.600 fermetrar. Með tilkomu þessarar byggingar sem verð- ur tekin í notkun haustið 1999 er stefnt að einsetningu allra bekkja í Dalvíkurskóla. Hönnunarvinna er unnin hjá Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks á Akureyri og arkitek er Fanney Hauksdóttir. Verktaki er Tréverk á Dalvík en bygg- ingakostnaður er um 145 millj- ónir króna. MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á morgun. Kór Akureyr- ai-kirkju syngur. Fermingarböm, fædd, ‘34, ‘44’, ‘54, ‘64, og ‘74 eru sérstaklega hvött til að mæta. Æðruleysismessa verður í kirkjunni kl. 20.30, annan hvítasunnudag, 1. júní. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og Sr. Svavar A. Jónsson messa. Már Magnússon syngur einsöng, Snorri Guðvarðarson leikur á gítar og Jón Rafnsson á bassa. Bjöm Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar áður en messan hefst. Almennur söngur og fyrirbænir. GLERÁRKIRKJA: Hátíðar- messa kl. 13.30 á hvítasunnudag, 31. maí. Ferming. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hátíð- arsamkoma kl. 20 annan í hvíta- sunnu. Majóramir Marjorie og All- an Wittshire frá Bandaríkjunum ásamt Ingibjörgu, Óskari og Miri- am frá Reykjavík verða sérstakir gestir samkomunnar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund í kvöld kl. 20 til 21. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar á morgun kl. 11.30, aldursskipt bibl- íunám, ræðumaður G. Rúnar Guðnason. Samkoma kl. 20, mikill söngur, G. Theódór Birgisson predikar, barnapössun fyrir 1 til 5 ára. Skrefíð, félagsmiðstöð fyrir 9-12 ára miðvikudag kl. 17.15, ung- lingasamkoma kl. 20.30 á föstudag. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 18 á morgun, sunnudag, í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. Byssu- og veiðisýning í Höllinni SKOTFÉLAG Akureyrar heldur byssu- og veiðisýningu í Iþrótta- höllinni á Akureyri í dag laugardag og á morgun sunnudag. Þar munu helstu söluaðilar á byssum og stangveiðivömm verða með kynningu á sinni starfsemi. Einnig kynna byssusmiðir þjón- ustu sína og þá verður tölvu skothermir á staðnum. Fallbyssur, rifflar og skammbyssur af öllum gerðum verða til sýnis. Sýningin er opin frá kl. 10-19 báða dagana. Fertug sýnir 40 verk GUÐNÝ ANNA Annasdóttir opn- ar í dag, laugardaginn 30. maí, kl. 15 sýningu á málverkum sínum en þetta er fyrsta einkasýning henn- ar. A sýningunni eru 40 verk, graf- ík, akrýl og olíumyndir en sýning- una heldur Guðný Anna í tilefni af 40 ára afmæli sínu sem er í dag. Guðný Anna er fædd á ísafirði en hefur búið á Akureyri síðasta áratug þar sem hún hefur lengst af rekið leikskóla. Sýningu lýkur SÝNINGU Steinunnar Helgu Sig- urðardóttur í Galleríi+ í Brekku- götu 35 á Akureyri lýkur á sunnu- dag. Galleríið er opið frá kl. 14 til 18 um helgina. A sýningunni er innsetning og vídeóverk. AKSJÓN Laugardagur 30. maí 17-OOÞHelgarpotturinn Helgarþáttur Bæjarsjónvarpsins í samvinnu við Dag. Sunnudagur 31. maí. Hvítasunnudagur 17.00ÞHelgarpotturinn (e). Mánudagur 1. júní 21.00Þ-Helgarpotturinn (e) Þriðjudagur 2. júní 21.00Þ-Fundur er settur. Fundur í bæjarstjórn Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.