Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 8

Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ENN er g-efíð á garðan úr sameign þjóðarinnar. INGIBJÖRG Helga Ingólfsdóttir tekur við viðurkenningu úr hendi Margrétar Þórhildar Danadrottningar í Ráðhúsi Kaupmannahafnar fyrir sveinspróf í kökugerðarlist. Viðurkenning úr hendi Margrétar Þórhildar Nú hefur Ingibjörg Helga verið í Danmörku síðan 1995 og segir þetta hafa verið þrjú góð ár. Auk þess sem hún er ánægð með námið segir hún Kaupmannahöfn liggja vel við til að fylgjast með og auð- velt að komast þaðan á áhugaverð- ar fagsýningar. „Þetta hefur verið yndislegur tími,“ segir hún, „og gott að læra að standa á eigin fót- um og læra nýtt, tungumál," en bæt- ir við að hún sé jafnframt orðin óþreyjufull eftir að fara að vinna á íslandi. Hún ætlar að vinna á veit- ingahúsinu Skovly á Bakkanum úti í Dyrehaven í sumar, þar sem danskur matur eins og krónhjartar- kjöt og rifjasteik er á boðstólum. í haust liggur leiðin heim og þá fer hún að vinna hjá vinum sínum í Pottinum og pönnunni. Þá má væntanlega ganga að því sem vísu að hún sinni þar áhugamáli sínu og sérsviði sætmetinu. „ÞETTA var endir á góðu ævintýri,“ segir Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir glaðlega, en hún hlaut nýlega viður- kenningu að loknu sveinsprófi í kökugerðarlist frá iðnskólanum í Ringsted. A Sjálandi eru iðnnemar, sem unn- ið hafa til viðurkenningar fyrir nám sitt, boðnir til hátíðarsamkomu í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn, þar sem Margrét Þórhildur Danadrottn- ing og Henrik prins eru viðstödd, að ógleymdum yfirborgarstjóra og öðr- um tignargestum. Ingibjörg Helga hlaut bronspening fyrir frammistöðu sína auk rúmlega 50 þúsund ís- lenskra króna. Ingibjörg Helga er útskrifaður kokkur á Islandi, en þar sem hún hafði gaman af kökugerð og eftir- réttum ákvað hún að bæta við sig dönsku sveinsprófi í kökugerðarlist, „konditorikunst“, í Danmörku. Hún byrjaði í skólanum, en veigamikill „Endir á góðu ævintýri“ hluti af náminu er lærlingsstarfið, sem orðið er erfitt að fá. Hún segir það hafa verið fyrir einskæra heppni að hún komst að sem lærlingur hjá Marstrand í Kobmagergade 15, einu af elstu og virtustu kökugerðarhús- um Kaupmannahafnar og þar hefur hún umúð, sem hefur verið hluti af náminu. Þess má geta að Marstrand er sjálfsagður viðkomustaður fyrir kökuglaða Islendinga á leið um mið- borgina, því þama er bæði bakarí og kaffihús með frábæru sætmeti. Fötluð börn verða fullorðin Þjálfun og kennsla fatlaðra Stefán Hreiðarsson JÁLFUN og kennsla fatlaðra - fjárfesting til framtíðar? er yfirskrift vornámskeiðs sem haldið er á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins í Háskólabíói, 4. og 5. júní næstkomandi. Stefán Hreiðarsson, barnaÞegar ég var við nám við John Hopkins í Baltimore var þar boðið upp á svipuð tveggja daga vornámskeið og þegar ég kom heim datt mér í hug að prófa að skipuleggja slík nám- skeið,“ segir Stefán Hreiðarsson. „Á annað hundrað manns mættu á fyrsta námskeiðið og þátttak- endafjöldi hefur tvisvar farið yfir fimm hundruð, en námskeiðið sem haldið er núna er það þrettánda í röðinni." - Fyrir hverja eru vornám- skeiðin hugsuð? „Þau eru hugsuð fyrir þá sem starfa með börnum með sér- þarfir, t.d. leikskólakennara, þroskaþjálfa, talmeinafræðinga, sjúkra-og iðjuþjálfa, álfræðinga og starfsfólk heilbrigðisstétta. Við tökum alltaf fyrir ákveðið þema. Á þessu námskeiði velt- um við því fyrir okkur á hvaða hátt við höfum áhrif á framtíð- arhorfur barna með þroskafrá- vik og hvort þjálfun og kennsla fatlaðra skili sér til baka á full- orðinsárum með sjálfstæðari einstaklingum en ella?“ Stefán segir að á námskeið- inu verði kynntar niðurstöður nýlegrar rannsóknar dr. Tryggva Sigurðssonar á því hvernig samskiptum fatlaðra barna og foreldra er háttað samanborið við heilbrigð börn. „I ljós kom m.a. að foreldrar fatlaðra barna sýndu meiri beina stýringu og aðstoð við úr- lausn verkefna en foreldrar ófatlaðra.“ - Hvað fleira athyglisvert verður tekið fyrir á námskeið- inu? „Farið verður yfir rannsóknir þar sem skoðaður hefur verið sérstaklega langtíma árangur þjálfunar og meðferðar ákveð- inna hópa og á námskeiðinu veltum við upp spurningunni um hver sé kostnaður og ávinn- ingur þjóðfélagsins af þjónustu við fatlaða." - En hvert er aðalhlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðv- a r ríkisins? „Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins hóf starfsemi árið 1986 og tók þá við hlutverki at- hugunardeildarinnar í Kjarvals- húsi. Hún er landsstofnun undir Félagsmálaráðuneytinu og að- alhlutverk hennar er að greina og athuga fötluð börn og ung- menni með tilliti til úrræða, or- saka og framtíðarhorfa.“ Stefán segir að foreldrar og fagfólk sem vinnur með börnum utan stofnunar fái einnig ráð- gjöf um þjálfun hjá starfsfólki stöðvarinnar. - Hversu mörg börn og ungmenni fá þjónustu hjá ykkur ár hvert? „Árlega er um hundrað börnum og ungmennum vísað á Greining- arstöðina. Yfirleitt er nokkur bið á að komast að en Stefán segir að starfsfólkið for- gangsraði eftir alvarleika fötl- ►Stefán Hreiðarsson er fæddur á Akureyri árið 1947. Hann lauk kandidatsprófi í læknis- fræði frá Háskóla íslands árið 1974. Stefán nam barnalækn- ingar í Oklahoma og Ohio frá 1976-79 og var við sémám í fötlun barna frá 1979-82 við Kennedy-stofnunina Johns Hop- kins í Baltimore. Hann er forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðv- ar frá stofnun hennar árið 1986 og er jafnframt starfandi sér- fraulingur í Reykjavik. Eiginkona Stefáns er Mar- grét O. Magnúsdóttir og eiga þau þrjú böm. unar og eftir því hvaða úrræði önnur eru í boði fyrir barnið.“ Hann segir að eftir greiningu sé reynt að nýta almenn úrræði í samræmi við stefnuna um að fatl- aðir eigi að blandast sem mest á öllum stigum þjóðfélagsins. „Forskólabörn fá oft þjálfun innan leikskólans, og svo nýtum við líka ýmsa þjálfara utan stöðvarinnar. Úti á landi erum við í sambandi við svæðisskrif- stofur og reynum að koma til móts við þarfir barna þar.“ Stefán bendir á að Greining- arstöðinni sé ætlað að stunda rannsóknir á sviði fatlaðra og sinna ýmiskonar fræðslu. „Það er þáttur sem við ætlum að leggja aukna áherslu á. Þegar málefni fatlaðra flytja til sveit- arfélaga gæti Greiningarstöðin verið einskonar þekkingarmið- stöð. Við erum nýbúin að ganga í gegnum skipulagsbreytingar þar sem lögð er áhersla á aukna sérhæfingu fyrir utan að auka skilvirkni og stytta biðlista. Margar aðrar stofnanir sinna þjónustu við fötluð börn og við leggjum aukna áherslu á sam- vinnu við þá.“ - Er vel búið að fötluðum börnum á íslandi? „Það eru allsstaðar flösku- hálsar í kerfinu. Að mínu mati búum við við gott þjónustulíkan en á flestum stigum er þörf á frekari þjónustu. Á sumum stigum þarf að auka þekkingu enn frekar á mismunandi teg- undum fatlana.“ Þegar hafa 320 þátttakendur látið skrá sig á námskeiðið. Stefán segir þessa miklu þátttöku sýna að það er full þörf á fræðslu sem þessari en hann segir hana ennfremur endurspegla þann mikla áhuga sem er meðal þeirra sem eru að starfa með fötluðum börnum og ungmennum að gera vel. Árlega er um hundrað börn- um vísað í greiningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.