Morgunblaðið - 03.06.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 11
FRÉTTIR
Stærsti
útskriftar-
hópurinn
frá upphafi
FLENSBORGARSKÓLI braut-
skráði 69 stúdenta og 1 nem-
anda með próf af uppeldisbraut
síðastliðinn laugardag. Þetta er
stærsti stúdentahópurinn sem
hefur hingað til útskrifast frá
skólanum og eru stúdentar frá
Flensborg nú orðnir 1.754 tals-
ins.
Finnbogi Óskarsson var með
hæstu meðaleinkunn, 9,24, en
hann útskrifaðist af eðlis- og
náttúrufræðibraut. Finnbogi
var einnig með flestar einingar
eða 218 en 140 einingar nægja
til stúdentsprófs. Næst Finn-
boga voru þau Sigríður Sigurð-
ardóttir af náttúrufræðibraut
en hún hlaut 9,1 í meðaleinkunn
og Bjarki Jónas Magnússon af
eðlisfræðibraut sem útskrifaðist
með 9,0 í meðaleinkunn.
Athöfnin fór fram í Víði-
staðakirkju og settu tónlist og
ræðuhöld mikinn svip á hana.
Meðal annars söng Kór Flens-
borgarskóla undir stjórn Hrafn-
hildar Blomsterberg í upphafi
samkomunnar, milli dagskrár-
liða og í lok hennar.
Freyr Gígja Gunnarsson
flutti ávarp fyrir hönd nýstúd-
enta en auk hans fluttu ávörp
fulltrúar eldri útskriftarhópa.
Herdís Hjörleifsdóttir talaði
fyrir hönd 25 ára gagnfræð-
inga, Arni M. Mathiesen fyrir
hönd 20 ára stúdenta og Valdi-
mar Svavarsson fyrir hönd 10
ára stúdenta.
Ræðumenn færðu stúdentum
góðar gjafír og munar þar
mestu um gjöf 20 ára stúdenta
sem hafa boðist til að vinna með
skólanum að því að gera tölvu-
kerfí skólans eins fullkomið og
völ er á.
Morgunblaðið/ívar Brynjólfsson
KRISTJÁN Bersi Ólafsson skólameistari í hópi fóngulegra nýstúdenta.
Bflvelta
á Snæ-
fellsnesi
UNGUR ökumaður missti
stjórn á bifreið sinni skammt
frá Helgafelli á Snæfellsnesi
síðdegis á laugardag, lenti úti í
vegkanti, sveigði inn á veginn
og valt út af hinumegin.
Tvær stúlkur sem voru með
piltinum í bílnum voru fluttar á
sjúkrahús í Stykkishólmi en bíl-
stjórinn slapp ómeiddur, að
sögn lögreglu í Stykkishólmi,
en ekkert þeirra var í öryggis-
belti.
ÚTSKRIFTARHÓPUR Iðnskólans í Reykjavík vorið 1998.
Skólaslit Iðnskól-
ans í Reykjavík
SKÓLASLIT Iðnskólans í Reykja-
vík fóru fram í Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 27. maí. 1.940 nem-
endur voru skráðir í skólann á
haustönn, þar af 1.617 í dagnám og
323 í kvöldnám. Milli ára hafði
fjölgað um liðlega 40 nemendur. A
vorönn voru nemendur í dagnámi
1.497 og 320 í kvöldnámi eða alls
1.817 sern var 124 fleiri en árið á
undan. Á skólaárinu luku 329 nem-
endur burtfararprófi og hafði fjölg-
að um rúmlega fjórðung frá fyrra
skólaári.
I ræðu Ingvars Ásmundssonar,
skólameistara, kom fram að ýmsar
breytingar upðu á námsskipulagi í
skólanum. Á vorönn var hafín
kennsla í símasmíði sem hlaut til-
tölulega nýlega löggildingu sem
iðngrein. Á þessu skólaári voru út-
skrifaðir nemendur í hárskurði
samkvæmt nýrri námsskrá. Þar
með voru iðngreinarnar hárgreiðsla
og hárskurður sameinaðar í eina
grein og skólanámið lengt úr þrem-
ur önnum í fjórar. Rafeindavirkjar
útskrifuðust einnig í fyrsta skipti
samkvæmt nýrri námsskrá.
Ýmsar iðngreinar hafa verið
fluttar á undanförnum árum úr
skólanum í aðra framhaldsskóla.
Þrátt fyrir það hefur nemendum
ekki fækkað að ráði enda brautir á
borð við tölvufræðibraut og hönnun
í örum vexti.
Veittar voru viðurkenningar fyr-
ir góðan námsárangur. Hrafnkell
Elísson, húsasmíði, hlaut verðlaun
fyrir bestan árangur á burtfarar-
prófi en hann var með meðalein-
kunnina 9,7. Kristbjörg Góa Sig-
urðardóttir, kjötiðn, náði öðrum
besta árangri á burtfararprófi.
Morgunblaðið/Þorkell
NÝSTIJDÍNUR virða fyrir sér prófskírteinin.
Fj ölbrautaskólanum
í Breiðholti slitið
FJÖLBRAUTASKÓLANUM í
Breiðholti var slitið í 44. sinn föstu-
daginn 29. maí síðastliðinn. Alls
fengu 239 nemendur afhent loka-
prófsskírteini, þar af 80 nemendui-
á starfsnámsbrautum. Á skólaárinu
hafa því alls 412 nemendur fengið
lokaprófsskírteini, þar af 156
starfsnámsskírteini.
Athöfnin fór fram í Iþróttahúsi
FB og hófst með því að einn af
kennurum skólans, Pálmar Ólason,
lék nokkur lög á píanó. Síðan flutti
Stefán Benediktsson aðstoðar-
skólameistari ávarp og skólameist-
ari, Kristín Ai-nalds, ræðu.
I ræðu sinni gerði skólameistari
grein íyrir starfí og prófum í dag-
og kvöldskóla, Við skólann starfa
nú 140 starfsmenn. Nemendur í
dagskóla voru 1.378 og í kvöldskóla
830. Bestum árangri á stúdents-
prófi náði Sveinn Hákon Harðar-
son, sem útskrifaðist af eðlis- og
náttúrufræðibrautum, með ein-
kunnina 9,78.
Mikil fjölbreytni var í nemenda-
hópnum nú sem endranær. Nokkrir
skiptinemar dvöldu við nám í skól-
anum frá Þýskalandi, Argentínu og
Venesúela. Einnig var nokkuð um
nemendaskipti, bæði frá Belgíu,
Portúgal og Italíu. Auk þess komu
sjúkraliðanemar frá Svíþjóð.
I lok athafnarinnar ávarpaði
skólameistari útskriftarnema og
sagði: „Reynið því í hverju fótspori
að bera bagga að altari hamingju
ykkar, lífshamingju sem mölur og
ryð fá ekki grandað." Að lokum
sungu allir viðstaddir og skóla-
meistari sleit skólanum.
Hljóðfæraleikarar:
Gunnar Þórðarson
Vilhjálmur Guðjónsson
Gunnlaugur Briem
Jóhann Ásniundsson
Mrir Ulfarsson
Kristinn Svavareson
Kjartan Valdimareson
djómannadagurinn
\t£-.' — ii » j\ r _ _ _ i ■ i f r •
Njáiu
O'
Dagskrá:
Húsið opnað kl. 19:00.
Guðmundur
HaUvarðsson,
formaður sjómarmadagsráðs,
seturhófið.
Kynnir kvöldsins:
Geirmundur Valtýsson.
Fjöldi glæsilegra skenuntiatríöa:
Kvöldverðartónai:
Haukur Heiðar Ingólfsson.
, „Lestarstrákamir"
Afmælishóf
Sjómannadagsins
á Broadway,
laugardaginn
uyaiuaymn nú mæta aUir sem vettlingi
6. júní 1998 geta valdib og fagna stórafmæli.
Frábærir
söngvarar!|
; Sviðssetning:
1 Egill Eðvarðsson.
1 Hljómsveitarstjóri:
I Gunnar Þórðarsnn.
I Danssljórn:
1 Jóhann Örn.
„Les Souillés de Fond de Cale, franskir ]
listamenn frá Pompól, skemmta meö
frönskum“shanties“.
Hljómsveit
Geirmundar
leikur fyrir dansi
tilkl. 03:00.
jtíatseSill
Xoníafíslöýuð sjávarréttasúpa.
(■Jlóðarsttifctur lambavöm m/jarðepla-souffle,
gljáðu grœnmeá oq piparsósu.
ístvenna í sykurkörfu, m/fershim ávöxtum og rjóma.
muvni
Miðasala og borðapantanir alla daga
kl.13 -17. - Sími 533 1100.
4ÓTEL ÍSLANDI
ími 533 1100-Fax 5331110 r ^
HÓTEL
| Sími 533 1100-Fax 5331110
Verð 4.900, matur og sýning. 1.950, sýning. 950, dansleikur.