Morgunblaðið - 03.06.1998, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
__________________________FRÉTTIR_____________
Viðskiptaráðherra gagnrýnir ummæli Ástu R. Jóhannesdóttur í útvarpsþætti
Stjórnarandstæðingar segja ráð-
herra reyna að drepa málinu á dreif
Málefni Lindar hf. voru enn á ný rædd
á þingfundi Alþingis í gær. Arna Schram
fylgdist með umræðunum.
FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, kvaddi sér hljóðs í
upphafl þingfundar á Alþingi í gær
og gerði að umtalsefni ummæli Astu
R. Jóhannesdóttur, þingflokki jafn-
aðarmanna, í útvarpsviðtali fyrr um
morguninn. Sagði ráðherra að Asta
hefði sagt í útvarpsviðtalinu að óund-
irbúnar fyrirspurnir á þinginu væru
þess eðlis að ráðherrar hefðu tök á að
undirbúa sig fyrir þær, ef þeir vildu.
Sagði ráðherra að Asta hefði sagt í
viðtalinu að sá háttur væri hafður á
þegar þingmenn legðu fram beiðni
um óundirbúna fyrirspurn til forseta
Alþingis, að þeir tæku jafnframt
fram um hvað þeir ætluðu að spyija.
Ráðherrar hefðu þannig tök á að afla
sér gagna og undirbúa sig fyrir svör
ef þeir hefðu ekki upplýsingar á
hraðbergi þegar að fyrirspurnunum
kæmi.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
benti á að þarna hefði Asta gefíð
ranga mynd af því hvernig staðið
væri að óundirbúnum fyrirspurnum á
Alþingi. Ráðheirar gætu ekki fengið
að vita um hvað þingmenn ætluðu að
spyi’ja í óundirbúnum fyrirspurnum.
Kvaðst ráðhen-a telja alvariegt að
Asta hefði viðhaft þessi ummæli í út-
varpsviðtalinu og óskaði eftir því að
forseti Alþingis skæri úr um það
hvort hún hefði sagt satt eða ósatt í
umræddu útvarpsviðtali.
Guðni Agústsson, 3. varaforseti AI-
þingis, tók fram, vegna þessarar ósk-
ar ráðherra, að ráðherrum væri ekki
tilkynnt um efni óundirbúinna fyrir-
spurna. „Það liggur í orðanna hljóðan
að þær eru óundirbúnar. Þetta fer
þannig fram að forseti fær fyrir-
spurnina í hendur en það er fyrst og
fremst hans vinnuskjal," sagði Guðni.
Ásta R. Jóhannesdóttir sem og
aðrir þingmenn stjórnarandstöðu
mótmæltu þessum málflutningi við-
skiptaráðheiva og sögðu m.a. að með
því væri hann að drepa umræðunni
um málefni Lindar hf. á dreif. Aðalat-
riði þessa máls væri það að viðskipta-
ráðheiTa hefði sagt ósatt eða leynt
Alþingi upplýsingum í óundirbúinni
fyrirspurn um tap Lindar hf. á Al-
þingi fyrir nákvæmlega tveimur ár-
um.
„Allir vissu sem vildu vita“
Asta Ragnheiður kvaðst hafa sagt
frá því í útvarpsviðtalinu að þing-
menn tilkynntu forseta Alþingis æv-
inlega um efni óundirbúinnar fyrir-
spurnar í upphafí þingfundar eða
rétt áður en fyrirspurnin væri lögð
fram. Því hefði hún talið að ráðherr-
ar gætu nálgast efnisatriði fyrir-
spurnarinnar. Væri það hins vegar
ekki rétt breytti það því ekki að við-
skiptaráðherra hefði farið með rangt
mál á Alþingi þegar hann hefði svar-
að óundirbúinni fyrirspurn um mál-
efni Lindar hf. og Landsbankans
fyrir tveimur árum.
Eftir ræðu Ástu ítrekaði Guðni
Ágústsson 3. varaforseti Alþingis að
það lægi fyrir að ráðherra væri
ókunnugt um efni óundirbúinna fyr-
irspuma. Þetta ítrekaði hann reynd-
ar nokkrum sinnum til viðbótar í
þeim umræðum sem á eftir fóru.
Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðu-
bandalags og óháðra, tók þvf næst til
máls og sagði að það færi viðskipta-
ráðherra ekki vel að skamma fólk
111 ! ili:_JH,'Áll Ái 'ÁJ.-
ALÞINGI
fyrir að segja ósatt. Það væri eigin-
lega eins og að kasta grjóti út úr
glerhúsi. „Veruleikinn er sá að hinn
3. júní 1996 sagði ráðherrann ekki
satt hér úr þessum stól,“ sagði
Svavar og benti m.a. á sem fyrr að
ráðherra hefði haft skýrslu Ríldsend-
urskoðunar um málefni Lindar hf.
undir höndum í sex vikur fyrir þann
tíma. Ennfremur hefði ráðherra haft
á borðinu hjá sér, sem og allir lands-
menn, greinar viðskiptablaðs Morg-
unblaðsins eftir Kristinn Briem þar
sem flett hefði verið ofan af þessum
málum lið fyrir lið. „Það vissu allir
um það sem vildu vita hvernig staða
þessara mála var,“ sagði Svavar.
„Ráðherra reynir að
hvítþvo sig“
Fleiri þingmenn tóku til máls í
þessari umræðu m.a. Rannveig Guð-
mundsdóttir, þingflokki jafnaðar-
manna. Sagði hún m.a. að hún hefði
ávallt haldið þar til fyrir stuttu að
ráðherrar gætu fengið að vita um
efni óundirbúinna fyrirspurna hjá
forseta Alþingis. Svo væri hins vegar
ekki eins og nú hefði komið fram. I
sama streng tók Guðný Guðbjörns-
dóttir, þingmaður Kvennalistans.
Rannveig sakaði ráðheiTa ennfremur
um að reyna að hvítþvo sjaifan sig
með með því gera ummæli Ástu í út-
varpsþættinum að umtalsefni og
Svavar Gestsson gagnrýndi síðar í
umræðunni þátt Guðna Ágústssonar,
sem stýrði fundinum, í því sem
Svavar kallaði „framsóknarleikriti"
því sem hefði hafist fyrr um morgun-
inn með athugasemdum viðskipta-
ráðherra. Þessum orðum Svavars
mótmælti Guðni og sagði að hann
hefði ekki haft hugmynd um það um
morguninn þegar hann settist í for-
setastól að ráðherra hefði ætlað að
fjalla um þessi mál.
Valgerður Sverrisdóttir, þingmað-
ur Framsóknarflokks, blandaði sér
einnig í umræðuna og sagði m.a. að
nú hefði Ásta Ragnheiður orðið upp-
vís að ósannsögli í fjölmiðlum. Það
væri algert grundvallaratriði þessa
máls vegna þess að Ásta hefði rekið
umfjöllunina um málefni Lindar hf.
og Landsbankans þannig að við-
skiptaráðherra hefði átt að geta svar-
að fyrirspum hennar, fyrir tveimur
árum, nákvæmlega. „Nú kemur það í
ljós og er staðfest hér af hæstvirtum
forseta, að hæstvirtur ráðherra í
þessu tilfelli, eins og í öðrum tilfellum
ráðhemar, að þeir viti ekkert um
hvað er spurt. Þeir vita það ekki fyrr
en viðkomandi háttvirtur þingmaður
fer í ræðustól. Þess vegna er ekki
hægt að gera kröfu um að þeir svari
nákvæmlega." Valgerður bætti því
síðan við að Ástu hefði verið í lófa
lagið að leggja fram skriflega fyrir-
spurn um málefni Lindar hf. hafí hún
ekki verið sátt við svör ráðherra á
sínum tíma. Það hefði Ásta hins veg-
ar ekki gert fyrr en löngu síðar.
Ásta Ragnheiður svaraði þessu
þannig að hún hefði fengið þau svör
frá viðskiptaráðherra fyrir tveimur
árum að hann vissi ekkert um málið
nema það sem hefði komið fram í
fjölmiðlum. „Átti ég að fara að spyrja
skriflega út í hiuti sem ráðherra upp-
lýsir mig um hér í þinginu að hann
viti ekki nokkurn skapaðan hlut um,
óundirbúinn," spurði Ásta m.a.
„Hvenær segja menn ósatt“?
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra tók einnig til máls í þessari
umræðu og spurði m.a. hvort ráð-
herrar væru að segja ósatt þegar
þeir hefðu ekki ákveðnar upplýsingar
og gætu ekki staðfest ákveðnar tölur.
„Eg held að það sé mjög mikilvægt
að það sé rætt hér á meðal þing-
manna hvað það er að segja ósatt,“
sagði hann og bætti því við að hann
hefði ekki lært það að menn segðu
ósatt ef þeir gætu ekki staðfest
ákveðna hluti eða vissu ekki ákveðna
hluti. Þarna kallaði Ásta Ragnheiður
fram í og spurði hvernig því væri
háttað þegar menn vissu um ákveðna
hluti. „Ef maður vissi um þá, já, þá er
það að segja ósatt,“ sagði utanríkis-
ráðherra. „En hæstvirtur viðskipta-
og iðnaðan'áðheira hafði ekki þessar
upplýsingar. Það má vel vera að þær
hafi verið á skrifborðinu uppi í ráðu-
neyti. Það er okkur ekki nægjanlegt í
óundirbúnum fyrirspurnum eða er
þingmaðurinn svo vel gefinn að hún
læri allt sem hún lesi og viti það ná-
kvæmlega. Hún þyrfti bara að lesa
það einu sinni. Og ef hún hefur einu
sinni lesið það sé það öruggt að hún
muni það. Þar með sé hún að segja
ósatt ef hún hefur gleymt því,“ sagði
utanríkisráðherra.
Ásta Ragnheiður kallaði þarna aft-
ur fram í ræðu ráðherra og sagði að
málefni Lindar hf. hefðu ekki verið
neitt „smámál" eins og hún orðaði
það. „Smámál, þetta er ekki spurn-
ingin um það háttvirtur þingmaður,"
sagði utanríkisráðherra. „Það er al-
varlegt að bera það á aðra að segja
ósatt. En ég hef aldrei heyrt þessa
skilgreiningu á sannleikanum fyrr,“
sagði hann m.a.
Að síðustu kom viðskiptaráðherra
aftur í pontu og sagði, að gefnu til-
efni, að hann hefði tekið fram í um-
ræðunni um málefni Lindar hf. fyrir
tveimur árum að hann hefði vitað að
útlánatöp Landsbankans væru í sér-
stakri skoðun hjá bankaráði Lands-
bankans. „Mér var hins vegar ekki
heimilt að upplýsa Alþingi um efnis-
innihald þeirrar skýrslu sem ég hafði
undir höndum vegna þess að hún var
rannsóknargagn í því máli sem
bankaráð Landsbankans var með til
umfjöllunar á þessum tíma,“ sagði
hann.
Schengen-samstarfíð
Ekki íhugað að
hætta við aðild
Morgur.blaðið/Ásdís
ÁSDIS Magnúsdóttir, formaður stúdentaráðs, fylgdist með umræðunum um Lánasjóðinn á Alþingi í gær.
Tekist á um málefni
Lánasjóðsins á Alþingi
MÁLEFNI Lánasjóðs íslenskra
námsmanna voru tekin upp í utan-
dagskrárumræðu í gær. Málshefj-
andi var Svavar Gestsson þingmaður
Alþýðubandalagsins. Hann spurði
menntamálaráðherra hver rökin
væru fyrir þvi að hækka framfærslu-
grunn námsmanna einungis um 2,5%
og benti á að það væri ekki í sam-
ræmi við verðlags- og launaþróun í
landinu undanfarin ár. Svavar sagði
engin menntapólitísk rök fyrir þess-
ari hækkun og benti einnig á að sí-
felldar breytingar á viðmiðun náms-
lána hefðu mikil óþægingi í för með
sér fyrir námsmenn.
í svari menntamálaráðherra kom
fram að kröfur námsmanna hefðu
þýtt hundruð milljóna króna hækkun
á útlánum sjóðsins. Fulltrúar ríkis-
stjómar hefðu ekki getað fallist á
þær kröfur enda vöruðu allir efna-
hagsráðgjafar við þenslu í útgjöldum
ríkissjóðs. Menntamálaráðherra
rakti svo breytingar sem verða á út-
hlutunarreglum næsta vetur og sagði
ekki hægt að skoða tölur frá Lána-
sjóðnum með sama hætti og launa-
hækkanir. Þeir sem skoðuðu tölumar
með fullri sanngirni gætu ekki sagt
að gert væri illa við námsmenn.
Þeir þingmenn sem tóku til máls
vom flestir fulltrúar stjórnarand-
stöðu og tóku í sama streng og
Svavar. Ögmundur Jónasson, Al-
þýðubandalagi, sagði að verið væri að
halda námsmönnum undir nauðþurft-
armörkum og að frítekjumörk Lána-
sjóðsins væru allt of lág en þau verða
185.000 krónur samkvæmt nýjum út-
hlutunarreglum.
Eini fulltrúi stjórnarflokkanna sem
tók til máls fyrir utan menntamála-
ráðherra var Hjálmar Amason þing-
maður Framsóknarflokks. Hann
sagði í sínu innleggi að honum þætti
eðlilegt að námsmenn fylgdu öðmm
hópum í þjóðfélaginu í launahækkun-
um. Svavar Gestsson gerði athuga-
semd við það að fulltrúi Framsóknar-
flokks styddi ekki ákvörðun Lána-
sjóðsins og spurði menntamálaráð-
herra hvort hann væri að skerða kjör
með minnihluta á bak við sig.
Menntamálaráðherra sagði í loka-
svari sínu að Alþingi hefði aldrei
komist að þeirri niðurstöðu að Lána-
sjóður íslenskra námsmanna ætti að
starfa með þeim formerkjum að um
laun væri að ræða og ætti að taka
mið af launaþróun. Menntamálaráð-
herra sagði einnig nauðsynlegt að
ræða áfram kröfur námsmanna og að
ýmsar athyglisverðar hugmyndir
hefðu komið fram í umræðunni síð-
ustu viku sem mætti skoða nánar.
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði aðspurður í utandag-
skrárumræðu á Álþingi í gær að
ríkisstjórnin hefði ekki íhugað þann
möguleika að ísland hætti við fyrir-
ætlanir um aðild að Schengen.
Hann sagði ennfremur aðspurður
að norræna vegabréfasambandið
væri einn af hornsteinum Norður-
landasamstarfsins og að fyrirsjáan-
legt væri að það hefði liðið undir lok
ef ísland og Noregur hefðu staðið
utan Schengen-samstarfsins. Auk
þess efldi Sphengen-samstarfið póli-
tísktengsl íslands við Norðurlöndin
og önnur ríki Evrópusambandsins.
Hjörleifur Guttormsson, þing-
maður Alþýðubandalags var máls-
hefjandi umræðunnar og sagði m.a.
að mörg atriði er vörðuðu afleiðing-
ar af hugsanlegri Schengen-aðild
íslands væru óljós og óskýrð af
hálfu stjórnvalda. Þar á meðal væri
hættan á auknum ólöglegum inn-
flutningi fíkniefna til landsins.
Hjörleifur lagði fyrir utanríkis-
ráðherra fyrirspurnir í tólf liðum,
þar sem m.a. var spurt að því hvers
vegna það væri ríkisstjórninni
keppikefli að taka að sér
landamæravörslu fyrir Evrópusam-
bandið á ytri landamærum þess.
Þessari spurningu svaraði utan-
rfkisráðherra á þá leið að aðild að
Schengen-samstarfinu fæli í sér
réttindi og skyldur eins og aðild að
öllum miUiríkjasamningum. „Kostir
og gallar aðildar voru metnir af rík-
isstjórninni áður en farið var út í
viðræður um aðild að Schengen og
var það mat hennar að hag Islands
væri best borgið innan Schengen-
samstarfsins,“ sagði ráðherra
Gífurlegur kostnaður
Fleiri þingmenn tóku til máls í
umræðunum og sagði Kristín Ást-
geirsdóttir, þingmaður utan flokka,
m.a. að um viðamikið og flókið mál
væri að ræða. Ragnar Arnalds,
þingmaður Alþýðubandalags og
óháðra, sagði ljóst að Schengen-
samstarfinu fylgdu gríðarlega um-
fangsmiklar og kostnaðarsamar
skuldbindingar fyrir Islendinga ef
af yrði. „Það er ljóst að Islendingar
væru þarna að taka að sér
landamæravörslu fyi-ir meginþorra
ríkja Evrópusambandsins," sagði
hann og bætti því við að Islendingar
þyrftu m.a. að leggja í gífurlegan
kostnað á Keflavíkurflugvelli við að
byggja upp nýja farþegaaðstöðu,
sem talið væri að kostaði sex til sjö
hundruð milljónir króna, þó einhver
af þeim kostnaði væri óhjákvæmi-
legur engu að síður. Lagðist hann í
ræðu sinni gegn aðild íslands að
Schengen.
Valgerður Sverrisdóttir, þing-
maður Framsóknarflokks, hélt því
hins vegar fram að ísland yrði mjög
einangrað stæði það fyrir utan
Schengen. Ekki síst yrði ísland
mjög einangrað frá hinum Norður-
löndunum, þar sem það lægi íyrir í
dag að þau muni taka þátt í
Schengen-samstarfmu.