Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 28

Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ L- ERLENT Blair segir nýtt tímabil blasa við í samskiptum Ira og Breta Avarpar írska þingið í haust Dublin, Belfast. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Belfast í gær og ræddi við leiðtoga helstu stjóm- málaflokka en gengið verður til þingkosninga á N-írlandi 25. júní næstkomandi. David Trimble, leið- togi Sambandsflokks Ulster (UUP), sagðist fyrir fundinn með Blair éinnig ætla að ræða um hina svokölluðu „göngutíð“ Oraníuregl- unnar, sem tengd er UUP tryggða- böndum, en hún nær að venju há- marki í byrjun júlí. Er nú reynt að fínna lausn þannig að ekki komi til átaka eins og undanfarin tvö ár. Karl Bretaprins kom einnig til Belfast í gær en hann er nú í tveggja daga heimsókn á N-írlandi. Blair hitti Bertie Ahern, forsætis- ráðherra írlands, í Dublin í fyrra- dag og bauð Ahem Blair að koma aftur í haust og verða fyrstur breskra forsætisráðherra til ávarpa sameinaðan fund efri og neðri deild- ar írska þingsins. Blair kvaðst afar snortinn yfir boðinu og sagðist telja að vip blasti nýtt tímabil í samskipt- um írlands og Bretlands þar sem samvinna landanna tveggja yrði með breyttu og betra sniði. Óeirðir við Drumcree Haft er eftir Ronnie Flanagan, lögreglustjóra á N-írlandi, í The Irish Times í gær að átökin í bæn- um Portadown á sunnudag hefðu án nokkurs vafa verið fyrirfram skipu- lögð af lýðveldissinnum. Til átaka kom þegar kaþólskir íbúar við Gar- vaghy-veg mótmæltu göngu yngri deildár Oraníureglunnar í gegnum hverfíð sem undanfarin tvö sumur hefur orðið nánast sem vígvöllur eftir göngu Oraníureglunnar niður Garvaghy-veginn í óþökk íbúanna. Fjórtán vom á sunnudag fluttir á slysadeild, þar af ellefu lögreglu- menn og er óttast að átökin séu vís- ir á það sem koma skal í sumar. Jafnframt sagðist Flanagan ótt- ast að klofningsfélög úr írska lýð- veldishemum (IRA), sem andsnúin era páskasamningnum, hyggist sameinast undir einn hatt á næstum vikum og hefja sprengjuherferð. Hague stokkar upp í skuggaráðuneytinu | Markmiðið að bæta stöð- una í glím- unni við Blair ; London. The Daily Telegraph, Reutei's. WILLLAM Hague, leiðtogi breska I íhaldsflokksins, tilkynnti í fyrradag um verulegar breytingar á skugga- ráðuneyti sínu. Vonast hann til að þær verði til að blása nýju lífi í flokkinn og for- ystu hans og auðveldað hon- ) um glímuna við | Tony Blair, leið- i toga Verka- f mannaflokksins. Helstu breyt- ingarnar eru þær, að Ann Widd- ecombe, sem hefur verið nokkuð áberandi í þingliðinu, leysir af hólmi Frank Dobson sem heil- brigðisráðherra í skuggaráðuneyt- inu og David Willetts tekur að sér að móta nýja stefnu í skólamálum. 1 Peter Lilley, sem hefur þótt held- | ur atkvæðalítill í fjármálunum, | verður aðstoðarleiðtogi með það verkefni fyrst og fremst að endur- skoða stefnumál flokksins með næstu kosningar í huga. Við fjár- málunum tekur Francis Maude en hann hefur farið með menningar-, fjölmiðla- og íþróttamál í skugga- ráðuneytinu. „Hér er um ræða nýtt og hæfi- leikaríkt fólk,“ sagði Hague þegar hann kynnti breytingarnar. „Við I ætlum að láta hana svara til saka | þessa ríkisstjóm, sem er önnum kafin við að svíkja þau loforð, sem hún gaf þjóðinni fyrir síðustu kosn- ingar.“ Tangarsókn Hague hefur gert ýmsar breyt- ingar á skipulagi Ihaldsflokksins með það fyrir augum að auka áhrif j óbreyttra flokksmanna en flokkur- inn á samt ennþá á brattann að 1 sækja gagnvart kjósendum. Klofn- ) ingurinn vegna Evrópumálanna gýs alltaf upp öðra hverju og skoð- anakannanir sýna, að hann hefur nú minna fylgi en hann fékk í síð- ustu kosningum. Hague ætlar nú að beita nokkurs konar tangarsókn gegn ríkisstjóm- inni. Þau Maude og Widdecombe eiga að hamra á aumu blettunum í | störfum stjómarinnar, til dæmis , því, að ekki hefur enn tekist að fækka fólki á aðgerðalistum sjúkra- j húsanna né að fækka nemendum í bekkjum, en Lilley á að endurmeta stefnuna með víðtæku samráði við kjósendur. Bindur Hague miklar vonir við Maude sem einn af for- ystumönnum flokksins í framtíð- inni. Howard áfram með utanríkismál I Af öðrum breytingum má nefna, að Michael Ancram, talsmaður flokksins í stjórnarskrármálum, mun taka við af Parkinson lávarði sem formaður flokksins á flokks- þinginu í október og skuggaráð- herrarnir Sir Brian Mawhinney og Stephen Dorrell hætta að eigin ósk. Þá var Sir Alastair Goodlad, tals- maður flokksins í alþjóðaþróun, lát- inn hætta. Er þá ekki allt upp talið en rétt að nefna, að Sir Norman Fowler verður innanríkisráðherra í i skuggaráðuneytinu en hann hefur verið með umhverfis- og sam- göngumál. Michael Howard verður áfram talsmaður flokksins í utan- ríkismálum en sagt er, að hann sé ekkert yfir sig hrifinn af frama Ann Widdecombe. Hann var á sínum yf- irmaður hennar í innanríkisráðu- neytinu og þá lenti þeim saman út af brottrekstri yfirmanns fangelsis- málanna í Bretlandi. Þá sagði hún um Howard, að það væri „eitthvað skuggalegt við hann“. Armúla 38 • Sími 553 1133

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.