Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 2£ ERLENT Reuters MILO Djukanovic, forseti Svartfjallalands, á kjörstað í Podgorica, höf- uðborg lýðveldisins. Hugsanlegt er talið, að kosningarnar sl. sunnudag muni verða til að herða á kröfum þeirra, sem vilja fullt sjálfstæði og segja sig úr lögum við Serbíu og júgóslavneska sambandsríkið. Umbótasinnar sigruðu í S vartQ allalandi Áfall fyrir Milosevic og getur haft áhrif á sambandsþinginu Podgorica. Reuters. UMBÓTASINNAR í Svartfjalla- landi hrósuðu sigi’i í kosningunum á sunnudag og hafa nú hreinan meiri- hluta á þingi. Eru úrslitin jafnframt áfall fyrh- Slobodan Milosevic, for- seta Júgóslavíu. Samtök umbótasinnaðra flokka undir forystu Milos Djukanovic, for- seta Svartfjallalands, fengu 49,5% atkvæða en helsti keppinauturinn, sósíalistinn Momh’ Bulatovic, skjól- stæðingur Milosevic, fékk 36%. Frjálslynda bandalagið fékk 6% og það, sem upp á vantar, skiptist á milli nokkurra smáfiokka. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, fagnaði kosningunum í gær sem mikilvægu skrefí í átt til fulls lýðræðis í Jú- góslavíu, Serbíu og Svartfjallalandi, og eftirlitsmenn ÓSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sögðu, að þær hefðu farið heiðarlega fram. A þinginu í Svartfjallalandi sitja 78 menn og er búist við, að Umbóta- samtökin fái 42-43 menn á móti 30- 31 Sósíalistaflokksins. Djukanovic getur einnig reitt sig á stuðning frjálslyndra og fulltrúa albanska minnihlutans í Svartfjallalandi. Aukin andstaða við Milosevic á þingi Þessi niðurstaða er mikið áfall fyr- ir Milosevic, sem beitti sér gegn Djukanovic með ýmsum hætti. Skjól- stæðingur hans, Bulatovic, var áður forseti Svartfjallalands og nýlega skipaði Milosevic hann forsætisráð- herra Júgóslavíu í því skyni að styrkja stöðu hans. Serbar og Svartfellingar eiga jafn marga fulltrúa í efri deild sambands- þingsins og líklegt er, að Djukanovic fái alla svartfellsku fulltrúana þar sem flokkurinn er í meirihluta á þingi lýðveldisins. Getur hann því hugsanlega gert alríkisstjórninni erfitt fyrir á ýmsa lund. Djukanovic er 35 ára gamall, fyiT- verandi kommúnisti og áður banda- maður þeirra Milosevic og Bulatovic. Hann sneri við þeim baki og segir, að Svartfellingar hafí þjáðst mikið vegna hernaðarbrölts Milosevic, úti- staðna hans við Vesturlönd og með- fylgjandi refsiaðgerða. Eitt af helstu slagorðum hans í kosningunum á sunnudag var þetta: „Viljið þið búa við einræði Milosevic; vera eins og bandingjar á botninum? Kjósið þið kannski heldur að búa með reisn í lýðfrjálsu ríki í nánu samstarfi við hið alþjóðlega samfélag?" IÐNSKÓLINNI REYKJAVfK vekur athygli á nýrri námsskipan: Málmtæknibraut, fyrri hluti, 4 annir Grunndeild bíliðna, 2 annir. ^úðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og II. (fcípOá = wiSsluti®Oác /^ÍN aO "°9 ýmsir fy|9*h|wt*r ' skÍDuleaaia á efti ' Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggia á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leiglð stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. f Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Elnnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. ö Tíö|d aDeBga sHcátta ..meo skötum á heimavelll sfmi 562 1390 • fax 552 6377 Jórdanir og Saudi-Arabar ræða væntanlega ráðstefnu arabaríkja Eindrægni verði tryggð Ainman. Reuters. JÓRDANIR og Saudi-Arabar sögðu í gær að ef halda ætti ráð- stefnu arabaríkja um stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs yrði að vanda mjög til alls undirbúnings til þess að eindrægni n'kjanna rofnaði ekki. Að loknum fundi Hússeins Jórdaníukonungs og Abdullah krónprins af Saudi-Arabíu á mánu- dag var hvatt til þess að meira yrði gert til þess _að koma á friðarum- leitunum við Israel. Opinber fréttastofa Jórdaníu, Petra, sagði að báðir hefðu staðfest nauðsyn þess að ráðstefnan gengi vel svo eining arabaríkja myndi styrkjast gagnvart friðarumleitun- unum og þeim vanda sem þar væri yið að etja. Jórdanir sömdu frið við ísraela fyrir fjórum árum og vilja ekki að væntanleg ráðstefna verði notuð til að koma höggi á Israela. Netanyahu efni gefín heit Aðstoðarforsætisráðherra Jórdaníu sagði á mánudag að þar- lend stjórnvöld teldu að best færi á því að væntanleg ráðstefna yrði haldin í höfuðstöðvum Ara- babandalagsins í Egyptalandi, en þarlendir ráðamenn hafa einnig komist að friðarsamkomulagi við ísraela. Jórdanir leggja áherslu á, að ráðstefnuna skuli nota til að auka þrýsting á að Benjamin Netanya- hu, forsætisráðherra Israels, efni gefin heit sem ísraelar hafa lengi frestað, svo sem að afhenda Palest- ínumönnum meira land á Vestur- bakkanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.