Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
rviYrvnusT
liistasaln ASÍ /
Ásmundarsai
MÁLVERK
ÁGÚST PETERSEN
Opið 14-18. Aðgangseyrir kr. 200.
Sýningin stendur til 5. júní. Sýning-
arskrá kostar kr. 500.
ÁGÚST Petersen fæddist árið
1908 og dó haustið 1990. Hann
lærði húsamálun í Iðnskólanum í
Reykjavík en fór ungur að mála
myndir og teikna og sneri sér al-
farið að listmálun árið 1962. Á
þrjátíu ára sýningarferli hélt hann
tuttugu og tvær einkasýningar og
tók þátt í fjölmörgum samsýning-
um. Ágúst starfaði lengi í Félagi
íslenskra myndlistarmanna og það
er félagið sem hefur veg og vanda
af þessari sýningu. Halldór Björn
Runólfsson skrifar inngang í
ágæta sýningarskrá. Á sýningunni
eru sextíu og fímm myndir.
Ágúst fór oftast sínar eigin leið-
ir í myndlist þótt hann hafí lært
hjá þeim Birni Bjömssyni gull-
smið og teiknara og síðar hjá Þor-
valdi Skúlasyni. Hann leiddi hjá
sér deilur þær sem settu einna
mestan svip á árin milli 1950 og
1960 - deilur þeirra sem aðhylltust
afstraktmálverk annars vegar og
hinna sem vildu halda sig við fólk
og fjöll. Ágúst málaði reyndar
fyrst og fremst fólk og landslag,
en gerði aldrei veður út af því.
Eins og Halldór Bjöm bendir á í
sýningarskrá tengist málaralist
Ágústs einna helst verkum Júlíönu
Sveinsdóttur og Snorra Arin-
bjamar, og svo Nínu Tryggvadótt-
ur þegar kemur að mannamynd-
unum sem eru viðfangsefni þess-
arar sýningar. Mannamyndirnar
eru að öðmm ólöstuðum það mikil-
Portrettmyndir
Agústs Petersens
SJÁLFSMYND Ágústs Petersens frá árinu 1954.
vægasta sem Ágúst skilur eftir sig
og hér má sjá á sjöunda tug þeirra
frá öllum ferli hans, þótt mest beri
á myndum frá síðasta áratugnum
á ævi hans. Ágúst málaði gjarnan
aðra listamenn eða fólk sem
tengdist myndlistinni á einn eða
annan hátt. Þannig má hér sjá
myndir af Guðmundi Benedikts-
syni, Bimi Th. Björnssyni, Rrist-
jáni Davíðssyni og Selmu Jóns-
dóttur, svo aðeins fáir séu nefndir.
Það sem mest heillar við þessar
portrettmyndir Ágústs er hvernig
honum tekst í einfaldri mynd að
draga fram persónu þess sem
hann málar án þess að beita
nokkum tímann ýkjum eins og til
dæmis tíðkast í skopteikningum. Á
ákaflega einfaldan hátt og oftast
með fölum litum tekst honum að
draga fram ótvíræða mynd af per-
sónu, ekki aðeins þekkjanlega
mynd af andliti heldur mynd sem
virðist miklu fremur byggjast á
skilningi listamannsins á karakter
og háttum þess sem hann málar.
Þetta innsæi Ágústs var svo næmt
að manni finnst jafnvel að maður
læri eitthvað nýtt um fólk sem
maður þekkir sjálfur vel við það að
sjá það í mynd eftir hann.
Uppsetning sýningarinnar í Ás-
mundarsal er djörf en gengur
fýllilega upp. Myndum er raðað
nokkuð þétt saman en án þess þó
að þær trufli hver aðra. Þannig
tekst að koma upp í litlum sal svo
stóru safni mynda, en að öðrum
kosti hefði ekki verið hægt að
koma upp verðugu yfirliti yfír
þessar mannamyndir Ágústs. Með
þessari sýningu ætti að sannast
svo ekki verður um villst það sem
Halldór Björn segir í sýningar-
skrá, að Ágúst „var meðal okkar
ágætustu og sérstæðustu portrett-
rnálara".
Jón Proppé
Einleiks-
tónleikar
í Isafjarðar-
kirkju
HALLDÓR Haraldsson píanóleik-
ari heldur tónleika í Isafjarðar-
kirkju miðvikudaginn 3. júní kl.
20.30. Tónleikarnir eru fjórðu og
síðustu áskrift-
artónieikar Tón-
listarfélags Isa-
fjarðar á þessu
starfsári.
Á efnisskránni
eru tvær píanó-
sónötur, sónata í
B-dúr eftir
Franz Schubert
og í f-moll eftir
Johannes Bra-
hms, en Halldór
æfði þessa efnisskrá á síðasta ári,
en þá voru liðin 200 ár frá fæðingu
Schuberts og 100 ár frá andláti
Brahms.
Halldór Haraldsson stundaði pí-
anónám bæði í Reykjavík og í
London. Hann hefur haldið fjölda
tónleika bæði heima og erlendis,
einn og með öðrum. Árið 1988
stofnaði hann Tríó Reykjavíkur
ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur
og Gunnari Kvaran. Þá hefur hann
leikið marga píanókonserta með
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Halldór hefur kennt við Tónlist-
arskólann í Reykjavík frá árinu
1966. Hann var í mörg ár deildar-
stjóri píanókennaradeildar og pí-
anódeildar og frá árinu 1992 hefur
hann verið skólastjóri skólans.
Tónleikarnir í kvöld eru fyrstu
einleikstónleikar á píanó, sem
haldnir eru í kirkjunni.
Ilalldór
Haraldsson
Dæmi um hvaö
vítamín og steinefni
gera fyrir þíg
A-vítamín
Nauösynlegl lil vaxlar og viöhalds
velja. viöheldur mykl og heilbrigöi
hörunds. Ver slfmhúö í munni. nefi.
halsi og lungum. Eykur viönam gegn
sýkingum og bætir sjónina. Hjálpar viö
myndun beina.
B2-vítamín (Ribófiavin)
Hjálpar viö aö nýta orkuna í fæöu.
hjálpar viö myndun mólefna og rauöra
blóökorna. Nauðsynlegl til aö viöhalda
hörundi, nöglum. hári og góöri sjón.
Niacin (Nlasín-vítamín B3)
Bælir blóörásina og lækkar kólestról I
blóði. Viöheldur taugakerlinu. lækkar
háan blóðþrýsting, hjálpar viö meltingu
og stuölar aö heilbrigöi húöar.
Zink
Mjög mikilvægt fyrir ónæmiskerliö,
flýtir fyrir aö sar groi og er mikilvægt
fyrir stööugleika bloösins, Viöheldur
alkaline jatnvægi likamans.
www.mbl.is
Build-up
dagskammti (RDS) af 12 vítamínum og 6 steinefnum auk prótíns og orku
Nestlé
V
V3 m;
>l f Vitmtn.
A Mimtraísj
Slmply i
Build-Up fyrir alla
Góö aöferð til þess aö auka neyslu vítamína og
steinefna þegar þú þarft á aukakrafti aö halda.
Hentar börnum (eldri en 3ja ára) sem eldra fólki
og öllum þar á milli.
Build-Up á meögöngu og
meö barn á brjósti
Tryggir aö nægilegt magn næringarefna sé til
staðar á þessum mikilvæga tíma
Build-Up eftir veikindi
Sér til þess aö þú færö öll réttu næringarefnin til
þess aö ná skjótum bata
Build-Up - fljótlegur drykkur
Eitt bréf út í kalda eöa heita mjólk eöa
ávaxtasafa gefur þér fljótlegan og bragðgóðan
drykk stútfullan af næringarefnum
Upplýsingar
um næringarinnihald:
f 38 gr. bréfi blönduöu
( 284 ml. af mjólk
% af RDS
Orka
1395
330
Prótln 9 18,0
Kolvetni 9 37,1
þar af sykur 9 36,5
Fita 9 12,4
þar af mettuð 9 7,5
Trefjar 9 0,6
Natríum 9 0,4
Kalíum mg 810
ftamln
A-vítamín U9 300,0 38%
B1-vftamin mg 0,6 43%
B2-vítamín mg 1,0 63%
B6-vítamín mg 0,9 45%
B12-vítamín 99 1,7 170%
C-vítamín mg 23,0 38%
D-vítamín 99 1,8 36%
E-vítamín mg 3,3 33%
Bíótín mg 0,06 40%
Fólín 99 84,0 42%
Níasln mg 6,2 34%
Pantótenat mg 3,0 50%
teinefni
Kalk mg 607,0 76%
Joö 99 94,0 63%
Járn mg 5,5 39%
Magnesíum mg 132,0 44%
Fosfór mg 534,0 67%
Zink mg 6,3 44%
súkkulaöi jaróaberja vaniilu bragólaust