Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
MORGUNBLADIÐ
Tveir millj-
arðar barna
Til skamms tíma rédu foreldrarnir
því á hvað börnin horfðu við háaltari
sjónvarpsins í miðri stofunni. Nú geta
fjölmörg börn sinnt sínu daglega helgi-
haldi í einrúmi við eigið altari á
herbergjum sínum.
Hafi einhver haldið
að börn og ung-
menni 18 ára og
yngri væru minni-
hlutahópur í ver-
öldinni er fróðlegt að líta á nýj-
ustu tölur frá UNICEF. í
heildina eru 37 prósent af jarð-
arbúum 18 ára og yngri. Dreif-
ingin er að sjálfsögðu misjöfn
eftir heimshlutum og hlutföll
aldurshópanna breytileg. í iðn-
ríkjum vesturlanda eru 18 ára
og yngri u.þ.b. 24 prósent íbú-
anna en í þriðja heiminum er
hlutfallið 40-55
VIPHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
prósent. Þess-
ar tölur segja
þó ekki alla
söguna því ef
hinir fullorðnu
eru teknir útúr dæminu kemur
í ljós að af þeim tveimur millj-
örðum barna og ungmenna
undir 18 ára aldri, sem byggja
þessa jörð, þá eru einungis 13
prósent þeirra í iðnríkjunum og
87 prósent búa í þróunarlönd-
unum.
Þessum tölum má svo velta
fyrir sér á ýmsa vegu og gleðj-
ast eða hryggjast yfir þeim; t.d.
má velta fyrir sér aðstöðumun
þessara tveggja mjög svo mis-
stóru hópa, hinn minni er auð-
vitað margskiptur og innan
hans eru innbyrðis möguleikar
einstaklinganna til góðs lífs og
uppeldis mjög misjafnir. Hvað
87 prósentin í þriðja heiminum
varðar snýst málið kannski ekki
svo mjög um lífsgæði og upp-
eldisaðferðir; þar er fyrst og
síðast spurt um að lifa af. Allt
umfram það eru lífsgæði.
Þegar litið er á aðgang jarð-
arinnar barna að sjónvarpi og
myndmiðlum snúast tölurnar
hér að ofan algjörlega við. Það
kemur kannski ekki á óvart. I
mörgum Evrópulöndum,
Bandaríkjunum, Japan og
Ástralíu hafa flest börn aðgang
að öllum hugsanlegum mynd-
miðlum á heimilum sínum. Yfir-
gnæfandi meirihluti þeirra býr
við tvö eða fleiri sjónvarpstæki
á heimilinu, mörg hafa sitt eigið
sjónvarp í herbergi sínu, auk
myndbandstækis, tölvu með
ýmsum leikjaforritum ásamt
aðgangi að Netinu. Hér má
hyggja að þeirri breytingu sem
orðið hefur á síðustu árum
varðandi notkun myndmiðl-
anna, til skamms tíma réðu for-
eldramir því á hvað börnin
horfðu við háaltari sjónvarpsins
í miðri stofunni. Nú geta fjöl-
mörg börn sinnt sínu daglega
helgihaldi í einrúmi við eigið
altari á herbergjum sínum.
Stundin við skjáinn er því ekki
lengur sameiginleg fjölskyld-
unni nema fyrir tilviljun; glápið
fer sífellt meira fram í einrúmi
og foreldrarnir eiga því erfiðara
um vik með að fylgjast með á
hvað börnin eru að horfa, hvort
efnið er æskilegt eða skaðlegt,
að því hlutverki ónefndu að
vera fyrirmyndir um ábyrgt
gláp-
I mörgum þróunarlandanna
veldur hin yfirgengilega fátækt
því að sjónvarpsglápið verður
ekki aðeins sameiginleg stund
fyrir fjölskylduna heldur er því
víða svo farið að aðeins eitt
sjónvarpstæki fyrirfinnst í
hverju þorpi. Orkuskorturinn
er einnig slíkur að þetta eina
sjónvarpstæki þorpsins er knú-
ið rafmótor sem er sameign
þorpsbúa. Við þessar aðstæður
verður sjónvarpsglápið helgi-
stund allra þorpsbúa, sameigin-
leg upplifun; dags- eða viku-
skammturinn af amerískri
glanssápu verður umtalsefni
allra þorpsbúa í aðþrengdustu
hlutum Afríku eða Suður-Am-
eríku. Hvort er hlálegri tilhugs-
un skal ósagt látið; hin vest-
ræna tækjavædda fjölmiðlafjöl-
skylda þar sem börnin og for-
eldrarnir sitja hver í sínu her-
bergi umkringd sínum persónu-
legu skjám og lyklaborðum án
nokkurra tengsla hvert við ann-
að, eða þorpsbúar örbirgðarinn-
ar sem sitja og horfa öxl við öxl
á tilbúna sápuveröld hins vest-
ræna heims. Hvort tveggja er
jafn fáránlegt og það er raun-
verulegt.
Litil tengsl sjónvarpsefnis
við raunveruleikann birtast í
ýmsum myndum. í ljósi þeirrar
tölfræði sem hér hefur verið
tínd til, má benda á að hlutfall
bama og ungmenna í íbúafjölda
hverrar þjóðar birtist engan
veginn í sjónvarpsefninu. Börn
og ungmenni sem þátttakendur
í leiknu sjónvarpsefni (eða
heimildarmyndum) eru afskap-
lega lítilfjörlegur hluti af heild-
inni. Sumir fjölmiðlafræðingar
vilja ganga svo langt að telja
þetta táknræna kúgun á börn-
um. Þau fái með þessu ranga
hugmynd um hlutverk sitt í
þjóðfélaginu; þeim bregður svo
sjaldan fyrir í sjónvarpinu að
þau virðast nánast ekki skipta
neinu máli í veröldinni. Þau
sjást sjaldan, þau heyrast sjald-
an og fullorðnu persónurnar
tala sjaldan um þær. Eina efn-
isformið í sjónvarpinu sem ger-
ir sér verulegan mat úr börnum
eru auglýsingar. Þar eru börn
títt notuð, enda vita þeir sem
þar um véla að börn eru dygg-
ustu áhorfendur sjónvarps og
horfa á auglýsingar af sömu
einbeitni og annað efni sem fyr-
ir ber. Og börn í auglýsingum
selja ekki bara jafnöldrum sín-
um í hópi áhorfenda heldur
hafa þau einnig söluvæn áhrif á
hina fullorðnu. Þessi „áhersla"
auglýsinganna á notkun á börn-
um styður reyndar einnig þá
kenningu að frá þjóðfélagslegu
sjónarmiði gegna börnin fyrst
og fremst neysluhlutverki, þau
hafa meiri áhrif á neyslu fjöl-
skyldnanna en margt foreldrið
er sjálfsagt tilbúið að viður-
kenna. Markaðsfræðingarnir
vita þó betur. Það er gott að
vita til þess að á einhverjum
póstum er mikilvægi barnanna
viðurkennt í verki og hugsun og
fjármunum beint að þeim á svo
markvissan hátt.
Morgunblaðið/Arnór
SVEITIR Norðurlandskjördæmis eystra, kjördæmameistarar 1998. Talið frá vinstri: Skúli Skúlason,
Guðmundur Jónsson, Stefán Stefánsson, Jón Jónsson, Sveinn Aðalgeirsson, Þórólfur Jónasson, Sveinn
Pálsson, Sigurbjörn Haraldsson, Magnús Magnússon, Hróðmar Sigurbjörnsson, Bjarni Sveinbjörnsson,
Jóhann Magnússon, Kristján Þorsteinsson, Anton Haraldsson, Eyþór Gunnþórsson, Hermann Friðriks-
son, Þorsteinn Friðriksson, Stefán Sveinbjörnsson og Jóhannes Jónsson.
Sveit Norðurlands eystra
kj ördæmameistari
BRIDS
Flughótel Keilavík
KJÖRDÆMAMÓT
Fjórar sveitir frá hverju kjördæmi.
30.-31. maí. Aðgangur ókeypis.
SVEIT Norðurlands eystra
sigraði með nokkrum yfirburðum
í kjördæmakeppninni og varði þar
með titilinn frá síðasta móti.
Sveitin hlaut samtals 490 stig, 36
stigum meira en sveit Reykvík-
inga sem varð í öðru sæti með
454. Sunnlendingar urðu í þriðja
sæti með 450 og Norðurland
eystra í því fjórða með 436 stig.
Allar sveitir Norðurlands
vestra spiluðu mjög vel í mótinu
eins og lesa má út úr meðaltalinu
en sveitirnar voru með 17,5 stig
að meðaltali úr leik.
Að venju var tvímenningsút-
reikningur (Butler) og urðu norð-
anmenn í 1. og 3. sæti. Efstir urðu
Kristján Þorsteinsson og Jóhann
Magnússon með 18,77 í 6 leikjum.
Hjálmtýr Baldursson og Svavar
Bjömsson, Reykjavík, urðu í öðru
sæti með 18,61 í 7 leikjum og
landsliðsbræðurnir Anton og Sig-
urbjöm Haraldssynir þriðju með
18,49 í 7 leikjum.
Skipulag mótsins þótti takast
mjög vel. I fararbroddi Suður-
nesjamanna var Kjartan Olason
og helztu aðstoðarmenn hans
Garðar Garðarsson og Svala Páls-
dóttir en þau afhentu verðlaunin í
mótslok. Keppnisstjóri var Isak
Sigurðsson og reiknimeistari
Trausti Harðarson. Aðstaða á
Flughóteli var hin ákjósanlegasta
en veg og vanda af þjónustunni
við spilarana hafði Axel Jónsson
aðstoðarhótelstjóri og veitinga-
stjóri.
54 sveitir spila í bikarkeppni
BSÍ 1998
Um helgina var dregið í bikar-
keppni Bridssambandsins og voru
54 sveitir í pottinum. 22 leikir
verða í fyrstu umferðinni en 10
sveitir sitja yfir.
Karl G. Karlsson, Sandgerði - Víkursveit-
in/Kristján Þorsteinsson, Dalvík
Hafdís/Orn Ragnarsson, Hornafirði
- Jasmín/Ólöf Þorsteinsdóttir, Rvk
NotaBene/Sigmundur Stefánsson, Rvk -
Húsavíkursveitin/Friðgeir Guðmundsson
Sparisjóður Mýrasýslu/Kristján Snorrason,
Borgarnes - Soffla Daníelsd., Rvk
Hótel Bláfell/Ríkharður Jónsson, Breiðdalsvík
- SveinnAðalgeirsson, Húsavík
Nýherji/Isak Om Sigurðsson, Rvk.
- Vélaleiga SímonarJ’áll Bergsson, Rvk
Bjöm Theódórsson, Rvk - Strengur/Hrannar
Erlingsson, Rvk
Herðir hfJPálmi Kristmannsson, Egilsstaðir -
Jón N. Gíslason, Hafnaifjörður
Landsbréf/Björn Eysteinsson, Rvk. - Kaup-
þing Norðurl/Anton Haraldsson Akureyri
Unnar Atli Guðmundsson, Hvammstanga -
Þórður Sigurðsson, Selfoss
Bragi Bjamason, Hornafjörður - Vignir Sig-
ursveinsson, Sandgerði
Aðalsteinn Sveinsson, Skógum - Erla Sigur-
jónsdóttir, Hafnarijörður
Samvinnuferðir/Landsýn/Helgi Jóhannsson,
Rvk - Ragnar Mapússon, Rvk.
TVB 16/Sigurður Sigurjónsson, Rvk. - Baldur
Bjartmarsson, Rvk.
Samskipti/Haukur Amason, Hafnarfjörður -
Rúnar Einarsson, Rvk.
Stefán Vilhjálmsson, Akureyri - Garðsláttu-
þjón. NorðuriyStefán G. Stefáns. Akureyri
Háspenna/Jón Hjaltason, Rvk. - Kjötvinnsla
Sigurðar/Ragnh. Nielsen, Rvk.
IceMac/Hlynur Garðarsson, Rvk. - Om Arn-
þórsson, Rvk.
Hreinn Björnsson, Akranes - Sjóvá Almenn-
ar/Stefán Ólafsson, Blönduós
Brynjar Jónsson, Rvk. - Stefanía Skarphéð-
insdóttir, Skógum
SP Fjármögnun/Randver Ragnars, Keflavík -
ABB Endurskoðun/Jóhannes Agústsson Rvk
Kjartan Ólason, Keflavík - Guðlaugur Sveins-
son, Rvk.
Sveitir í yfirsetu í fyrstu umferð:
Eimskip/Stefán Kalmannsson
Sævar Þorbjömsson, Rvk.
Ólafur Steinason, Selfoss
Lítið spil/Ómar Olgeirsson, Rvk.
Stilling/Sigtryggur Sigurðsson, Rvk.
Keiko/Guðjón Bragason, Hella
Bjarni Ág. Sveinsson, Egilsstaðir
Jóhann Magnússon, Rvk.
Tölvulínan/Aróra Jóhannsdóttir, Rvk.
Þristarnir/Þorsteinn Kristmundsson, Rvk.
Síðasti spiladagur í 1. umferð er
sunnudagurinn 21. júní.
Sumarbridge 1998
Fimmtudagskvöldið 28. maí
var spilaður Mitchell. 22 pör
mættu og voru spilaðar 9 umferð-
ir, 3 spil á milli para. Þessi pör
urðu efst: (Meðalskor 216).
NS:
Eðvarð Hallgrímsson - Valdimar Sveinsson 278
Svavar Bjömsson - Hjálmtýr Baldursson 249
Jón Viðar Jónmundsson - Þórir Leifsson 244
AV:
Soffía Daníelsdóttir - Hrafnhildur Skúlad. 257
Óli Bjöm Gunnarsson - Þorsteinn Joensen 252
Þórður Sigfússon - Ingvar Ingvarsson 241
Föstudagskvöldið 29. maí var
þátttakan 26 pör og spilaformið
aftur Mitchell. Þá urðu þessir
spilarar efstir: (Meðalskor 216)
NS: _
María Asmundsd. - Steindór Ingimundarson 278
Guðlaugur Bessason - Jón St. Ingólfsson 255
Jóhannes Guðmannss. - Unnar Atli Guðmss. 238
Lárus Hermannsson - Guðlaugur Sveinsson 278
Eyþór Hauksson - Helgi Samúelsson 264
Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 256
Að loknum tvímenningi var að
venju spiluð útsláttarsveita-
keppni. Sex sveitir tóku þátt.
Sigurvegari varð sveit Nicolai
Þorsteinssonar (Böðvar Magnús-
son, Unnar Atli Guðmundsson og
Jóhannes Guðmannsson, auk
Nicolai) eftir úrslitaleik við sveit
Torfa Sigurðssonar (Ragnar
Haraldsson, Alda Guðnadóttir og
Kristján B. Snorrason, auk
Torfa).
Spilað er öll kvöld nema laug-
ardagskvöld, alltaf byrjað klukk-
an 19.00. Spilað er í húsnæði
Bridgesambands Islands, Þöngla-
bakka 1, í Mjódd. Keppnisstjór-
inn, Matthías Þorvaldsson, að-
stoðar við myndun para þegar
menn mæta stakir. Allir eru vel-
komnir.