Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 59 MINNINGAR MARGRET JOHANNA HANSEN + Margrét Jó- hanna Hansen fæddist í Holtsfit á Barðaströnd 22. febrúar 1897. Hún andaðist í Sjúkra- liúsi Reykjavíkur hinn 24. maí síðast- liðinn. Margrét var dóttir Jóns Bjarna- sonar, bónda og verkamanns, f. 15.4. 1864, d. 13.3. 1911, og Þórdísar Teitsdóttur, hús- móður, f. 25.4. 1864, d. 2.11. 1924, en þau voru bæði ættuð úr Breiðafirði. Systkini: Gísli J. (síðar Eyland), f. 27.6. 1886, d. 27.8. 1972, Guðbjörg, f. 2.5. 1889, d. 15.4. 1924, Teitur (síð- ar Hartmann), f. 5.6. 1890, d. 18.4. 1947, Ólafur, f. 14.6. 1898, d. 26.12. 1919, Sigríður, f. 9.9. 1903, d. 26.3. 1998, Magnús (frá Skógi), f. 12.7. 1905, d. 30.4. 1975. Fjögur systkini hennar dóu ung. Margrét giftist 6. mars 1926 Nfls Hansen, lifrarbræðslu- manni, f. 14.9. 1889, d. 19.12. 1952. Foreldrar hans: Olav M. Hansen, hattagerðarmaður, og Jóm'na Soffía Jónsdóttir. Mar- grét og Nfls reistu sér hús árið 1926 sem gefið var nafnið Klett- Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 ur eins og þá tíðk- aðist, og stóð það við Köllunarkletts- veg (Kleppsveg) í Reykjavík. Börn þeirra: Jónína Soff- ía, f. 8.12. 1926, d. 23.3. 1979, maki hennar Axel Aðal- steinn Þorkelsson, látinn, þau áttu sex börn, Ólafur Þórir, f. 21.4. 1928, d. 1.10. 1992, maki Ingi- björg Jónsdóttir, þau áttu fimm börn, Níels Hafsteinn, f. 13.6. 1930, d. 19.7. 1996, maki Sigríður Guðmundsdóttir, þau áttu sex börn en eitt barn dó ungt, Margrét Lilja, f. 12.6. 1932, maki John Dailey, látinn, þau áttu tvo syni. Óskírður drengur dó þriggja vikna gam- all 1934. Aður átti Margrét dóttur: Unnur, f. 22.6. 1923, maki Wayne Clendening, látinn, þau áttu einn son. Faðir hennar var Magnús Guðmundsson, f. 11.10. 1887, d. 30.9. 1946. Margrét var meirihluta ævi sinnar húsmóðir en stundaði auk þess ýmis almenn störf um ævina. Bálfór Margrétar fer fram í Laugarneskirku í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskuleg amma mín hefur nú lokið langri lífsgöngu, umvafin ást og þakklæti eftirlifandi afkomenda og vina. Minning hennar er tær og björt. Andlegri reisn hélt amma allt þar til yfir lauk. Létt veittist henni að miðla til annarra jafnt af langri lífsreynslu sinni sem og kærleik. í fyrra Korintubréfinu segir: „Kærleikurinn er langlynd- ur, hann er góðviljaður; kærleikur- inn öfundar ekki; kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp; hann hegðar sér ekki ósæmi- lega, leitar ekki síns eigin; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum; hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. (I. Kor.13.1.) Þegar ég minnist ömmu minnar er eins og öll hennar helstu lífsgildi falli innan þessarar lýsingar á kær- leikanum. Lífsgleði hennar var ein- læg og sá eiginleiki hennar varð til þess að hún eignaðist marga og trygga vini, margir eru nú horfnir héðan sem hún minntist ávallt með þakklæti og eftirsjá. Engin áhrif á létta lund hennar höfðu margvísleg ytri áfóll, t.d. missti hún fóður sinn ung að árum og vegna heilsuleysis móður hennar lögðust ýmsar skyldur á hennar ungu herðar. Hin Helga Bók var vegvísir ömmu allt frá barnæsku og þangað var leitað huggunar og styrks í andstreymi lífsins. Jafnframt lagði hún líf sitt, örlög og allt sitt traust í hendur þess sem öllu ræður, og uppskar samkvæmt því. Amma var félags- lynd og lagði alúð við þau félags- störf sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar ákveðið var að hefja bygg- ingu sóknarkirkju í Laugarnes- hverfmu, hverfinu hennar, þá fyrstu í Reykjavík utan Dómkirkj- unnar, vann amma ötullega að fjár- söfnun til kirkjubyggingarinnar, ásamt fleiri sóknarkonum og vin- um. Laugarneskirkju var hún því alltaf bundin sterkum böndum og þaðan verður hún kvödd í dag. Þjóðmál voru henni hugleikin og studdi hún af einurð Sjálfstæðis- flokkinn og sat m.a. í fulltrúaráðinu um skeið. Á dánarbeði hennar ræddum við útlit og horfur í kosn- ingum um stjóm borgarinnar, bæði Blómcibúðin öa^ðskom v/ PossvogsUii'kjugai'ð Sími: 554 0500 lonymflo oflflöflflt) uflym uíinmua 4IÓTÍL flOflC ÍISTflUMNT • (flfl Upplýsingar í s: 551 1247 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. írjiírjíkj ur í gamni og alvöru. Nú sem fyrr var hún staðföst og fýlgin þeim kjarna sem felst í þeirri stjómmálastefnu sem hún aðhylltist alla tíð, þ.e. virðingu fyrir mannréttindum, framtaki og ábyrgð einstakling- anna sjálfra. Amma tók einnig virkan þátt í félagsstarfi á vegum Hjálpræðishersins og studdi störf hans í þágu kristni og mannúðar- mála af heilum hug. Líf sitt og krafta helgaði amma þó fyrst og fremst fjölskyldu sinni, uppeldi bamanna og afkomenda þeirra. Mér og systkinum mínum reyndist hún sem önnur móðir í margvísleg- um veikindum móður minnar en hún lést fyrir aldur fram aðeins 52 ára að aldri. Ástúð hennar þökkum við nú þegar við kveðjum hana hinstu kveðju svo og umhyggju hennar gagnvart bömum okkar. Löngu og farsælu ævistarfi er lok- ið. Við sem eftir stöndum þökkum þá fyrirmynd sem amma var okk- ur. Þökkum henni fyrir allt það sem hún var, þökkum þá gleði og bjartsýni sem hún reyndi að inn- ræta okkur svo og kærleika til ná- unga okkar. „Hver sá sem því heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sagði Drottinn vor Jesú Kristur, honum má líkja við hygginn mann, sem byggði hús sitt á bjargi.“ Þannig var líf Margrétar. Guð blessi minningu ömmu minnar, Margrétar Hansen. Tryggvi Axelsson. Okkur langar með nokkmm orð- um að minnast hennar langömmu, langalangömmu og góðrar vin- konu, Margrétar Hansen. Efst í huga okkar er þakklæti og virðing CjrficfryJtJijur VEISLUSALURINN SÓLTÚNI 3 AKOGESHÚSIÐ sfml 562-4822 Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir smurbrauðs|ómfrú VEISLAN A VEITINGAELDHÚS Frábærar veitingar Sfmi: S6I 2031 Fyrirmyndar þjónusta / Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 ýíS HOTEL LOFTLEIÐIR ^ .-gjfc. Hl ICF. LANDAIR HOTELS fyiár konu sm hafði svo mikið að gefa og svo miklu að miðla enda hafði hún lifað heila öld og þvi upp- hfað ótrúlega hluti sem átt hafa sér stað í þjóðfélagi okkar. Elsku langamma. Mig langar að þakka þér fyrir alla hlýjuna sem þú sýndir mér og uppeldið sem þú veittir mér, fyrsta langömmubarn- inu þínu. Það var alltaf svo gott að koma til þín í Víðihvamminn, þú hafðir alltaf þolinmæði og hlýju gagnvart okkm- systkinunum og tókst á móti okkur úr skólanum þegar mamma fór að læra. Minn- ingarnar eru ótalmargar og þær varðveiti ég enda naut ég þeirra forréttinda að hafa þekkt þig allt mitt líf og þú bjóst hjá okkur í Víði- hvamminum þegai' ég var að alast upp. Kæra vinkona, mig langar að þakka þér fyrir hversu vel þú tókst mér þegar ég kynntist þér fyrir tæpum fimm árum, og fyrir vináttuna. Þrátt fyrir ríflega 70 ára aldursmun á okkur skildum við hvor aðra svo vel. Þriðjudags- stundirnar okkar í vetur voru mér gefandi og lærdómsríkar, enda varst þú snillingur í að gefa góð ráð á þinn jákvæða hátt, án þess að predika. Elsku Margrét langamma, við þökkum þér fyrir samfylgdina. Líf- ið var þér ekki alltaf auðvelt. Þú varst búin að lifa manninn þinn, horfa á eftir börnum, bamabörnum og vinum yfir móðuna miklu. Nú hefur þú fengið hvfldina, við sökn- um þín en vitum að þínu hlutverki var lokið hér. Sævar Kristjánsson, Signrbjörg Vilmund- ardóttir og börn. Elsku langamma mín og vin- kona, Margrét Jóhanna Hansen, er látin. Mig langar að kveðja hana með nokkrum orðum. Eg fæ langömmu aldrei fullþakkað allt sem hún gerði íýrir mig, öll heil- ræðin sem hún gaf mér, allar sög- urnar sem hún sagði mér, allar litlu dýrmætu stundirnar okkar. Eg gæti ekki beðið um meira. Eg kveð hana langömmu mína, glöð og þakklát fyrir tímann sem við áttum saman, og ég veit að henni líður vel og hún fær góð- mennsku sína launaða á himnum. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er guðs að vilja, og gott er allt, sem guði er frá. (V. Briem.) Guðmunda Kristjánsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. I’að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. A GOÐU VERÐI 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.