Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 61

Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 61 1 Nokkru eftir að árið 1954 var gengið í garð var það orðið hljóð- bært um Mýrar að von væri stofn- unar nýbýlis í Hraunhreppnum. Brynjúlfur Eiríksson bifreiðar- stjóri, sem þá hafði í röskan hálfan annan áratug þjónað vesturhrepp- unum á sviði farþega- og vöruflutn- inga, hugðist nú fiytja sig um set ásamt konu sinni, Halldóru Guð- brandsdóttur, og átta börnum þeirra hjóna. Fram að þeim tíma höfðu þau átt heima á Hrafnkels- stöðum, en þaðan var Halldóra, og var þar á þessum árum orðið ærið þröngbýlt, enda þótt húsakynni væru rýmri en venja var víðast hvar í sveitum, að minnsta kosti á Mýrum vestur. Hús þetta hafði Guðbrandur Sigurðsson, tengda- faðh' Brynjúlfs, reist af miklum stórhug á sinni tíð, og á merkum degi þar á bæ lét einn orðhagasti meðal sveitunga hans svo um mælt að íbúðarhús fjölskyldunnar væri „höll á okkar mælikvarða". Þetta þótti vel mælt og mest fyrir þá sök að ummælin voru algerlega sönn. Um það leyti sem getið var hafði það sem sé gerzt að Brynjúlfur bíl- stjóri hafði tryggt sér land undir nýbýli úr landi heimajarðarinnar, Hrafnkelsstaða, beint á móti beygj- um þeim sem liggja að og frá gömlu brúnni yfir Álftá á veginum norður og vestur yfír Mýrar. Var það haft eftir Brynjúlfi um þetta leyti að nú, þegar börn þeirra hjóna væru sem óðast að vaxa úr grasi, skorti þau auðsjáanlega verkefni við hæfi og ekki kostur að bæta úr slíku við þá- verandi aðstæður. Og nýbýlið reis í námunda við Hrafnshyl, íbúðarhús- ið að sjálfsögðu fyrst. En ekki var látið þar við sitja, því næsta vor hófust menn handa við byggingu útihúsa, sem síðan var haldið mark- visst áfram, þannig að nú getur þar að líta góðbýli hið mesta, sem ber kjarki og stórhug hið fegursta vitni. Miðað við staðhætti og afstöðu alla þótti það vel valið að nefna hið nýja býli Brúarland, og þeir voru eigi ailfáir sem hrósuðu því að fjölskyld- an skyldi kjósa sér samastað innan sveitarinnar en ekki leita á fjarlæg- ari slóðir. Elzti sonurinn á bænum, Eirík- ur Ágúst, var á fjórtanda árinu þegar flutt var endanlega að Brú- arlandi vorið 1955. Faðir hans hélt enn um langa hríð áfram starfí sínu sem flutningabílstjóri ásamt búskapnum, en mjög snemma kom í Ijós að Eiríkur vildi hasla sér völl á sviði sveitastarfa, og skapaði hann sér í því efni markvissa fram- vindu sem meðal annars fólst í því að eignast vænan og frábærlega afurðagóðan fjárstofn ásamt góð- um reiðhestum. Fjármennska hans var rómuð af þeim sem til þekktu, og í þeim efnum sem öðrum hafði hann sínar fastmótuðu skoðanir. Og reiðhestar hans ýmsir hafa ver- ið gæðagripir. I annasömu og gef- andi starfi á meðal búfjár síns fólust allmargar hans beztu stund- ir, og þar var hann vissulega á heimavelli, eins og alloft er komizt að orði um þá sem borið hafa gæfu til að helga sig þeim verkefnum sem hugurinn stóð til. Engum kom til hugar að von væri slíkra um- skipta sem nú eru orðin, með því að Eiríkur var almennt talinn all- hraustur maður. Það var því reið- arslag að frétta að hann hefði orðið bráðkvaddur á athafnavettvangi sínum heima framan af degi 25. maí síðastliðinn. Þess er vert að geta að félags- heimilið Lyngbrekka var reist und- ir byggingarlegri forsjá Brynjúlfs Eiríkssonar, sem öll byggingarárin var formaður framkvæmdanefndar- innar, og var það alkunna hversu mikið mæddi á heimili hans í sam- bandi við þær framkvæmdir öll þau ár. Eiríkur Ágúst, sem ungur að ár- um gekk til liðs við Ungmennafé- lagið Björn Hítdælakappa, lagði þar jafnt öðrum lóð sitt á vogar- skálar félagsmennskunnar og mun hafa átt mikinn fjölda vinnustunda að baki er þeirri langþráðu fram- kvæmd lauk. Fjárræktarfélag sveitarinnar varð einnig félagsvettvangur hans ásamt búnaðarfélagi, og átti hann sæti í stjórn hins fyrrnefnda all- MINNINGAR nokkur ár. Félagsmaður í Hesta- mannafélaginu Faxa hlaut hann að verða þegar það er haft í huga hve hestamennskan var honum hjart- fólgin. Sem hestamaður upplifði hann ýmis ævintýri heima og heim- an, og baráttan við tamningu bald- inna fola kostaði þolinmæði og þrek. Eiríkur var félagslyndur maður á almenna vísu og vildi leggja góðum málum lið, en enginn varð þess var að hann leitaðist við að koma nafni sínu á framfæri til áhrifastarfa þó hann kæmi í daglegu lífi víða við. Sem sveitarþegn þurfti hann mikið að starfa í réttum, enda fjármarg- ur, og hafði þá oft nokkra hirð ungra ættmenna sér við hlið til full- tingis. Og afréttarlandið gjörþekkti hann, enda leitaferðirnar fleiri en tölu yrði á komið í fljótu bragði. Um alllangt árabil hafði Eiríkur á hendi umboð til móttöku ullar fyrir Álafoss og lagði í því sambandi oft á sig erfið ferðalög. Var yfir stórt svæði að sækja, en með einbeitni og sterkum vilja tókst að framfylgja hlutverkinu, sem hann hafði tekið við eftir föðui' sinn. Eftir að Brynjúlfur á Brúarlandi féll frá árið 1976 hélt Eiríkur heim- ili með móður sinni í húsi því er markaði upphaf byggingarsögu þar á staðnum. Guðbrandur bróðir hans hafði einnig með árunum reist sér og fjölskyldu sinni annað hús, og ráku þeir síðan sitt búið hvor, en Halldóra móðir þeirra hefur nú fyrir nokkru valið sér aðsetur á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi. Grundvöllun Brúarlands sem bú- jarðar breytti ásýnd viðkomandi svæðis ótrúlega mikið, og í höndum þeirra bræðra hefur byggingum fjölgað og ræktun aukizt. Mælt er að útlendingur sem eitt sinn var á ferð hérlendis hafi furðað sig á því að þjóðin væri búin að lifa í landinu í meira en þúsund ár, þar sem sam- svörun milli búsetutíma og fram- kvæmda virtist varla geta verið nema svo sem fimmtán ár. Ef við hugsuðum okkur að einhver bláó- kunnugur en stórhuga einstakling- ur væri að líta Brúarland í fyrsta sinn fyndist mér öllu trúlegra að hann tryði því naumast að svo mikið væri búið að framkvæma á fjörutíu og fjórum árum. Nú, þegar Eiríkur á Brúarlandi er allur iangt fyrir aldur fram og við minnumst mannsins og eigin- leika hans verður okkur ofarlega í huga atorka hans, starfsviljinn sí- vakandi og ósérhlífni sem engum gat dulizt. Hjálpsamur var hann ef hann vissi þess þörf, og get ég per- sónulega borið vitni um verk sem komu að góðu haldi fyrir mig og foreldra mína, og veit ég að margir munu hafa líka sögu að segja. í daglegri búverkaiðju leitaðist hann við að hagnýta vélakost sem mest mátti verða, en traktorsmaður var hann mikill. Þeir sem hittu Eirík að máli á förnum vegi eða við aðrar aðstæður máttu ætíð búast við að þar færi ræðinn maður og notalegur í við- móti, enda þótt hann gerði sér aldrei far um að sveipa daglega framgöngu sína neinum uppgerðar- hátíðleika. Hreinskilni var einkenn- andi þáttui' í fari hans, og því var hann með öllu ófeiminn að bera fram gagnrýni þar sem hann áleit hennar þörf. Og enn eru runnin upp áfanga- skil í sögu Brúarlands við fráfall Eiríks bónda. Margir eru þeir sem muna að Brynjúlfur faðir hans kvaddi hið jarðneska líf með líkum hætti, en á öðrum stað, við jarðar- för föður míns, sem kosið hafði hann til að bera sig síðasta spölinn. Allir hinir fjölmörgu vinir munu nú sameinast í hluttekningu sinni í garð aldraðrar móður, systkina og annars venzlafólks sem svo mikið hefur nú misst. Sá sem við kveðjum nú leit fyrst dagsins ljós á þeim tíma árs er sólin hraðar göngu sinni til norðurheims, og þegar braut lífsgöngunnar er lokið umlykur okkur vorið góða, - vorið, sem ber með sér birtu og líf. Bjarni Valtýr Guðjónsson. Móðurbróðir minn, Eiríkur Ágúst Bi-ynjúlfsson, var mikilvæg persóna fyrir okkur sem vorum börn í sveit á Brúarlandi. í honum kynntust um það bil tvær kynslóðir systkinabarna hans sérstæðum manni sem tileinkaði líf sitt búskap og leit á það sem sjálfsagðan hlut að hafa þessi börn í kringum sig. Eiríkur var lítið á ferðinni og stundum var eins og hann lifði í háttarlagi nítjándu aldar. Svo mikið er víst að hann sat hest með mjög gömlu lagi og ég held að honum hafi ekki liðið vel í jakkafötum þó hann bæri þau vel. Það var eins og honum liði best sem óþreytandi vinnuþjarki við gegningar. Eiríkur var langt frá því að vera lokaður persónuleiki þó hann lifði afmörkuðu lífi. Þvert á móti var hann opinn og málgefinn og kom á óvart með góðu innsæi í annað fólk - innsæi sem einkennir oft þá sem skilja hesta rétt. Eiríkur sýndi því sem var ókunnugt meiri áhuga en margur annar og meðan ég bjó er- lendis í áratug og kom einstaka sinnum að Brúarlandi voru fáir sem spurðu mig jafn mikið um hagi mína og gengi. I raun lagði hann til drjúgan skerf sem upp- alandi allra þeirra systkinabarna sinna sem voru löngum stundum í kringum hann. Þar leyndust augnablik sem voru manni eins konar þekkingarfræðilegur byrj- unarreitur. Það var bæði spennandi og erfitt að hjálpa Eiríki, sérstaklega í sauð- burði þegar maður fékk sérstök verkefni eins og að fylgjast með í stíum og að vatna. Það reyndi á út- haidið og athyglina en á móti kom að í þessum fjárhúsum birtust manni náttúrulegar lausnir á þrálátum leyndardómum lífsins. Hvergi ann- ars staðar spurði ég eins margi-a spurninga og þeim var öllum svarað af þolinmæði. En Eiríkur var kröfu- harður ef um smalamennsku var að ræða því jafn fjárglöggur og sjón- góður og hann var gat verið erfitt fyrir óvanan að átta sig á atburðar- ásum lengst úti í flóa. Maður stóð kannski eins og auli uppi á holtum, hélt í tauminn á hestinum og varð þess áskynja að eitthvað mikilvægt fór fram hjá manni; eitthvað sem Ei- ríkur hins vegar nam og skilgreindi eins og örn á flugi. Þessi augnablik eru eftir á að hyggja heillandi því þau voru í anda þess að hafa full- komna og sundurgreinandi yftrsýn í aðstæðum sem öðrum virðast flókn- ar pg illskiljanlegar. Ég átti margar góðar stundir með Eiríki þó þær hafi verið sjald- gæfar síðustu tvo áratugina. Hann hefði mátt lifa miklu lengur en ég vona að honum líði vel þar sem hann er núna. Eftir lifa áhrif hans á okkur og margvísleg augnablik í endurminningu. Það var alveg ein- stök tilfinning að ríða út með hon- um að kveldi til, upp með Álftá og skyggnast hljóðlega af hestbaki eft- ir laxi undir árbakkanum. Halldór Hauksson. + Ástkaer systir mín, GUÐNÝ SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Nóatúni 29, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 3. júní kl. 13.30. Guðrún Gísladóttir. + Elskuleg dóttir mín, eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Neshömrum 1, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 28. maí. Alúðar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks fyrir hlýhug og góða umönnun. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarþjónustuna Karítas, s. 551 5606. Ásta Beck Þorvarðsson, Þór Aðalsteinsson, Bjarnsteinn Þórsson, Guðfinna Björnsdóttir, Brynjólfur Þórsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Þröstur Þórsson, Ásta Þórsdóttir, Thomas Kjeldahl og barnabörn. + Okkar ástkæri eiginmaður, stjúpfaðir, sonur og bróðir, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Efstalundi 1, Garðabæ, andaðist föstudaginn 29. maí sl. Lilja Hreinsdóttir, Þóranna H. Þórsdóttir, Sigurður Halldórsson, Magnús Sigurðsson, Halldór Sigurðsson, Sigrún Sigurðardóttir, Svava Sigurðardóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR RAGNAR HELGASON prentari, Kóngsbakka 11, Reykjavík, er lést förstudaginn 29. maí, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Ragnar Örn Halldórsson, Stefán Þröstur Halldórsson, Hafdís Guðný Halldórsdóttir, Hafliði Þórður Halldórsson, Bryndís Sigríður Halldórsdóttir, Arndís Auður Halldórsdóttir, Jakobína Guðjónsdóttir, Valgerður Morthens, Hreggviður Óskarsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Friðgeir Jónsson, Júlíus Júlíusson og barnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNIERNSTLANGER stýrimaður, Gullsmára 11, (áður Lundarbrekku 16), Kópavogi, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 30. maí, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 5. júní kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Halldór fvar Guðnason, Ása Magnúsdóttir Blöndahl, Edda Guðrún Guðnadóttir, Sveinn Vignisson, Magndís, fvar, Breki, Sigrún Arna og Ásta Guðný. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GRÍMUR AÐALBJÖRN GRÍMSSON, Laufengi 8, lést sunnudaginn 31. maí. Sigrún Guðjónsdóttir, börn, tengdasonur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.