Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 65

Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 65 Heilsustofnun NLFÍ Fyrirlestur um heilsu- og bað- stofnanir EINN af forystumönnum samtaka heilsuhótela og baðstofnana í Ung- verjalandi, dr. István Fluck, er nú staddur hér á landi í boði Heilsu- stofnunar NLFI og Náttúrulækn- ingafélags íslands. Dr. Fluck hefur farið víða um heim og flutt fyrirlestra um þróun forvarna og heilsustofnana og hér á landi flytur hann tvo fyrirlestra. Sá fyrri verður í þingstofu á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 4. júní kl. 16 og fjallar dr. Fluck þá sérstak- lega um heilsu- og baðstofnanir og ferðamennsku sem tengist þeim, en á því sviði telur hann íslendinga eiga mikla möguleika. Þessi fyrir- lestur er fluttur í samvinnu viuð Reykjavíkurborg og Ferðarriálaráð. Hann er öllum opinn. Á föstudag flytur dr. Fluck fyrir- lestur í Landspítalanum í samvinnu við Læknafélag Islands. Dr. Fluck hefur starfað mikið fyrir ungverska heilbrigðisráðu- neytið og hefur verið lækningafor- stjóri hinna þekktu Danubius hótela um langt árabil. Þá hefur hann ver- ið forseti heildarsamtaka bað- og endurhæfingastofnana í Ungverja- landi. Dr. Fluck hefur skipulagt og gert tillögu um læknisfræðilega þætti við uppbyggingu heilsustofnana í Ung- verjalandi og fleiri löndum. Hann hefur einnig verið ráðgjafl World Tourism Organisation og gert rann- sóknir víða um lönd til að undirbúa þróunarverkefni í svonefndri heilsu- ferðamennsku. ---------------- Gengið frá Laugarnes- töngum að Vogaskóla HAFNARGÖNGUHÓPURINN verður í kvöld, miðvikudagskvöld, í för með raðgöngu Arkitektafélags íslands og Byggingalistadeildar í Listasafni Reykjavíkur en kynnt verður skipulag og húsagerð í Reykjavík á 20. öld og fjallað um Laugarnes og Heima að þessu sinni. Hafnargönguhópurinn hefur göngu sína við Listasafn Sigurjóns Olafssonar í Laugarnesi kl. 19.30. Einnig er hægt að mæta við Hafn- arhúsið kl. 20 og fara með SVR inn að Laugarási og koma þar í göngu- ferðina. Við lok ferðarinnar verður val um að ganga til baka eða fara með rútu niður í miðbæ. Allir eru velkomnir. ---------------- Herjólfur hf. hefur sumar- áætlun FERJUSIGLINGAR Herjólfs verða samkvæmt sumaráætlun frá 1. júní til 2. september 1998. Siglt verður frá Vestmannaeyjum alla daga kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 12 og auk þess verður siglt frá Vestmannaeyjum kl. 15.30 á fimmtu-, fóstu- og sunnudögum og frá Þorlákshöfn kl. 19. Ferðir skipsins falla niður 7. júní (sjómannadagur). Vegna þjóðhátíð- ar Vestmannaeyinga breytist áætl- unin sem hér segir: Sunnudagur 2. ágúst verður aðeins ein ferð frá Vestmannaeyjum kl. 13 og frá Þor- lákshöfn kl. 16. Mánudaginn 3. ágúst er brottför frá Eyjum kl. 11 og kl. 18 og frá Þorlákshöfn kl. 14.30 og kl. 21.30. Aukaferðir verða miðvikudaginn 29. júlí og þriðjudag- inn 4. ágúst og þá frá Vestmanna- eyjum kl. 15.30 og frá Þorlákshöfn kl. 19. Að öðru leyti gildir sumará- ætlunin. Áætlaður siglingatími milli lands og Eyja er 2 klst. og 45 mínútur. FRÉTTIR J k i i 8; HI s i: % g ’ - . w Wm Vormarkaður og skóg- ræktarferð KSK KVENFÉLAGSSAMBAND Kópavogs heldur árlegan götu- markað föstudaginn 5. júní í Hainraborg, en þetta er eina fjáröflun sambandsius. Seldar verða garðplöntur og úti- og inniblóm. Einnig verða seldar kökur. Markaðurinn liefst kl. 10 og stendur fram eftir degi. Konur eru minntar á að hirða plöntur við grisjun í garð- inum og afleggjara við umpottun og koma með plönturnar og vel þegnar kökur um kl. 10 á markaðssvæðið, segir í tilkynn- ingu. Skógræktarferð sambandsins verður farin 6. júní og verður lagt af stað frá Félagsheimilinu kl. 9 um morgunin. Farið verður á einkabílum og eru þær konur sem ætla upp eftir og ekki hafa bflfar beðnar um að hafa sam- band við Svönu. HLJÓMSVEITIN Aperacia Klubnika. Frábær fyrirtæki 1. Leikföng, föndur-, gjafa- og ritfangavörur. Stór og glæsileg verslun í nýrri verslunarmiðstöð, sú eina sinnar tegundar í 5000 manna umhverfi. Umboð fyrir happdrættin. Skór á sumrin. Miklir möguleikar í fjölmennu umhverfi. Laus strax. 2. Hverfisverslun sem alltaf er stútfull af vörum og opin frá kl. 10—22 alla daga. 1 'A starf. Góð velta og góð afkoma. Upplagt fyrir hjón sem vilja vinna saman og vera sínir eigin herrar. Gott verð. 3. Gjafavöruverslun og blómabúð. Sérkæli- og skreytingaher- bergi. Frábær aðstaða til allra hluta. Með stærri blóma- og gjafavöruverslunum landsins enda í fjölmennasta hluta borgar- innar á daginn. Miklir möguleikar og frábær staðsetning. Stöð- ug söluaukning mánuð eftir mánuð. 4. Tölvufyrirtæki, flytur inn og setur saman tölvur og þjónustar þær. Margir fastir viðskiptavinir og þeim fer stöðugt fjölgandi. Góðir þjónustusamningar. Lítil yfirbygging. Selstvegna flutn- ings eiganda úr landi. 5. Ein þekktasta ísbúð landsins til sölu. Brjálaður tími framundan. Einnig mikil sælgætissala auk þess myndbandaleiga. Lottó og spilakassar. Miklar tekjur. Góð staðsetning sem allir þekkja. 6. Sérverslun með leiki og þrautir, spil og töfl. Sú eina sinnar tegundar og mjög þekkt. Er einnig með leikföng. Staðsett í þekktri verslunarmiðstöð. Laus strax. Selst á góðu verði. 7. Heildverslun, mjög sérhæfð með vélar. Er mjög þekkt í sinni grein. Góð velta og mjög vaxandi velta enda með góðar vörur. Tilbúin til afhendingar. 8. Sælgætisverslun, ein sú glæsilegasta sem til er. Opin aðeins venjulegan verslunartíma, lokuð á sunnudögum. Gæðavara með mikilli álagningu. 9. Heilsustúdíó með nýjustu tækin á markaðnum í dag. Mjög mikið og vaxandi að gera. Góð staðsetning og hagstæð leiga. Gott framtíðarfyrirtæki. Góð atvinna fyrir tvær samhentar. 10. Fiskbúð sem búin er að vera á sama stað í um 30 ár. Góð vinnuaðstaða á bak við. Mikið um fasta viðskiptavini, t.d. leik- skóla, dagheimili o.fl. Selst ódýrt. Húsnæðið einnig til sölu. 11. Bændur eða sumarbústaðaeigendur: Erum með nýja sundlaug með öllum tækjum til sölu, 5x10 m á sama verði og lítill hita- pottur er seldur á. Aðeins 1 stk. til, hafið strax samband. Ath. Höfum góöa kaupendur að heildverslunum og framleiðslufyrirtækjum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAIM SUÐURVE R I SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Tónleikar á Fógetanum HLJÓMSVEITIRNAR Aperacia Klubnika og Kjammarnir munu halda tónleika á Fógetanum í Að- alstræti í kvöld. Hljómsveitin Kjammarnir er skipuð Hafdísi Bjarnadóttur á gítar, Þórdísi Claessen á bassa og Jóni Indriðasyni á trommur. Gestir með þeim í kvöld eru Sæv- ar Garðarsson á trompet og Rosmary Kaijoka á þverflautu. Á efnisskrá Kjammanna í kvöld er frumsamin, þjóðleg latúi-tónlist. Aperacia Klubnika (öðru nafni Operation Strawberry) er hljóm- sveit skipuð þeim Ragnari Erni Emilssyni, Ingólfi Guðmundssyni, Birgi Kárasyni og Daníel Brandi Sigurgeirssyni. Efnisskrá þeirra einkennist af endurútsetningum á ýmsum þekktum stefjum ásamt frumsömdum jassrokkstemmum. Tónleikarnir munu hefjast um kl. 10 og er aðgangseyrir kr 300. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fastejgnaleit www.mbl.is/fasteignir Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir.: Bila og Búvélasalan, s: 471 2011 Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður nnifalið í verði bíLsijLS / 2.01 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél v' Loftpúðar fyrir ökumann og farþega v' Rafdrifnar rúður og speglar / ABS bremsukerfi / Veghæö: 20,5 cm / Fjórhjóladrif / Samlæsingar / Ryðvörn og skráning v' Útvarp og kassettutæki / Hjólhaf: 2.62 m •/ Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- M HONDA Sími: 520 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.