Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 69

Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 69 I DAG BRIDS IJinsjón Gnðmundiir l'áll Arnarson SAGNVENJUR eru gjarn- an kenndar við höfunda sína. Allir þekkja Blackwood ásaspurninguna og Stayman hálitaspurninguna, sem báð- ar eru nefndar efth- þekkt- um bandarískum spilurum, Easley Blackwood (1903-92) og Samuel Stayman (1909-93). Þessar tvær eni líklegar til að halda nafni höfunda sinna á lofti um ókomna framtíð. En þær sagnvenjur eru fleiri sem finnast aðeins í gömlum skræðum. Ein er kennd við Bandaríkjamanninn Harry Fishbein (1898-1976). Fis- hbein-sagnvenjan felst í því að næsti litur yfir hindrun mótherja á þremur er til út- tektai', en doblið hreinrækt- uð sekt. Þetta spilar enginn maður nú til dags. En þótt enginn vilji nú spila Fis- hbein, vildu margir spila eins og Fishbein. Hér er hann í suður í stón-i tvi- menningskeppni: Suður gefur; NS á hættu. Norður * G84 ¥ KG10 * G9852 * DG Austur * KD1093 Vestur ♦ Á652 ¥ 97532 ♦ K4 ♦ 93 ¥ 8 ♦ D107 * 10764 Suður A 7 ¥ ÁD64 ♦ Á63 * ÁK852 Vestur Norður Austui* Suður - - 1 lauf Pass 1 tígull 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu Pass 4 hjörtu AJlir pass Hvernig myndi lesandinn vinna úr þessu með vörninni spaðaás og meiri spaði? Þeir gráðugu trompuðu spaðann í öðrum slag, fóru svo inn í borð til að trompa annan spaða. Tóku síðan trompin. Þetta hefði gefið 11 slagi í 3-3-tromplegu, en annars tapast spilið og fer reyndar tvo niður í þessari legu. Hinir hógværu vildu ekki treysta á jafna tromplegu og hentu tveimur tíglum í spað- ann í öðrum og þriðja slag. Þannig mátti halda valdi á trompinu í 4-2-legunni. Þetta hefði í flestum tilfell- um gefið tíu slagi, en af því trompið lá i hel, fór spilið einn niður eftir þessari leið. Fishbein fór þriðju leið- ina. Hann trompaði spaðann í öðrum slag, spilaði laufi á drottninguna, yfirdrap gos- ann og spilaði kóngnum. Áætlun hans fólst í því að trompa lauf þrisvar í borði og fá þannig sjö slagi á tromp. Vestur stakk í lauf- kónginn og Fishbein yfm- tompaði. Næst fór hann heim á tígulás til að trompa lauf og nú fyi-st stakk hann þriðja spaða blinds með smátrompi heima. Þá var aðeins eftir að trompa síð- asta laufið og leggja upp. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, bnlðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að ski-ifa: Árnað lieilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Árnað heilla rrrvÁRA afmæii. í gær, 2. I Ujúni, vai'ð sjötugur Sigurður Magnússon, fyrrv. framkvæmdastjóri ISÍ. Eiginkona hans er Sig- rún Sigurðardóttir, deildar- ritai-i á Landakotsspítala. Þau ei-u erlendis. p' rvÁRA afmæli. í gær, Ov/2. júní, varð fimm- tugur Reynir Sveinsson, rafverktaki og bæjarfull- trúi, Bjarmalandi 5, Sand- gerði. Hann og eiginkona hans, Guðmundína Þ. Kristjánsdóttir, taka á móti gestum í Samkomu- húsinu í Sandgerði föstu- daginn 5. júní frá kl. 19. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Dómkii'kjunni 3. janúar Ásdís Fjóla Ólafs- dóttir og Gumiar Þór Ragnarsson. Heimili þeirra er í Noregi. Svipmyndir - Fríður. BRÚÐKAUP. Gefín voru saman í Garðakh'kju 28. febrúar af sr. Ágústi Ein- arssyni Auður Gyða Ágústsdóttir og Sveinn Ólafsson. Heimili þeirra er á Rauðalæk 55. Með morgunkaffinu Aster.. ... að vera samferða á lífsins vegi. TM Reg U.S Pat. Ofi — all rights reaerved (c) 1998 Los Angeles Times Syndicate HVAÐ meinarðu með því að þakka mér fyrir skemmtiat- riðið? Ég er bara að reyna að vekja konuna fmína með þvi að slá hana utan undir. JÚ takk, ég vil gjarnan dansa, en maðurinn minn er hræðilega afbrýðisamur. VIÐ lagfærum þetta síðan þegar búið er að greiða raf- magnsreikninginn. Hlutavelta ÞESSAR stúlkur, Sunncva Ása og Inga Magnea Weiss- happel, Kristel Finnbogadóttir og Berglind Pétursdótt- ir söfnuðu kr. 8.000 á tombólu sem þær afhentu Hjálp- arstofnun kirkjunnar. Peningunum verður varið til menntunar fátækra barna á Indlandi. STJÖRNUSPA eftir Franees llrake HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú er mælskusniilingur og átt auðvelt með að hafa áhrif á aðra. Störf á vett- vangi stjórnmála höfða til þín. Hrútur (21. mars -19. apríl) Láttu neikvæðnina ekki ná tökum á þér. Ef þú tekur líf- inu létt ferst þér allt betur úr hendi. Líttu í sólarátt. Naut (20. apríl - 20. maí) í** Þú ert hamhleypa til verka og munt afgreiða margt í dag. Njóttu kvöldsins í faðmi þinna nánustu. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) AA Þú munt eiga gott spjall við fjölskyldumeðlim sem mun treysta samband ykkar. Kvöldið verður rólegt. Krdbbi (21. júní - 22. júlí) Þér finnst ekkert vera þér óviðkomandi í ákveðnu máli. Gættu þó ýtrustu varúðar og virtu tilfinningai' ann- Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Kynntu þér öll gögn varð- andi nýtt verkefni og leitaðu ráða hjá þeim sem hafa þekkingu á því sviði. Meyja (23. ágúst - 22. september) (fiS. Reyndu að hemja skap þitt og gæta orða þinna. Takist það þarftu ekki að iðrast gjörða þinna síðar. (23. sept. - 22. október) m Kunningi þinn á eftir að koma verulega á óvart með hlýlegri fi'amkomu. Þú þarft á því að halda nú. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Hafirðu grun um að ekki sé allt með felldu hjá sam- starfsmanni þínum, skaltu ganga úr skugga um það. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) IfA Mundu að enginn getur nið- urlægt þig nema þú sjálfur. Þú berð ekki ábyrgð á fram- komu annarra. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú færð óvæntar frétth' en skalt ekki aðhafast neitt að svo komnu máli. Allt á sér sinn stað og stund. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Þú hefui' nóg að gera í fé- lagslífinu en mátt ekki láta það koma niður á vinnunni. Raðaðu í forgangsröð. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) »«® Það ríkir jafnvægi og sam- vinna meðal ástvina. Því er upplagt að skipuleggja hvernig sumarfríinu er best varið. Stjörnuspáníi á að lesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SKO - SKÓ - SKÓ — MARKAÐUR ÁRMÚLA 23, vesturenda Opið frá kl. 12—18 laugard. kl. 10—13 Mikið úrval af skóm á góðu verði. th Arden kynning í dag ifii 3 ' .C * u á nýja Visible Differenc^ Perpeluai kremínu. Hvað heitir fjallið sem Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay klifu 29. maí I9S3!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.