Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 71 FÓLK í FRÉTTUM SIGURÐUR A. Magnússon, Sæmundur Norúfjörð, Halldór Friðrik Þorsteinsson og Þorsteinn Gylfason. ÞAÐ VAR mjög við hæfi að stiginn væri grískur dans að hætti Zorba. MAÐURINN ER STÆRSTA UNDRIÐ Heimildarmyndin Margt er undrið var sýnd um helgina á Stöð 2. Steinar Þór Sveinsson ræddi við aðstandendur mynd- arinnar og lifði sig inn í gríska stemmn- ingu og forngrískan menningarheim. ÞÁTTURINN „Margt er undrið“ vai- fmmsýndur í Háskólabíói 28. maí. Á eftir var boðið í hóf þar sem í boði voru grískir réttir og þeirra notið undir gítai’tónlist en dansaður hringdans á eftir undir taktfostu gi-ísku hljómfalli. Var það vel við hæfi þar sem þátturinn var tekinn upp í pílagrímsfór Þosteins Gylfa- sonar, heimspekiprófessors, til Grikklands. Framleiðendm- þáttarins, Sæ- mundur Norðfjörð og Halldór Frið- rik Þorsteinsson, eni fyiTum nem- endur Þorsteins Gylfasonar og fengu þeir hugmyndina að þættin- um í tíma hjá Þorsteini fyrir um tíu árum, er hann upplýsti að hann hefði aldrei til Grikklands komið en hann hafði þá kennt fomaldarheim- speki um árabil. Eftir að hafa geng- ið með hugmyndina í bakþankanum í um tíu ár varð það úr að Sæmund- ur og Halldór drifu Þorstein til Grikklands og nutu þar leiðsagnar Sigurðar A. Magnússonar, rithöf- undar, sem gjörþekkir Grikkland og gríska menningu. Sýndu leikræn tilþrif Fylgdu nemendurnir gömlu Þor- steini og Sigurði eftir á slóðum helstu hugsuða vest- rænnar menningar og tóku upp samræður þeirra og vangaveltur og uppgötvuðu jafn- framt óvænt leiklistar- hæfileika þeirra félaga sem hingað til hefur ekki farið hátt um. Hinir ágætu leikrænu sprettir Þorsteins og Sigurðar í þættinum urðu tilefni fyrstu spumingarinnar um fynd störf þeirra á leiklistarsviðinu. Sigurður sagðist hafa leikið í grískri kvikmynd en Þorsteinn bætti við að Sigurður væri grískur leikari sem héldi að hann væri íslenskur rithöfundur. Þar með var tónninn sleginn og samtalið skyldi vera á léttu nótun- um enda létt yfír mönnum og þeir ánægðir með frumsýninguna. Þorsteinn Gylfason sagðist að- spurður ekki telja að það hefði hamlað honum í heimspekikennsl- unni þótt hann hefði ekki sótt vöggu vestrænnar menningar fyrr heim. Hann hefði búið erlendis í fjölda ára er hann var að læra og ótal sinnum farið á ráðstefnur er- lendis vegna starfs síns og væri því sigldur en hann væri þó enginn túristi í almennum skilningi þess orðs. Hann vildi heldur vera lengi á hverjum stað en að ferðast á þann máta sem nú tíðkast. Sæmundur bætti við að Kant hefði aldrei yfirgefið sína borg og tóku aðrir undir það. Blaðamaður, lítt menntaður í heimspeki, ályktaði því að heimspekin væri óháð í tíma og rúmi. Nægði eitt lak Þorsteinn sagði að trúlega hafi engin gullöld nokkurs ríkis verið meiri en gullöld Aþenu á 5. öld fyr- ir okkar tímatal. Hvarvetna sjáist merki Grikklands hins forna á Vesturlöndum, hvort heldur er í byggingastíl eða tungumálum. Is- lenskan er þar ekki undanskilin en orðið prestur í íslensku merkir öldungur í grísku, bíó þýðir líf og orðið kirkja merkir einnig guðshús í gi-ísku. í þættinum kemur skýrt fram sú alkunna staðreynd að Grikkland er vagga vestrænnar menningar og þar þró- uðust skólar, leiklist, stjómskipan og heim- speki og vísindi á þann hátt að byggt er á þeim gi’unni enn í dag í öllum aðalatrið- um. Það er ekki einfalt að skýra hvers vegna þjóðfélag sem þá hafði ekki fleiri íbúa en Island hefur núna reis svo hátt á ákveðnu, til- tölulega stuttu, tímabili, að enn er byggt á uppgötvunum þess í heim- speki og vísindum. Sigurður segir að hugsanlega sé hluta skýringarinnar að leita í því að menn tömdu sér hófsemi í ver- aldlegum efnum, þeim nægði eitt lak til að ganga í á daginn og sofa í á nóttinni og höfðu því tíma til að sinna hinu æðra. Slíkt byggði þó vissulega á því að samfélagið hélt þræla til vinnu. Ræðumenn á klettum Þorsteinn sagði ýmislegt vera áþekkt með Islandi og Grikklandi og nefndi að báðar þjóðirnar hefðu varðveitt sögu sína í bókum og að þingið í Aþenu, pnyx, væri ótrúlega líkt Þingvöllum en á báðum stöðum hefðu ræðumenn t.a.m. ávarpað al- menning af náttúrulegum kletti. Tengslin og hina sameiginlegu þætti gullaldar Grikklands á 5. öld f.Kr. og gullaldar Islands á 13. öld er ekki auðvelt að útskýra en Þor- steinn nefndi að bæði löndin hefðu verið harðbýl sjómannasamfélög sem ættu sína landflóttasögu. Sig- urður lagði áherslu á að þetta hefðu verið sjómannasamfélag og þar væri sameiginlegra þátta að leita, „þau sækja út og flytja heim frekar en landki-abbaþjóðfélög“ sagði Sigurður. En enginn veit þó raunverulega um tengslin og væni það getgátur einar að halda einhverju fram þar um. „Það er síðan allt önnur saga,“ bætir Þorsteinn við, „hve margt er líkt með Grikkjum og íslendingum nú til dags en um það hefur Sigurð- ur skrifað bók.“ Sigurður kinkar hér kolli til samþykkis en Þor- steinn heldur áfram, „nú er það svo með hann Sigurð að hann er orðinn meiri Grikki en íslendingur". Sig- urður kinkar ekki lengur kolli en verður hugsi. í lok þáttarins, í ljómandi gaman- leik sínum, freistast Sigurður og Þorsteinn út í hugleiðingar um hvemig ísland mun verða litið í framtíðinni og hvort spekingar seinni tíma muni líta til íslands svipuðum augum og spekingai’ nú- tímans líta Grikkland. Ég hugleiddi er ég hafði kvatt þá félaga hvort ekki kynni að vera eitthvað til í því þótt sagt væri í gamansömum tón, því eins og Sófókles hinn gríski sagði og þátturinn sækir nafn sitt í: „Margt er undrið og mun þó víst maðurinn sjálfur undrið stærst." Orðið prestur í íslensku merkir öldungur í grísku, bíó þýðir líf og orðið kirkja merkir einnig guðshús í grísku á takmörkuðu magni af nýjum Dekkjum og Álfelgum 15" Álfclgur og Ný 31"Dckk 15" Álfclgur og NýDekk 205-50R15 14" Álfelgurog Ný Dekk 195-60R14 KR. 89.900.- vcrð áður kr.107.619.- KR. 72.990.- verð áður kr.97.601.- KR. 64.944.- verð áður kr.89.158.- Borgartúni 36 sími 568 8220 CVDO) BORGABDEKK simi 588 9747 Sértilboð ui Parísar 30. júní frá kr. 17.052 Heimferðir selja nú síðustu sætin til Parísar 30. júní og 7. júlí á hreint ótrúlegum kjörum. Nú get- ur þú komist til þessarar mest heillandi borgar Evrópu á ótrúlegu verði og valið um hvort sem þér hentar að kaupa eingöngu ílug- sæti, flug og bíl eða flug og hótel og valið um eitthvert af af- bragðsgóðum hótelum Heimsferða í heimsborginni. íslenskur fararstjóri Heimsferða í París. Verð kr. 17.052 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, flug- sæti. Verð kr. 19.980 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.