Morgunblaðið - 06.06.1998, Page 69

Morgunblaðið - 06.06.1998, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 69 FÓLK í FRÉTTUM OPP í Reykjavík SVIÐSFRAMKOMA Vínyl- manna var skemmtileg. Tónlistarhátíðin Popp í Reykjavík hófst með tvennum tónleikum á fimmtudag. ívar Páll Jónsson lagði leið sína í Loftkastalann til að hlýða á alíslenska tóna. Morgunblaðið/Jim Smart MAUSVERJAR hafa ekki í aðra tíð verið svo þéttir. HEIÐA í Unun var lífleg að vanda. CURVER fékk liðsinni frá Marylyn Monroe. Á MILLI atriða gafst færi á að spjalla saman. Sumarglaðiiingar fást afhentir á Esso bensí nstödvum um drykkir ö Select Alha/fcriki ÁHORFENDUR voru íjölmargir og virtust skemmta sér vel. ÞAÐ VERÐUR að segjast eins og er að íslensk tónlist er góð. Auðvit- að er hún misgóð, en bestu sveitirn- ar verða að teljast á heimsmæli- kvarða. Fjöldi íslenskra popp-, rokk-, dans- og rappsveita er ótrúlegur og sennilega meiri en í mörg- um milljónasamfélögum úti í heimi. Það var gaman að stíga inn í Loftkastalann á fímmtudaginn. Hann virð- ist vera mjög hentugur vettvangur fyrir svona há- tíð, sem er „þarft framtak" svo notuð sé gömul klisja. ________ Enda var kominn tími til að draga suma af okkar góðu tónlist- annönnum fram úr þeim kústaskáp sem spilamennska á íslandi er. Er- lendu fjölmiðlamennimir og fulltrú- ar hljómplötufyrirtækja vom margir og auðþekkjanlegir, einna helst á því að þeir klöppuðu ekki fyrir hljóm- sveitunum, kinkuðu bara kolli í takt við tónlistina ef þeim líkaði hún. Fyrri tónleikar kvöldsins fóra fram í Loftkastalanum og þar sátu áhorfendur kyrrir í sætum sínum, enda erfitt um miklar hreyfíngar. Seinni tónleikarnir fóru hins vegar Engin hljóm- sveit var hins vegarjafn þétt og Maus, en Mausmenn gerðu sér lítið fyrir og „lögðu bundið slitlag“ í Héð- inshúsinu. fram í öðrum hluta Héðinshússins, skemmu þónokkurri. Þar stóðu áhorfendur og voru reyndar kyrrir sem fyrr þrátt fyrir aukið frelsi til kúnstugra æfinga. Þessi skemma hentar ágætlega til tónleikahalds; minnir um margt á erlenda hljómleikastaði. Það sem vakti athygli undirritaðs öðru fremur var hversu þéttar allar hljómsveitirnar voru. Greinilegt er að miklar æfíngar hafa farið fram á síðustu vikum, enda vora þetta sennilega mikilvæg- ustu tónleikar flestra hljómsveitanna til þessa. Engin hljómsveit var hins vegar jafn þétt og Maus, en Mausmenn gerðu sér lítið fyrir og „lögðu bundið slitlag“ í Héðinshúsinu. Besta Kljómsveit kvöldsins að mati þess sem þetta rit- ar. Botnleðja var líka þétt og átti góða spretti. Sama má segja um Vínyl og Unun. Sigurrós og Pomopop vöktu mesta hrifningu undirritaðs á Loft- kastalatónleikunum, en spila- mennska Stolíu var líka geysigóð. Curver tókst vel upp á köflum. MBBm SAGA r n Sjómannadagurinn í Hajharjirði stendurjyrir sjómannadagshóji í Súlnasal Hótel Sögu d sjómannadaginn 7. juní. Skemmtiatriði: FERÐasaga W Laddi og félagar W W fara á kostum i feröabransanum Húsið opnar kl. 19.00 Opinn dansleikur hefst að loknu borðhaldi um kl. 23.00 með Saga Klass, Sigrúnu Evu og Reyni. n -þín saga! www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.