Morgunblaðið - 17.06.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 17.06.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 57 >% 3 1 1 I I J i I J ! I 1 I I .1 I I I I I j I I i Haukarnir í liði Jóns Sigurðssonar Frá Hallgrími Sveinssyni: FRELSISBARÁTTA þjóðar verður seint unnin af einum manni, þó mikið sé komið undii- hiklausum forystu- mönnum. Það skal rifjað upp hér, að fjöldi manna um allt land starfaði opinskátt með Jóni Sigurðssyni að þeim mai-kmiðum sem hann setti snemma í frelsis- baráttunni við Dani, í Hugvekju til íslendinga, eða voru óhvikulir stuðningsmenn hans bak við tjöldin. Þetta voru menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins: Bændur, prestar, vinnumenn, vinnukonur, verkamenn, búðarþjónar, embættismenn, hús- freyjur og námsmenn. Flestir þeirra verða aldrei nafngi-eindir. Það er hinn þöguli fjöldi. En hinir, sem gengu fram fyrir skjöldu, voru oft í mjög erfiðri aðstöðu, þar sem for- ystumaðurinn bjó löngum erlendis og margir þeirra höfðu embættum að gegna og voru komnir upp á kóngsins náð. Þessa menn má kalla haukana í liði Jóns Sigurðssonar, þó misjafnlega hafi þeir haft sig í frammi. Jón stóð ekki einn Jón Guðmundsson (1807-1875): Helstur haukanna í liði Jóns var Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, en hann kallaði sig „skugga" Jóns Sig- urðssonar. Það var á heimili Jóns Guðmundssonar í Aðalstræti í Reykjavík sem Þjóðfundarfulltrúar komu saman, er upp úr slitnaði og réðu ráðum sínum. Margt hefði orðið erfiðara hjá Jóni Sig- urðssyni ef hann hefði ekki notið dugnaðar og framtakssemi nafna síns hér heima. En eftir því sem næst verður komist hafa Islendingar alveg gleymt að heiðra minn- ingu þessa eldheita fylg- ismanns Jóns Sigurðs- sonar. Prestarnir hugdjörfu Merkilegt er að ein- hverjir hörðustu og óhvikulustu stuðnings- menn Jóns í baráttunni voru prestar. Fimm þeirra skulu nafngreindir hér með örfáum orðum. Séra Hannes Stephensen (1799- 1856): Prestur á Ytra-Hólmi. Alþing- ismaður Borgfírðinga. Trampe greifi vildi láta víkja honum úr embætti eftir Þjóðfund, ásamt öðrum prest- um, starfsbræðrum hans sem þar voru fulltrúar, en fékk því ekki ráðið. Eldheitur stuðningsmaður Jóns Sig- urðssonai- og talinn með málsnjöll- ustu mönnum á þingi. Páll Eggert Ólason lýsir séra Hannesi svo: „Mað- urinn var í öllum greinum hinn mesti afbragðsmaður, allra manna þjóðleg- astur, þjóðræknastur og frjáls- lyndastur. Honum var við brugðið fyrir rausn og gestrisni, svo að svipa þótti mest til höfðingja hinna fyrri alda.“ Séra Halldór Jónsson (1810- 1881): Prestur á Hofí í Vopnafírði. Hann var konungkjörinn fulltrúi á Þjóðfundi og sá eini úr þeim hópi sem hafði kjark til að fylgja Jóni Sigurðssyni að málum. Einarður stuðnings- maður Jóns. Séra Ólafur E. John- sen (1809-1885): Prest- ur á Stað á Reykjanesi. Frændi Jóns Sigurðs- sonar og bróðir Ingi- bjargar, konu hans. Fulltrúi Barðstrendinga á Þjóðfundi. Hafði sig alla tíð mjög í frammi í stuðningi við Jón frænda sinn. „Bylting- arsinni að eðlisfari, áhlaupamaður með stórt hjarta og heitt geð.“ (Lúðyík Kristjánsson) Séra Ólafur Sívertsen (1790- 1860): Prestur í Flatey á Breiðafirði. Alþingismaður Barðstrendinga. Helsti forgöngumaður Kollabúða- funda. Einn af lykilmönnum í stuðn- ingi við Ný félagsrit. Séra Eiríkur Kúld: Prestur í Stykkishólmi. Alþingismaður Snæ- fellinga og Barðstrendinga um langt skeið. Var einn starfhæfasti maður í flokki Jóns á þingi og oft talsmaður hans, enda oft nefndur „munnur Jóns Sigurðssonar“. (Þeir sem vilja fræðast nánar um Jón Sigurðsson geta til dæmis flett upp á Heimasíðu hans á Veraldar- vefnum á íslensku, ensku, dönsku og þýsku:http://www.snerpa.is/kynn//- jonsig. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Jón Sigurðsson BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 Fegrar og bætir garðinn Þú færð allskonar grjót hjá okkur, sand og sérstakan sand í sandkassann. Við mokum efninu á bíla eða kerrur og afgreiðum það líka í sterkum plastpokum, sem þú getur sett í skottið á bílnum þínum. Simi: 577-2000 Salatostur • Létt-Brie Bóncla-Brie • Gráöaostur Kastali Gouda 11% • Dala-Brie Maribo Óðalsostur • Gouda 17% Feta með tómötum og ólifum Gouda 26% Lúxusyrja • Dala-yrja Stóri Dímon • Feta í kryddolíu Camembert Ilvítlauksbrie i salatið! Kitlaðu bragðlaukana! Ferskt, nýsprottið salat með grænmeti og osti er endurnærandi sumarmáltíð sem þú setur saman á augabragði. Taktu lífinu létt í sumar - og njóttu þess í botn! Ostur í allt sumar www.ostur.is ÍSLENSKIR W OSTAR W fÆft í Allt sumak Tjjsr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.