Morgunblaðið - 17.06.1998, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 17.06.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 57 >% 3 1 1 I I J i I J ! I 1 I I .1 I I I I I j I I i Haukarnir í liði Jóns Sigurðssonar Frá Hallgrími Sveinssyni: FRELSISBARÁTTA þjóðar verður seint unnin af einum manni, þó mikið sé komið undii- hiklausum forystu- mönnum. Það skal rifjað upp hér, að fjöldi manna um allt land starfaði opinskátt með Jóni Sigurðssyni að þeim mai-kmiðum sem hann setti snemma í frelsis- baráttunni við Dani, í Hugvekju til íslendinga, eða voru óhvikulir stuðningsmenn hans bak við tjöldin. Þetta voru menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins: Bændur, prestar, vinnumenn, vinnukonur, verkamenn, búðarþjónar, embættismenn, hús- freyjur og námsmenn. Flestir þeirra verða aldrei nafngi-eindir. Það er hinn þöguli fjöldi. En hinir, sem gengu fram fyrir skjöldu, voru oft í mjög erfiðri aðstöðu, þar sem for- ystumaðurinn bjó löngum erlendis og margir þeirra höfðu embættum að gegna og voru komnir upp á kóngsins náð. Þessa menn má kalla haukana í liði Jóns Sigurðssonar, þó misjafnlega hafi þeir haft sig í frammi. Jón stóð ekki einn Jón Guðmundsson (1807-1875): Helstur haukanna í liði Jóns var Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, en hann kallaði sig „skugga" Jóns Sig- urðssonar. Það var á heimili Jóns Guðmundssonar í Aðalstræti í Reykjavík sem Þjóðfundarfulltrúar komu saman, er upp úr slitnaði og réðu ráðum sínum. Margt hefði orðið erfiðara hjá Jóni Sig- urðssyni ef hann hefði ekki notið dugnaðar og framtakssemi nafna síns hér heima. En eftir því sem næst verður komist hafa Islendingar alveg gleymt að heiðra minn- ingu þessa eldheita fylg- ismanns Jóns Sigurðs- sonar. Prestarnir hugdjörfu Merkilegt er að ein- hverjir hörðustu og óhvikulustu stuðnings- menn Jóns í baráttunni voru prestar. Fimm þeirra skulu nafngreindir hér með örfáum orðum. Séra Hannes Stephensen (1799- 1856): Prestur á Ytra-Hólmi. Alþing- ismaður Borgfírðinga. Trampe greifi vildi láta víkja honum úr embætti eftir Þjóðfund, ásamt öðrum prest- um, starfsbræðrum hans sem þar voru fulltrúar, en fékk því ekki ráðið. Eldheitur stuðningsmaður Jóns Sig- urðssonai- og talinn með málsnjöll- ustu mönnum á þingi. Páll Eggert Ólason lýsir séra Hannesi svo: „Mað- urinn var í öllum greinum hinn mesti afbragðsmaður, allra manna þjóðleg- astur, þjóðræknastur og frjáls- lyndastur. Honum var við brugðið fyrir rausn og gestrisni, svo að svipa þótti mest til höfðingja hinna fyrri alda.“ Séra Halldór Jónsson (1810- 1881): Prestur á Hofí í Vopnafírði. Hann var konungkjörinn fulltrúi á Þjóðfundi og sá eini úr þeim hópi sem hafði kjark til að fylgja Jóni Sigurðssyni að málum. Einarður stuðnings- maður Jóns. Séra Ólafur E. John- sen (1809-1885): Prest- ur á Stað á Reykjanesi. Frændi Jóns Sigurðs- sonar og bróðir Ingi- bjargar, konu hans. Fulltrúi Barðstrendinga á Þjóðfundi. Hafði sig alla tíð mjög í frammi í stuðningi við Jón frænda sinn. „Bylting- arsinni að eðlisfari, áhlaupamaður með stórt hjarta og heitt geð.“ (Lúðyík Kristjánsson) Séra Ólafur Sívertsen (1790- 1860): Prestur í Flatey á Breiðafirði. Alþingismaður Barðstrendinga. Helsti forgöngumaður Kollabúða- funda. Einn af lykilmönnum í stuðn- ingi við Ný félagsrit. Séra Eiríkur Kúld: Prestur í Stykkishólmi. Alþingismaður Snæ- fellinga og Barðstrendinga um langt skeið. Var einn starfhæfasti maður í flokki Jóns á þingi og oft talsmaður hans, enda oft nefndur „munnur Jóns Sigurðssonar“. (Þeir sem vilja fræðast nánar um Jón Sigurðsson geta til dæmis flett upp á Heimasíðu hans á Veraldar- vefnum á íslensku, ensku, dönsku og þýsku:http://www.snerpa.is/kynn//- jonsig. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Jón Sigurðsson BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 Fegrar og bætir garðinn Þú færð allskonar grjót hjá okkur, sand og sérstakan sand í sandkassann. Við mokum efninu á bíla eða kerrur og afgreiðum það líka í sterkum plastpokum, sem þú getur sett í skottið á bílnum þínum. Simi: 577-2000 Salatostur • Létt-Brie Bóncla-Brie • Gráöaostur Kastali Gouda 11% • Dala-Brie Maribo Óðalsostur • Gouda 17% Feta með tómötum og ólifum Gouda 26% Lúxusyrja • Dala-yrja Stóri Dímon • Feta í kryddolíu Camembert Ilvítlauksbrie i salatið! Kitlaðu bragðlaukana! Ferskt, nýsprottið salat með grænmeti og osti er endurnærandi sumarmáltíð sem þú setur saman á augabragði. Taktu lífinu létt í sumar - og njóttu þess í botn! Ostur í allt sumar www.ostur.is ÍSLENSKIR W OSTAR W fÆft í Allt sumak Tjjsr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.