Morgunblaðið - 21.07.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 21.07.1998, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skjálftar í Mýr- dalsjökli ÁLLNOKKRIR jarðskjálftar, um og yfir 4 á Richterkvarða, urðu í Mýrdalsjökli austan- verðum milli kl. 3 og 4 í fyrr- inótt. Pálmi Erlendsson, jarð- fræðingur hjá Veðurstofunni, segir að allt hafi verið með kyrrum kjörum í jöklinum í gær. Hann segir að jarðskjálft- arnir geti bent til kvikuhreyf- ingar en enginn órói hefur sést á svæðinu. Af þeim sökum er ekki búist við eldgosi, altént ekki alveg á næstunni. Orói kallast það þegar stöðugur titringur er á svæðinu en ekki stakir skjálftar. Slíkur órói fylgdi Kröflugosum og nú síð- ast gosinu í Vatnajökli. Tilefni þykir til að fylgjast vel með framvindunni Pálmi segir að upptök skjálftanna hafi verið Kötlu- megin í jöklinum. Skjálfta- hrina hefur verið árviss við- burður í vestanverðum jöklin- um og hefur það verið tengt bráðnun iss. Tilefni þykir til að fylgjast vel með framvindunni þar sem skjálftamir em núna austanmegin í jöklinum. Ekki hefur þó verið talin ástæða til að vara við mannaferðum á þessar slóðir. Eins hreyfils einkaflugvél hlekktist á í flugtaki við Mosfellsbæ Morgunblaðið/Árni Sæberg FLUGVÉLIN stakkst á nefið og lenti á hvolfi á flugvellinum á Tungubökkum. Myndin er tekin skömmu eftir að óhappið átti sér stað og til hægri má sjá aðkomufólk hlúa að farþega vélarinnar, sem síðan var fluttur á slysadeild. Á minni myndinni sjást flugmaðurinn og menn frá Flugmálastjórn og Rannsóknarnefnd flugslysa skoða hvar vélin stakkst á nefið. Morgunblaðið/Ingvar Þórðarson Stakkst á nefið og hvolfdi EINS hreyfils einkaflugvél hvolfdi á Tungubakkaflugvelli við Mosfells- bæ á fimmta tímanum á laugardag. í vélinni voru flugmaður og farþegi. Flugmaðurinn slapp ómeiddur, en farþeginn kvartaði undan eymslum í hálsi og var fluttur til rannsóknar á slysadeild. Tildrög slyssins em talin vera þau að þegar vélin var nýkomin í loftið reyndi flugmaðurinn að hætta við flugtak þegar hann áttaði sig á því að hann flaug með vindi, en ekki á móti honum eins og vanalega er gert. Ekki fór betur en svo að vélin stakkst á nefið og henni hvolfdi og varð hún fyrir töluverðum skemmdum. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nánar orsakir atviksins. Lausafé á þjóðvegum almennt vandamál Ekki tryggt að ferða- menn viti af hættunni MVl BÚFé ; mcnn s« særa d> | skaðab; LAUSAGANGA búfjár hefur oft og tíðum valdið óhöppum í umferðinni og árlega aka rúmlega eitt hundrað ökumenn á búfé hér á landi. Breyt- ingar vora gerðar á lögum um bú- fjárhald árið 1991 og á vegalögum árið 1995. Samkvæmt 56. grein vegalaga er lausaganga búfjár bönn- uð á vegsvæðum stofnvega og tengi- vega þar sem girt er báðum megin vegar. Við endurskoðun vegalaganna tóku einnig gildi reglur um að Vega- gerðin skuli, í samstarfi við viðkom- andi bónda, koma upp girðingu í heimalöndum við tengivegi og þjóð- veg 1. Að því loknu er girðingin á ábyrgð bóndans, hann skal sjá um viðhald á henni, en Vegagerðin tek- ur þátt í kostnaði við viðhaldið. Sveitarfélögum er að auki heimilt að heimila eða banna lausagöngu innan sinna lögsagnaramdæma. Lausa- ganga búfjár er því samkvæmt lög- um leyfileg, nema annað sé teldð fram, og ökumenn skaðabótaskyldir aki þeir á búfé. Á vegum landbúnað- arráðuneytisins starfar nú nefnd, sem á að endurskoða lagaákvæði um lausagöngu búfjár. Engar merkingar á Islandi I 88. grein almennra umferðar- laga kveður á um að ökumaður beri ábyrgð á gangandi vegfarendum og þar með töldu búfé, nema til komi stórfellt gáleysi tjónþola. Ef girt er beggja vegna vegarins, en ekið er á lausafé, er búféð á ábyrgð eigenda. Ökumenn sem lenda í því óhappi að aka á búfé eru í órétti auk þess sem þeir þurfa að bera kostnað af eigin tjóni og greiða eiganda skepnunnar bætur, hafi hún drepist. I dag er aðeins hluti þjóðvegar 1 girtur beggja vegna vegar og mörg sveitarfélög leyfa lausagöngu. Á svæðinu þar sem umrætt slys átti sér stað er lítið um girðingar beggja vegna vegar og stafar ökumönnum mikil hætta af, að sögn lögreglu. Víða erlendis má sjá merkingar við vegi þar sem varað er við umferð villtra dýra eins og dádýra eða elgja. Hér á landi hafa slíkar merkingar ekki tíðkast og ekki hefur verið til umferðarskilti sem gefur til kynna umferð búfjár. Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs, segir að nýlega hafi verið gefið út skilti sem gefi til kynna að kýr séu reknar yfir veginn og það hafi fyrir stuttu verið tekið í notkun meðal bænda óski þeir þess. Hins vegar sé ekkert merki sem gefi til kynna um- ferð lausafjár, svo sem hrossa og kinda, og hann hafi ekki heyrt að til standi að gefa út slfkt merki. „Menn hafa mikið rætt um lausa- göngu búfjár og viljað að tekið yrði harðar á henni, enda er það ekki við- unandi að á vegi þar sem leyfður er 90 km hraði geti maður átt von á hrossi eða rollu á miðjum vegi,“ sagði Sigurður. Langtímavandamál sem erfitt er að leysa Umferðarráð hefur unnið að því að koma upplýsingum til erlendra ferðamanna um ástand vega og um- hverfis þeirra á Islandi. Ráðið hefur látið gera myndbönd og bækling á fimm tungumálum sem dreift hefur verið á bílaleigur, í ferjuna Nor- rænu, á hótel og víðar. Markmiðið er að kynna ferðamönnum helstu atriði sem eru frábrugðin í umferð- inni á íslandi miðað við önnur lönd. Þar er farið yfir ástand fjallvega, veðurskilyrði og varað við lausu bú- fé. „Upplýsingarnar eru fyrir hendi en við óttumst hins vegar að bfla- leigurnar séu ekki nógu samvisku- samar með að vekja athygli á þess- í BÆKLINGI Umferðarráðs, sem gefinn er út á fimm tungu- málum og dreift meðal ferða- manna, er varað við lausu búfé á þjóðvegum. Ekki er tryggt að allir erlendir ferðamenn fái þennan bækling við komuna til landsins. um upplýsingamiðlum og þykir okk- ur það hið versta mál,“ sagði Sig- urður. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir það alls ekki tryggt að allir er- lendir aðilar sem aki um hér á landi Frönsk kona lést í umferðarslysi í Öræfasveit Billinn valt er ökumaður sveigði hjá sauðkind BANASLYS varð í Öræfasveit skömmu eftir hádegi á sunnudag. Frönsk kona á fimmtugsaldri lézt er bifreið hennar og tveggja sam- ferðamanna fór fjórar veltur á þjóð- vegi númer eitt þegar ökumaðurinn reyndi að sveigja frá búfé sem stóð á veginum. Ferðafólkið var á leiðinni frá Jök- ulsárlóni að Skaftafelli á sunnudag. Rétt vestan við Hof var ekið yfir blindhæð. Handan hennar sá öku- maður hvar sauðkind stóð á vegin- um og sveigði hann snöggt útaf veg- inum og lenti í lausamöl. Hann sveigði bflnum aftur inná veginn og við það valt hann og fór fjórar velt- ur á veginum. Ekki í bflbelti Konan, sem sat í aftursæti bíls- ins, kastaðist út úr bflnum og lenti um 30 m frá bílnum. Talið er að hún hafi látist samstundis. Hún var ekki í bflbelti. Ökumaðurinn og farþegi í framsæti voru í bflbeltum og að- stoðuðu vegfarendur þá við að kom- ast út út bflnum. Ökumaðurinn rif- beinsbrotnaði, marðist og skarst á höfði. Farþeginn, sem jafnframt var eiginmaður konunnar sem lést, var með alvarleg losteinkenni og var hann ásamt ökumanninum fluttur á Heilsugæslustöðina á Höfn til frek- ari aðhlynningar. Að sögn lögreglunnar á Höfn er ekki girt meðfram þjóðveginum á slysstaðnum og lausaganga búfjár telst því leyfileg. Lögreglan segir að mikið sé um lausafé í sýslunni og það valdi oft miklum óþægindum í umferðinni. fái upplýsingar um þær hættur sem stafi af lausagöngu búfjár. Ferða- málaráð dreifi þremur bæklingum um það hvemig eigi að aka á íslandi og hvaða hættur fylgi því, en ein- ungis í einum þeirra sé minnst á lausagöngufé, það sé jafnframt bæk- lingur Umferðarráðs. Hann segir að rætt hafi verið um hvort að taka ætti upp þá reglu að erlendir öku- menn kvitti fyrir því að þeir hafi kynnt sér hvernig eigi að aka á Is- landi, í óbyggðum og víðar, en engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efn- um. Magnús sagðist ekki telja að merkingar sem vöraðu við umgangi lausafjár myndu leysa vandann, því það yrði ansi víða sem setja þyrfti upp slíkar merkingar. Eina leiðin væri að banna lausagöngu búfjár en það væri aftur á móti gífurlega erfitt mál. Vegagerðin eytt miklum fjái munum í girðingar Magnús ítrekaði að öryggi ferða- manna væri gríðarlega mikilvægur þáttur og stöðugt væri verið að leita leiða til að koma upplýsingum á framfæri til ferðafólks. Með þeim hætti væri verið að reyna að koma í veg fyrir óhöpp. „Vandamálið er að við getum ekki tryggt að þær upp- lýsingar sem gefnar era út skili sér til allra. Maður veltir því fyrir sér hvenær takist að koma í veg fyrir að lausagangur búfjár valdi óhöppum. Það er stærra verkefni en svo að hægt verði að koma í veg fyrir það á næstunni, þótt það væri æskilegast af öllu og hljóti að vera lokatak- markið," sagði Magnús. Að sögn Jóns Rögnvaldssonar að- stoðarvegamálastjóra hefur Vega- gerðin eytt miklum fjármunum í að girða meðfram vegum til þess að taka á því vandamáli sem fylgh' lausafé. „Ég efast um að vegalögin geti tekið meira á þessu en komið er. Það þarf að koma eitthvað allt annað til. Ég held að á þessu þurfi að taka í samvinnu ákveðinna aðila, svo sem sveitarfélaga, bænda eða bændasamtaka, löggæslu og Vega- gerðarinnar. Ég held það sé nauð- synlegt að fleiri komi að þessu en Vegagerðin ein,“ sagði Jón. Hann sagði jafnframt að réttarstaða veg- farenda og bænda væri ekki skýr og að engin lausn væri í sjónmáli á því vandamáli sem laust búfé skapaði á þjóðvegum landsins. > I > \ > > \ \ >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.